Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 20
Magnús L., borgarstjórnarfulltrúi, borgarráðsfull- trúi, forseti borgarstjórnar, framkvæmdastjóri Versl- unarmannafélags Reykjavíkur, I stjórn Lífeyrissjóðs Reykjavíkurborgar, formaður Innkaupastofnunar Reykjavikur, formaður atvinnumálanefndar borgar- innar o.fl.: Tekjukóngur verkalýðsforingjanna með 150—160 þúsund á mánuði. Þröstur, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, stjórnar- formaður Miklagarðs, stjórnarformaður KRON, í bankaráði Seðlabankans og í stjórn Granda hf.: „Það kemur þér ekkert við. Þú getur flett þessu upp í Mogganum frá því ( september 1983." Guðmundur Þ., borgarstjórnarfulltrúi, formaður Iðju, formaður Landssambands iðnverkafólks og í stjórr, Verkamannabústaða Reykjavíkur: „Ég tel ekki fram fyrir blöðin." Verkalýðsforingjarnir semja sjólfir um sín laun: VERKAMANNALAUN I síðustu viku náðust samningar milli ASI og VSI, fögnuður Morgunblaðsins varð sltkur að blaðið lagði forsíðuna undir málið. Innlendar fréttir hafa ekki verið á forsíðu blaðsins síðan 1973 að gosið íHeimaey braust út, a.m.k. hef- ur öll forsíðan ekki verið brúkuð fyrir inn- lendar fréttir stðan þá, ekki svona í heild sinni. Ánœgja Þjóðviljans varð ekki sú sama, enda engin forsíða til að fórna í innlendar fréttir, þannigað GuðmundurJ. Guðmundsson sagði blaðinu upp og hann tjáði blaðamanni HP að hann hefði t langan tíma ekki lesið HP, þannig að sennilega er það bara Mogginn sem verka- lýðsmaðurinn les þessa dagana. Helgarpósturinn ákvað að taka þessi samn- ingamál öðrum tökum, enda annarskonar forsíða á þessu blaði en hinum. HP ákvað að kanna hvað verkalýðsforkólfarnir hefðu sjálfir í laun. Ekki vildu þeir sjálfir gefa upp tekjur sínar og settu flestir á sig snúð, þannig að leita varð annarra leiða. Það má sjá svör þessara manna þegar þeir voru spurðir hvað þeir hefðu í laun, annarsstaðar á síðunni. Kannaðar voru tekjur fimm foringja, Ás- mundar Stefánssonar, formanns ASÍ, Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins, Þrastar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, Magnúsar L. Sveinssonar, for- manns Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Guðmundar Þ. Jónssonar, formanns Iðju og Landssambands iðnverkafólks, og Aðalheið- Asmundur, formaður ASl: 100 þúsund á mánuði en ekkert aukalega fyrir vökur og samningaskorpur. ar Bjarnfreðsdóttur, formanns Starfs- mannafélagsins Sóknar. Verkalýðsleiðtogarnir voru mjög stirðir í svörum er HP innti þá eftir launum þeirra og fríðindum. Margir hverjir svöruðu því til að það væri þeirra einkamál, og að launamál ræddu þeir ekki við fjölmiðla. Einna helst mátti álíta af svörum þeirra að þeir skömmuð- ust sín fyrir há laun, enda tekjur þeirra fjarri launum þeirra sem þeir hafa umboð fyrir. Foringjarnir semja sjólfir um sín laun Það er athyglisvert við laun verkalýðsfor- ingjanna að þeir fá ekki greitt samkvæmt taxta, heldur er kaup þeirra samkomulags- atriði þeirra sjálfra og þeirra sem þeir vinna hjá, þ.e. verkalýðsfélaganna. Þegar foringjarn- ir sitja á móti VSI eru þeir þess vegna ekki að semja fyrir sjálfa sig heldur einungis verkalýð- inn, sjálfir semja þeir um sín laun við sjálfa sig innan verkalýðsfélaganna. Það fyrirkomulag tíðkast víða úti í bæ, fólk reynir að fá hærra kaup með því að semja sjálft, og hefur þar með áhrif á svonefnt launaskrið í landinu. Flestir þessara fimm karla, sem kannaðir voru, eru hundrað þúsund króna menn. Ás- mundur fær í laun sem formaður ASÍ kr. 68.883,-, hann fær greidda fasta eftirvinnu 17.221,- kr. og í bílastyrk kr. 12.195.-. Ás- mundur situr ekki í mörgum nefndum eða Guðmundur J., alþingismaður, formaður Dags- brúnar, formaður Verkamannasambandsins o.fl.: „Ég hef ekkert að segja við Helgarpóstinn." stjórnum. Hann situr í stjórn Samvinnuferða- Landsýnar og fær þar lág stjórnarlaun, ein- ungis 18.000,- kr. á ári. Samtals eru laun for- manns ASÍ því kr. 99.799,- hvern mánuð, alla tólf mánuði ársins, sem gerir tæp tólfhundruð þúsund á ári. Guðmundur J. þiggur laun hjó Alþingi, Dagsbrún og Verkamannasambandinu Guðmundur J. er alþingismaður og fær þar af leiðandi þingfararkaup kr. 68.128,-. Venju- lega fá menn ekki laun sem formenn Dags- brúnar ef þeir eru einnig þingmenn, en Guð- mundur J. þiggur 20—25.000,- kr. í laun og sömu upphæð þiggur hann fyrir að vera for- maður Verkamannasambandsins. Þannig nær Guðmundur J. því að vera með 108— 118.000,- kr. á mánuði. Undirmaður Jakans í Dagsbrún, Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri, hefur það einnig gott. Auk framkvæmdastjóralaunanna fær hann þóknun fyrir að vera stjórnarformaður, bæði í stjórn KRON og Miklagarðs, hann er einnig í stjórn Granda hf., auk þess að sitja í bankaráði Seðlabankans. Framkvæmdastjóra- launin eru u.þ.b. 70.000,- kr. en bankaráðið gefur tæplega 8.000 kr. á mánuði. Hann verð- ur ekki mjög feitur af stjórnarlaununum, en hann fær tvöfalt lítilræði fyrir að vera stjórnar- formaður. Grandi hf. hefur ekki tekið ákvörð- Aðalheiður, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar: „Það er alveg sjálfsagt, ég þarf bara að ná I slðasta launaseðil." eftir: G Pétur Matthíasson myndir: Jim Smart un um stjórnarþóknun, og það hefur Mikli- garður heldur ekki gert, en ef tekið er mið af stjórn Samvinnuferða-Landsýnar (sem var það eina af fyrirtækjunum sem ekki eru ríkis- rekin sem gaf upp laun stjórnarmanna), má reikna með að annarsstaðar séu þau hærri. Það má því reikna a.m.k. með um 5.000,- kr. á mánuði fyrir stjórnarformennsku en 3.000,- kr. fyrir stjórnarstörf hjá Granda. Alls gerir þetta kr. 91.000,-. Við þetta bætist síðan ókeypis sími og ókeypis bíll hjá Dagsbrún. Magnús L. er tekjukóngur forkólfanna Gudmundur Þ. Jónsson var fúll þegar blaða- maður spurði hann hvað hann hefði í laun, þótt ekki sé hægt að sjá að hann þurfi að skammast sín fyrir launin. Hann nær þvi ekki að vera 100.000,- króna maður, þó að hann sé bæði formaður Iðju og Landssam- bands iðnverkafólks, sitji í borgarstjórn og stjórn Verkamannabústaða Reykjavíkur. Ef reiknað er með sömu formannslaunum og hjá Jakanum, hefur hann samtals ,,aðeins“ 65-75.000,- kr. á mánuði. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslun- armannafélags Reykjavíkur, hefur það best þessara manna. Sem framkvæmdastjóri VR hefur hann um 80.000,- kr. á mán. Hann fær 20.438,- kr. fyrir að sitja í borgarstjórn, hann fær um 4.400,- kr. fyrir að vera forseti borgar- stjórnar, hann fær 30.658,- kr. fyrir að sitja í borgarráði og er ekki allt talið enn. Magnús er formaður Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar og hún gefur kr. 10.668,-, hann er for- maður atvinnumálanefndar borgarinnar með kr. 4.572,- í mánaðarlaun. Magnús L. Sveins- son er því launakóngur þessara heiðursmanna með á milli 150-160.000,- kr. á mánuði. Þessi upphæð hlýtur að vera allrar athygli verð fyrir t.d. kassadömuna í einhverjum stór- markaðnum sem í þrjú ár hefur búið við 30% kjaraskerðingu og mun búa við hana áfram. Aðalheiður neðst — enda kona Þetta var um karlana í stéttinni. Andstætt þeim svaraði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar, spurningum blaðamanns greiðlega. Hún sagð- ist fyrir febrúarmánuð hafa fengið kr. 34.055,- plús 6.800,- í bílastyrk, þannig að hún losar 40.000,- eða einn fjórða af launum Magnúsar L. Sveinssonar og helminginn af formanns- launum hans, sem er athyglisvert í Ijósi þess að konur eru fjölmennar í báðum þessum verka- lýðsfélögum. Þetta eru launin í tölum. Sá efsti með hátt á annað hundrað þús. á mánuði! Ásmundur Stefánsson, formaður ASÍ, heildarlaun: 99.799,- kr. á mánuði + frfðindi. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og Verkamanna- sambandsins, heildarlaun 108— 118.000,- kr. á mánuði + fríðindi. Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Daasbrúnar, heildarlaun áætluð 91,000,- kr. á mónuði + mikil fríðindi. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju og Landssambands iðnverkafólks, heildarlaun 65-75.000,- kr. á mánuði + fríðindi. Mognús L. Sveinsson, formaður Verslunormannafélags Reykjavíkur, heildarlaun: 150-160.000,- kr. á mán- uði + fríðindi. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður Starfsmannafélagsins Sóknar, heildarlaun: 40.855,- kr. á mánuði og engin fríðindi. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.