Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTAPÓSTUR I Fálkadráp í tilgangsleysi | Fjórir Húsvíkingar hafa orðið uppvísir að því að skjóta fálka sér til skemmtunar. Fundust fjögur hræ í frysti- I geymslum þar nyrðra og tvö hrae hafa þeir brennt. Fálkarnir 1 voru skotnir á undanförnum þremur árum en ekki er upp- I víst í hvaða tilgangi. Hræin sem geymd voru eru of gömul til I þess að þau megi stoppa upp, en fyrir uppstoppaða fálka . fæst hátt verð erlendis. ] Flótti úr fóstrustétt Fóstrur og foreldrar barna á dagheimilum hafa lýst yfir 1 neyðarástandi á dagheimilum vegna launakjara fóstra. Illa i gengur að manna heimilin, fóstrur staldra stutt við og helm- I ingi minni aðsókn er nú að Fósturskólanum en verið hefur ■ undanfarin ár. Að sögn fóstra er það mjög bagalegt ástand | þegar börnin ná ekki að kynnast uþpalendum sínum vegna stuttrar viðveru fóstra á hverjum stað. Hafa fóstrur hótað I róttækum aðgerðum verði launakjör þeirra ekki bætt. * Sjómannadeilan strand og uppsagnir í frystihúsum | Á fimmta hundrað fiskverkunarfólks hafa misst atvinnu sína í Reykjavík vegna hráefnisskorts vinnslustöðva, sem er I svo aftur rakinn til verkfalls undirmanna á fiskiskipum. I Enginn sáttafundur hefur verið í deilunni þessa viku en , verkfallið hefur nú staðið í fjórar vikur án þess að nokkuð | hafi þokast í samkomulagsátt. Mannekla á sjúkrahúsum I Sjúkrahúsin standa nú frammi fyrir miklum erfiðleikum . vegna manneklu, en illa gengur að fá faglært fólk í sumaraf- | leysingar. Er fyrirsjáanlegt að mun fleiri deildir sjúkrahúsa verða lokaðar á sumri komandi en verið hefur undanfarin I sumur. Forsvarsmenn ríkisspítalanna segja, að jafnvel þótt 1 fólk fengist, væri ekki til fé til að ráða það. Mestur hörgull i er á hjúkrunarfræðingum og að einhverju leyti rakið til I bágra kjara. . Bjórinn svæfður hjá þjóðinni 1 Líkur eru nú taldar á að bjórmálið tefjist fram yfir þing- i lok, eftir að efri deild Alþingis samþykkti að málinu skyldi I skotið til þjóðarinnar með atkvæðagreiðslu. Neðri deild hafði áður fellt tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu og fer mál- | ið nú aftur fyrir neðri deild þar sem allsherjarnefnd mun taka það fyrir að nýju. BÚH selt Hvaleyri hf. Gengið hefur verið frá sölu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar I en það er nýstofnað hlutafélag, Hvaleyri, sem kaupir fyrir- tækið. Kaupverðið er 280 milljónir en Hafnarfjarðarbær I tekur á sig um 100 milljónir af skuldum fyrirtækisins. Full- ' trúar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins voru sölunni andvígir en aðrir bæjarfulltrúar samþykkir. Hvaleyri hf., | sem er í eigu Samherja á Akureyri, fjögurra eigenda Hag- virkis og Jóns Friðjónssonar, mun hefja veiðar og vinnslu I hið fyrsta. Mannréttindabrot á íslandi? Pólverja sem hingað kom í heimsókn til tengdafólks sem býr á íslandi, var vísað úr landi við komuna til Keflavíkur- flugvallar í liðinni viku. Aðstandendum hans hér heima hafði þá ekki tekist að fá fyrir manninn vegabréfsáritun-né I heldur að ná í hann til þess að tilkynna honum synjunina. ' Útlendingaeftirlitið telur að maðurinn hafi verið kominn ■ hingað til þess að setjast hér að og telur það næga ástæðu til I þess að vísa honum úr landi. Aðstandendur hans segja það aftur á móti mannréttindabrot að komið sé í veg fyrir fjöl- | skylduheimsóknir. Prjú íslandsmet í sundi Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akranesi setti þrjú íslands- met í sundi í landskeppni íslendinga og íra í Belfast síðast- I liðna helgi. Hún synti 100 m baksund á 1:07,81 mín, 200 m • fjórsund á 2:26, 43 mín og 400 m fjórsund á 5:12,67 mín. ■ Annars voru það írar sem sigruðu í þessari keppni með 199 I stigum gegn 123. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu Spánverjar sigruðu íslendinga á Laugardalsvellinum í I gærkvöld með 2:1. íslendingar skoruðu sitt mark í fyrri * hálfleik (Teitur Þórðarson fyrirliði), en í síðari hálfleik gerðu Spánverjar út um leikinn. Spænska liðið af fróðum ] talið betri aðilinn. • Leiðsögumenn sömdu um síðustu helgi þannig að ekki kom til boðaðs verkfalls. • Reykjavíkurborg keypti í vikunni Ölfusvatn í Grafningi * fyrir 60 milljónir króna, sem fulltrúar minnihlutaflokka ■ telja alltof hátt verð. I • Ævar Kjartansson útvarpsmaður hefur ákveðið að taka , sér ársleyfi frá störfum, og er ákvörðunin talin standa í sam- | bandi við afskipti útvarpsráðs af störfum Ævars. • Sólheimamaðurinn Reynir Pétur kemur til Akureyrar um I helgina en hann er á göngu um landið til söfnunar fjár í ' íþróttabyggingu að Sólheimum. , • Ákveðið hefur verið að hámarkshraði í Þingholtum og á I Skólavörðuholti verði 30 km á klukkustund eins og í Vestur- bænum. •Kínverjar hafa ákveðið að leggja aukna áherslu á bjór- framleiðslu, m.a. til þess að koma í veg fyrir að aukin áfeng- | isneysla beinist að sterkum drykkjum. • Aids mótefni fannst nýlega í tveimur íslendingum, karli | og konu. •Búist er við að þingslit frestist fram til föstudagsins 21. júní en þingmenn hættu störfum snemma í gær, miðviku- ' dag, til þess að fylgjast með landsleik Spánverja og íslend- i inga. I • Aðalfundur SÍS er í dag. - • Ungur Þjóðverji lést af slysförum í Hvalfirði á þriðjudag. | Andlát: Jónas Guðmundsson stýrimaður, rithöfundur og listmál- ari er látinn, 54 ára að aldri. i 2 HELGARPÓSTURINN -EI»J Vd'ÖU-U..... Þjóðhátíðarnefnd hefur pantað gott veður hjá Veðurstofunni. Olafur Jónsson, sem unnið hefur dag og nótt upp á síðkastið við að skipuleggja fjölbreytilegan sautjánda, lagði allt að því höfuðið að veði: „Það verður sól,“ sagði hann. „Það er áreið- anlegt. Og léttur andvari til að kæla vangann því að hitinn verður 18 stig.“ Við treystum þessu, Ólafur! En skiljum kannski ekki alveg hvers vegna æskulýðstónleikarnir sem haldnir verða um kvöldið skuli þá vera hafðir inni í Laugardals- höll. Hvers vegna ekki úti í Viðey? Hvað um það — veðrið verður gott. Og í brakandi þerri og létt- um blæ verður margt að skoða í borginni, aðallega í miðbænum. Ungir sem aldnir finna sitthvað við sitt hæfi: Fornbílaklúbburinn viðrar gömlu beyglurnar, tamn- ingamenn sýna reiðkúnstir sínar, siglingamenn damla á Tjörninni, skátar drífa upp tjöldin sín eins og hverjir aðrir indjánar í Hljóm- skálagarðinum, Lúðrasveitin leikur þar líka og menn sýna glímu og golf (hvort er þjóðar- íþróttin?). Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna leikþátt ætlaðan börnum og svo koma Bjössi bolla og Jón Páll vinur hans í heimsókn, Sultuleikhúsið bregður á leik og Tóti trúður. Allt verður þetta rækilega aug- lýst á áberandi hátt, plakötin komin á flug upp um alla veggi og þeir í Lúðrasveitinni farnir að æfa lögin og Sláturfélagið byrjað að troða í pylsurnar! _qq íslendingar slá ekki slöku við Hafa nú malbikað Þ. vegna framrúðubrota — sem aftur stafa af grjótkasti af malar- vegum — 20 milljónir, sagði Sveinn Torfi í fyrra eftir að er sama hvert litið er — á öllum sviðum erum við Is- lendingar á framfarabraut! Fyrir nokkrum árum vorum við neðstir á listanum yfir þær þjóðir sem hafa komið bærilegu skikki á vegamál sín. Nú erum við ekki lengur neðstir. Við höf- um malbikað okkur fram úr Kamerún og Búrundi og víst Togó líka. Búrundi situr á botn- inum núna — eins gott að vera ekki að flækjast þangað á bíl, þannig ferðalag gæti vakið upp erfiðar minningar. En blaðam. fór að hugsa um malbik og vegi hér um daginn á ferð um landsbyggðina. Myndin skýrir tilurð þeirra vegaþanka — hún var tekin laugardaginn 8. júní a.d. 1985. Reykjavíkurmalbikið Það er nokkuð um liðið síðan staðið var að mesta framtaki til þessaí gatnagerð á íslandi. Það var vitanlega malbikun allra gatna í Reykjavík. Það var framkvæmd sem sett var á tíu ára áætlun — að sovéskri fyrirmynd — en þótt ótrúlegt megi virðast á voru landi, var henni lokið á níu árum og það án þess að íbúar Reykjavíkur tækju eftir því að nýir skattar hefðu verið lagðir á. Þeir hjá FÍB sögðu að Reykjavíkurævintýrið væri hægt að endurtaka fyrir allt landið ef rétt væri að staðið og bentu á, að hér á landi væru bifreiðaeigendur látnir greiða eitt hæsta verð í heimi fyrir allt sem snerti bíla og bílaútgerð: bensín, gúmmí, varahluti o.s.frv. Vissuð þið að árlegur kostnaður bifreiðaeigenda vegna aurhlífa (oftast kallað drullusokkar) er kringum 28 milljónir kr? (!) Það er á að giska andvirði 5—6 einbýlishúsa, eða svo segir Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur í blaðinu Ökuþór, tölublaði frá í fyrra (þannig að milljónirnar eru sjálfsagt enn fleiri). Og hugsið ykkur kostnað Koppalogn og sól ó sautjóndanum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.