Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 32
Egill Ciafsson, eftirsóknarverðasti karlmaður á Islandi. ALLTAF CENCIÐ VEL AÐ TALA VIÐ KONUR Á SEXTUCSALDRI málið að segja: „Það sem hangir þarna á spýt- unni er líklega ekki glæsileikinn, heldur það hvað við höfum verið mikið í sviðsljósinu. Það er ósköp erfitt að tjá sig nokkuð um þetta. Næstgirnilegasti maður á ís- landi er hins vegar hérna á nær- buxunum við hliðina á mér. Ég gef þér bara beint samband viö „number two“. Heyrðu annars. Ekki hafa neitt eftir mér, svona nývöknuðum, sem verður til þess að ég missi þetta sæti!" Með þessum ordum var eftir- sóknarverðasti karlmaður lands- ins farinn af línunni og svefn- drukkinn fugl dagsins, Valgeir Guðjónsson, kominn í staðinn. Fyrst svona vel bar í veiði, var ekki hægt annað en spyrja þann „næst- bestá' hvernig honum litist á úr- slitin. „Ég vona að það sé andlegt at- gervi, sem hefur ráðið í mínu til- felli, en það er gaman að vera eft- irsóttur. Þetta er gott fyrir egóið." Eftir hláturrokunum að dæma, var umrætt egó greinilega strax farið að kætast. — Helduröu ad þetta breyti lífi þínu, Valgeir? „Já, þetta breytir örugglega lífi okkar Egils. Við fáum svo rosalegt sjálfstraust við þetta." — Hver heldurdu aö sé galdur- inná bakviö þessar oinsœídir? „Ég er náttúrulega svo óskap- lega mannlegur, og þá kannski ekki mannalegur. Ég er svo góður gæi! Það kemur sér voðalega vel, því þá vinnur maður á á lengri tíma. Þetta fer nú að verða ágætis tími, sem maður hefur haft til þess að ná þessum vinsældum. Ég er kominn á svakalega fínan aldur. Við erum reyndar á svipuðum aldri við Egill, en það er kannski þetta litla sem munar, sem gerir þetta ósköp vel. Mér hefur nefni- , það að hann vann.“ lega alltaf gengið vel að tala við Þar sem þessir fáklæddu Stuð- konur, sem farnar eru að nálgast menn voru komnir í feiknastuð og sextugsaJdurinn." ekki líklegir til þess að taka heið- Þegar Agli hafði verið sagt frá urinn alvarlegar en framangreint því hvernig staðið hefði verið að símaviðtal ber með sér, var þeim könnuninni og að tveir sam-Stuð- þakkað fyrir spjallið þegar ham- arar hans hefðu einnig náð inn á ingjuóskir Helgarpóstsins í þeirra listann, hafði hann eftirfarandi um garð höfðu verið ítrekaðar. Þegar Helgarpósturinn reyndi aö ná sambandi viö eftirsóknar- veröasta karlmann landsins, Egil Ólafsson, kom í Ijós aö hann var staddur viö upptökur í London ásamt hinum Stuömönnunum. Eftir töluveröan símaeltingarleik, tókst okkur aö grípa kappann glóövolgan þar sem hann stein- svaf á hótelherberginu sínu. Egill var sem sagt staddur uppi í rúmi, þegar honum bárust hin ánœgju- legu tíöindi og hann var inntur eft- ir viöbrögöum viö þessari vin- sœldakosningu. „Nú, er ég hann?' — Já, þú ert hann! „Ég er hann?‘ — Hvernig líst þér á tililinn? „Þú ræðst á mig hérna í rúm- inu!!!!“ Þessari yfirlýsingu fylgdu langir og karlmannlegir geispar hins ný- vaknaða og ráma Stuðmanns. — Er þaö ekki einmitt þar, sem konur vilja hafa eftirsóknarverö- asta karlmanninn? „Það er einmitt það sem maður aldrei veit. Það fer eftir því hvort hann á að vera þessi stóri sterki í jakkafötunum, sem fer á milli stofnana og er duglegur við að koma sér áfram. Eða hvort hann á að vera þessi mjúki, góði, sem er eiginlega miklu skemmtilegri í lá- réttri stellingu en lóðréttri. Hvað var ég annars að segja????“ Nú fékk Egill eftirsókn- arverði bakþanka og hláturskast. Við það virtist hann vakna og verða ábyrgari. — Hvernig veröur þér nú viö þessar fréttir? „Ég er hrærður. Annars er erfitt að tjá sig um þetta, því maður veit ekkert hvers konar úrtak þetta var. Ef þetta eru t.d. stúlkur í grunnskólum, er þetta „alvarlegt mál“, myndi ég segja. Ef þetta eru hins vegar konur, sem komnar eru af allra léttasta skeiði, þá skil ég HP GERIR KÖNNUN Á ÞVÍ HVAÐA KARLMENN ÍSLENSKUM KONUM ÞYKJA EFTIRSÓKNARVERÐASTIR íslenskar konur hafa löngum ver- iö rómaöar fyrir fegurö og glæsileik, en minna hefur fariö fyrir alhœfing- um um hérlenda karlmenn. Viö brugöum því á leik og geröum könnun á því hvers konar karl- mönnum þessar fögru konur sœkt- ust helst eftir. Niöurstaðan varö í meginatriöum sú, aö þaö eru hljóm- listarmenn, fréttamenn, íþrótta- menn og stjórnmálamenn, sem eru eftirlœti íslenskra kvenna. Val HP á eftirsóknarverðustu karl- mönnum landsins fór fram með þeim hætti að hringt var í tæplega Valgeir Quðjónsson. „Ég myndi sko ekki sparka taonum út úr rúminu mínu, skal ég segja þér.“ 150 konur og þær beðnar um að nefna nöfn þriggja til tíu manna, sem þeim þættu eftirsóknarverðir. Konunum var gefinn um það bil sól- arhrings umhugsunarfrestur áður en þær voru krafðar svars. Þess vegna má gera ráð fyrir því að þær hafi ekki eingöngu nefnt þau karl- mannsnöfn, sem fyrst komu í hug- ann, heldur liggi einhverjar vanga- veltur að baki valinu. Þeim konum, sem þátt tóku í þess- ari könnun, var í sjálfsvald sett hvaða merkingu þær legðu í orðið „eftirsóknarverður". Það var mjög athyglisvert hve erfitt konunum Páll Magnússon. „Hann er óumdeilanlega fagur.“ þótti að þurfa að skilgreina merk- ingu þessa orðs upp á eigin spýtur. Sú þraut varð reyndar til þess að ,sumar þeirra gáfust hreinlega upp við að taka þátt í könnuninni! Þetta vafðist hins vegar síður en svo fyrir húsnæðislausri, einstæðri móður, sem ekki var lengi að tilnefna vell- auðugan aldraðan kaupsýslumann sem eftirsóknarverðasta karlmann á íslandi í sínum augum. Að mati þessarar konu voru það bankainn- stæður og fasteignir, sem mestu máli skiptu. Segja má, að listinn yfir tíu eftir- sóknarverðustu karlmenn á íslandi Kristján Arason. ,0-o-o, taann Krlstján er uppáhaldið mitt.“ HLJÖMLISTARMENN, STJÓRNMÁLAMENN OG ÍÞRÓTTAMENN NJÓTA ÁBERANDI MESTRA VINSÆLDA MEÐAL HÉRLENDRA KVENNA 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.