Helgarpósturinn - 17.10.1985, Síða 24
HHins og fram hefur komið í
fréttum hefur helmingur ferðaskrif-
stofunnar Útsýn verið seldur og er
ætlunin að um áramótin verði fyrir-
tækið gert að hlutafélagi. Kaupend-
ur, samkvæmt fréttum, eru Þýsk-
íslenska hf., Ómar Kristjánsson
forstjóri Þýsk-íslenska, Magnús
Gunnarsson framkvæmdastjóri
VSI og Helgi Magnússon endur-
skoðandi (Hafskips m.a.). Ýmsar
vangaveltur hafa verið uppi um
þetta mál. Við höfum heyrt, að raun-
verulega líti þetta allt öðru vísi út og
að það sé allt annar aðili, sem fjár-
magni þessi kaup. Sá er sagður vera
enginn annar en Asgeir Sigur-
vinsson knattspyrnukappi með
Stuttgart í Vestur-Þýskalandi. Þaðan
séu peningarnir runnir, og kaupend-
urnir, sumir eða allir, séu einungis
skálkaskjól fyrir efnaðan knatt-
spyrnumanninn. Inn í svona fjárfest-
ingu spila svo ýmis atriði, eins og
skattamál o.fl. Fyrir nokkrum árum
var því haldið stíft fram, að Asgeir
hefði lagt fjármuni í Broadway-
ævintýri Ólafs Laufdal og ávaxtað
sitt pund ríkulega í það skiptið.. .
A
A^^Arni Björnsson þjóðfræð-
ingur og cand. mag. er kunnur að
góðri kímnigáfu. Nú situr Arni í út-
varpsráði fyrir Alþýðubandalagið.
Þar er sjaldan talað af alvöruleysi,
eins og flestum er kunnugt. Á dögun-
um gerði Árni athugasemd við
framkomu Atla Rúnars Halldórs-
sonar fréttamanns í fréttatíma, þar
sem Atla varð það á að flissa lítillega
í samtali, sem hann og Kári Jónas-
son fréttamaður áttu um stólaskipt-
in í ríkisstjórninni. Niðrá útvarpi
varð mönnum tíðrætt um hvort
Árni hafi verið að stríða Atla Rún-
ari, útvarpsráði og öðrum eða hvort
hann hafi virkilega meint þetta al-
varlega. . .
A
III W&nnars varð Atli Runar fyrir
barðinu á annarri athugasemd á
sama fundi vegna fréttaflutnings af
sama máli. Nú var það Eiður
Guðnason, sem taldi það óviðeig-
andi athugasemd hjá Átla Rúnari
að segja að Japansferð Matta Matt
væri sennilega dýrasta Japansferð-
in í sögunni. Athugasemdin er raun-
ar ættuð frá sjálfstæðismanni, sem
var að tala um misskilninginn fræga
á milli Þorsteins Pálssonar, Stein-
gríms Hermannssonar og Al-
berts Guðmundssonar vegna 3%
launahækkunarinnar, sem Albert
„gaf" BSRB-mönnum án þess að
bera undir ríkisstjórnarfund. Þetta
hefði nefnilega varla gerst ef ekki
hefði verið tekin ákvörðun um að
leyfa Matta að vera ráðherrajsar til
ferðinni um Austurlönd lyki. Á með-
an reyndist Albert fullörlátur...
l bæjarpólitíkinni á Akureyri er
hins vegar að vænta stórfrétta hjá
framsóknarmönnum. Þannig mun
ljóst, að helsti vonarpeningur Fram-
sóknar á Akureyri í mörg ár, Jón
Sigurðarson nýráðinn forstjóri
Iðnaðardeildar Sambandsins á Ak-
ureyri, hyggst ekki hafa frekari af-
24 HELGARPÓSTURINN
skipti af bæjarpólitík, en hann hefur
setið sem varamaður. Af þessari
ástæðu hefur því verið komið á
framfæri, að Valur Arnþórsson
kaupfélagsstjóri og stjórnarformað-
ur SÍS telji, að tími sé kominn fyrir
sig að fara aftur í bæjarstjórnina,
m.a. með það í huga að koma aftur
á „farsælu" samstarfi frammara og
sjálfstæðismanna. Þannig myndi
KEA-stjórinn verða í fyrsta sæti og
hægri hönd hans hjá KEA, Sig-
urður Jóhannesson, verða í öðru
sæti. . .
Wm ið höfum það fyrir satt þótt
óstaðfest sé, að ýmsir framsóknar-
menn knýi hart á um það, að Jón
Helgason dómsmála- og landbún-
aðarráðherra verði sviptur embætti
dómsmálaráðherra og er einkum
vitnað til slakrar frammistöðu Jóns
í bjórmálinu og svo dómsmála sem
hann mun hafa látið sitja á hakan-
um. Bjórmálið er raunar talið vera
pólitískt stórhættulegt fyrir Fram-
sóknarflokkinn. Sömu heimildir
herma, að Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra sé lík-
legur til þess að taka dómsmálin að
sér og Jón frá Seglbúðum verði lát-
inn sitja eftir með landbúnaðinn. . .
u
■ Hér er eitt stykki góð og já-
kvæð frétt að austan: Eins og menn
rekur eflaust minni til var þeim Páli
presti á Bergþórshvoli og Eggert
Haukdal ekki beinlínis vel til vina
og lá við alvarlegum klofningi í
sveitinni. Nú heyrum við hins vegar,
að sættir hafi tekist með þeim
grönnum og séu þeir hinir mestu
mátar. . .
J
^Hólasveinninn er kominn til
byggða og farinn að útdeila gjöfum
á báða bóga. Börnin bíða í röðum
eftir að að þeim komi. En jólin eru
í fyrra falli og þeim lýkur líka löngu
fyrir tímann. Þeim er nefnilega lok-
ið. Lauk í gær, miðvikudag fyrir há-
degi. Þá lét Albert Guðmundsson
af starfi fjármálaráðherra og getur
því ekki lengur tínt djásnin upp úr
ríkiskassanum. Síðasta vika hefur
verið hreinasta kvöl og pína fyrir
sjálfstæðismenn, ekki síst formann-
inn, núverandi fjármálaráðherra,
Þorstein Pálsson. Albert hefur
stráð peningum á alla kanta þessa
síðustu daga. Kristján Thorlacius
fékk sitt, Slysavarnafélagið eitt skip
fyrir þúsund kall og Kvennaathvarf-
ið þær milljónir sem bráðvantaði.
En hvað um alla hina? Sagan segir
að smærri sem stærri hafi ekki farið
í erindisleysu til Alberts undanfarna
daga. Hann hafi tekið öllum fagn-
andi sem til hans hafa leitað og
hvers manns vanda viljað leysa. Þeir
skipta víst tugum ef ekki hundruð-
um sem Albert hafa sótt heim frá því
að ákveðið var að hann færi úr fjár-
málaráðherrastólnum og færri
komist að en vilja, þótt ráðherra
hafi lagt nótt við nýtan dag að taka
á móti. En nú er veislunni lokið. Nú
þarf Albert sjálfur að sníkja fjár-
magn sem iðnaðarráðherra hjá hin-
um nýja fjármálaráðherra. Það
breytist margt á skömmum tíma. . .
A
Kvennaframboðinu fyrir
norðan er ekki margt að frétta
nema þá það, að almennt er talið, að
þær myndu að líkindum ná inn ein-
um bæjarfulltrúa í næstu kosning-
um, en þær hafa nú tvo.. .
Damir KUMMA
GOTTAD META
Ánægjuleg niðurstaða fyrir íslenska ostameistara og neytendur.
Á mjólkurvörusýningu sem nýlega var haldin í Herning í Danmörku voru íslenskir ostar
metnir ásamt dönskum ostum. Er skemmst frá því aö segja aö íslensku ostarnir gáfu þeim dönsku
ekkert eftir, enda fengu þeir sambærilega meöaleinkunn í gæðamati dönsku sérfræöinganna, eöa
rúmlega 11 af 15 mögulegum.
Danir eru annálaðir fagmenn í ostagerð og því er útkoma íslensku ostanna mjög uppörvandi
fyrir íslenska ostameistara. Hún er um leið skýring á því hvers vegna íslendingar hafa skipað sér
á bekk meö mestu ostaneysluþjóðum heims.
íslensku ostarnir sem fengu hæstu einkunn voru:
Mysingur sem fékk 12,8 í einkunn.
Framleiðandi er Mjólkursamlag KEA á Akureyri
og ostameistari er Oddgeir Sigurjónsson.
45% Maribóostur sem fékk 12.5 í einkunn.
Framleiðandi er Mjólkursamlag K.S. á Sauðár-
króki og ostameistari er Haukur Pálsson.
Smurostar frá Osta- og smjörsölunni sem fengu
12,5 í einkunn. Ostameistari er Guðmundur Geir
Gunnarsson.