Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 28
I brennivíninu gerast menn nú harla gamlaðir, skrifstofustjórastaða ÁTVR losnar á þessu ári og sömu- leiðis styttist í að Jón Kjartansson forstjóri láti af störfum. Heyrst hefur að Höskuldur Jónsson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, taki við stöðu Jóns. Heimildarmenn HP telja þá flugufregn raunar mjög úr lausu lofti gripna, enda sé hér um pólitíska stöðuveitingu að ræða og væntanlega komi staðan í hlut ein- hvers flokksgæðings íhaldsins. Það mun aftur á móti vera afráðið hver taki við skrifstofustjórastöðu Ragnars Jónssonar (bróður Ing- ólfs heitins á Hellu). Ragnar verður sjötugur á árinu og þá mun nýskip- aður fulltrúi hans, Gústav Níels- son, taka við sætinu. Gústav var ráðinn í ÁTVR fyrir tveimur mánuð- um og þykir hress og líflegur starfs- kraftur, en það spillir heldur ekki fyrir að þessi ungi sagnfræðingur er góðvinur Alberts og úr gamla Gunnarsarminum í Sjálfstæðis- flokknum. . . | kjölfar væntanlegra manna- skipta í toppsætinu hjá Sambandinu má vænta ýmissa breytinga á þeim bæ. Þannig gera menn ráð fyrir því, að Axel Gíslason sé langlíklegast- ur til þess að taka við af Guðjóni hjá Icelandic Seafood í Bandaríkjunum. Þá er búist við því að Benedikt Sveinsson, skrifstofustjóri SÍS í London, komi heim og fari að vinn'a í sjávarafurðadeildinni, en Ólafur Jónsson, staðgengill Sigurðar Markússonar hjá sjávarafurða- deildinni, fari í staðinn til London. Annars munu þessar mannabreyt- ingar að einhverju leyti fara eftir niðurstöðu skattarannsóknastjóra vegna skattamála einstakra toppa hjá SÍS.. . 28 HELGARPÓSTURINN að hefur áður sést í blaða- slúðri hvað Jón Helgason landbún- aðarráðherra hefur verið naumur á allar veitingar og hvergi í sinni ráð- herratíð veitt áfengi. En HP hefur nú fregnað að það sé ekki bara að Jón vilji ekki veita vín, sem hér ræður ferðinni. Hann má það heldur ekki. Jón er stúkumaður og til þess að menn tolli í slíkum fé- lagsskap verða þeir ekki einasta að sneiða hjá Bakkusi sjálfir. Þeir mega heldur aldrei veita áfengi, og er mörgum stúkumönnum minnis- stætt þegar reka átti Björn Jóns- son ráðherra úr templarareglunni fyrir það að hann, eða öllu heldur Stjórnarráðið, — hafði veitt vín í ára- mótaveislu. En Björn fékk nú að vera, enda iðraðist karl sáran og þótti hið versta mál. Það er alveg víst að Jón í Seglbúðum passar sig á því að verða ekki rekinn úr templ- arareglunni. . . LEXAN POLYCARBONATE STÓLAMOTTUR Stærð 122 x 152,5. Verð kr. 2.500, Stærð 122 x 183. Verð kr. 2.960. KONBÁÐ AXELSSON SKRIFSTOFUVÖRUR, Ármúla 30 — 108 Reykjavik. Símar 82420 - 39191. Pú þarft á líftryggingu að halda til aukins öryggis fyrir þig og þína. Stærð og fjárhagslegur styrkur Sameinaða liftryggingarfélagsins hf. skapa þér örugga líftryggingarvemd. Líftrygging hjá Sameinaða líftryggingarfélaginu hf. tryggir öryggi þeirra sem þér er annast um. Sameinaða líftryggingarfélagið hf. er nýtt líftryggingarfélag. Sameinaða líftryggingarfélagið hf. er í eigu tveggja af traustustu vátryggingarfélögum landsins, Sjóvátryggingarfélags íslands hf. og Tryggingamiðstöðvarinnar Sameinaða líftryggingarfélagið hf. er stærsta líftryggingarfélag landsins. SAMEI3MAÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF SUÐURLANDSBfWUT4 12SR£YKlAVt( PO BOXS300 SÁ891-8ZS00

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.