Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 35
FRÉTTAPÓSTUR Undirritaður kjarasamningur ASÍ, VSI og VMS Nýr kjarasamningur aðila vinnumarkaðarins var undir- ritaður miðvikudagskvöldið 25. febrúar. í honum er gert ráð fyrir að við gildistöku samningsins muni grunntölur allra kauptaxta, afkastahvetjandi launakerfa og aðrar samningsbundnar launagreiðslur hækka um 5%. Síðan verða launahækkanir á samningstimabilinu þann 1. júní um 2,5%, 1. sept. um 3% og 1. des. um 2,5%. Sérstök ákvæði eru í samningunum um launabætur til þeirra sem ekki hafa notið launaskriðs þannig að tvisvar komi til peninga-' greiðslu á tímabilinu. Þeir sem hafa 25.000 kr. í heildarlaun að meðaltali eða minna fái greiddar 3.000 kr. 15. apríl og 15. júní. Þeir sem hafa heildartekjur á bilinu 25.000—30.000 á mánuði fái 2.000 kr. launabót og þeir sem hafa 30.000— 35.000 kr. í heildarlaun á mánuði fái 1.500 kr. launauppbót. Skjót viðbrögð ríkisstjórnarinnar við samningunum Samningsaðilar fóru á fund forsætisráðherra og fjármála- ráðherra siðdegis á fimmtudag. Þá kom í ljós að ríkisstjórn- in kveðst reiðubúin að verða við tillögum ASÍ, VSÍ og VMS um aðgerðir á sviði efnahagsmála sem voru forsenda þess að kjarasamningur þessara aðila öðlaðist gildi. Þær aðgerðir sem samningsaðilar hafa farið fram á að ríkisstjórnin beiti sér fyrir til að draga úr verðbólgu og bæta kjör atvinnuveg- anna og launafólks felast m.a. í eftirfarandi: Lækkun tekju- skatts, útsvars, vaxta, verðs á opinberri þjónustu, búvöru- verðs og tolla. BSRB undirritar kjarasamning Samninganefndir rikisins og BSRB komust á föstudags- kvöld að samkomulagi, sem í öllum aðalatriðum er það sama og samkomulag aðila hins almenna vinnumarkaðar. Þannig er aðalkjarasamningur BSRB og ríkisins framlengdur með breytingum sem færa hann til samræmis við meginatriði kjarasamninga ASÍ, VSÍ og VMS. Ákvæðin um launahækk- anir eru þau sömu, sömuleiðis ákvæði varðandi þá sem ekki hafa notið launaskriðs. Pentax k-1000 myndavél 28 m/m linsa 50 m/m linsa 135 m/m linsa 70—200 m/m ZOOM linsa Upplýsingar i sima ádaginnog83151 akvoldm. Norðurlandaráðsþing sett í Kaupmannahöfn 34. þing Norðurlandaráðs var sett í Kaupmannahöfn á mánudag og stendur fram á föstudag. Alls sitja 7 íslenskir þingmenn þingið að þessu sinni auk þess sem flestir ráð- herranna munu sitja það meira eða minna. Að þessu sinni verða teknar til lokaafgreiðslu á Norðurlandaráðsþingi tvær sameiginlegar tillögur íslensku þingmannanefndar- innar. Fjallar önnur um stofnun norrænnar líftæknistofn- unar á íslandi en hin um gagnkvæm réttindi og samræmdar reglur varðandi búferlaflutninga á milli Norðurlandanna. Á þriðjudagskvöld voru svo afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Kaupmannahafnar tónlistar- og bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. Verðlaunahafarnir eru eins og kunnugt er þeir Hafliði Hallgrímsson tónskáld og sellóleik- ari og ljóðskáldið Rói Patursson frá Færeyjum. Stærsti sigur íslands í HM í fyrsta skipti í sögunni tókst íslendingum að vinna Dani á stórmóti í handknattleik nú á yfirstandandi heimsmeist- aramótinu í Sviss. Og úrslitin voru að sönnu glæsileg, 25:16. Þessi leikur var jafnframt stærsti sigur íslands í heims- meistarakeppni til þessa_. ^ Helmingur íslenskra fyrirtækja skattlaus Ragnar Arnalds alþingismaður hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu um endurskoðun skattalaga. í greinargerð hans kemur fram að 51% af meðalstórum og stórum fyrirtækjum á íslandi greiðir engan tekjuskatt. Þrátt fyrir að Þjóðhags- stofnun áætli veltu þessara fyrirtækja 136 milljarða króna og að aðstöðugjaldstofn þeirra sé 100 milljónir er tekju- skattstofninn aðeins 1,4 milljarðar eða tæpur hundraðasti hluti af veltu. Skýringin á þessu er auðvitað fólgin í undan- þágum og frádráttarheimildum til fyrirtækja, og afleiðingin er síaukin skattbyrði almennings. Ný þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnun hefur endurskoðað þjóðhagsspá sína fyrir árið í kjölfar nýrra kjarasamninga og er nú talið að þjóðartekjur i ár muni vaxa um 4% vegna bættra ytri skil- yrða í stað 1,5% sem spáð var í lok nóvember. Fréttamolar • Sambandsstjórn Æskulýðssambands íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við hugmyndum Sverris Hermannssonar um breytingar á lögum um Lánasjóð náms- manna og hann hvattur til að kynna hagsmunaaðilum til- lögur sinar, sem nú undanfarið hefur verið nokkuð hljótt um. • Nýtt útibú Borgarbókasafns Reykjavíkur í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi i Breiðholti var formlega opnað á þriðjudag. • Á yfirstandandi Norðurlandaráðsþingi í Kaupmanna- höfn i vikunni var Guðrún Helgadóttir kjörin formaður rit- stjórnar tímarits Norðurlandaráðs, Nordisk kontakt, en Einar Karl Haraldsson er aðalritstjóri tímaritsins. • Á sama tima og dagvistargjöld lækka um 5% á dagvistar- stofnunum, hækka þau um 360 kr. á mánuði hjá dagmæðr- um. • Elli- og örorkulifeyrisþegar fá 5% hækkun á lifeyri og tekjutryggingu í þessum mánuði og hækka þessar tvær greiðslur samtals um 1076 kr., úr 13.198 í 14.274 kr. • Slæm inflúensa hefur herjað á Reykvikinga undanfarið og fyrst og fremst á skólabörn og ungt fólk. Fréttir hafa og borist af því að hún hafi gert vart við sig á mörgum heimil- um, þannig að allt upp í þrír heimilismanna hafa legið. • Um kl. 10 á mánudagsmorgun fórst 10 tonna trilla, ÁS RE H2, út af Búlandshöfða. Þrír menn voru i bátnum og björg- uðust tveir þeirra en skipstjórans, Skúla Kristjánssonar, er saknað. Hefur hans árangurslaust verið leitað. v/Laugalæk s: 33755 FALLEGAR FINNSKAR HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.