Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 13
Það er ekki svo einfalt að fá leiktexta til að lifna. Það nægir ekki að skrifa samhangandi texta með byrjun, miðju og endi. Mér finnst að þetta eigi ieikhúsin að vita. Og nú á ég við at- vinnuleikhúsin. Eiginlega finnst mér að hér á landi sé tvenns konar leikhús: áhugaleikhús og áhugalaus leikhús. Áhugalaust leikhús breytist auðveldlega í einhvers konar leikbókmennta- lager. Og stöku sinnum dusta þeir rykið af ein- hverju á lagernum og drífa upp sýningu — kannski fremur sjálfra sín vegna en áhorfenda. Æ — það er margt í þessu sem maður gæti farið að ergja sig á.. Meira um krata Jónas er greinilega tvístígandi kringum „Dandalaveðrið" — vill sjá það á sviði (og um leið dauðhræddur við þá meðhöndlun sem það hugsanlega fær). „Ég hef setið við lon og don og er nú kominn með þetta leikrit í endanlega mynd. Það getur vel verið að eitthvert áhuga- leikfélagið sýni það í haust. Kannski fleiri en eitt leikfélag...“ Og við erum farnir að tala um ís- lenska áhugaleikhúsið sem er nánast einsdæmi í heiminum, merkileg vísbending um lífsþrótt þjóðar og menningarstarfsemi sem á stundum rís hátt. „Annars vorum við áðan að tala um krata," sagði Jónas. „Það er rétt að taka það fram að ég átti nú bara við íslenska krata. Mér finnst til dæmis að sænskir kratar séu öðruvísi. Þeir virð- ast hafa einhvern grunn að standa á — vilja eitt- hvað með sinni pólitík. Það voru hér sænskir sjónvarpsmenn að gera þátt um daginn. Þeir fóru ekki undan þegar talið barst að pólitík. Það var nú eitthvað annað. Þeir þýfguðu mig fremur um mína afstöðu og gengu á mig... svo fórum við á hestbak. Þeir íóku mynd af okkur Höskuldi á Hofsstöðum á hestbaki. Ég fer stundum á bak með Höskuldi. Það eru hátíðlegar stundir... Við Guðrún höldum hér kyrru fyrir lang- dvölum. í vetur liðu tveir mánuðir og við höfð- um ekkert fyrir augunum annað en hlaðið hér og sjóndeildarhringinn. Stundum langar mann niður á Akranes og rölta innan um sjóarana. En ferðalögin kosta sitt. Við látum senda okkur allt sem við þurfum úr Borgarnesi — og höfum ekki ráð á miklu. En við skulum ekki tala um efna- haginn, ekki tala um fjármál. Ég hef hvort eð er ekki vit á slíku. Og tveir af hverjum þremur sem maður talar við eru stöðugt að væla yfir eigin efnahag. Og lætur hæst í þeim sem búa suður í þéttbýlinu og eru búnir að byggja yfir sig villu...“ Dramatúrgísk athugun nauðsynleg Það er nauðsynlegt fyrir mig að fá samlestur. Og að fá dramatúrgíska athugun og góð ráð hjá mönnum eins og Sveini Einars og þannig köll- um. Mér finnst að leikhús eigi að koma til móts við höfunda — veita þannig aðstoð. Ekki síst ef þau eru með höfund á launum. Leikhúsið hlýtur að þurfa að rækta sína höfunda, rækta sína aka- demiu. Mér finnst hreint út sagt að það ríki óskiljanlegt áhugaleysi — skilningsleysi — á þessari frumþörf leikhúss og höfunda. Varðandi „Dandalaveður" tókst mér að leysa það mál — með einföldum hætti. Ég fékk kunningja mína í Leikfélagi Selfoss til að lesa fyrir mig. Og skömmu seinna fékk ég annan hóp til að lesa — þá úr Skagaleikflokknum. Það varð til þess að ég skrifaði leikritið eina ferðina enn. Ég var satt að segja kominn í blindgötu og þurfti ábending- ar og hjálp. Fékk hvort tveggja hjá þessu áhuga- fólki. hefði verið mjög heilsteypt. Brendan var fullur og timbraður allan tímann sem hann var að skrifa „Gísl“, en ég hef (því miður kannski) verið allsgáður allan tímann með „Dandalaveður". Meira um útstrikanir Þegar við vorum að skera úr „Deleríum bú- bónis" þá var bara skorið þar sem hnífurinn kom niður. Gísli Haildórsson segir stundum að það sem var skorið burt hafi síðan gengið aftur í mínum verkum. Magnús heitinn Jónsson skar niður „Jörund" — og setti svo upp á Akureyri. Menn eru auðvitað alltaf að skera... — Ég er náttúrlega orðinn gamall í hettunni og þarf kannski ekki neinn dramatúrg til að skoða textann með mér. En það skiptir miklu fyrir höfund að leikhúsið komi til móts við hann — að leikstjóri og/eða leikarar lesi fyrir eða með höfundi áður en verkið getur kallast fullskrifað. Með því móti kemst maður að því hvort leikrit virkar, hvort persónur og setningar hafa mögu- leika á að lifna. Ég hafði lengi vel enga slíka að- stoð varðandi „Dandalaveður" — sem ég hef verið að skrifa fyrir Þjóðleikhúsið. Eða ég leit lengi vel svo á. Það er vegna þess að ég var í sex mánuði fyrir tveimur árum með þessi laun sem úthlutað eru rithöfundi. En þeim launum fylgir víst engin kvöð — hvorki af hálfu leikhúss né höfundar. Þetta er sama þemað og í „Drottins dýrðar koppalogn" — en allt annað og meira leikrit. Það eru miklu meiri víddir í þessu nýja. Og það er komið kvenfólk til sögunnar. Kannski tileinka ég þeim parti mannkynsins sem er kvenkyns þetta leikrit. Konur eru örlagavaldar í „Dandala- veðri". Guðrún og Birna luku við að mála stofuna rétt fyrir miðnætti. Við hjálpuðumst að við að koma húsgögnunum aftur á sinn stað. Jónas fékk sér sæti í horninu við gluggann og kveikti í smá- vindli. Við heyrðum til útreiðarfólksins sem þeysti fram og aftur þjóðveginn. Svo voru ein- hverjir búnir að kveikja ljós í skemmunni og farnir að járna. Málningarkonurnar voru lúnar eftir langan vinnudag, en Jónas lét þær gleyma þreytunni með því að segja nokkrar sögur — sögur að norðan, sögur að austan, sögur að sunnan og utan af miðum og hlær sjálfur, hlær þessum smitandi hlátri sem eins og sveimar um loftið með tóbaksreyknum í því dandalaveðri sem leggst eins og töfrar yfir Borgarfjörð þessa nótt. áhugalaus leikhús

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.