Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 17
LISTAP Nidur med fjölskyldu- dramad! David Radavitch, bandarískt leik- ritaskáld, stakk niður fæti á íslandi í vikunni og átti m.a. fund með nokkrum íslenskum starfsbræðrum sínum. Radavitch stendur fyrir þeim hluta enskudeildarinnar við Eastern Illinois-háskólann í USA sem kallast á ensku „Creative Writing" — skap- andi skrif — en löng hefð er orðin fyrir því vestra að fólk leggi stund á ritstörf, ljóðagerð, leikritun, sagna- smíð ellegar samningu handrita fyr- ir sjónvarp eða útvarp sem háskóla- grein. Menn geta lokið BA-prófi í rit- störfum og jafnvel tekið meistara- gráðu. Radavitch kennir leikritun — var upphaflega ljóðaskáld, en hefur lagt stund á leiktextasmíð síðustu árin. Auk þess að kenna við Eastern Illin- ois-háskólann skreppur hann tíðum til V-Þýskalands og kennir svipaða hluti þar í landi. Aðspurður kvað hann ekkert því til fyrirstöðu að ís- lendingar legðu stund á skapandi skrif vestra. „Það hafa verið hjá okkur menn úr ýmsum hornum heims — en ennþá enginn Islend- ingur. Það þarf kannski ekki að kenna ykkur að skrifa?“ Namið í skapandi skrifum hefst með því að verðandi leikskáld ganga í gegnum kúrs í ljóðagerð og smásagnasmíð — síðan hella menn sér út í kenningar um leikritun, rannsaka leikrit af ýmsu tagi, fara á sýningar, spjalla við leikstjóra, skrifa gagnrýni — og prófa síðan að semja eigin texta. Radavitch sagði að margir þekktir leikritahöfundar, bandarískir, hefðu einmitt hafið sinn feril með því að nema skapandi skrif við einhvern háskóla, en einnig væru margir nemenda aðeins að kynna sér einn þátt enskunámsins — skrifuðu kannski ljóð og leikrit af miklu kappi í tvö, þrjú ár en aldrei staf síð- an. „Sumir gerast leikarar, aðrir fara í auglýsingar," sagði Radavitch. „Það er vissulega ekki á vísan að róa að ætla sér að verða leikrita- skáld eða handritahöfundur í Bandaríkjunum, þótt ætla mætti að eftirspurn eftir góðu efni til að leika eða setja á svið væri mikil, en ég reikna með að hér á Islandi eða ann- ars staðar í Evrópu eigi fólk auð- veldara um vik að ná sambandi við leikhús, vekja athygli á sér. Banda- ríkin eru risastórt land; stórt, sund- urleitt samfélag og vilji maður koma handriti á framfæri verða flestir að gera það gegnum póstinn. •Sum leikhús í stærri borgum fá þús- undir handrita send á ári — og það er reynt að lesa þau öll. Það þarf þó- nokkuð til, ef maður ætlar að reyna að vekja á sér athygli í slíkum mann- fjölda og ekki síst vegna þess, að mjög mörg þessara handrita eru vel gerð — en ekki sérlega frumleg. Og þá bætist það við að fá leikhús leggja til við frumleg leikrit — þau gætu misst marks." Radavitch lýsti þeirri skoðun sinni að í Bandaríkjunum hefði naumast komið fram eitt ,,gott“ eða „þýð- ingamikið“ leikrit s.l. tíu ár — „og raunar er lengra síðan. Mér finnst ekki varið í neitt síðan Aibee skrif- aði „Hver er hræddur við Virginíu Woolf“ — en margt er vel skrifað — vel skrifað ef miðað er við almennar reglur um tækni. En frumleikinn, nýja sjónarhornið — lætur bíða eftir sér. Það eru allir að skrifa um fjöl- skylduna. það eru allir að kafa niður í einhver sálræn vandamál sem hægt er að komast fyrir, kenna pabba og mömmu um eða afa gamla eða Freud. Bandaríkjamenn eru einstaklingshyggjumenn, sjón- deildarhringur þeirra nær ekki út fyrir einstaklinginn. Þeir hafa litla tilfinningu fyrir samfélagsheildinni. Þess vegna er svo algengt að ein- staklingar eða fyrirtæki sóði í kring- um sig, mengi náttúruna. Það er gamli landnema- eða landbrotsand- inn — einhver annar kemur þegar ég er farinn og hreinsar upp. Mér kemur ekki samfélagið eða afgang- urinn af heiminum við. Um daginn fór ég með löndum mínum í skoðunarferð að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. Hver einasti Kani í rútunni var á ferð um Evrópu í leit að rótum sínum; sænskum, dönskum eða íslenskum. Ég sjálfur? Ég er Hvít-Rússi.“ Og David Rada- vitch er farinn að kenna þýskum að skrifa. hann er broshýr, reynir að sjá hið fáránlega — skrifar enda farsa og þeir farsar eru hreint engin fjöl- skyldudrömu. „Niður með fjöl- skyldudramað," sagði lærimeistar- inn í skapandi skrifum. — GG. Oxsmá þeytist um landið IÐNO: Klassíkin um sinn Það mun óhætt að fullyrða, að á hverju kvöldi sé einhvers staðar í heiminum og trúlega á fleiri en ein- um stað verið að leika verk eftir William Shakespeare. Og á hverjum einasta degi stendur einhvers staðar prófessor og heldur fyrirlestur um hið mikla skáld sem uppi var á Elísa- betartímabilinu í Englandi. Hér á ís- landi hefur lítið verið leikið eftir hinn sígilda meistara — og raunar merkilegt, þar eð verk hans hafa einmitt þótt leikrita best fallin til hvers konar nýtúlkunar og rann- sóknar á möguleikum leikhúss — sem og möguleikum nútímans að nálgast og skilja gamla tíð — og möguleikum eldri verka til að koma boðskap sínum og innihaldi á fram- færi við okkur sem nú röltum á jörð- inni. I vetur hefur Leikfélag Reykjavík- ur sýnt Jónsmessunæturdraum Shakespeares við góðan orðstír og aðsókn. Uppfærsla Stefáns Baldurs- hverfur sonar hlaut einróma gagnrýnenda- lof og margur ófróður um hið löngu liðna skáld hefur skemmt sér kon- unglega. Nú um helgina verða svo tvær síðustu sýningarnar á „Draumnum" — tvær aukasýningar vegna mikillar aðsóknar upp á síð- kastið. Það er engu likara en að ný blómsturtíð sé að renna upp fyrir William Shakespeare hér norður við ysta haf — kannski leikhúsin spjari sig í klassíkinni næsta ár? Hvað um það — „Draumurinn" hverfur af dagskrá Iðnó um helgina, ekki unnt að taka hann upp í haust vegna samnings L.R. við Leiklistar- skólann sem lánaði fáeina nemend- ur í sýninguna. Sigurður Karlsson, Soffía Jakobsdóttir, Jón Hjartarson, Gísli Halldórsson, Bríet Héðinsdótt- ir og fleiri „fjalakettir" spreyta sig á hinum sígilda texta í síðasta sinn í bili — föstudag og laugardag. -GG „Oxsmá" — hin furðuskemmtilega hljómsveit fer nú hálfhring um land- ið, verður í kvöld á Akureyri og hef- ur lagt að baki merk músikpláss eins og Höfn, Neskaupstað, Égils- staði, Vopnafjörð og Húsavík — stefnir til Dalvíkur, út í Hrísey og á Skagaströnd — en liggur á, því að á sautjándanum eiga þeir að töfra fram rokklistina í Tívolíinu í Hvera- gerði. „Það hefur verið rífandi stemmning — bara gaman,“ sagði Óskar Stormur í símann og Kommi sagðist hafa það fínt. — GG HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.