Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 14
H P R Æ Ð I R V IÐ DANSKA RITHÖFUNDINN SVEND ÁGE MADSEN LAUSNIN ER AÐ SEGJA GÓÐA SÖGU Svend Age Madsen klæðir sig og hirðir hár sitt ( anda '68 kynslóðarinnar: „Ég fann sjálfan mig þegar ég fór að skrifa" I byrjun febrúar var hér á ferö danski rithöfundurinn Svend Áge Madsen í boði Norrœna hússins. Helgarpósturinn notaði tœkifœrið og rœddi við hann. Svend Áge Madsen er lítt þekktur utan Danmerkur en þar er hann vel þekktur. Hann er mjög sérstakur rit- höfundur, fer sínar eigin leiðir. I upphafi gerði hann bókmenntaleg- ar tilraunir í anda módernisma, gerðist síðan óheföbundinn mód- ernisti með tilraunum með form bókmennta, spennu- og skemmti- sögur og vísindasöguform. 1976 slær Svend Áge Madsen í gegn með Tugt og utugt í mellemtiden. Verk, byggt á grunni Greifans af Monte Cristo, sem fjallar um Arósa 1975. Söguleg skúldsaga skrifuð af Ato Vari nokkrum sem uppi er 100—200 árum eftirað sagan gerist. FyrirAto Vari eru Arósar 1975 framandi og hann sér lífið með öðrum augum en viö nútímamenn, sem gerir það að verkum að nútíminn verður okkur framandi. Verkið fœr lesandann til að velta fyrirsérþví furðulega íokk- ar nútíma, þvísem við erum hœtt að taka eftir. Menn geta ekki bœði verið rokkarar og bíssnesmenn, menn geta ekki samtímis gengið í leður- jakka og hvítri skyrtu með bindi. Eða ef maður gengur yfir götu á röngum stað eða á röngum tíma get- ur maður átt á hœttu að lenda í fangelsi! Þetta stingur í augu Ato Varis. Svend Áge Madsen er mjög frumlegur rithöfundur. Sem dœmi má nefna að ein persóna hans, rit- höfundur nokkur hefur selt „ídentí- tet" sitt erlendu stórveldi og er þess vegna ekki til í kerfinu. Hann ber nafnið Seven Age Madness. En nú er komið nóg af svo góðu og komið að landsbyggðarmannin- um Svend Áge Madsen. Ég spyr hversvegna hann sé landsbyggðar- maður. „Ég er fæddur og uppalinn í Árós- um og bý þar. Ég kann ekkert illa við Kaupmannahöfn en áhrif Kaup- mannahafnar á menninguna eru hættulega mikil, sem felst t.d. í stöð- ugri miðstýringu af hálfu höfuð- borgarinnar. Möguleikarnir eru mestir í Kaupmannahöfn, sérstak- lega í leiklist, og slíkt ber að varast. Það er mikilvægt að breiða menn- inguna út um allt land hún má ekki öll koma frá Kaupmannahöfn. Hún verður Iíka að koma frá stöðum einsog Árósum sem eru mjög mið- svæðis á Jótlandi. Ég bý hér vegna þess að hér hef ég allt sem ég þarfn- ast, ieikhús, bókasöfn o.s.frv." „Frægðin verður að leita mig uppi" — Nú ert þú ekki mjög þekktur ut- an heimalands þíns, t.d. ertu alveg óþekktur hér. „Já, ég geri ekkert til þess að verða frægur. Frægðin verður að leita mig uppi. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að vera lésinn sem víð- ast ep ég geri ekkert til þess sjálfur." — Þú lagðir stund á stœrðfrœði áður en þú var.ðst rithöfundur. Af hverju verður maður með áhuga á stœrðfrœði rithöfundur? „Ég saknaði einhvers í stærðfræð- inni, saknaði hluta sjálfs mín. Þegar ég fór að skrifa fann ég þann hluta. Ég fann líka þegar ég byrjaði að skrifa að stærðfræðikunnáttan kom sér vel, sérstaklega sá hugsunar- háttur sem felst í stærðfræðinni. Til- hneigingin til að hugsa rökrétt kem- ur sér vel bæði í stærðfræði og við skriftirnar." — Þar sem þú ert ekki þekktur hér á landi er erfitt að spyrja út í einstök verk en samt, hvaða verk er þér kœrast? „Þessu er ekki hægt að svara, það væri einsog að benda á það barna minna sem ég elskaði mest. En Tugt og utugt i mellemtiden er mér að sjálfsögðu kært af því að það er les- endum mínum svo kært. Og um leið og ég sleppi orðinu dettur mér í hug Sœt verden er til og síðan önnur verk, þannig að valið er erfitt, sem betur fer.“ — Fyrstu verk þín eru mjög inn- hverf, bókmenntalegar tilraunir, en síðan ferðu að skrifa þannig að þú notar hinar ýmsu greinar skemmti- bókmenntanna þér til aðstoðar. Það verður miklu auðveldara að lesa verkin. Afhverju þessi, að því er virðist, skyndilega breyting? „Eftir fyrstu verk mín fannst mér ég vera kominn útá enda og nú yrði ég að taka tilraunirnar sem niður- stöður. Mér fannst ég ekki komast lengra með þá hluti sem ég var að gera. Það eru margir sem halda því fram að nauðsynlegt sé að gera til- raunir og ég hélt áfram að gera til- raunir, en á annan hátt. Ég fór að gera tilraunir, einsog þú nefnir, með hinar ýmsu bókmenntategundir og ég geri nú tilraunir með þær teg- undir sem notaðar eru í dag. Eftir fyrstu verkin fannst mér ég vera al- veg búinn með eitthvað. Fyrstu bækurnar voru æfing til að skil- greina hvað í mér byggi, hvað ég gæti. Með þessu fékk ég mjög gott yfirlit yfir hlutina. Ég fór að hugsa meira um lesandann því að margir spurðu mig hvort ég þyrfti endilega að skrifa bækur sem erfitt væri að lesa. Margir sögðu að þeir hefðu hætt í miðju verki. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ég gæti ekki skrifað öðruvísi bækur. Ég byrjaði á því að lesa skemmtibókmenntir, t.d. ástarsögur vikublaðanna, en ég fann fljótt að í þær var ekkert spunnið. Aftur á móti fann ég eitt- hvað bitastætt í rómantík 19. aldar. Annað sem mér fannst og finnst mjög áhugavert er vísindasagan. Með henni er hægt að segja frá á annan hátt, raunsæið gefur mér ekki þá möguleika sem ég þarfnast til að gera það sem mig langar til. Það gera aftur á móti vísindasagan og ævintýrin sem eru náskyld. í þessum greinum bókmennta er fal- in spenna sem heillar mig. Að fara að skrifa í anda skemmtibókmennta var uppreisn gegn hefðum, líka módernískum hefðum. En í skemmtibókmenntum er fullt af góðum sögum. Það sem gildir í bók- menntunum er að geta sagt góða sögu, sögu sem fangar lesandann, eitthvað sem hann getur lifað sig inní. Það er hreinlega með því að segja góða sögu sem hægt er að ná langt með skáldsögunni í dag. Þetta uppgötvaði ég ekki af lestri viku- blaða heldur í 19. aldar verkum. Það er eitthvað virkilega heillandi við sögur einsog Greifann afMonte Cristo og ívar hlújárn. Þar er verið að segja góðar sögur.“ „Verkið fer að selja sig sjólft" — Varðstu vinsœll á þessu? Tugt og utugt seldist í miklu stærra upplagi en ég átti að venjast. Hún er miklu auðveldari aflestrar en mörg fyrri verk mín. Það sem gerir hana spennandi fyrir mig sem rithöfund er að hér er ég að segja góða sögu og fólk kann því vel. Eg náði með Tugt og utugt til nýs hóps lesenda. Tugt og utugt var strax gef- in út í bókaklúbbi og seldist í risa- upplagi og þá er einsog hringrás sölu hefjist, verkið fer að selja sig sjálft. Þessi nýi hópur lesenda hefur haldið áfram að kaupa bækur mín- ar, seinni verk mín hafa selst mjög vel. Ef til vill vegna þess að ég er að segja góðar sögur. Ég held að það sé þess vegna.“ — / nýrri verkum þínum ertu mjög upptekinn af tölvum, hvað er það sem þú kannt vel við hjá tölvunum? „Ég veit ekki hvort ég kann vel við þær en þær eru hér og verða áfram. Þær ber að taka alvarlega. Þær hafa mikil áhrif á okkur, á hvernig við hugsum, á hvernig við lifum o.s.frv. Það er mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að tölvur eru ekki dularfullar, þær eru ekki goðsaga. Þeim stimpli verður að ná af tölvunum ef við eigum að geta umgengist þær á eðlilegan hátt.“ — Notar þú tölvur? „Nei, þvert á móti, í sambandi við tölvur fer ég annan veg en þróunin. Ég er hættur að nota ritvél og skrifa núna með penna, þ.e.a.s. í höndun- um. Það er allt önnur tilfinning að sitja og skrifa með penna en að pikka á ritvél og ég myndi ekki skrifa alveg eins ef ég notaði ritvél, og enn síður ef ég notaði tölvu. Mað- ur hugsar öðruvísi þegar maður skrifar með penna en þegar maður notar ritvél. Hugsunarhátturinn helgast að einhverju leyti af því tæki sem maður notar. Og mér finnst að á einhvern hátt sé réttara að nota penna.“ — Þú ert mjög upptekinn afsköp- unarsögunni, ertu trúaöur? „Ég er ekki trúaður en ég hef þörf, trúarlega þörf. Efnishyggju- heimur okkar Vesturlandabúa er búinn að vera. Og það er enginn sem trúir því í raun að velferðarsam- félagið sé lausnin. Velferðarsamfé- lagið hefur margt og mikið sér til ágætis en samt sem áður eru svo ótal margir sem eru óhamingjusam- ir. Fullt af fólki þráir aðrar lausnir, t.d. að leita á náðir trúarinnar, og þá ekki á kirkjunnar vegum heldur nýrrar trúar, en ég er vantrúaður á nýja trú. En um leið kannast ég við þá tilfinningu að hafa þörf fyrir við- urkenningu á að eitthvað sé það rétta, sé áreiðanlega það rétta. 1 bókum mínum reyni ég að láta hið manneskjulega snúast um það að maðurinn skapi sig sjálfur, ekki guð. En það er erfitt að tala um þessa hluti vegna þess hve gildishlaðnir þeir eru.“ — En heldurðu að við höfum eitt- hvað í stað efnishyggjunnar? „Menn leita að einhverju í stað- inn. En það verður erfitt því menn eru vantrúaðir á allsherjarlausn. Fólk trúir ekki á lausnir." Það að segja góða sögu — Ertu pólitískur? „Ég er í það minnsta ekki flokks- pólitískur og hef ekki skrifað á þeim nótunum. Nokkrir rithöfundar hafa reynt að útskýra samfélagið og not- að til þess eitthvert annað form en raunsæið. Það má telja mig einn af þeim. Ef til vill skrifum við í áfram- haldi af tilvistarstefnunni, þó að sú stefna sé að sjálfsögðu ekki Sann- leikurinn með stóru essi. Ég verð alltaf meira og meira upptekinn af því að segja sögur, að það sé lausn. Að með því gætum við náð stjórn á tilverunni. Að skáldskapurinn færi okkur lausnir sem efnishyggjan get- ur ekki fært okkur." — Er það þess vegna sem þú skrif- ar svo mikið um það að skrifa? „Það er sameiginlegt með því að skrifa sögu og að skipuleggja líf sitt. Ég get helst sagt að ég trúi á það að segja sögu sem þann kraft sem knýr okkur áfram. Þetta er það sem mér finnst núna, þetta er sú lausn sem ég sé.“ — Snúum okkur meira að verkun- um. Þú notar oft sömu nöfn og sömu persónur í mörgum mismun- andi verkum, er það vegna þess að þú nennir ekki að finna uppá öðru? „Ef til vill líka það. . . En það er að verða til heimur hjá mér. Verk mín mynda eina heild. Mér finnst oft að ég hafi ekki lokið við sumar persón- urnar, þær séu ekki fullmótaðar þó að þær hafi lokið hlutverki sínu í ákveðnu verki og einnig það að þær eigi heima annarsstaðar en í því ákveðna verki. Þannig fæ ég líka heiminn til að hanga saman. Þó á annan hátt en í fyrstu verkum mín- um sem eru mjög samtengd. En verk mín mynda líka tematískt sam- hengi, ég finn að það eru ákveðnir hlutir sem ég hef ekki fjallað um til fulls líkt og með persónurnar sem ég hef ekki lokið við. Ég sé ákveðna samfellu í verkum mínum frá því fyrsta til þess sem ég skrifa í dag.“ — Þú hefur skrifað mörg útvarps- leikrit og leikrit fyrir svið, fyrir utan skáldsögur og smásögur, hver þess- ara greina finnst þér mest spenn- andi? „Það er mjög fullnægjandi að vinna að vandamálum í hóp einsog gert er í leikhúsi, það er líka ánægjulegt að vera áhorfandi að leikriti. Maður verður fyrir áhrifum frá mörgu í einu, góðum áhrifum, þannig að þegar ég horfi á gott leik- rit finn ég fyrir þörf til að reyna hvort ég geti ekki gert eitthvað sam- bærilegt, ég verð frekar fyrir þess- um áhrifum af leikritum en af bók- lestri, á þann hátt er leikritun meira spennandi." — Að hverju ertu að vinna núna? „Ég hef verið fastráðinn rithöf- undur hjá Árósaleikhúsi og er nú á mínu fjórða og síðasta ári. Ég hef skrifað eitt leikrit fyrir leikhúsið á ári og fylgt því eftir allt til frumsýn- ingar. Það hefur verið mjög skemmtilegt. Ég er nýbúinn að skrifa skáldsögu sem kemur út í haust og núna ætti ég að vera að ganga endanlega frá henni í hendur Gyldendals. Það verða tvær frum- sýningar á leikritum eftir mig í ár, bæði í Árósum og í Kaupmanna- höfn, og tvær frumsýningar 1987. Þannig að ég er með mörg járn i eld- inum. Nýja skáldsagan fjallar um sömu vandamál og t.d. Afsporet er du kommet og önnur nýrri verk mín. Nýja verkið tekur tímann fyrir, ég velti því fyrir mér hvað í fjandan- um tíminn eiginlega er. Og ég leik mér dálítið með tímann." „Mikið líf í skóldsög- unni" Mér finnst að sjaldan hafi verið eins mikið líf í skáldsögunni og ein- mitt nú. Og það er alveg gífurlegt magn af skáldskap sem við notum í dag. Ég er ekki hræddur við mynd- bandið. Menn hafa verið og eru upp- teknir af því einsog og t.d. litlu tölvu- spilunum sem voru svo vinsæl. Að sama skapi eru vinsældir mynd- bandsins að minnka. Myndbanda- notkunin mun ná jafnvægi, bylgjan hjaðnar þegar menn hafa jafnað sig, þegar myndbandið hættir að vera nýtt. Það er sorglegt ef heil kynslóð af ungu fólki kynnist ekki öðru formi á því að segja sögu en mynd- forminu. En það eru líka góðir hlutir í myndbandinu, þó að maður geti aldrei fengið það sama útúr því og skáldsögunni." — Að síðustu hefðbundin spurn- ing. Hvernig finnst þér ísland? „Það er erfitt að segja, ég hef ekki verið hér nema samanlagt í eina viku. Þar af nokkra daga fyrir níu árum. Ég er heillaður af náttúrunni sem er svo allt öðruvísi en í Dan- mörku. Og það er það sem maður kynnist á stuttum ferðum, maður kynnist ekki daglegu lífi. En ég öfunda ykkur dálítið. Mér finnst einsog hér sé allt miklu rólegra, að þið hafið meiri ró og meiri tíma en við í Danmörku og að fólk noti þennan tíma skynsamlega. Ef til vill finnst mér þetta af því að þegar ég er hér skil ég öll mín verkefni eftir heima og slappa því mjög vel af hér.“ Finnst þér við amríkaní- seruð? „Þið eruð orðin miklu meðvitaðri um amríkaníseringuna en fyrir níu árum. Mér hefur ekki dottið neitt þannig í hug núna en síðast þegar ég kom var mikil umræða um þetta, bæði hér og í Danmörku, sérstak- lega spurningin um herinn. Ég hef ekki orðið eins mikið var við amríkaníseringuna núna og fyrir níu árum. En sú menning breiðist yfir allt, ég er nýbúinn að vera í Kína og þar er hún líka. Það kom mér á óvart og mér þótti það ankannalegt að sjá Kínverja horfa á amrískt sjón- varp og drekka kókakóla. Þannig að allt sækir í það að menningin verði eins allsstaðar, sem er alveg einsog að menning stórborganna breiðist út til smærri staða og það ber að spyrna við fótum. Við verðum að verja menningu hinna minni staða gegn ágangi stærri staðanna. Og það er ein af ástæðunum fyrir því að ég bý í Árósurn." 14 HELGARPÓSTURINN Texti og myndir eftir G. Pétur Matthíasson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.