Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 16
eftir: G Pétur Matthíasson myndir: Jim Smart Ráðuneytastríð: Rúmur milljarður höndum sýslumanna í hendur oddvita Alexander er ráðherra sveitarstjórnarmanna en Þorsteinn er ráðherra sýslumanna og þeir rœðast ekki við, a.m.k. ekki um jöfnunarsjóð sveitarfélaganna Alexander Stefánsson félags- málarádherra er í klípu. Hann til- kynnti í desemher s.l. ad frá og med áramótum yrði framlag ár jöfnun- arsjódi sveitarfélaga greitt beint til sveitarfélaganna, en ekki eins og tíðkast hefur alla tíð til sýslunefnd- anna. Sýslumenn hafa hingað til út- deilt fénu einsog vera ber, eftir að hafa áður tekið frá fé til sameigin- legra nota í sjúkrasamlög, til menn- ingar- og menntamála t.d. Eftir breytingarnar eiga sýslumenn að innheimta gjaldið af sveitarfélögum og munu þeir telja þaö erfiðleikum bundið þar sem staða sveitarfélag- anna víðast hvar er ekki góð. Alexander þarf ekki að fara með þessar breytingar fyrir þingið. Hann þarf ekki einu sinni að breyta reglu- gerð, það nægir að hann ákveði þetta, sem hann og hefur gert. En ekkert hefur enn orðið úr fram- kvæmdinni. Sýslumenn fengu eins og venjulega greitt úr jöfnunarsjóði sveitarfélaganna nú í febrúar fyrir janúarmánuð. Ástæðan: Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra vill ekki gera eins og Alexander býður og það er fjármálaráðuneytið sem borgar út. Það mun hafa steytt á þessu máli í ríkisstjórninni, þó að staða Alexanders sé veik vegna áhugaleysis samflokksmanna hans á þessu máli, og munu þeir ekki allir vera á sama máli. Milljarður í jöfnunarsjóði Hlutverk jöfnunarsjóðs sveitarfé- laganna er að greiða framlag til sveitarfélaganna, að greiða auka- framlag, að greiða fólksfækkunar- framlag o.fl. o.fl. Tekjur jöfnunar- sjóðs samkv. lögum frá 1980 eru 8% af söluskatti, 5% af verðtollstekjum og landsútsvar. Landsútsvar greiða fyrirtæki einsog Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins. Sölunefnd varnar- liðseigna, Áburðarverksmiðjan og Sementsverksmiðja ríkisins o.fl. rík- isfyrirtæki, olíufélögin og bankarn- ir, þannig að um verulegar upphæð- ir er að ræða. Olíufélögin greiða t.d. í landsútsvar VA% af heildarsöl- unni. Tekjur jöfnunarsjóðs eru nú meira en 80 millj. á mánuði og áætl- að er að tekjurnar í ár verði einn milljarður eitthundrað og átján mill- jónir, 1.118.000.000,00. Hér er á ferðinni mikið fé sem fer mjög hljótt. Fé sem félagsmálaráðherra sér einn um því hann hefur á hendi yfirstjórn sjóðsins. Rennsli þessara peninga í gegnum kerfið hefur að undanförnu gengið mjög vel fyrir sig þangað til núna að Alexander ætlar að færa féð úr höndum sýslu- manna i hendurnar á sveitarstjórn- unum. Félagsmálaráðherra og ráðherra fjármála eiga sem sagt í stríði og á þessari stundu er óljóst hvernig mál- ið fer. Hvor vinnur. En stríðið hófst ekki hjá ráðherrunum, stríðið felst í valdabaráttu sveitarstjórnarmanna annarsvegar og sýslumanna hins- vegar. Að vissu leyti berjast sýslu- nefndir fyrir lífi sínu í þessu máli þar sem nú liggur fyrir þinginu frum- varp þar sem lagt er til að sýslu- nefndir verði lagðar niður. Missi sýslurnar gegnumstreymið úr jöfn- unarsjóði standa þær lakar í barátt- unni fyrir tilverurétti sínum. Það munu fyrst og fremst vera hin stærri sveitarfélög og kaupstaðir sem hafa hug á að fá þetta fé beint í veltuna til sin. Minni sveitarfélög njóta góðs af sýslufélögunum og sum hver nota jafnvel sýsluskrifstofurnar til að sjá að mestu leyti um bókhald viðkom- andi sveitarfélags, enda fer mest allt fé sveitarfélagsins í gegnum hend- urnar á starfsmönnum sýsluskrif- stofunnar. Sjálfstæðisbrölt atvinnu- sveitarstjórnarmanna „Þetta er sjálfstæðisbrölt þeirra sem ég kalla atvinnusveitarstjórnar- menn sem finnst það niðurlægjandi að ganga fyrir sýslumann til þess að fá uppgjörið sitt,“ sagði Friðjón Guð- röðarson sýslumaður á Hvolsvelli, áður á Höfn í Hornafirði. „Þetta er partur af minnimáttarkennd þeirra sem aldrei hafa komist í sýslunefnd- ir og hafa aldrei getað litiö þær réttu auga.“ Friðjón sagði að sér fyndist það vera galli á sýslunefndunum að sýslumaður yrði sjálfvirkt formaður og framkvæmdastjóri nefndarinnar, því menn gætu setið uppi með sjálf- dauðan sýslumann í aldarfjórðung og það gæti verið mikið vandamál. „Þetta mál allt saman er valdabar- átta á milli þeirra sem ég kallaði at- vinnusveitarstjórnarmenn sem sitja alla daga suður í Reykjavík á fund- um í Sambandi íslenskra sveitarfé- laga og koma yfirleitt frá stærri sveitarfélögum og kaupstöðunum og hafa þarafleiðandi aldrei verið í sýslufélagi sumir hverjir, og svo hinna sem eru á heimavelli og eru að reyna að vinna að hlutunum saman. Þetta er vindmyllubarátta atvinnusveitarstjórnarmannanna. En verði sýslunefndirnar lagðar niður verður það stærsta byggða- röskunarmál aldarinnar af manna- völdum. Alexander Stefánsson til- kynnti um þessa breyttu tilhögun á Alexander Stefánsson, staddur erlendis einsog allir hinir. greiðsiufyrirkomulaginu í desem- ber, svona sem jólagjöf til sveitar- stjórnarmanna, en fjármálaráðu- neytið hefur ekki viljað fallast á breytinguna, þannig að það er enn verið að berjast og ekki útséð um það hver vinnur. Alexander er nátt- úrulega þeirrar skoðunar að hér sé verið að höggva stórt og það er vissulega hart fyrir hann sem fag- ráðherra ef að hann kemur þessu ekki í gegn. En ég tel þessa breyt- ingu til hinnar mestu bölvunar. Þetta verður bara til þess að minni sveitarfélögin fái minni þjónustu á sýsluskrifstofunum sem þau hafa fengið mikla, að ég tali nú ekki um ósköpin ef sýslunefndirnar verða lagðar niður. En það er ekki að vita hvernig það mál springur út á þingi," sagði Friðjón að lokum. Ekki náðist í Alexander Stefáns- son félagsmálaráðherra vegna þessa máls, þar sem hann, líkt og flestir ráðherranna, er staddur er- lendis þessa dagana. „Félagsmálaráðherra hefur ekkert rætt við mig,“ sagði fjármálaráðherra Þorsteinn Rálsson: „Ekki eitt orð við mig HP sló á þráðinn til Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra þar sem hann dvaldist á kostnað skatt- greiðenda á Hotel dAngleterre. Hann hafði lítið um málið að segja, vildi greinilega sem minnst af því vita en vissi auðheyrilega allt. Það er greinilegt að ráðherrar í ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar rœðast helst við í gegnum menn úti í bœ, ná eða blaðamenn. En: „Félagsmálaráðherra hefur ekki nefnt þetta mál einu orði við mig,“ sagði Þorsteinn. — Bíðurðu þá eftir því að heyra frá félagsmálaráðherra? „Ég svo sem bíð ekki eftir því, hann hefur ekkert rætt þetta við mig.“ — Þú ert þá alveg áhyggju- laus útaf þessu máli? „Já, já. Eg er það.“ — Ber þetta ekki vott um sambandsleysi í ríkisstjórn- inni? „Ég hef bara heyrt það utan að mér að hann hafi sýnt þessu áhuga en hann hefur ekki rætt þetta við mig. Það hafa einhverjar viðræður farið fram við embættis- menn í ráðuneytinu en það hefur ekki verið borin fram nein beiðni við mig.“ 16 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.