Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 13
fjölmiðlum, var forstöðumaður eili- og hjúkrunarheimilis Reykjavíkur- borgar við Dalbraut skyndilega leystur frá störfum í vetur. Margrét Einarsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur gegnt starfinu undanfarnar vikur, en hún er sjúkraliði að mennt og hefur til- tölulega litla starfsreynslu. Umsóknarfrestur um forstöðu- mannsstöðuna rann út um síðastlið- in mánaðamót og er Margrét ein af umsækjendum. Vitað er um ein- staklinga, sem sótt hafa um stöðuna og eru bæði betur menntaðir og hafa mun meiri reynslu af slíku stjórnunarstarfi en sjálfstæðiskon- an. Samt sem áður þykir nokkuð ör- uggt að Davíðsmeirihlutinn ætli henni hnossið. Sjálfstæðismenn vita að ráðningu Margrétar Einarsdóttur í starfið verður harðlega mótmælt og þess vegna var fyrir skemmstu gripið til þess ráðs að „iáta“ gamla fólkið á stofnuninni skrifa undir skjal þar sem það mælir eindregið með ráðningu Margrétar. Þessu plaggi verður síðan veifað, þegar óánægjuraddir taka að heyrast og farið verður að tala um óþægilega hluti eins og pólitískar ráðningar, bitlinga og siðleysi. Það er ekkert leyndarmál að nú- verandi forstöðumaður hefur alls ekki verið of vinsæll meðal vist- manna og þeir síður en svo ánægðir með að skrifa undir listann henni til stuðnings. Auðvitað var enginn neyddur til þess að skrifa undir, en margt af gamla fólkinu kveið því skiljanlega að komast í ónáð hjá for- ystumönnum stofnunarinnar, ef það neitaði að skrifa nafn sitt á blaðið. Félagsmálaráð Reykjavíkurborg- ar kemur saman í dag, fimmtudag, og verður þá væntanlega rætt um ráðningarmálin á Dalbraut. Heyrst hefur, að Davíðsmenn hafi mikinn hug á að „keyra málið í gegn", eins og það heitir á slæmu máli.. . A Ragnheiður Jóhann- esdóttir, sem þekkt er fyrir störf sín í útvarpinu og umsvif í Framsóknar- flokknum, hefur nú haslað sér völl í viðskiptalífinu. Ásta Ragnheiður hefur nefnilega tekið við starfi inn- kaupastjóra hjá Hagkaup. Þessa dagana er hún á sérstöku þjálfunar- námskeiði á vegum fyrirtækisins en mun hefja störf að fullu innan tíð- ar... N ■ ýlega var haldinn fundur í Alþýðubandalaginu í Reykjavík þar sem listaframboðið í Reykjavík var endanlega samþykkt. Sú samþykkt gekk þó ekki alveg átakalaust fyrir sig, því á fundinum voru uppi til- raunir til að breyta niðurstöðu for- valsins. Það sem aðallega fór fyrir brjóstið á flokksforystunni var að Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem flokkseigendafélagið hefur miklar mætur á, skyldi ekki komast ofarlega á listann. Var því komið með uppástungu þess efnis að ung stúlka væri heppileg í 6. sætið. í því sæti er hins vegar fyrir Skúli Thor- oddsen lögmaður og fyrrum lög- fræðingur Dagsbrúnar. Skúli hefur hins vegar ekki verið ýkja vinsæll hjá flokksforystunni og illa séður hjá forystumönnum Dagsbrúnar sem Guðmundi J. Guðmundssyni og Þresti Ólafssyni. Það kom hins vegar í hlut Þorbjarnar Brodda- sonar háskólakennara að bera upp breytingartillöguna á fundinum. Allir þeir sem töluðu um þessa til- lögu voru hins vegar á móti breyt- ingum á listanum. Þó keyrði um þverbak þegar verkamaður í Áburðarverksmiðjunni og gamall Dagsbrúnarmaður, Árni Jóhanns- son, stóð á fætur og lýsti því yfir að hann hefði alltaf litið á Skúla sem Dagsbrúnarmann eftir störf hans hjá félaginu og sér fyndist ótækt að fleiri menntamenn færu í efri sætin en fulltrúar verkamanna látnir víkja. Var þá Önnu Hildi nóg boðið og stóð hún á fætur og lýsti því yfir að hún myndi afþakka að setjast í sæti Skúla. Fékk Skúli því að sitja áfram í 6. sæti þótt fáir telji það bar- áttusæti. Hins vegar telja margir sem þekkja til innviða Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík að tillaga þessi sé runnin undan rifjum oddvit- ans, Sigurjóns Péturssonar... lE kki alls fyrir löngu var auglýst laust til umsóknar starf húsvarðar í Arnarhváli, þar sem fjármálaráðu- neytið er til húsa. Ekki þættu þetta nú tíðindi ef ekki kæmi til að fjár- málaráðherra Þorsteinn Pálsson tók inn á borð til sín allar umsókn- irnar tuttuguogfjórar. Ekki heyrði ráðningin treint undir hann, en ef- laust hefur fjármálaráðherra þótt það tryggara að frændi hans eða flokksbróðir hreppti stöðuna. Enda eflaust illt til þess að vita ef kommi færi að opna fyrir honum hurðina inní Arnarhvál. . . S_ ... farið mjög fyrir brjóstið á sjoppueig- endum. Þannig er nefnilega mál með vexti að sjoppur greiða kvöld- söluleyfi af allri verslun meðan myndbandaleigur sleppa alveg við slíkan skatt. En það sem gerir þó sjoppueigendur æra er að matar- verslanir þær sem hafa opið á kvöld- in sleppa algjörlega við kvöldsölu- leyfisgjaldið. Já, það er margt órétt- lætið í heiminum. . . í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans á þessu ári hefur stjórn bankans ákveðið að gera sparifjáreigendum freistandi afmælistilboð: 100 ára afmælisreikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur 7,25% ársvexti umfram vísitölu og er aðeins bundinn í 15 mánuði. Þetta er tilboð sem allir peningamenn m Landsbanki fslands

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.