Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 9
síðast í október 1985 og þá fyrir bæði árin 1983 og 1984. Segir sagan að stjórnarmenn og ákveðnir eigendur fyrirtækisins hafi notað gróðann af sölunni á smyglvarningnum og af endurtek- inni sölu aðgöngumiða til að greiða niður hlutabréf sín og til að kaupa áfram smyglað kjöt og áfengi. Hinir sannfærðustu telja svo og einsýnt að þeir Þórður, Jón Kr., Aðalgeir og Pétur hafi notað hið illa fengna fé til að kaupa undir sig dýrindis bifreiðir af tegundinni Range Rover. Stjórnarmenn og eigendur reglubræður. . . Reyndar telja kunnugir að rekja megi mál þetta inn í innstu raðir Sjálfstæðisflokksins og Frímúrara- reglunnar á Akureyri. Allir helstu stjórnarmenn og eigendur Sjallans eru þannig sjálfstæðismenn og auk þess í Frímúrarareglunni. Þórður Gunnarsson hefur um ára- bil verið leiðtogi frímúrara á Akur- eyri, ásamt Ragnari Steinbergssyni lögfræðingi. Gunnar og Jón Kr. Sól- nes eru í reglunni ásamt föður sín- um Jóni G. Sólnes, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjallans, Sigurð- ur Þ. Sigurðsson er í reglunni og þar er einnig Aðalgeir Finnsson, for- stjóri og stjórnarformaður íslend- ings, blaðs sjálfstæðismanna á staðnum. í reglunni eru einnig þeir Pétur Antonsson, Þórarinn B. Jóns- son, Sveinbjörn Vigfússon og Karl Gunnlaugsson, kaupfélagsstjóri á Svalbarðseyri. Þá eru í Frímúrara- reglunni þrír af fjórum bæjarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins, þeir Gunn- ar Ragnars, Sigurdur J. Sigurösson og Jón G. Sólnes sem áður segir. Loks má nefna sem reglumenn þá bræður Vilhelm, Skúla og Birgi Ágústssyni, sem almennt eru kallað- ir „Kennedy-bræðurnir" og hafa með höndum umfangsmikinn rekst- ur á Akureyri, eru meðal annars umboðsmenn fyrir Range Rover bíla. Ekkert skal hér fullyrt um eðli eða tilgang Frímúrarareglunnar, en þó er almælt að menn innan hennar sveipa um sig leyndarhjúp og eru orðlagðir fyrir að standa saman í gegnum þykkt og þunnt. Viðmæl- endur Helgarpóstsins voru ekki sammála um gildi reglunnar al- mennt, en töldu að þessir menn stæðu sem reglubræður saman í vandræðum sem þessum. . . . einnig rann- sakendurog lónardrottnar í þvi sambandi er rétt að geta þess að sumir viðmælenda töldu Frímúr- aratengslin beinlínis hafa haft áhrif á gang rannsóknarinnar. Sá sem stjórnar rannsókninni er ungur maður að nafni Daníel Snorrason. Hann er skráður frímúrari, reyndar í stúkunni Edda í Reykjavík. Þá er í reglunni aðstoðaryfirlögregluþjónn Akureyrar, Ólafur Ásgeirsson. Elías bæjarfógeti er ekki á skrám regl- unnar svo séð verður, en hann er hins vegar brennimerktur Sjálf- stæðisflokknum. Þá er til þess tekið að í Frímúrara- reglunni er bankastjóri útibús Iðnaðarbankans á Akureyri, Sigurð- ur Ringsted. Iðnaðarbankinn er við- skiptabanki Sjallans og hefur verið ötull við að lána fyrirtækinu pen- inga. Jón Kr. Sólnes er lögfræðingur Iðnaðarbankans á Akureyri. Tveir af þremur bankastjórum Iðnaðar- bankans í Reykjavík eru og reglu- bræður, þeir Valur Valsson og Ragn- ar Önundarson. Þá er þess að geta að Aðalgeir Finnsson er varamaður í bankaráði lðnaðarbankans. Lón á lón ofan Geysilegar skuldir Sjallans eru einmitt mestar við Iðnaðarbankann Sjallinn á Akureyri. Riðar á barmi gjaldþrots. I sama húsi er að finna Iðnaðarbankann. í Reykjavík, veðdeildina þar og úti- búið á Akureyri. Nánar tiltekið er fullyrt að heildarskuldir Sjallans séu vart undir 120 milljónum króna þeg- ar allt er tínt til. Skuldin við Iðnaðarbankann í Reykjavík er mest, nálægt 50 millj- ónir króna við bankann sjálfan og veðdeild hans. Skuldin hjá Iðnaðar- bankanum á Akureyri er nálægt 15 milljónum króna. Líklegt er að Sjálf- stæðisflokkurinn sé handhafi veð- skulda upp á 5 milljónir króna. Sjall- inn skuldar Landsbankanum á Ak- ureyri um 3 milljónir króna, ÁTVR á inni um 2 milljónir, KEA á inni um 3,5 milljónir í skuldabréfum. Skuld Sjallans við Ferðamálasjóð nemur um 6 milljónum króna. Stjórnar- mennirnir þrír, þeir Þórður, Jón Kr. og Aðalgeir, eru skrifaðir sem veð- hafar fyrir rúmri milljón króna og fyrirtæki Aðalgeirs Finnssonar er skrifað fyrir um 2,5 milljónum króna. í lok síðasta árs var skrifað út lögtaksbréf vegna skulda við ríkis- sjóð upp á rúmlega 1 milljón króna. Þá eru ótaldar vaxtaskuldir og við- skiptaskuldir ýmiss konar. Vandræði Sjallans hófust fljótlega eftir að húsið var byggt upp í kjölfar brunans í desember 1981. f ágúst 1982 keyptu núverandi eigendur meirihluta Sjálfstæðisflokksins í fyrirtækinu og voru gefin út 14 veð- skuldabréf upp á 100 þúsund krónur hvert, sem á núvirði jafngildir um 5 milljónum króna. Þessi skuld hefur ekki verið gerð upp. Undir lok ársins eru tekin stór lán hjá Iðnaðarbanka íslands, aftur í mars 1983 og enn aft- ur í september. í nóvemberlok 1983 voru gefin út tveggja milljón króna skuldabréf vegna skulda við KEA og er núvirði þessara bréfa um 3,5 milljónir króna. Á árinu 1984 bank- ar innheimtumaður ríkissjóðs upp á og vegna mikilla skulda taka Sjalla- í þessari byggingu eru til húsa sjálfstæðismenn og íslendingur, málgagnið. menn 13 milljón króna lán hjá Iðn- aðarbankanum í Reykjavík og 10 milljón króna lán hjá Iðnaðarbank- anum á Akureyri til að greiða upp- safnaðar skuldir. Það eru þessar bankaskuldir sem nú hvíla mest á rekstrinum. Sjallinn er sama og gjaldþrota, brunabótamat hússins er einmitt tæplega 110 milljónir króna og það er einmitt upphæðin sem sagt er að Akur hf. vilji fá fyrir húsið og til- heyrandi. Almennt voru viðmæl- endur Helgarpóstsins sammála um að Sjallinn væri óseljandi um þessar mundir. Vitað er að um skeið var fast að undirskrift komið milli Akurs og eigenda H-100, þeirra Rúnars Gunnarssonar og Baldurs Ellerts- sonar. Var reyndar dregið í efa að þeir Rúnar og Baldur hefðu til þessa bolmagn, en þá er þess að geta að persónulegur vinur þeirra félaga, Ólafur Laufdal, heljarmenni á sviði veitingarekstrar, fór norður til að kynna sér málið og þá væntanlega með samflot í huga. Þá greina heim- ildir frá því að Iðnaðarbankamenn hafi verið reiðubúnir að ganga frá samningum sem væru H-100 mönn- um ekki þungir í skauti. En nú er þessi sölumöguleiki fyrir bí og þeir Rúnar og Baldur hættir við. Og á morgun, föstudag, á að fara fram auglýst fyrra uppboð á húseign þeirra Sjallamanna. Um leið spyrja ýmsir hvort ekki komi brátt að því að rannsóknarmenn bæjarfógetans sjái sig knúna til að yfirheyra stjórn- armenn og eigendur fýrirtækisins! MATSEÐILL FYRIR MARSBUA? Nei, ekki alveg, en matseðill Krákunnar er alveg sórstakur. Þar er að finna rétti víðsvegar að úr heiminum og þessa dagana matreiðir Krákan mexíkanskan og indverskan mat. Fullt af girnilegum réttum, mildum, sterkum, sterkari og enn sterkari. Hvernig væri að brenna bragðlaukana hjá FJOLRETTA ÁTVEISLA Jú, einmitt það sem hefor alltaf vantað. Að geta bragðað á 10—12 réttum hverjum á fætur öðrum í góðri stemningu oa veigarnar renna Ijúflega. Fjöfrótta átveislan takmarkast við\minnst 4 manns og borðið verður að panta með tveggja daga fyrirvara. \ Krákunni. VÍNBAR í REYKJAVÍK Já, Krákan breytist í „vínbar" eftir klukkan 22 og þá bjóðum við uppá sérlega gómsæta smárótti. Tortilías de Mole, heimabakað brauð með chili og hnetusósu, Tzatziki, Tarra- masalada, nýstárlegar ídýfur, frábær salöt, ýmisskonar paté og margt \ fleira forvitnilegt. Náðirðu þessu öllu? Lestu það bara aftur. Nú, eða komdu. veitingahús Laugavegi 22 sími 13628

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.