Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 26
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 14. júní 19.15 19.25 19.50 20.00 20.30 20.45 11.15 23.50 Á döfinni. Krakkarnir í hverfinu. Fróttaágrip á táknmáli. Fróttir og veður. Auglýsingar og dagskrá. Lífið við Lúsíuvatn. Bresk náttúru- lífsmynd frá vernduðu vatnasvæði í Suður-Afríku. Konur í Japan. Kanadísk heimilda- mynd um stöðu kvenna í japönsku samfélagi fyrr og nú. Flugkapparnir (Aces High). Bresk bíómynd frá 1976. Leiksjtóri Jack Gold. Aðalhlutverk: Malcolm McDowell, Cristopher Plummer, Simon Ward, Peter Firth óg John Giel- gud. Myndin gerist á vígstöðvunum í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Þar hætta breskir flugmenn lífinu í njósnaflugi yfir bækistöðvum Þjóð- verja. Fróttir í dasgskrárlok. Laugardagur 15. júní 17>30 Iþróttir. 1$.25 Kali og sælgætisgerðin. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20 J5 Sambýlingar. Þriðji þáttur. 21.05 Duran Duran í Ameríku. Bresk- 4. bandarískur sjónvarpsþáttur. 22$5 Ekki þrautalaust. (Many Rivers to li Cross). Bandarískur vestri frá 1955. Leikstjóri Roy Rowland. Aðalhlutverk: Robert Taylor, Eleanor Parker og Victor McLaglen. Myndin er um veiði- mann sem ann frelsinu og óbyggðun- um og stúlku sem grípur til sinna ráða til að koma honum í hnapphelduna. 23.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 16. júní 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Sumardagur í sveit. Endursýning. í myndinni er fylgst með daglegum önnum á baenum Ásum í Gnúpverja- hreppi einn góðviðrisdag sumarið 1969. 18.40 Á hjóli. Endursýning. Mynd sem Sjónvarpið lét gera um hjólreiðar og hvers hjólreiðamönnum á ýmsum aldri ber að gæta í umferðinni. 19.00 Hló. 19.50 Fróttaágrip á táknmáii. ^O.OQfFróttir og veður. 20JÉ Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 2T00 Til þjónustu reiðubúinn. 21.50 Gullrósin — 25 ára afmælishátíð. Dagskrá frá lokakvöldi og verðlauna- veitingu 15. maí sl. á alþjóðlegri sjón- varpshátíð sem haldin er árlega í Montreux í Sviss. Petula Clark og Pierre Tchernia afhenda verðlaun fyrir sjónvarpsefni á liðnu ári. Auk þess sækja hátíðina ýmsar sjónvarpsstjörn- ur fyrri ára og taka við verðlaunum. Sýnd eru atriði úr þáttum þeirra og hljómsveit leikur. 00.05 Dagskrárlok. Föstudagur 14. júní 07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgun- útvarpið. 07.20 Leikfimi. Tilkynn- ingar. 07.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur. 08.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 08.15 Veöurfregnir. Morgunorð — Anna María ögmundsdóttir, Flateyri, talar. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: ,,Börn eru besta fólk" eftir Stefán Jóns- son. 09.20 Leikfimi. 09.30 Tilkynningar. Tón- leikar. 09.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 ,,Mór eru fornu minnin kær" Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn. (RÚVAK). 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björne- bo.(10) 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Létt tónlist. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.(^íFréttir Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Á sautjándu stundu. Umsjón Sig- ríður Haraldsdóttir og Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 17.00 Fróttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Ragn- heiður Gyða Jónsdóttir. 17.35 Frá A til B. Létt spjall um umferðar- mál. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfróttir. 19.40 Tilkynningar. 19.00 Kvöldfróttir. 19.40 Tilkynningar. Daglegt mál. 2000 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Frá tónskáldum. 22.00 Hestar. Þáttur um hestamennsku. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK) 23.15 Samnorrænirtónleikarfrá danska útvarpinu. 00.10 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Laugardagur 15. júnf 07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 07.20 Leikfimi. Tónleikar. 07.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur. 08.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð. 08.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 08.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 09.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 09.30 Óskalög sjúklinga. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga frh. Val Péturs Ingvarssonar „Ég hlusta nú lítið á Rás 1, eiginlega ekki neitt,“ sagði Pétur Ingvars- son. „Á Rás tvö er það heilmargt sem ég fylgist með. Ekki þó eldri popp- lög, — þegar maður verður eldri finnst manni þannig þættir kannski ágætir. I sjónvarpinu eru það framhaldsþættirnir á þriðjudögum og mið- vikudögum sem mér finnst mest gaman að, nú og svo Tommi og Jenni. Annars hef ég vídeó og set það á þegar það eru leiðinlegar myndir. — Jú, það verður áreiðanlega eitthvað um vídeó um helgina. 11.00 Helgarþáttur. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Ligga ligga lá. Umsjónarmaður: Sverrir Guðjónsson. 14.20 Listagrip. Þáttur um listir og menn- ingarmál í umsjá Sigrúnar Björnsdótt- ur. 15.20 „Fagurt galaði fuglinn sá". Um- sjón: Sigurður Einarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fróttir ó ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfróttir. Tilkynningar. 19.35 Sumarástir — Signý Pálsdóttir. (RÚVAK) 20.00 Harmonikuþáttur. 20.35 Sjálfstætt fólk í Jökuldalsheiði og grennd 5. og síðasti þáttur. 21.40 Kvöldtónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Náttfari — Gestur Einar Jónsson. (RÚVAK) 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 16. júní 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fréttir. 08.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 08.35 Lótt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður. 11.00 Messa í ísafjarðarkirkju (hljóðrit- uðu 5. maí sl.). Hódegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Réttlæti og ranglæti. Velferð eða réttlæti. 14.30 Ungir norrænir einleikarar 1985. 15.10 Milli fjalls og fjöru — Á Vestfjarða- hringnum. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Leikrit: ,,Raddir sem drepa" eftir Poul Trampe. Þriðji þáttur. 17.00 Fróttir á ensku. 17.05 Síðdegistónleikar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Það var og. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins. 21.00 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Útvarpssagan „Langferð Jón- atans" eftir Martin A. Hansen (19). 22.00 „Hlýja skugganna" Sigfús Bjart- marsson les úr nýrri Ijóðabók sinni. 22.1§fí/éðurfregnir Fréttir Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 íþróttaþáttur. 22.45 Eiginkonur íslenskra skálda. Jakobína Thomsen kona Gríms Thomsens. Umsjón: Málmfríður Sig- urðardóttir. (RÚVAK) 23.05 Djassþáttur. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 13. júní 20.00-21.00 Vindæidalisti 21.00-22.00 Gastagangur. 22.00-23.00 Rökkurtónar. 23.00-24.000rðaleikur. Föstudagur 14. júní 10.0012.00 Morgunþáttur. 14,00-16.00 Pósthólfið. 16.0018.00 Léttir sprettir. 23.15-03.00 Næturvatkin. ,j Laugardagur 15. júní 14.00-16.00 Við rásmarkið. 16.00-17.00 Listapopp. 17,00-18.00 I tilefni dagsins. 00.00-03.00 Næturvaktin. Sunnudagur 16. júní 13.3010.00 Krydd f tilveruna. 15.0016.00 Tónlistarkrossgátan. 16.00-18.00 Vinsældalisti SJÖNVARP eftir Gunnar Gunnarsson Svíar og útjaðarsbjálfamir ÚTVARP eftir Bjarna Harðarson * Stöndum vörð um Utvarpið „Teater-krönika" nefnist þáttur sem annað veifið stingur upp kollinum í dag- skrá sænska sjónvarpsins, Rás 2. Þann nítjánda maí s.l. var þessi leikhús-þáttur sænskra helgaður íslensku leikhúsi og landi vor í Stokkhólmi tók sig til og hnupl- aði þættinum á myndband og sendi í kall- færi við HR Leiklistarþáttur þessi var svo sem ekki sérlega merkilegur — utan að honum tókst að ýfa burst stöku Islend- ings með því að höggva nú enn í sama knérunn: Svíar eru slæmir með að sýna okkur stöðugt og enn og æ sem einhverja heimsútjaðarsbjálfa, og finnst merkilegt að við skulun ná jafnvægi á tveimur fót- um, geta leikið leikrit, ræktað sauðfé hjálparlaust, dregið þorsk úr sjó og lifað af hvert eldgosið á fætur öðru. Þegar maður sér þessa íslandsþætti í sænska sjónvarpinu langar mann stundum til að verða sér úti um kvikmyndatökuvél og skreppa til Svíþjóðar og taka viðtöl við einhverja Sama þar, ellegar tyrkneska innflytjendur og jésúsa sig yfir handa- vinnunni þeirra. Þeim finnst við víst vera brjóstumkennanlegur litlibróðir úti í sjó, lentur í krumlum Kanans. Og náttúrlega flugufótur fyrir því. Nóg um það. Sænsku spyrlarnir sem voru hér á kostnað „Teater-krönikan" töluðu lengi og rækilega við íslenska höfunda og þýfguðu þá mjög hart um samfélagsskoð- anir þeirra, pólitíska afstöðu. Og um leið rifjaðist það upp fyrir mér, að ég saknaði þess löngum eftir heimkomu frá dvöl í Svíaríki, hversu beint, ófeimið og tæpi- tungulaust sænskir sjónvarps- og út- varpsmenn spyrja. Afstaða eða afstöðu- leysi kemur skýrt fram, ábyrgir viðmæl- endur komast ekki upp með að svara í sumartunglið eins og hér er plagsiður. Og undirdánugheit fréttamanns andspænis ráðherra eða öðru yfirvaldi sem temur sér þunglyndi og önguheit og útúrsnún- inga eða loðmullu smáborgarans í svör- um er naumast lengur til hjá sænskum. Eða þannig. Þeir höfundar sem þessi sænska leik- hús-krönika sýndi að þessu sinni voru þau Ójafur Haukur Símonarson, Nína Björk Árnadóttir og Jónas Árnason. Þau hafa öll nýlega lokið við að skrifa leikrit — leikrit sem eru sitt úr hverri áttinni, svo maður gerist nú bókmenntafræðingur um sinn — og raunar fróðlegt að hlýða á þessa ólíku höfunda svara keimlíkum spurningum sem fyrir þau voru lagðar. Það er sagt að gestsaugað sé glöggt. Mér fannst þeim takast nokkuð vel að draga fram andstæður í íslensku menningarlífi — annars vegar hina „viðurkenndu" list stofnana eins og Þjóðleikhússins og hins vegar áhugastarfsemi menningarvina úti um land. Jónas Árnason stóð svo fyrir hinni pólitísku útleggingu. Tæpitungu- laust. Ög hefði haft meiri slagkraft hefðu Svíarnir getað stillt sig um að filma lands- lagsrómantíkina og blessað lambféð þeg- ar verið var að tala um leikhús og sósía- lisma. Vel á minnst — hvenær skyídum við hrista af okkur tepruskap smáborgar- ans og tala hreint út um menningar- pólitík? Mergurinn málsins er sá að Svíar geta gert gagnlegri þátt um íslenskt leik- hús heldur en íslenska sjónvarpið. Það finnst mér sorglegt. Landslýður hefur áhyggjur af Ríkisút- varpinu. Hlustendakönnun á hlustenda- könnun ofan segir okkur að fólk vilji hlusta á Rás tvö en enginn sitji lengur yfir gömlu góðu útvarpsrásinni, sem nú heitir Rás eitt, svona rétt til aðgreiningar frá poppútvarp- inu. En hvað segir það okkur, að miklu fleiri hlusta á Rás tvö heldur en gamla Ríkisút- varpið við Skúlagötu? Jú, fæst okkar höf- um tíma til að eyða löngum stundum fyrir framan viðtækið í ró og næði, hlusta af gaumgæfni á fræðslu- og umræðuþætti, leikrit eða sögulestur. Slíkt krefst einbeitni og við gerum þá fátt annað á meðan. Það vill svo til að í nútímasamfélagi vinna æ fleiri þess háttar vinnu að þessarar sömu einbeitni er krafist og þung útvarps- dagskrá spillir vinnuafköstum. Það er aftur á móti meinalaust að leyfa einhverjum léttum tónlistargarganda að hamast við hlustirnar og getur jafnvel dregið úr streitu eða annarri nútíma vanlíðan. Þess vegna hlustum við öll á Rás tvö. Þeg- ar við brunum um í vísitöluferðalaginu um- hverfis landið er líka ósköp þægilegt að hafa svolítinn garganda við eyrun um leið og við mænum upp á Skjaldbreiði, Herðu- breiði og önnur íslensk breiðfjöll. En þetta segir raunar ekki neitt um ágæti Rásar tvö. Við höfum opið fyrir hana, — en hlustum ekki. Við erum „hlustendur" þeg- ar að vísindalegum könnunum kemur, — en við njótum ekki þeirrar menningar sem flýtur á öldum ljósvakans. Þegar það aftur á móti kemur fyrir að við opnum fyrir Rás eitt, þá hlustum við, njót- um þess sem þar fer fram og slökkvum frekar en láta dagskrána óma eins og ein- hvern klið í gegnum samtöl okkar. Þetta er að vera hlustandi og ef fólk fæst til þess að þegja vegna einhvers sem ríkisfjölmiðlarn- ir hafa fram að færa, þá er það efni vinsælt. Eða hver héldi því fram að leiksýning í Iðnó væri vinsæl ef húsfyllir væri en ekki einn einasti sýningargestur sæti kyrr í sæti sínu, helmingur rambaði um frammi við en hinir væru á kjaftasnakki inni í sal. Þótt auðvitað séu til einlægir aðdáendur Rásar tvö og rekstur hennar góðra gjalda verður, þá eru ekki færri þeir hlustendur hennar sem hafa opið fyrir rásina án þess að hafa af því minnstu skemmtan. Ríkisút- varpið við Skúlagötu er án nokkurs efa sú útvarpsrás sem stór hluti landsmanna vill standa vörð um, þótt margt megi þar betur fara. í harðnandi samkeppni, þegar einka- framtakið tekur öldur Ijósvakans í sína þágu til þess að færa okkur meira garg og fjölbreyttari hávaða, þá verður full þörf á að þjóðin standi vörð um þá stofnun sem alltof lengi hefur verið blóraböggull þjóð- arinnar. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.