Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 30
Rómantískt verk eftir Atla Heimi og brúðuleikhús meðal atriða á kynningardagskrá nýs útibús Borgarbókasafnsins í Gerðubergi Nýtt útibú Borgarbókasafns Reykjavíkur var formlega opnað á þriðjudaginn var í Menningarmiö- stöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Þetta er fjórða útibú Borgarbóka- safnsins og jafnframt það stœrsta. Deildarstjóri útibúsins er Erla Kristín Jónasdóttir bókasafnsfrœð- ingur. ítilefni opnunarinnar er boð- ið til sérstakrar kynningardagskrár fyrstu starfsdaga bókasafnsins og er hún öllum opin og aðgangseyrir enginn. Fimmtudag kl. 10.30 sýnir Litla brúðuleikhúsið Rauðhettu og þá um kvöldið kl. 21.00 verður flutt ungl- ingadagskrá í umsjá Fellahellis, meðal atriða verður Astin í ungl- ingabókum. Laugardaginn 8. mars kl. 16.00 verður flutt bókmennta- dagskrá: Mannlíf í Reykjavík í 200 ár — frá Jóni Espólín til vorra daga. Þetta er samfelld dagskrá í Ijóðum og lausu máli, fleyguð með tónlist, í umsjón Eiríks Hreins Finnbogason- ar. Meðal flytjenda eru leikararnir Helga Bachmann og Erlingur Gísla- son. Kynningardagskránni lýkur á sunnudag en þá koma Skotturnar úr Breiðholtsskóla í heimsókn; Brynja Benediktsdóttir hefur samið fyrir þær sérstakan kafla af þessu tilefni. Og klukkan 16.00 verður endurtek- in tónlistardagskrá frá þriðjudegin- um 4. mars. Það er flutningur á tutt- ugu ára gömlu verki eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann hefur samið við Guðsbarnaljóð Jóhannesar úr Kötlum um Guðmund Thorsteins- son, Mugg. „Mig minnir að Vilborg Dag- bjartsdóttir hafi bent mér á Guðs- barnaljóð Jóhannesar úr Kötlum skömmu eftir að Tregaslagur kom út,“ sagði Atli Heimir í samtali við HP. Einhvern veginn komst Böðvar Guðmundsson skáld yfir ófullgerð- ar skissur að verkinu og stóð fyrir flutningi þess á stúdentasamkomu 1. desember. Jóhannes las ljóðið sjálfur ásamt Vilborgu. Ég hafði samið lítinn forleik, millispil nokkur og eftirspil fyrir flautu, klarinett, hörpu, fiðlu og selló og Ragnar Björnsson stjórnaði. Lögin eru tileinkuð Helgu Egilson sem er hin raunverulega Dimma- limm og fyrir hana gerði Muggur, móðurbróðir hennar, söguna og myndirnar. Öll mín unglingsár var ég heimagangur hjá Helgu og Rögn- valdi Sigurjónssyni, en ég var nem- andi hans á píanó/ Þetta var upphafið að Dimma- limmmúsíkinni allri fyrir leikritið sem Helga gerði síðar og sýnt var í Þjóðleikhúsinu, í sjónvarpinu og á Akureyri. Ég reyndi að varðveita anda Muggs í músíkinni og hugblæ ævintýraheims hans, hina tæru rómantík. Schubert sagði að öll músík væri sorgleg. Þannig held ég að Muggur hafi hugsað líka og þannig birtist hann í ljóði Jóhannes- ar úr Kötlum." Þeir sem flytja Guðsbarnaljóð Atla Heimis og Jóhannesar úr Kötl- um í þetta sinn eru hljóðfæraleikar- arnir Bernharður Wilkinson, l\auía, Einar Jóhannesson, klarinett, Haf- steinn Guðmundsson, fagott, Monika Abendroth, harpa, Szymon Kuran, fiðla, og Carmel Russill, selló. Upplesarar eru þau Friðrik Guðni Þórleifsson og Vilborg Dag- bjartsdóttir. Þá verður gert hlé en síðan mun Kristinn Sigmundsson flytja fjölbreytta söngdagskrá við undirleik Jónasar Ingimundarson- ar. í útibúi Borgarbókasafnsins í Breiðholti er útlánsdeild fyrir börn og fullorðna, ’upplýsingaþjónusta, tímaritadeild og tónlistardeild með góðri aðstöðu til að hlýða á hljóm- plötur úr tónlistardeild safnsins en í henni eru nær 2000 plötur. Gott sér- safn óperutónlistar er í deildinni sem var eign Brynjólfs Ingólfssonar hjúkrunarfræðings sem lést árið 1984 en foreldrar hans gáfu Borgar- bókasafninu óperusafnið til minn- ingar um son sinn. Forstöðumaður útibúsins, Erla Kristín Jónasdóttir, sagði í samtali við HP að hún hlakkaði sérstaklega til samstarfsins við menningarmið- stöðina í Gerðubergi. Aðstæður all- ar byðu upp á það að bókasafnið og menningarmiðstöðin stæðu saman að ýmiss konar dagskrám, á borð við upplestur og hljómlistarflutning. Þetta útibú Borgarbókasafnsins var einmitt opnað á þriggja ára af- mæli menningarmiðstöðvarinnar í Gerðubergi, þann 4. mars. Sama dag var opnuð þar myndlistarsýn- ing, sú þriðja og síðasta sem ber titil- inn Konur í íslenskri myndlist. Þegar farið hafði verið í gegnum þau verk sem borgin átti eftir konur kom í ljós að húsnæðisins vegna þurfti að skipta þeim í þrjá hluta. Fyrst voru sýnd verk látinna listakvenna, því næst verk núlifandi listakvenna fæddra fyrir 1946 og nú eru semsé til sýnis verk 27 íslenskra lista- kvenna fæddra eftir 1946. Alls hafa nú verið sýnd 87 af þeim 92 verkum sem borgin á eftir konur og enn- fremur fjórðungur þeirra listaverka sem Reykjavíkurborg á. JS I hinu nýja útibúi Borgarbókasafnsins I Gerðubergi er stór tónlistardeild og mjög góð hlustunaraðstaða. TÓNLIST Baráttukvœöi í nýjum búningi Sóleyjarkvœði eftir Jóhannes úr Kötlum og Pétur Pálsson. Flutt af Háskólakórnum. Útg. Mál og menning. Þá er Sóleyjarkvæði komið út að nýju og í nýjum búningi. Útgáfa Fylkingarinnar er löngu uppseld, en þar sá höfundur tónlistar- innar Pétur heitinn Pálsson um tónamálið, en Eyvindur Erlendsson um hið talaða orð. Hér er það stjórnandi Háskólakórsins, Árni Harð- arson, er útsett hefur tónlist Péturs og Guð- mundur Ólafsson flytur Ijóðin, en hann leik- stýrði uppfærslu Háskólakórsins og Stúd- entaleikhússins á verkinu 1984. Það er Mál og menning er gefur skífuna út. Mörgum hefði þótt eðlilegt að Samtök herstöðvaand- stæðinga hefðu einhverntímann gefið þetta verk út, en þau samtök leituðu á poppmiðin í sinni hljómplötuútgáfu og var það í sam- ræmi við forustuna: Reikul sem rótlaust þangið án jarðsambands við islenskan sósí- alisma. Ekki veit ég hvað sá hugsar er sér þessa skífu í verslun og þekkir ekkert til verksins. Sóleyjarkvæði, Háskólakórinn og forsíðu- mynd umslagsins af ætt ferðamálaráðs: fjallasýn, skýjafar, sólsetur. Þjóðlög handa ferðamönnum? Snotur kórlög í þáttinn hans Hermanns Ragnars? Þá hefði betur dramat- ísk mynd á bakhlið af Guðmundi Ólafssyni og kórnum hæft: Þrælslund aldrei þrýtur mann, þar er að taka af nógu. Sjálfur er ég uppalinn við Sóleyjarkvæði og sjaldan var komið saman í hópi róttækra án þess að eitt- hvað úr því verki væri sungið. Því var ég heldur lítt trúaður á þessa útgáfu. Háskóla- kór og Sóleyjarkvæði — það fór ekki saman. Pétur heitinn Pálsson vildi að allur flutningur væri sem einfaldastur, útsetningar alþýðleg- ar og allt skraut og prjál víðs fjarri. Sem bet- ur fer var tortryggni mín ástæðulaus. Árni Harðarson hefur útsett verkið af stakri smekkvísi og trúnaði við upphaflega gerð Péturs og flutningur kórsins eins nálægt al- þýðusöng og hugsast getur. Sárt saknar mað- ur þó fallegrar barrýtonraddar Péturs heit- ins, en þá kafla er hann söng syngur kórinn með fegurð einfaldleikans að leiðarljósi. Pét- ur var bestur í ljóðrænum tregasöngvum en eitt lag djassaði hann dálítið upp: Hér skal heim! Kórinn fer þar á kostum í fönkaðri út- gáfu Árna og ekki spillir ágætur trompetsóló Ásgeirs H. Steingrímssonar og rýþmi Tómas- ar R. Einarssonar og Péturs Grétarssonar. Verkið er nokkuð stytt í þessari útgáfu og fer ekki hjá að maður sakni sárlega margs. Ég nefni aðeins: Yfir myrkviði æ / álaga- vindar gnauða, Þetta gerist á vellinum / og hitt á hólnum, Myrkur er yfir útskögum / —■ og hvað er að. Frekar hefði mátt stytta lesnu kaflana um hjálparleit Sóleyjar. Einnig er beinskeyttustu vísunum sieppt og má það vera gert til að milda yfirbragð Ijóðsins — eða í listrænni vímu. Jóhannes úr Kötlum samdi Sóleyjarkvæði sem baráttuóð gegn bandaríska hernum á Miðnesheiði. Stíllinn var sóttur til þjóð- kvæða og þekktum ljóðlínum blandað sam- an við þær frumsömdu er þurfti. Sama gerði Pétur þegar hann samdi tóniistina við ljóðin Sú tónlist hefur oft farið fyrir brjóstið á lærð- um spekingum en eitt er víst: löngu eftir að ýmist tónatorf er gleymt og grafið verða fal- legustu Sóleyjarlögin sungin. Tónlistin hæfir kvæðinu — þessvegna hitti hvorutveggja í mark er verkið var frumflutt 1965. Þetta er þriðja útgáfa verksins á hljómplötu og hefur varla annað íslenskt tónverk verið jafn oft út- gefið. Pétur Pálsson var alþýðulistamaður í besta skilningi þessa orðs og ég hvet alla þá er kunna að meta alþýðlega list að eignast þessa plötu — hvort sem þeir eiga eldri útgáf- ur verksins eða ekki. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.