Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 10
HP HELGARPÖSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ölafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasínTi: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavik, simi 8-1541. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Verkalýðs- foringjar og siðlaus fréttaskrif Enn einu sinni hefur flokks- forysta Alþýðubandalagsins veist að Össuri Skarphéðins- syni, ritstjóra Þjóðviljans. í þetta skipti eru það verkalýðs- foringjarnir sem brýna kutana, segja blaðinu upp og fara með stóryrðum á síðum Morgun- blaðsins og DV. Orsökin? Jú, Össur og ritstjórn hans hafa ekki sagt frá kjarasamningunum eins og verkalýðsforkólfarnir óskuðu. Blaðið tók ekki undir húrrahróp íhaldspressunnar og hampaði ekki „sigri" verkalýðs- leiðtoganna. Þetta er alvarlegt mál. Ennfremur er þetta í fyrsta skipti sem Þjóðviljinn fer ekki í einu og öllu eftir fyrirmælum Guðmundar J. og annarra verkalýðshöfðingja. Blaðið dregur eigin ályktanir og setur fram eigið mat á niðurstöðum samninganna. Það telur Guð- mundur J. siðlaus fréttaskrif. Fréttaflutningur Þjóðviljans hefur verið siðlaus í gegnum tíðina þegar pólitík er annars vegar. Blaðið hefur ekki frekar en önnur málgögn flutt óhlut- drægar fréttir. Blaðið hefur, líkt og önnur málgögn flokanna, fyrst og fremst skyldum að gegna við kjósendur flokksins og hann sjálfan. Lesendur koma síðan númer tvö. Þetta er ein ástæða þess að blöð á ís- landi eru bæði leiðinleg og tugguleg. Össur er pólitískur ritstjóri. Hann hefur hins vegar sjálfstæðar skoðanir og hefur aðrar áherslur og túlkun mála en flokksforystan. Það er vont mál og nú er það greinilega orðið hættulegt mál. Það verð- ur hins vegar erfitt fyrir frammámenn Alþýðubanda- lagsins að fjarlægja Össur úr ritstjórastóli því hann hefur tryggt sér pólitískan stuðning með því að veljast í fjórða sæti í framboði flokksins til borgar- stjórnarkosninga. Það er hans líftrygging. Bresnjeffarnir sitja því uppi með skotheldan Dúbsjekk, og eiga erfitt með innrás. I þessu tölublaði skýrir Helg- arpósturinn frá launum og fríð- indum verkalýðsleiðtoganna. I Ijós kemur að þeir eru flestir með mánaðartekjur á bilinu 100—200 þúsund. Þegar HP leitaði til verkalýðsforingjanna og bað um upplýsingar um laun þeirra eða stutt viðtöl varð- andi tekjur, varð fátt um svör. Flestir urðu æfir af reiði, sögð- ust ekki tala við blaðið, þetta kæmi HPekkertviðog þarfram eftir götunum. Þetta eru hinir sömu menn og álasa Þjóðvilj- anum fyrir að birta ekki greinar- góðar fréttir af taxtasamning- um þeim sem þeir gera fyrir hina vinnandi alþýðu. Þurfum við að segja meira? BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Hólapresta- kall og embættis- færsla biskups Reykjavik 20.2 .'86 Til ritstjóra Helgarpóstsins Reykjavík. Hr. ritstjóri Vegna greinar Heigarpóstsins 6. febrúar um Hólaprestakall, málefni vígslubiskupsins í Hólabiskups- dæmi og fleira, vill stjórn Prestafé- lags íslands taka fram eftirfarandi: Stjórn Prestafélags íslands harm- ar hvernig höfundur greinarinnar vitnar til ónefndra presta um gifur- yrði og hæpnar fullyrðingar á þann hátt sem ótrúlegt er, en allt að einu niðrandi fyrir stéttina. Slik vinnu- brögð eru bæði óviðeigandi og óþörf, enda eru prestar yfirleitt fúsir til að tjá sig um málefni kirkjunnar í eigin nafni ef eftir er leitað. Stjórnin hlýtur einnig að mót- mæla ómaklegri aðför að biskupi ís- lands í fyrrnefndri grein. Allar dylgj- ur greinarinnar um að persónulegur tilgangur ráði nokkru um embættis- færslu biskupsins eru algjörlega órökstuddar. Tilgáta sú, að hann hafi brotið lög með því að auglýsa ekki Hólaprestakall strax, stenst ekki eftir þeirri vitneskju, sem stjórn Prestafélagsins telur sig hafa. Þó að stjórn prestafélagsins hafi aldrei lagt til eða samþykkt að frest- að væri auglýsingu Hólaprestakalls, er rétt að fram komi, að biskup tjáði stjórninni áform sín í þessu efni strax á liðnu hausti og tiltók hve lengi hann mundi draga það lengst að slá prestakallinu upp. Enn vill stjórn prestafélagsins mótmæla röngum fullyrðingum um kirkjuþing og stefnumótun kirkj- unnar gagnvart löggjafanum. Er starfsmannafrumvarpið, sem getið er í greininni, gott dæmi um vandað frumvarp, sem fengið hefur ítarlega umfjöllun á breiðum grundvelli, og er því ómótmælanlega hluti af stefnu kirkjunnar í eigin málum. Drögum við í efa, að Alþingi hafi oft fengið í hendur frumvarp, sem feng- ið hefur ítarlegri umfjöllun en þetta. Virdingarfyllst, Stjórn Prestafélags íslands Veraldleg togstreita andlegra manna Helgarpósturinn þakkar stjórn Prestafélags íslands bréfið. Skrif blaðsins um Hólaprestakall og emb- ættisfærslu biskups hafa kallað fram viðbrögð, bæði jákvæð og nei- kvæð. Prestastéttin er sennilega flestu öðru vön en að skrifað sé á gagnrýn- inn hátt um hana. Greinilegt er, að innan þjóðkirkjunnar eru uppi vær- ingar til jafns við veraldlegar stofn- anir þessa þjóðfélags. Togstreita hinna andlegu leiðtoga getur ein- mitt orðið ansi veraldleg, þannig er það ekki rétt hjá stjórninni að prest- ar séu yfirleitt fúsir til að tjá sig um málefni kirkjunnar í eigin nafni ef eftir er leitað. Helgarpósturinn varð áþreifanlega var við það, að þegar leitað var eftir viðhorfum þeirra um þessi viðkvæmu mál, þá vildu fæstir opinbera sig, hverjar svo sem skýr- ingarnar kunna að vera. Tilgáta sú, að brotin hafi verið lög með þvi að Hólaprestakall hafi ekki verið auglýst á tilskildum tíma stenst samkvæmt þeirri vitneskju sem Helgarpósturinn telur sig hafa. Ef hægt er að túlka lög út í hið óend- anlega þá eru lögin tilgagnslaus. Starfsmannafrumvarp þjóðkirkj- unnar hefur vissulega verið til langrar og ítarlegrar umfjöllunar. Sem breytir því ekki að biskupakafl- inn er umdeildur og af sumum tal- inn einkennast af ógrundaðri sögu- rómantík fyrst og fremst. Og heldur virðast kirkjuþingsmenn hafa hlað- ið kostnaði á frumvarpið, sbr. við- brögð niðurskurðarmeistaranna í ráðherrasætunum. Ritstjórn Stofna ekki heidingja- samtök Sagt var í HP frá því að „heyrst hafi" að ég sé einhvers konar for- vígismaður tilvonandi heiðingja- samtaka. Vegna síendurtekinna fyr- irspurna og ónæðis af þessum sök- um vil ég koma eftirfarandi á fram- færi: Ég er vissulega svonefndur trú- leysingi (ateisti) eins og reyndar fjöl- margir Islendingar en hef ekki i hyggju að gangast fyrir stofnun samtaka þar um þótt ég telji þau þörf — vegna skorts á ýmiss konar þjónustu fyrir 'trúleysingja o.fl. Hvort slíkt fólk geti kallast heiðingj- ar veit ég ekki. Ég skrifaði kjallaragrein í DV fyrir nokkru um trúfrelsi á Islandi. Grein- in var skrifuð fyrir orð málkunn- 53. Svartur er patt. Hvernig er hægt að losa hann úr prísundinni, án þess að gefa kónginum of laus- an tauminn? 1. Kf3 e4+ 2. Kf4 Kh6 3. Kf5 mát! Gildran opnast og lokast skemmti- lega aftur. ingja mins sem er umhugað um að trúleysingjar hafi með sér samtök. í greininni minntist ég á Human-etisk forbund i Noregi. Mér er ráðgáta hvernig HP getur tengt mig eða þessa grein við heiðingjana sína — meira að segja svo ákveðið að blaðamaður HP sá ástæðu til þess að biðja mig um viðtal um málið. En slúður er auðvitað slúður og sumum sannleikur. Ari Trausti Guömundsson 54. Þessari glettu hefur margur snjall skákmaður strandað á. Hverjum dettur hrókun í hug, þeg- ar svona langt er liðið á taflið? En hér er ekkert sem mælir gegn henni. 1. 0-0-0 Kxa2 2. Hd3 Kal 3. Ha3 mát 1. - Ka4 2. Hd5 Ka3 3. Ha5 mát LAUSN Á SKÁKÞRAUT . / r ■ . Ertu ekki búinn að finna þadennþá? stundúm getur verið slæmt að týna kvittun. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þarf til að skipuleggja heimilisbók- haldið, — möppur, geymslubindi, tímaritagáma, gatara, límmiða, teygjur, bréfaklemmuDo.s.fr. Hjá Pennanum finnuri‘.þú allt, sem þú þarft til að finná þína eigin pappíra á augabragði. Komdu og finndu okkur í Hallarmúla! chie: 10 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.