Helgarpósturinn - 13.06.1985, Side 14

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Side 14
0 | DV um daginn var birt grein um ástandið í Alþýðubandalaginu. Útgangspunktur greinarinnar eru orðin „Alþýðubandalagið er í kreppu". Þessi orð lét Ólafur Ragn- ar Grímsson falla í Innlendri yfir- sýn í HP. Raunar eru flest lykilatriði þessarar greinar fengin úr greinum og viðtölum, sem HP hefur birt að undanförnu. Þó tekst höfundi snilld- arlega að leiða hjá sér að geta heim- ilda nema einnar, sem er grein eftir hann sjálfan, sem birtist í DV fyrir ári. Við lestur greinarinnar verður það sorglega ljóst hversu fáir og ein- litir heimildamenn höfundar eru. Þá vekur það athygli, að höfundur virð- ist ekki gera sér grein fyrir mikil- vægi þeirra Fylkingarfélaga, sem hafa gengið til liðs við Alþýðu- bandalagið. Þar eru á ferð harðir trotskýistar, sem taka pólitík alvar- legar en páfinn kaþólskuna. Þetta fólk er mjög virkt í Alþýðubanda- laginu og gekk í flokkinn til höfuðs verkalýðsforystunni. Þetta fólk er í „massívri pólitískri vinnu", veit ná- kvæmlega hvað það er að gera og hvað það vill. Hér skulu tilgreind Pétur Tyrfingsson, verkamaður í Dagsbrún með háskólapróf í félags- fræði, Már Guðmundsson, hag- fræðingur hjá Seðlabankanum, Svava Guðmundsdóttir, systir Más og kona Péturs, og Árni Sverris- son, fyrrverandi nemandi við Há- skóla Islands en núverandi starfs- maður gatnagerðardeildar Reykja- víkurborgar. Þeir sem þekkja til Al- þýðubandalagsins telja það meiri háttar mistök að vanmeta þetta fólk. Svavar Gestsson formaður hafi t.d. ekki áttað sig í tíma á áhrif- um þessa fólks og m.a. þess vegna sé málum komið eins og staðreyndir segja til um... SEiftir árslanga baráttu við möppudýr kerfisins eygir Skálka- skjól tvö nú sterkvínsleyfi og þar með að komast í flokk bjórlíkhúsa borgarinnar. Það var raunar snemma á öld bjórmenningar í höf- uðborginni að Félagsstofnun stúdenta réðst í það þrekvirki að breyta gömlum og þreyttum Stúd- entakjallara í Skálkaskjólið með ærnum tilkostnaði. Þá strax stóð til að hreppa eitthvað af bjórpeningum borgarbúa. Forsvarsmenn Félags- stofnunar stúdenta trúðu því þá að ekki þyrfti neitt meira en léttvíns- leyfi, sem þeir þá höfðu, til þess að mega seija bjórglundrið. En salan var stöðvuð eftir fyrstu opnunar- helgina og síðan hafa FS menn og Ferðaskrifstofa ríkisins, sem yfirtók þennan rekstur með matsölunni og Hótel Garði, þjarkað í yfirvöldum dómsmálaráðuneytis. Loks nú í vor fæst leyfi til að selja bjórlíki og sterkt áfengi sumarlangt meðan hótelið starfar. Von FS manna er svo að fá að halda þessu leyfi áfram, hvað sem verður. í dómsmálaráðuneytinu hafa menn borið því við að brennivín sé nú enginn menningarauki fyrir stúd- enta og að Skálkaskjól sé ekki mat- 14 HELGARPÖSTURINN sölustaður. Því hafa menn svo svar- að með því að spyrja á móti hvort rauðvínssull sé menningarauki og hvort einhverju breyti að hafa bar- inn niðri og matsölu uppi, eins og í FS, eða að hafa barinn uppi og mat- salinn niðri eins og til dæmis í Hrafninum. Auk þess fáist úrval smárétta í Skálkaskjólinu. Reksturinn á þessum mæta stað hefur svo gengið mest ofan og mun Ferðaskrifstofa ríkisins ekki halda honum áfram eftir að samningur við FS rennur út á næsta hausti. Nýja innréttingin er af mörgum talin kuldaleg og stólarnir lítt þægilegir. Þá hafi gamla nafnið laðað mun bet- ur að sér en það nýja og er nú á döf- inni að breyta nafninu aftur í Stúd- entakjallarann. .. A ^^^■Lllar likur eru á þvi að Bald- ur Kristjánsson, blaðamaður á NT og prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík, taki við brauði Onundar Björnssonár á Höfn í Hornafirði í eitt ár. Þar með hverfur Baldur af NT, þar sem hann hefur skrifað fé- lagshyggju- og samvinnupistla í gríð og ergi undanfarna mánuði. En Baldur ætlar ekki að láta sér nægja prestskapinn, því hann sótti um starf ritstjóra á vikublaðinu Eystra- Horni, þverpólitísku og hlutlausu fréttablaði þarna fyrir austan. Bald- ur er eini umsækjandinn og því lík- legt að hann fái starfið... WKi egar Baldur verður farinn austur losnar starf hans hjá Óháða söfnuðinum og telja ýmsir líklegt, að Lárus Halldórsson, prestur í Seljahyerfinu, þar sem verið er að byggja nýja ' kirkju, muni vilja minnka við sig og þá henti Óháði söfnuðurinn honum vel.. . rekstrarfé sitt með ýmsum hætti, gjarnan með happdrættum eða sölu í hús og hefur oft verið með ólíkind- um hvað þau hafa getað safnað ríf- legum fúlgum með þessu móti. Orator, félag lögfræðinema við Há- skólann, þykir þó slá þeim öllum við hvað þetta varðar. Félagið tók yfir rekstur diskóteksins á Hótel Borg á síðasta hausti og varð staðurinn fljótt mjög vinsæll meðal framhalds- skólafólks, en hafði þar áður verið illa sóttur. Þetta kom glögglega fram í vor þegar farið var að gera upp reikninga vetrarins, en þá varð ljóst að hagnaður félagsins af rekstrinum skipti nokkrum milljónum. Orator hefur nú tryggt sér þennan væna kjötketil áfram með samningi við eigendur Hótel Borgar til eins árs. Og nú á föstudaginn opnar þessi staður svo að nýju, eftir gagngerar breytingar frá því sem áður var, sem Orator greiddi ekki grænan eyri til... LATTU ÞAÐ EKKI HENDA ÞIG AÐ SJÁ EKKISKÓGENN FYRIR TRJÁM AÐALATRIÐIÐ ER, AÐ FLUGLEIÐIR BJÓÐA SÉRSTÖK FARGJÖLD Á VILDARKJÖRUM FYRIR FJÖLSKYLDUR, UNGA, ALDNA OG ÖRYRKJA. PÚ SKALT KANNA VEL HVAÐ FLUGLEIÐIR GETA BOÐIÐ ÞÉR. Fjölskyldufargjald Forsvarsmaður greiðir fullt fargjald. Maki og böm á aldrinum 12-20 ára greiða 50%, en 2-11 ára börn ein- ungis 25%. - Gildir til allra áfangastaða Flugleiða innanlands, í allt að 30 daga. | APEXg. Veittur er 40% afsláttur af fullu fargjaldi. Börn innan 12 ára aldurs greiða helmingi minna. Bóka þarf með 7 daga fyrirvara. Gildir til alira áfangastaða Flugleiða innanlands. Gildistími 21 dagur. | Aldraðir Aldraðir fá 50% afslátt af fullu fargjaldi þriðjudaga, miðvikudaga og laugardaga. - Gildir til allra áfanga- staða innanlands, í allt að 60 daga. Öryrkjar Þeir sem em 75% öryrkjar eða meira fá 25% afslátt af fullu fargjaldi. Framvísa þarf öryrkjaskírteini. — Gildir til allra áfangastaða innanlands alla daga vikunn- ar, nema föstudaga og sunnudaga, i HOPP . Óbókaðir farþegar eiga kost á 50% fargjaldi á Ieiðinni Reykjavík - Akureyri - Reykjavík, þegar sæti em laus. Taka þarf afgreiðslunúmer á flugvelli klukkustund fyrir brottför. - Gildir til Akureyrar á þriðjiidags-, fimmtu- dags- og laugardagskvöldum. Frá Akureyri á mánu- dags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum. ÞETTA ER EKKl FRUMSKÓGUR, HELDUR YFIRLIT UM VÍÐTÆKA PJÓNUSTU FLUGLEIÐA INNANLANDS Unglingar Unglingar á aldrinum 12-18 ára fá 30% afslátt af fullu fargjaldi. - Gildir til allra áfangastaða Flugleiðá 1. maí til 10. júní og 20. ágúst til 30. september. Hríngflug Hringflug er ætlað þeim sem kjósa frekar að fljúga umhverfis landið en aka hringveginn. Viðkomustaðir em Reykjavík, ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir, Hornafjörður, Reykjavík. Verðið er ákveðið á hverju vori. - Gildir á tfmabilinu 1. maí til 30. september, í 30 daga lengst. Tengifargjöld Sérstök fargjöld em í boði fyrir farþega.á leið í eða úr millilandaflugi. Fargjöldin em mismúnandi, eftir eðli farseðilsins í miílilandaflugi, allt að því að vera ókeypis. Einnig em í boði sérstök fargjöld fyrir þá sem vilja fljúga um Reykjavík milli staða innanlands. - Gildir til allra áfangastaða Flugleiða innanlands árið um kring. Gildistími mismunandi eftir tegundfargjalds. Námsménn Námsmenn á aldrinum 12-26 ára fá 25% afslátt gegn framvísun skólaskírteinis. Gildir á milli lögheimilis og skólaátímabilinu 1. september til 31. maí.ogáöllum leiðum innanlands frá 1. júní til 31. ágúst. FLUGLEIDIR

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.