Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 34
HELGARDAGSKRÁVEIFAN Föstudagurinn 7. mars 19.15 Með seiglunni. 19.25 Finnskar barnamyndir, finnst flest- um. 19.50 Fréttainnlit á swahili. 20.00 Fréttaálit á sitthverju. 20.30 Dömubindasýning niðrá strönd í sló- mósjón. 20.40 Unglíngamir í regnskóginum. Tvö millibör. 21.10 Þingljós. Páll Magnússon kveikir á perunni. 21.25 Kastsjá. Helgi E. Helga fjallar um skemmd epli. 22.00 Júróvísjón. íslensku sigurlögin í Berg- en sýnd í sjónvarpssal að viðstöddum folöldum. 22.15 Hólms fattar hlutina. 23.05 Með seinni fréttum. 23.10 Aðkomumaðurinn (The Stranger) ★★★ s/h Bandarísk bíómynd frá 1946. Leikstjóri Orson Welles. Aðal- leikarar Edward G. Robinson, Orson Welles og Loretta Young. Gott meló- drama, vel leikstýrt verk ásamt góðu handriti tryggja ágæta kvöldstund yfir þessari mynd um leit lögreglunnar að þýskum stríðsglæpamanni sem leyn- ist einhverstaðar í Bandaríkjunum. 00.50 Dagskrárloklokoglæs. Laugardagurinn 8. mars 15.25 Háemm í handbolta. Bein súkkulaði- sending frá Bjarna hirium svissneska Seikóliða. 16.45 Bjarna Felspyrna og annað eins. 19.25 Búrabyggð. Guöni Kolbeinsson þýddi rétt og innilega. 19.50 Fréttaútlit á sérmáli. 20.00 Fréttirnar„,fhhdfg::: en, veðurfræð- ingurinn týndur inní stóra kortinu. Gerð út leit frá öllum deildum. Hjálp- arsveit skáta kvödd á staðinn... 20.35 Staupasteinn. Hikk. 21.00 Júróvísjón. Viðbót við íslensku sigur- lögin í Bergen. Veðurfræðingurinn fundinn heill á húfi! 21.15 Sigling hinna fordæmdu (Voyage of the Damned) ★★★ Bresk bíómynd frá 1976 um sannsögulega atburði. Leikstjóri Stuart Rosenberg. Aðalleik- arar Faye Dunaway, Max von Sydow, Oskar Werner, Malcolm McDowell, James Mason og Orson Welles. Ein af þessum sem áttu að verða stórmyndir með þykkum súkkulaðihjúp af glass- úrleikurum. Sagan sterk um fulla far- þegaskipið af gyðingum sem lagði í hann til Kúbu vorið 1939, með vitund nasista og stjórnvalda á Kúbu. Slak- lega leikin á köflum, spenna, ógeð og hasar. Ágæt afþreying. 00.25 Góða nótt. Sunnudagurinn 9. mars 17.00 Sunnudagslognmolla. Séra Haraldur Emm Kristjánsson aðstoðarprestur í Garðabæ, flytur austur á land. 17.10 Feim, æm gonna livv tómorrow, a.m.k. 18.00 Stundin ykkar. 18.30 Fillipseyjakastljós Guðna Braga end- urtekið til að hafa upp í kostnaðinn við ferðina. 19.05 Hléið mitt eina sanna. . . 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.40 Sjónvarp þarnæstu viku. 20.45 Sjónvarp þarnæstu viku. 20.50 Sjónvarp síðustu viku. 20.55 Júróvísjón. Sigurlögin okkar sungin og sungin. 21.10 Maður er nefndur Jón Helgason. End- ursýnt viðtal Magnúsar Kjartanssonar ritstjóra við prófessorinn. 21.45 Kjarakona. Annar þáttur af nokkrum. 22.45 Dagskrárlok. 23.00 Nóttin. . . 24.00 . . .svo blá. . . 03.00 . . .svo blá. . . © Fimmtudagskvöldið 6. mars 19.00 Kvöldfréttir af fiskunum í sjónum... 19.50 Daglegt mál: Sigurður G. Tómasson rífst. 20.00 Á ferð. Sveinn Einarsson löngu far- inn. En væntanlegur með sjö-ferjunni! 20.30 Jónfóníumúlinn. Jón Nordal og Sergei spilaðir. 21.30 Samantekt um Gabrielu skáldkonu Mistral. 22.20 Passíuvísurnar. 22.30 Fimmtudagsumræðan: Háskólinn á Akureyri? (Já, eða fiskimjölsverk- smiðja. ..) 23.30 Kammó-tónleikar. 24.00 Jóhannes Arason býður góða nótt og allt það. Föstudagurinn 7. mars 07.00 Veðurfregnabæn. . . 07.15 Morgunstund fullorðna fólksins. 09.05 Morgunstund smávaxna fólksins. 09.45 Þingfréttir gamla fólksins. 10.40 „Sögusteinn". 11.10 Síra Gunni Bjöss les söguna „Sorg undir sjóngler" á hnéfiðluna sína, hávært og hratt. .. 11.30 Morguntónleikarnir okkar. 12.20 Hádegisfréttirnar. 14.00 Miðdegissagan okkar. 14.30 Sveiflur, bojojojojojoj. . . 17.00 Helgarútvarp barnanna, barnanna. 17.40 Úr atvinnulífinu, lífinu. 19.00 Kvöldfréttirkvöld. 19.45 Þingmál Atla Rúnakonungs. . . 19.55 Daglegt mál. Örn Ólafsson efast um það. Eg mœli með Rás 1, sunnudagskvöldið 9. mars, klukkan 21.00: Ljóð og lag. Her- mann Ragnar fer með stæl fram á gólfið sem flagnar undan fleyg- um fótum hans. . . 20.00 Lög unga fólksins, á góðum styrk, nema hvað? 20.40 Kvöldvaka, á lágum styrk, ekki satt? 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir kemur úr sextugsafmæli Jóns Nordal, hress og dillandi. . . 22.20 Passíubögurnar. 22.30 Kvöldtónleikarnir sem við í fjölskyld- unni höldum svo hræðilega mikið upp á.. . 23.00 Heyrðu mig — eitt orð (Stuttur þáttur það!) 00.05 Djassþáttur; uggabbadagga. . . 01.00 Samtengingin við rás 2. Laugardagurinn 8. mars 07.00 Þulur hefur upp raust sína... 07.15 Velur og kynnir eftirmann sinn. . . 07.30 Einsöngvara- og kórahljóðin. 09.30 Óskasjúkdómur lögmanna. Helga Þonn Stepehen romsar upp úr sér nokkrum velvöldum. . . 11.00 Heimshorn. 12.20 Fréttir. 13.50 Hér og nú. Vikuþáttur í fréttalokin og öfugt. 15.00 Nýju miðdegistónleikarnir. 15.50 Ekkert mál. 16.20 Listagrip. 17.00 „Árni í Hraunkoti" fyrir fallegu börnin. 19.00 Agalegar fréttir fyrir fullorðna fólkið. 19.35 „Samaog þegið" hehe-þáttur íviku- lokin. 20.00 Harmoníkuþáttur, bambalabossala- bo... 20.30 Sögustaðir á Norðurlandi. 21.20 Vísnakvöld. Aðalsteinn Ásberg vísar kvæðum á bug. 22.20 Passíukvæðin. 23.00 Danslög okkar sem heima sitjum. 00.05 Miðnæturtónleikar.. . 01.00 . . . og síðan dong, ellegar hakkh ef svissað er yfir á rásina. Sunnudagurinn 9. mars 08.00 Guðsorð. Séra Þórarinn Þór les. Og þó. 08.35 Létt morgunlög. Undirvigt sennilega. 09.05 Morguntónleikar. Yfirvigt örugglega. 10.25 Passíusálmarnir og þjóðin. 11.00 Messa í Breiðholtsskóla. 12.20 Frekar svona huggulegar hádegis- fréttir í tilefni af því sem á undan er komið í dagskránni. 13.30 Oddrúnarmál. Lokaþáttur (Laufeyjar- sonar!) 14.30 Nýju miðdegistónleikarnir. 15.10 Spurningakeppni framhaldsskól- anna? Jú, er það ekki. Hárrétt. Tvö stig. 16.20 Vísindi og fræði. 17.00 Síðdegistónleikar manna sem eru að mála stigaganga. Alltaf jafn skrítinn þáttur, finnst fólki. 19.00 Kvöldfrétt af ölvun helgarinnar. 19.35 Erindi. 20.00 Stefnumót. Ég þangað! 21.00 Ljóð og lag. Hermann Ragnar fer með stæl fram á gólfið sem flagn- ar undan fleygum fótum hans. 21.30 Útvarpssagan. 22.20 íþróttir. 22.40 Svipir. 23.20 Kvöldtónleikar. 00.05 Milli svefnsog vöku. Hildur Eiríksdótt- ir sofnar milli sofandalegra laga í svefndúr. 00.55 Núll,núll-fimmtíuogfimm. eftir Sigfinn Schiöth 0 Fimmtudagskvöldið 6. mars 20.00 Hlustendarásir vinsælda tveggja list. 21.00 Maður er nefndur. . . 22.00 . . .Svavar Gests . . . 23.00 . . .sem býður upp í Tangó, jafn flott- um dönsurum og Magnúsi og Trausta. . . 24.00 Alltaf jafn fallegt efni á rásinni. Föstudagurinn 7. mars 10.00 Morgunhanarnir Páll og Ásgeir rífast um það hvor þeirra góli á hærri staur.. . 12.00 Gúggalagú-ú-ú. . . 14.00 Hanskahólfið. Valdís varalitar sig og tæknimanninn. 16.00 Léttir sprettir. Ólafsson að komast í mark, rétt á undan Jóni, sem var samt með betri millitíma. 18.00 Suð.. . 20.00 Upptekið dósahljóð að norðan. 21.00 Dansrásin. Hermann Ragnar tsja- tsja. . .tsja. 22.00 Rokkrásin. Snorri Már og Skúli spila ja, rokk býst maður við. 23.00 Viggi og Toggi í aukavinnunni sinni. 03.00 Viggi og Toggi úr aukavinnunni sinni. Laugardagurinn 8. mars 10.00 Morgunþáttur. Fólk vakið með harm- kvælum. 12.00 Cheerios-diskur og gamalt frans- brauð. 14.00 Laugardagurtil Lukku-Láka — Dalton- bræður, bang bang. 16.00 Listapopp. Gunnar Salvarsson sér um það. 17.00 Göngum við í hringi. Og hlustum með athygli. 18.00 Aulafyndni er þetta. . . 20.00 Línur. Heiðbjört Jóhannesdóttir spáir í síma. 21.00 Milli stríða. Jón Gröndal pústar í klukkustund. 22.00 Bárujárn. Siggi Sverris skoðar sig um í byggingavöruverslun Sambandsins. 23.00 Randaflugur. Hákon Sigurjónsson suðar zzzzzzzh. 24.00 Andrea Jónsdóttir poppar til þrjú, yf- irfullan pott. Svæðisútvarp virka daga 17.03-18.00 Reykjavík og nágrannur — FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Akureyri og tágrannur — FM 96,5 MHz. u'tvÍrp""" eftir G. Pétur Matthíasson l ÍSJÖNVARP Hver hlustar á arinað en fréttir? hSe"» Tímaskekkja Það var ekkert sem síðastliðna viku freistaði mín á Rás 1, a.m.k. ekki þannig að ég gerði eitthvað í því að hlusta. Ég hlust- aði ekki heldur á vinnustaðarásina, því að hún heyrist ekki á mínum vinnustað. Vitanlega hlusta allir á sjöfréttir í útvarp- inu og horfa síðan á áttafréttir i sjónvarp- inu. Eg hlusta á sjöfréttirnar með öðru eyr- anu vegna þess að ég veit að ef ég næ ekki einhverju nógu vel í útvarpinu sé ég það í sjónvarpinu stundu síðar. Þetta er náttúru- lega fáránlegt. Það er orðið nauðsynlegt að fréttastofur útvarps og sjónvarps ræði sam- an. Þær hafa góðan möguleika á að búa til mjög góða heild úr sjö- og áttafréttunum ef þær geta unnið saman. Hér er gengið út frá • því að allflestir hlusti ög horfi á báða frétta- tímana. Einhverskonar samvinna frétta- stofanna er skemmtilegur möguleiki og vert að líta á allar hliðar þess máls. Fimmtudagsleikritið á fimmtudag fyrir viku var alveg þokkalegt. Það er alltaf gaman að hlusta á útvarpsleikrit, sérstak- lega á fimmtudagskvöldum, og það mætti vel vera leikrit á hverjum fimmtudegi, ég verð a.m.k. leiður ef að ég get ekki gengið að leikriti vísu kl. 20.00 á fimmtudögum. Sjávarútvegsráðherra var á Rás 2 þetta umrædda fimmtudagskvöld. Hann virðist á góðri leið með að heilla þjóðina með hóg- i værð sinni. Ef til vill tekst honum að breyta ímynd stjórnmálamannsins. Ég fékk það, á tilfinninguna þegar ég hlustaði á Halldór að hér væri á ferðinni ötull og duglegur maður sem mætti í sína vinnu á morgnana og væri á vinnustaðnum en ekki á fundi úti í bæ allan daginn. Það er náttúrulega kominn tími til að menn líti vinnu stjórnmálamanna öðrum augum en nú er í tísku. Það eru ýmsar hug- myndir sem maður fær af því að hlusta á út- varpið! Á lídandi stundu nefnist þáttur, sem fram fer í beinni útsendingu einu sinni í viku og átti, ef nafnið er einhver vísbending, að fjalla um það sem er að gerast hér og nú. Þátturinn er sniðinn að erlendri fyrirmynd, en Bretar og Bandarikjamenn standa m.a. framarlega í gerð slíkra þátta. Þar koma fram menn, sem af einhverri ástæðu eru í brennidepli á lídandi stundu, og eru þess vegna fengnir í sjónvarpssal til þess að ræða sín mál. Sem sagt: tekið á málefnum, sem eru rjúkandi heitt fréttaefni. Eitthvað virðist forskriftin hafa skolast til hjá þeim, sem mótað liafa þættina Á líð- andi stundu. Það er ýmislegt gott hægt að segja um þessa þætti og ýmsu er hægt að finna að, en fyrst og fremst virðist nafnið alls ekki eiga við þær útsendingar, sem fram hafa farið undir þessum titli. Það skortir algjörlega i þá hið mikilvæga hér og nú! Einu tilburðirnir til þess að taka á máli, sem mikið var í umræðu manna á meðal, var viðtal við Karvel Pálmason á dögunum. Þar var kominn maður, sem öll þjóðin var einmitt með á vörunum, ef svo má að orði komast. Það er hins vegar annað mál, að Ómar gekk í því viðtali gjörsamlega fram af manni með því að inna Karvel eftir spaugilegri minningu frá baráttu hans við dauðann. Fyrir utan þetta eina viðtal hefur lítil sem engin tilraun verið gerð til þess að taka á málum líðandi stundar. Var t.d. ekki ástæða til þess að fjalla um kjarasamning- ana í síðustu þáttum, þegar fólk stóð al- mennt á öndinni af spennu yfir því hver niðurstaðan yrði fyrir íslenskt þjóðlif — verkföll, óðaverðbólga, frekari kjaraskerð- ing, eða hvað? Það hefði auðvitað átt að fara með sjónvarpsmyndavélar niður í Garðastræti og upp í Karphús. Ef mönnum finnst slíkt efni vera orðið of keimlíkt hin- um almennu fréttum klukkan átta, en ég ímynda mér að sú sé ef til vill skýringin á afskiptaleysi Ómars og félaga, þarf að end- urskoða tilverurétt þessa þáttar frá grunni. Hann stendur einfaldlega ekki undir nafni! „Stiklu'-atriðin eru góð og gild sem slík, en þau eiga sjaldnast nokkuð skylt við púls þjóðlífsins hverju sinni. Það sama má segja um misgóðar „sketsur" á milli atriða og gesti þáttarins sömuleiðis. Mér finnst það einnig hættuleg þróun, ef stjórnendur þátt- arins ætla að fara að sýna sjálfa sig í stað þess að sýna aðra, sbr. svanasöng Agnesar um daginn. Það má ýmislegt segja um þættina Á líð- andi stundu, en meginatriðið er að annað hvort þættirnir eða nafngiftin er á röngu róli. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.