Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 29
BÓKMENNTIR Lilla sprœka Þórdur Helgason: Ég er köíluð Lilla Teikningar eftir Búa Kristjánsson Námsgagnastofnun 1985. Þessi saga kom út í flokki bóka handa börnum, sem eiga við lestrarörðugleika að stríða og hentar vel 9 til 12 ára börnum og ekki síður þeim sem vel eru læs. Ég er kölluð Lilla er bráðskemmtileg saga. Hún hefst á formála söjjumanns, Gunnhildar (Lillu) Grímsdóttur: „Eg skrifaði þessa sögu sjálf. Ég bað pabba að hjálpa mér. Hann gerði það því að hann er svo hjálpsamur. En hann vildi strika svo margt út. Aðallega um hann sjálfan. Hann sagði að það skipti engu máli í sögunni að hann hefði skalla og stóra ístru." Gunnhildur er níu ára og stíllinn er í samræmi við það: málsgreinar fremur stutt- ar, endurtekningar á ýmsum atriðum, sviga- greinar til áréttingar, og öll er frásögnin hlý og einlæg, oftast blandin kímni, enda segist Gunnhildur hafa orðið fyrir áhrifum frá Guð- rúnu Helgadóttur: ,,Ég held að það sé allt í lagi að verða fyrir áhrifum frá öðru skáldi." Og svo byrjar sagan. Hún er óvenjuleg, skiptist í 11 kafla og Lilla lýsir allri fjölskyld- unni, sínum í hverjum kafla og byrjar á sjálfri sér: „Ég er nú bara beinin og bjórinn, segir afi, sem merkir að ég sé lítil og mjó, sem ég er. Ég er með brúnt hár (sem er ekki rautt, sumir sem ég þekki virðast vera litblindir). Ég er með venjulegt nef og alveg venjulegan munn nema hann talar ansi mikið finnst sumum í þessari fjölskyldu (þeim ferst).“ Því næst kemur Þura systir, 12 ára. „Hún heitir náttúrulega ekki Þura, heldur Þuríður. Hún heitir í höfuðið á ömmu." Nonni bróðir er 14 ára „og elstur okkar systkinanna. Hann ætti auðvitað að vera þroskaðastur líka. En það er nú öðru nær. Nonni er á gelgjuskeiðinu eða erfiða aldrinum. Það hlýtur að vera hræðilega erfitt...“ Og Anna systir er þriggja ára, uppfinningasöm í hæsta máta og býður í afmæli, þegar hana langar til. Mamma heitir Alda, „stundum Jónsdóttir en stundum Thorarensen." Lilla hélt að mamma væri „eins góð og mamman í Húsinu á slétt- unni. Pabbi gæti ekki verið pabbinri þar. Samt er hann góður. Hann er bara með skalla og ístru og það getur auðvitað ekki gengið í Húsinu á sléttunni." Hann heitir Grímur Ólafsson, sérkennilegur maður mið- að við meðaljón, smiður, leigjandi og vinnur ekki óhóflega, á ekki sjónvarp og ekki held- ur bíl, hjólar í vinnuna. Hann er andstæða ömmu, og ósamkomulag þeirra er að nokkru leyti hreyfiafl sögunnar. Ekki bætir úr skák, að Grímur er ljóðasmiður upp á nýj- an móð: yrkir órímað. „Ég las bókina hans pabba en ég skildi eiginlega ekki neitt. Þá út- skýrði pabbi fyrir mér hvað hann meinti og þá skildi ég heilmikið (held ég).“ Amma heit- ir Þuríður Thorarensen eða „frú Þuríður Thorarensen" kjarnorkukvendi, en dálítið snobbuð, eins og nú er sagt, en úr því raknar í sögunni, eins og vera ber. Hún er fjarska metnaðarfull fyrir hönd fjölskyldunnar, en málflutningur hennar byggist ekki á þeim rökum, sem tekin eru gild. Afi hennar Lillu er merkismaður, Ólafur Finnsson bóndi í Múla. „Afi er algjört æði. Hann er eiginlega skemmtilegastur í fjöl- skyldunni. Hann er ekki ögn líkur ömmu enda er hann pabbi hans pabba." Ólafur í Múla kemur til dyranna eins og hann er klæddur, hárið stendur út í allar áttir og hann fær sér neðan í því þegar hann kemur í bæ- inn, náttúrubarn, nokkuð frjálslyndur í fram- komu á allan máta, öndvegismaður þrátt fyr- ir allt, hagmæltur. Svo byrjar sjálf sagan og lýsir ferðalagi til afa, sem fær óvæntan endi. Raunar eru þó sögð margvísleg tíðindi í persónulýsingu hvers og eins, og því má segja, að hver kafli sé með sínum hætti sjálfstæð saga eða þátt- ur. Oftast er kímilegur blær á frásögninni, góðlegur, ekki sízt eftir að afi er kominn til sögunnar. Og í bókarlok er eftirmáli: „Nú er sagan búin. Fannst ykkur hún ekki skemmti- leg? (Ég er ekki montin.) Þetta er ekki öll sag- an af mér. Þetta er bara lítið brot af mér. Hitt kemur seinna." í svip minnist ég þess ekki að vanda höf- undar sé veitt athygli i barnabók fyrr en nú. Hér er börnum nefnilega sýnt fram á, að ekki er hlaupið að því að skrifa bók, það er erfitt, segir Gunnhildur, og talar af reynslu. „Pabbi segir að rithöfundur sé eins og Guð (Ætli það sé ekki þess vegna sem flestir rit- höfundar (karlar) eru með skegg?). Báðir eru þeir, segir pabbi, almáttugir. Þeir búa til heim þar sem þeir ráða alveg hvað gerist. Nú veit ég af hverju Guð varð að hvíla sig eftir að hafa búið sinn heim til. Það var hroðalega erfitt að skrifa þessa sögu.“ Vitaskuld á ekki að halda mikilli bókmenntafræði að börn- um, en hér er kunnáttusamlega tekið á efn- inu, og öll börn ættu að geta sett sig í spor Lillu. Búi Kristjánsson dró myndir í söguna, óró- legar pennateikningar. Ég minnist þess ekki að hafa séð teikningar eftir hann í öðrum sögum, en þessar myndir eru misjafnar að gæðum, beztar af afa og ömmu, en heldur stirðlegar af Þuru og Nonna, svo dæmi séu nefnd. Mér fannst gaman að Lillu, og upplagt er að lesa hana fyrir börn, sem eru að byrja að stauta. Frágangur er ágætur frá hendi for- lagsins, kilja, saumuð og límd í kjölinn. Það er ósvinna að útgefendur, einkum tímarita, skuli kjölskera rit sín og líma í stað þess að láta arkirnar halda sér, sauma þær eða hefta. Kjölskorin rit eru ónýt innan tíðar, blöðin losna óðar og þeim er flett, og ekki er hægt að binda slík rit. Eitt af tilboðum helgarinnar er steikt Pekingönd með Appel- sínusósu, hrísgrjónum og salati. Aðeins kr. 290.- Það borgar sig ekki að elda heima. Allt gos í flöskum á búðarverði. Kipptu með þér Kína- mat. Kína-eldhúsið tekur að sér veislur fyrir stóra sem smáa hópa. Reynið viðskiptin. Sími 687-455. Álfheimumó— Reykjavík sími: 687-455 HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.