Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 24
VERKAKVENNAHÚS HP SKOÐAR NÝTT HÚSNÆÐI TVEGGJA VERKAKVENNAFÉLAGA VIÐ SKIPHOLT í REYKJAVÍK eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart Við Skipholt í Reykjavík stendur reisulegt, hvítt hús, sem er þó í raun mun stœrra og glœsilegra en ytra út- lit gefur t fljótu bragöi til kynna. Undanfarna mánuöi hefur líf færst í þetta hús í síauknum mœli og enn eru iönaðarmenn þar ad störfum affull- um krafti. Blaöamaöur Helgar- póstsins lagði leiö sína í Skipholtiö og kannaöi þá stórmerku aöstööu, sem konur í Starfsmannafélaginu Sókn og Verkakvennafélaginu Framsókn eru þarna aö koma sér upp. Á jarðhæð hússins, sem ekki væri óeðlilegt að kalla Verkakvennahöll, eru skrifstofur Verkakvennafélags- ins Framsóknar, en Ragna Berg- mann veitir því félagi forstöðu. Framsókn var áður með aðstöðu í gamla Alþýðuhúsinu á horni Hverf- isgötu og ingólfsstrætis og má því segja að um hreina byltingu hafi verið að ræða í húsnæðismálum þeirra við vistaskiptin. Ekki er liðinn mánuður frá því að Ragna flutti inn í Skipholtið og sagð- ist hún afskaplega ánægð með nýju skrifstofurnar og stórt fundaher- bergi, sem þarna er. Var innanhúss- arkitekt fenginn til þess að sjá al- gjörlega um hönnunina og hefur hann látið setja smekkleg blá teppi um allt, en skrifstofuhúsgögnin eru úr ljósum viði. Veggir eru hvítir og lýsingu haganlega komið fyrir á lítt áberandi hátt. Langþráður draumur að rætast Svipað yfirbragð er á skrifstofum Sóknar á efri hæð hússins, en þar er það auðvitað Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir sem ræður ríkjum. Tók hún blaðamanni og Ijósmyndara opnum örmum, lagði öll önnur Salurinn undirbúinn fyrir fyrsta fundinn. Aukín Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og fjölbreYttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikilla vinsælda, eykur Amarhóll enn við umsvif sín. Við hínn almenna veitingarekstur hefur berlega komið í Ijós að margír afvíðskiptavinum Amarhóls hafa brýna þörf fyrir aðstöðu til lokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita þessa þjónustu og eins og alltaf þegar Amarhóll er annars vegar situr fjölbreytnin í ÍYrirrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum veitíngastaðarins getur Amarhóll nú boðið fjölbreYttum hópí viðskíptavína sinna margvíslega þjónustu. KLÚBBAR FÉLAGASAMTÖK FYRIRTÆKI Amarhóll býður ykkur aðstöðu tíl fastra hádegisverðafunda jafnt sem einstakra og einnig einkasamkvæma.__________________ ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR: Smærri hópa (frá 10 manns) hádegi og kvöld alla virka daga(í koníakssal). EINKASAMKVÆMI Stórar veislur jafnt sem smáar. Sama hvert tílefnið er, brúðkaup, afmæli, fermingar, próflok, Amarhóll annar öllu. ___________________ ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR:_________________________ Stærri samkvæmi (allt að 100 manna matarveíslur og 200 manna hanastél til kl. 18.00) hádegí Iaugardaga og sunnudaga. Gestir utan af landi - Ópera-Leikhús___________________ AmarhóII tekur á móti hóppöntunum óperu- og leíkhúsgesta utan af landi. verkefni til hliðar og sýndi okkur hreykin hin rúmgóðu húsakynni. Greinilegt var að þarna var lang- þráður draumur að rætast, því Aðal- heiður gekk afar brosmild um skrif- stofur og sali. Á gólfum eru ýmist blá teppi eða blár gólfdúkur og allar innréttingar og húsgögn eru úr ljósum viði, eins og á skrifstofum Framsóknar. Allt er þetta að sjálfsögðu glænýtt, hreint og snyrtilegt — jafnt skrifstofur, gangar, salir og eldhús. Lítill funda- salur er þarna á annarri hæðinni, en þar er einnig gengið inn í útbygg- ingu, sem hefur ýmislegt merkilegt að geyma. Gengið er niður nokkrar tröppur, út í stórt fordyri með myndarlegu fatahengi. Þar inn af er gríðarstór fundasalur, sem leigður verður út fyrir ýmsa fundi og samkundur og getur auðveldlega rúmað um 300 manns. Nú þegar hafa borist fjöl- margar pantanir vegna yfirvofandi fermingatíðar, og voru iðnaðar- menn að leggja síðustu hönd á verk- ið, þegar okkur bar að garði. Pá um kvöldið stóð einmitt til að halda í salnum fyrsta fundinn og var verið að líma mjúkt efni undir stólfætur til þess að hlífa glansandi parketgólfr inu. Formleg opnun hússins mun hins vegar ekki fara fram fyrr en að samningalotunni yfirstaðinni, að sögn Aðalheiðar. Pá stendur til að hafa opið hús í einn dag og í það eina sinn verða Sóknarkonur beðn- ar um að leggja til kökur, svo bjóða megi gestum upp á hressingu. Húsið mun þá verða til sýnis Sóknarkon- um og öllum velunnurum félagsins. Garðstofa og stórar svalir Fyrir ofan salinn er ófrágengin garðstofa, sem greinilega á eftir að verða perla Verkakvennahússins. Stofan er mjög rúmgóð og björt og út úr henni er gengið á stórar og miklar svalir. Raunar eru svalirnar líkari garði, og þar munu Sóknar- konur geta komið og notið sólar og hvíldar, þegar þær eiga frí. Sagðist Aðalheiður vonast til þess að kon- urnar kæmu þangað með börnin sín, því þarna gætu þau leikið sér að vild án þess að nokkur hætta væri á að þau gætu klifrað yfir vegginn umhverfis svalirnar. Þarf ekki að efa að konurnar munu notfæra sér þetta að sumarlagi, ekki síst þar sem mjög margar þeirra búa í húsnæði þar sem hvorki eru svalir né að- gangur að garði. Skrifstofur Sóknar voru áður við Freyjugötu, en þær fluttu inn í nýja húsið töluvert fyrr en Framsóknar- konur, eða í lok ágúst á síðasta ári. Sagði Aðalheiður að þeim hefði fundist að það myndi ganga betur að koma húsnæðinu ,,í stand“, ef þær væru mættar á staðinn. Það var því margt ógert, þegar Sóknarkon- ur fluttu, en síðan hefur verið unnið þarna af miklum krafti. Heilsurækt Á jarðhæð útbyggingarinnar er „hið allra heilagasta“, en það er heilsurækt fyrir verkakonurnar. Ánægja formannsins með þennan hluta starfseminnar fór síður en svo leynt. Hún bókstaflega geislaði, þegar hún sýndi okkur inn í bún-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.