Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR „Jónsmálið“ Rökrétt niðurstaða? leiknun 0—3 og stigunum þremur. Að auki var KR gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Var dómurinn í samræmi við starfsreglur aga- nefndar þar sem segir m.a. „. . .úr- skurð sinn skal Aganefnd tilkynna með skeyti og skal móttökustimpill hjá símstöðinni í Reykjavík gilda “ (2. gr.) „... ef félag notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leik- banni, skal refsa því með stigatapi úr viðkomandi leik, og viðkomandi leikur dæmdur tapaður 3:0, nema tapið hafi verið stærra, og sekt kr. 50.000.“ (6. gr.). Nú kynni einhver að halda að málið hafi þar með verið úr sög: unni, en það var nú öðru nær. í fyrsta lagi var KR leyft að senda nefndinni ýtarleg gögn, þó að ekk- ert í starfsreglum heimili slíkt. í 5. grein segir m.a.: „Skriflegur eða munnlegur málflutningur er heimill þegar leikmanni hefur verið vísað af leikvelli...“ Þá er einnig vísað til 8. tl. 6. gr„ sem minnst var á hér að framan. Málið snýst ekki um þessi atriði heldur um það hvort boðun leikbanns hafi verið gild, hvort eðli- innar um móttöku rétts viðtakanda á skeytinu. Svo var ekki í þessu til- viki. 3. Ef ekki er fallist á túlkun í lið 2 á móttökustimpli, verður að túlka móttökustimpil símstöðvar stimpil stöðvarinnar á ljósrit að efnislega réttu skeyti sem KSÍ hefur fengið í hendur fyrir útsendingu skeytisins. Slíkt var ekki gert í þessu máli. . . KR-ingar leituðu til tveggja lög- fræðinga, Hjartar O. Aðalsteinsson- ar og Arnljóts Björnssonar prófess- ors, og fengu álitsgerðir þeirra. í áiiti Hjartar segir m.a.: „Það er megin- regla opinbers réttarfars að dómar og úrskurðir koma eigi til fram- kvæmda fyrr en þeir hafa verið birtir á lögformlegan hátt... Þegar allt framanritað er virt verður að telja að margumræddur úrskurður hafi ekki verið birtur á lögformleg- an hátt, enda verður ekki séð hvern- ig nægilegt sá að Aganefnd komi skeyti til Pósts og síma, þar sem telja verður að birting fari ekki fram fyrr en réttur móttakandi hefur kvittað fyrir móttöku skeytis. Önnur niður- staða væri óeðlileg og í engu sam- ræmi við lög og reglur þjóðfélags- nefndar kærðu KR-ingar til dóm- stóls Knattspyrnuráðs Reykjavíkur þrátt fyrir að í 4. grein starfsreglna aganefndar segi að úrskurðum hennar verði ekki áfrýjað. KR-ingar vísa til laga íþróttasambands Is- lands, móta- og keppnisreglna ÍSÍ og dóms- og refsiákvæða ÍSÍ. Þeir halda því fram að aganefnd eigi einungis að úrskurða um agabrot leikmanna og hér sé því um framkvæmdavald að ræða en ekki dómsvald. Formaður Þróttar, Tryggvi Geirsson, segir að útilokað sé annað en að dómstóll KRR vísi málinu frá, þar sem hann hafi ekki lögsögu í því. KR-ingar eru á öðriji máli og þeir eru staðráðnir í að fylgja málinu eftir í gegnum öll dómstig íþróttahreyfingarinnar og skjóta því síðan til almennra dóm- stóla, ef viðhorf þeirra verða ekki tekin til greina. Þannig stóð „Jónsmálið" í þessari viku. A mánudaginn var átti að taka það fyrir hjá dómstóli KRR, en aga- nefnd fékk frest til þess að afla sér gagna í greinargerð. Það verður for- vitnilegt að fylgjast með framvind- unni og væntanlega skýrast línur eitthvað næstu daga. eftir Ingólf Hannesson „Þessi niðurstaða er með slíkum ólíkindum að maður fer ósjálfrátt að hugsa um það hvers slags banana- lýðveldi íþróttahreyfingin er orðin. Lög og reglur virðast engu máli skipta, öll mál á að ákvarða eftir því hvaða félagi menn tilheyra." Þannig fórust orð KR-ingi nokkrum í vik- unni þegar umræðuefnið var svo- kallað „Jónsmál“, sem verið hefur í sviðsljósi íþróttafrétta undanfarnar vikur. í pistli dagsins er ætlunin að fjalla um þetta sérkennilega mál. Fyrsti leikur fyrstu deildar var háður á KR-velli 13. maí sl. og áttust þar við Þróttur og KR. Þegar um það bil 20 mínútur voru til leiksloka fóru KR-ingarnir Ásbjörn Björnsson og Sæbjörn Guðmundsson af leik- velli og í þeirra stað voru settir inná Gunnar Gíslason og Jón G. Bjarna- son. Mörgum vallargestum þótti þetta furðuleg uppákoma þar sem Jón átti að vera í leikbanni. KR sigr- aði í leiknum, 4—3. Eftir leikinn kom í Ijós að skeyti sem starfsmaður aga- nefndar KSI sendi, barst aldrei for- manni knattspyrnudeildar KR; það var einfaldlega ekki borið í rétt hús. Til þess að gera langa sögu stutta þá dæmdi aganefnd í þessu máli. Dóm- urinn var á þá lund, að KR tapaði legt sé að móttökustimpill sé látinn ráða. Þá kom nokkuð á óvart að fulltrú- um Þróttar var leyft að kynna sér gögn KR og halda síðan uppi skrif- Iegum og munnlegum málflutningi, sama dag og dómur var upp kveð- inn. KR-ingum var ekki leyft að svara þeim rökum sem Þróttur setti fram í málinu. Engin stoð er í starfs- reglum aganefndar fyrir slíkum málflutningi þriðja aðila, sem þar að auki á beinna hagsmuna að gæta. Tryggvi Geirsson, formaður Þróttar: „Við lítum svo á að við höfum ekki verið að halda uppi málsvörn. Við sendum aganefnd skeyti þar sem við bentum á að viðkomandi leik- maður væri ólöglegur, sem reyndar er ekki nokkur vafi á, og lögðum síðan fram okkar sjónarmið." í áliti KR fyrir aganefnd segir m.a.: 1. Skeyti bast aldrei Knattspyrnu- deild KR. Þar af leiðandi telst KR aldrei hafa fengið tilkynningu um úrskurð Aganefndar KSÍ varðandi tveggja leikja bann Jóns G. Bjarna- sonar... Þess má geta að skeyti er í rauninni ígildi ábyrgðarbréfs. 2. Ef orðið „móttökustimpiH" er túlkað, telst það stimpill símstöðvar- ins. Ljóst er að mistök geta alltaf átt sér stað, en hér liggja mistökin hjá Pósti og síma og því ljóst, að K.R., sem er góðrar trúar í máli þessu, á ekki að gjalda fyrir þau.“ Niðurstaða Arnljóts Björnssonar prófessors er á þessa leið: „Sam- kvæmt því, sem nú hefur verið rak- ið, verður að telja, að Agagnefd KSÍ hafi farið rétt að, er hún tilkynnti um úrskurð sinn varðandi Jón G. Bjarnason með símskeyti, en birting fyrir réttum viðtakanda hafi ekki tekist. Viðtakandi átti því ekki kost á að kynna sér efni skeytisins. Ég álít þess vegna, að Knattspyrnu- deild KR sé að lögum óbundin af símskeytinu 18. september 1984“ Eins og sagði hér í upphafi tók aganefnd ekki þessi rök KR til greina og dæmdi félagið eftir starfs- reglum sínum. Um dóm aganefndar hafði Tryggvi Geirsson, formaður Þróttar, þettta að segjat_,,Mitt álit er að aganefnd hafi tvímælalaust gert rétt. Meðlimir nefndarinnar áttu einfaldlega ekki annars kost. Vanda- málið snýst um starfsreglur nefndar- innar og þeim verður ekki breytt fyrr en á næsta ársþingi Knatt- spyrnusambandsins." I kjölfar þessarar niðurstöðu aga- FREE STYLE FORMSKi M LOREAL SKÚM í hárii? Já — nýja lagningarskúmil frá L'ORÉAL og hárgreiðslan verður leikur einn. STEYPUVIÐGERÐIR Notum öll bestu gæðastimpluðu efnin sem fáanleg eru og best hafa enst hér á landi. Sílan-þvoum hús. Magnús Ólafsson Simar: 685347-74230. CflR-CREMTflL SERVICE Nýbýlavegur 32 200 Kópavogur Tel: 45477 S.H. Bílaleigan býður upp á ein hagkvæmustu kjör sem bjóðast í dag. Sækjum og sendum. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.