Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 11
A U^^^alfundur Arnarflugs var haldinn í gær, miðvikudag. Eins og fram hefur komið í fréttum, sam- þykkti aðalfundurinn hlutafjáraukn- ingu um 98 milljónir með öllum greiddum atkvæðum nema einu. Helstu nýir hluthafar sem munu taka á sig aukninguna eru Hótel Holt, Bílaleiga Akureyrar, ferða- skrifstofurnar Utsýn, Atlantic og Samvinnuferðir-Landsýn. Eins og menn muna settu þessir aðilar það skilyrði að hluthafar sem fyrir væru segðu af sér forkaupsréttin- um. Þessu var að sjálfsögðu aðal- lega beint gegn Flugleiðum, og sam- þykktu Flugleiðir það fyrir sína parta eins og HP skýrði frá á dögun- um. Hlutafé Arnarflugs verður nú 146 milljónir. Hins vegar er eigin- fjárstaða fyrirtækisins neikvæð um 160 milljónir. En þá er ekki talinn með dulinn söluhagnaður sem ligg- ur í eign félagsins á Boeing-þotunni en söluverð hennar mun vera 160 milljón krónum hærra en þegar kaupleigusamningurinn var gerður fyrir tveimur árum. Hins vegar get- ur Arnarflug ekki ákveðið hvort það kaupir þotuna eða ekki fyrr en 1988 og því eru duldar eigur félagsins í þotunni bundnar til þess tíma. Hins vegar má segja svo með þessi atriði í huga að staða fyrirtækisins sé ekki jafn slæm og tölur sýna. Hinn mikli kraftur í söfnun hlutafjár og nýrra hluthafa er sagður koma frá einum manni aðallega. Það mun nefnilega vera enginn annar en Magnús Gunnarsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri VSl, sem er aðalbjarg- vættur Arnarflugs, enda fyrrum framkvæmdastjóri félagsins og reyndar nýr hluthafi í Utsýn. . . I I slenskt hugvit er að verða stór- gróðafyrirtæki. Það er í raun og veru Háskóli íslands sem átti frum- kvæðið að því að setja íslenskt hug- vit á markaðinn, en það hefur eink- um komið fram í rafeindaiðnaði. Fyrirtækið Marel hefur sérhæft sig í ýmissi rafeindatækni eins og t.d. framleiðslu rafeindavoga. Fyrir nokkrum árum störfuðu aðeins fjór- ir eða fimm menn við fyrirtækið en nú munu um 80 manns starfa við Marel. Flestir vinna erlendis en fyr- irtækið hefur nú hafið stórsókn á fjórum markaðssvæðum erlendis með einmitt íslenskt hugvit að sölu- vöru. Háskóli íslands mun ennfrem- ur fá prósentur af sölu þannig að allt er þetta hið besta mál. í áætlunar- gerð Marels er ráðgert að selja ís- lenskt hugvit fyrir einn milljarð á næstu þremur árum. Geri aðrir betur. . . K kjarasamningarnir fela m.a. í sér að vinna upp kaupmáttinn að nýju og hafa lækkaðir tollar nú þeg- ar haft áhrif á vöruverð t.d. bifreiða. Verðlagsstofnun mun nú vera að undirbúa geysilega víðfeðmt eftirlit með að verslunarmenn misnoti ekki tollalækkunina og setji svarta álagningu á vöruna í leiðinni. Mun eftirlit Verðlagsstofnunar verða hert verulega og eins hefur stofnun- in knúið á verkalýðsfélög að þau haldi að félagsmönnum sínum að fylgjast náið með vöruverði versl- I lokkur mannsins hefur nú tekið sig verulega á fyrir sveitarstjórna- kosningarnar komandi. Flokkurinn mun bjóða fram á 25 stöðum á land- inu. Nú berast okkur þær fréttir að á lista flokksins á Akureyri séu komnar 18 konur svo ýmsir eru farnir að velta því fyrir sér hvort þarna sé nýtt Kvennaframboð á ferðinni. Hins vegar mun vegur Flokks mannsins vera mikill á Hvammstanga og undirtektir það góðar að menn eru farnir að gera sér vonir um að ná meirihluta á staðnum. . . OMEGA SIMKERFI Frá fyrirtækinu Iwatzu CHgitai Dispiay CO Une Keys Feature Keys Tranafer Key ÍCM Key Speed Key Speaker Key Rash Key Featue Key Cooference Key Message Key Hoíd Key Handset Speaker Askjásést: FP.I 10:31 RM Telephone Number Reference Card Volume Control Díalpad Microphone Tími og dagsetning. Busy 15 Dírect Station Seiection Keys DSS Feature Keys For Paging, G/oup. Doorphone ca?is and Transfe? Staða. * 10:02 Tímasetning á hringingu. Return by 12:30 Skilaboð. M.A. MOGULEIKARIWATZU-SIMABUNAÐAR 1) Innbyggð klukka, dagatal og tímamælir. 2) Innbyggð tölva í hveriu símtæki. 3) Kallkerfi. 4) Hátalari og hljóðnemi. Ekki þarf að lyfta talfæri. 5) Hópkall í kallkerfi. 6) Fundarsími fleiri en tveggja. 7) Auðvelt að flytja símtöl milli síma. 8) Númeraminni í símtæki og einnig í stöð. 9) Virkar þó rafmagn fari af. 10) Hægt að fá þjófavarnarkerfi við stöðina. 11) Næturstilling. 12) Tónlist á meðan beðið er. 13) Endurval. 14) Dyrasími. 15) Hringir í öðru (völdu) númeri ef ekki er svarað. 16) Skilaboð. 032715131 Símanúmer. Athugið að símstöðvar eru fáanlegar í 5 stærðum, frá 3 línum inn og 8 símtækjum upp í 24 línur inn og 64 símtæki. Allar nánari upplýsingar veittar hjá umboðinu. r Georg Amundason & Co. Suðurlandsbraut 6, simi 681180 og 687820. Opið til kL 4 laugfardagf Enginn korta- kostnaður VfSA Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.