Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 8
kvæmt lögum eða ekki? Þessi maður væri líklegur til að henda peningum í næsta húseiganda, og hneigja sig síðan fyrir honum. Hann er einfaldlega að reyna að komast í húsaskjól." — En vœri ekki rétt ad þid berö- ust fyrir því að húsaleigulögum vœri framfylgt? „Við ættum að berjast fyrir því að benda fólki á hvernig húsaleiga gengur fyrir sig í raun — ekki sem hugmyndafræði furðufugla úti í bæ.“ — Þú vilt sem sagt gefa þetta f- rjálst? „Auðvitað á þetta að vera frjálst. Það gengur ekkert kerfi upp ann- ars. Leigulögin eru versti ógreiði sem leigjendum hefur verið gerð- ur.“ Sigurður segir aftur á móti: „Þeir kalla það félagsgjald sem þeir taka af fólki; kalla þetta félag án þess að okkur sé kunnugt um að um nokkra félagsstarfsemi sé að ræða. Okkar mat er að það sé verið að fara í kringum þessi fá- tæklegu lög sem þó eru til um leigjendur. Hins vegar eiga þeir að sjá um að þessum lögum sé fram- fyigt" — Hvað um starfsemi félagsins, Sumarliði? Hversu virk er hún? „Það hefur ekki verið haldinn nema einn aðalfundur. Síðan er liðið eitt ár. Ég er ákveðinn í að halda næsta aðalfund þegar ein- hver sýnir áhuga á starfsemi fé- lagsins og húsnæðismálum. Nefndu mér einn mann sem hefur áhuga. Mig vantar bara einn mann sem sýnir áhuga á þessu." „Eins og hver önnur þjónusta" — Það má spyrja; er ekki verið að reka þetta í von um hagriað? „Það er ekki hagnaður af þessu. Ef einhver vill koma hingað og taka við þessu er það guðvelkom- ið. Þetta byrjaði sem hugsjón hjá mér. Ég hef alltaf haft áhuga á hús- næðismálum. En mér datt ekki í hug að svona fáir hefðu raunveru- lega þann áhuga, nema að þeir séu Alþýðubandalagsmenn." — Hvernig rökstyður þú gjaldið sem tekið er af félagsmönnum? „Það er félagsgjald. Það er ekki óheimilt að hafa félagsskap, og til þess að hægt sé að reka leigumiðl- un verður að hafa eitthvað upp í kostnað. Flest félög hafa eingöngu tekjur af félagsgjöldum, það gildir um okkur." -— Nú takið þið bœði gjald af leigutökum og leigusölum? „Já, þetta eru bara félagsmenn. Síðan er þessi þjónusta aðeins veitt innan félagsins. Ég býst við að sú þjónusta sem við veitum hér, t.d. í sambandi við samninga, yrði fólki miklu dýrari ef það þyrfti að leita til lögfræðinga." — En til hvers er þetta félag? Af hverju ekki einfaldlega leigumiðl- un? „Ef það væri ekki félagsskapur í kringum þetta, væri ekki hægt að reka leigumiðlun, það hefur verið reynt. Þá er það rekið eins og fast- eignasala, en þetta kemur öðru vísi út, því við veitum engum þjón- ustu nema félagsmönnum." — En þeir sem þurfa íbúðir hljóta að gerast félagsmenn þar sem þið veitið enga þjónustu ella? „Ja, veistu það, fólk kemur ekki hingað fyrr en það hefur legið í auglýsingum, er búið að auglýsa sjálft í fleiri mánuði og ekkert hef- ur gengið. Þá kemur það hing- að. . .“ — Þá er fólk komið í nauð, og á ekki annarra kosta völ en að ger- ast félagsmenn? „Já, já. Það prófar allt mögu- legt.“ — Eruð þið þá ekki þar með að þvinga fólk? Eruð þið ekki að not- fœra ykkur neyðarástand? „Nei, nei. Það geta allir sett upp leigumiðlun, og það hefur verið gert. Það hafa nokkrar fasteigna- sölur sett upp leigumiðlanir og dæmið hefur ekki gengið upp. Það er vegna þess að ástandið er svo erfitt. Það er svo vont að fá íbúðir. Hins vegar er auðvelt að fá her- bergi. En við höfum, liggur mér við að segja, næstum platað hús- eigendur til að láta okkur fá hús- næði handa leigjendum. Það er vont að rökstyðja það við húseig- anda að það borgi sig að leigja út húsnæði, það er mjög erfitt.“ — Effélagsmaður fær ekki íbúð, á hann þá von á endurgreiðslu ár- gjalds? „Nei, það er ekkert loforð gefið fyrir því að viðkomandi fái íbúð. Það er sami háttur á þessu og ef þú settir auglýsingu í dagblað sem bæri ekki árangur. Og hvað þá?“ — Þannig að þetta eru ekki hagsmunasamtök leigjenda, ekki húseigenda og ekki hugsjónastarf- semi. Hvað stendur þá eftir? Hvað er þetta? „Þetta á bara að vera þjónustu- miðstöð, eins og hver önnur þjón- usta. Það er alla vega reynt að hafa þetta þannig.“ — Er nokkuð búið að boða fund hjá ykkur á nœstunni? „Það er kannski hægt að skella á fundi til að þú getir verið með. Hvað sem því líður, segir samt í samþykktum Húsaleigufélagsins: „Félagsfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Aðalfund skal halda í apríl ár hvert,.. “ Hvort sem fundur verður hald- inn í Húsaleigufélagi Reykjavíkur og nágrennis á næstunni, má bú- ast við að starfsemi þess verði rædd á fundi Leigjendasamtak- anna á næstunni, að því er við fregnuðum hjá fyrrverandi for- manni þeirra, Jóni frá Pálmholti. Og þegar HP bar málið í heild sinni undir William Th. Möller, varð honum að orði: „Þetta er allt önnur lýsing á starfseminni en kom fram í fyrra, og hafi hún breyst frá því þá, kann það að gefa tilefni til athugunar af hálfu lög- reglu.“ Rafbúð Sambandsins tryggir örugga þjónustu S ZEROWATT ZEROWATT TILBOÐ Þurrkari Þvottavél iTvort sem þú ert með erfitt heimili eða ekki, er óþarfi að íþyngja því með erfiðum þvottum. Zerowatt þvottavélar og þurrkarar hafa verið sann- kölluð hjálparhella á íslenskum heimilum um áraraðir. Zerowatt hefúr ávallt verið í fremstu röð með tækninýjungar og hönnun og jafnhliða lagt áherslu á að framleiða sterkar og öruggar vélar sem þyldu óblíða meðhöndlun. Hin örugga viðgerða- og varahlutaþjónusta Rafbúðar Sambandsins er ávallt trygg í bakhöndinni. Zerowatt er örugg, framtíðarfjárfesting í tækni og þægindum. Við spjöllum saman um útborgun og greiðsluskilmála og komumst örugglega að samkomulagi. &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910 ~812 66 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.