Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 28
Gunnlaugur Gísli sýnir í Gallerí Borg
„Forgengileikinn er mér hugleiknastur“
„Þetta er mín sérviska sem ég er
að fara að sýna. Ég er nú frekar
svona raunsæiskarl í mér — eða
natúralískur," segir Gunnlaugur
Stefán Gíslason sem í dag, fimmtu-
daginn 6. mars, opnar sýningu á
tuttugu og fimm vatnslitamyndum
frá síðastliðnu ári í Galleri Borg við
Austurvöll.
Gunnlaugur Stefán er maður á
besta aldri, fæddur og uppalinn í
Hafnarfirði. Lærði á sínum tíma í
Myndlisfa- og handíðaskólanum þar
sem hann kennir núna, en segir að
vatnslitunin hafi mestmegnis verið
sjálfsnám:
,,Þó að ég segi sjálfur frá, þá hef ég
endurvakið vatnslitinn hér á Fróni
ásamt einum öðrum ágætum
manni. Þetta var ekkert fyrr en ég
kom með mína fyrstu sýningu 77.
Árið áður höfðu birst eftir mig góð-
ar myndir í Lesbókinni. Þetta heyrir
allt saman sögunni til en einhvern
tíma verður þetta rifjað upp.“
Gunnlaugur Stefán var spuður að
því hvað hann fengist helst við að
„Ég endurvakti vatnslitinn hér
heima á Fróni ásamt einum
öðrum góðum manni," segir
Gunnlaugur Gísli myndlistar-
maður.
mála. ' - -;j._
„Forgengileíkinn hefur löngum
verið mér hugleiknastur," svarar
Gunnlaugur. „Allt þetta bjástur
okkar endar nú að lokum. En samt
sem áður lít ég svo á að við séum
afreksmenn að nenna að standa í
þessu. Því má segja að ég sé bæði
raunsær og jákvæður í afstöðu
minni til lífsins og listarinnar."
Sýning Gunnlaugs Gísla stendur
yfir til 17. mars. Hún er opin virka
daga kl. 10—18 og 14—18 um helgar.
JS
KVIKMYNDIR
Úr
reynsluheimi
unglinga
Regnboginn: Catholic Boys (Pörupiltar). ★★
Bandarísk. Árgerd 1985.
Framleiöendur: Dan Wigutow og Mark
Carlier.
Leikstjórn: Michael Dinner.
Handrit: Charles Purpura.
Kvikmyndun: Miroslav Ondricek.
Tónlist: James Horner.
Aöalhlutverk: Andrew McCarthy, Mary
Stuart Masterson, Kevin Dillon, Malcolm
Nanare, Donald Sutherland, John Heard
o.fl.
Það verður ekki hjá því komist að viður-
kenna, að í hinu óheyrilega syndaflóði kvik-
mynda, sem hériendis hefur af skiljanlegum
ástæðum hlotið nafngiftina unglingamyndir,
leynist ein og önnur boðleg framleiðsla, sem
er þess verðug að hennar verði minnst, þeg-
ar sá blessunarríki dagur rennur upp, að of-
angreind flóðbylgja getur endanlega talist
heyra sögunni til. Kvikmynd Michaels
Dinners Catholic Boys er ein af örfáum slík-
um undantekningum frá reglunni.
Það sem þessi mynd hefur til að bera um-
fram flestar aðrar sömu tegundar er að hún
fjallar um manneskjur af holdi og blóði og
gefur því óhjákvæmilega ofuriítið sannari
mynd af hlutskipti þessara nánar tilteknu
einstaklinga, sem eru í þann veginn að taka
skrefið yfir í heim fuliorðinna, án þess þó að
hafa sagt fullkomlega skilið við sakleysi og
bernskubrek æskuáranna.
Sögusviðið er Brooklyn á miðjum sjöunda
áratugnum. Michael (Andrew McCarthy),
sem er 14 ára unglingur af lægri millistétt, er
nýfluttur í hverfið og hefur nám í St. Basil
drengjaskólanum. Skóli þessi er strang-
kaþólskur, en það eru ekki einvörðungu hin-
ar opinberu siðareglur skólayfirvaldsins,
sem Michael verður að beygja sig undir, því
meðal nemenda eru einnig í gildi ýmiskonar
óskráð lög, hefðir og venjur, sem hann verð-
ur að taka tillit til, ef honum á að auðnast að
komast sómasamlega af í samskiptum sínum
við aðra nemendur skólans.
Það sem er einna athyglisverðast við
myndina er hversu vel hefur tekist til við
endursköpun þess tíðaranda, sem myndinni
er ætlað að lýsa og kemur þar margt til, enda
bæði handritsgerð og leikstjórn myndarinn-
ar á köflum með afbrigðum fagmannlega vel
af hendi leyst. Þannig eru unglingarnir t.d.
aldrei (eins og annars er svo títt um aðrar
myndir sömu tegundar) slitnir úr því þjóðfé-
lagslega samhengi, sem óhjákvæmilega
mótar viðhorf þeirra, jafnt til sjálfra sín sem
og til þeirra umhverfisaðstæðna sem þeir
búa við. Á þennan hátt tekst handritshöfundi
og leikstjóra í sameiningu að byggja upp og
skapa persónur sem við áhorfendur þekkj-
um úr eigin reynsluheimi og tökum því sem
trúverðugum einstaklingum jafnóðum og
þeir birtast okkur á hvíta tjaldinu. Á sama
hátt eru persónur myndarinnar svo blessun-
arlega lausar við þá skörpu og jafnramt ein-
feldningslegu tvískiptingu milli góðs og ills
sem af einhverjum ástæðum hefur löngum
verið fjötur um fót handritshöfundum fram-
angreindra unglingamynda. En það er ekki
einvörðungu handritsgerðin sem gerir
Catholic Boys svo eftirtektarverða sem raun
ber vitni, því það var einstaklega ánægjulegt
að upplifa hversu áreynslulítið hinum korn-
ungu leikurum myndarinnar hefur tekist að
laga sig að þeim sérstæða tíðaranda sem
myndinni er ætlað að koma á framfæri við
áhorfendur og nægir það eitt til að setja
þessa kvikmynd feti framar flestum öðrum
sömu tegundar.
Lausn heims-
gátunnar
Regnboginn: Vive la vie (Maöur og kona
hverfa). ★★★
Frönsk. Árgerö 1983.
Leikstjórn: Claude Lelouch.
Aöalhlutverk: Charlotte Rampling, Michet
Piccoli, Jean-Louis Trintignant, Evelyne
Bouix, Charles Aznavour o.fl.
Einn af fáum virkilegum Ijósum punktum
í myrkviði kvikmyndaframboðs reykvískra
bíóhúsa þessa dagana er meistaraverk
Claude Lelouchs Vive la vie frá árinu 1983,
sem Regnboginn hóf sýningar á fyrir síðustu
helgi. Einn böggull fylgir þó skammrifi, því
myndin er sýnd með dönskum texta, sem
þar að auki er svo snubbóttur og í alla staði
svo illa unninn að hætt er við að hin marg-
slungna atburðarás myndarinnar fari að
miklu leyti forgörðum hjá þeim hópi áhorf-
enda, sem ekki er þeirrar gæfu aðnjótandi
að kunna nokkuð fyrir sér í franskri tungu.
Það sem löngum hefur þótt einna athyglis-
verðast við stílbrögð Lelouchs er hversu mik-
ið hann iðulega lætur áhorfendum sínum eft-
ir til eigin túlkunar á þeim raunveruleika,
eða öllu heldur þeirri undarlegu blöndu af
draumi og veruleika, sem hann öðru fremur
velur að framreiða fyrir okkur áhorfendur í
ef*ir Ólaf Angantýsson
myndum sínum. Þannig eru flestar kvik-
myndir hans öðru fremur tilraun af hans
hálfu til að koma til skila vissri stemmningu,
eða öllu heldur einhverskonar hughrifum,
sem á einn eða annan hátt tengjast þeirri
grunnhugsun eða tema sem hann hefur ætl-
að sér að koma áleiðis til okkar áhorfenda
hverju sinni. í Vive la vie er það hvorki meira
né minna en lífið sjálft, sem Lelouch hefur
valið sem aðalumfjöllunarefni, ásamt með
þeim ógnum er að því stafa af völdum þeirr-
ar stefnu er menning hinnar vestrænu sam-
félagsheildar hefur tekið á síðustu áratugum.
Kvikmyndin er bæði undarleg og heillandi
blanda af hreinræktaðri glæpamynd, vís-
indaskáldskap jafnt sem átakanlega raun-
særri þjóðfélagsgagnrýni, og er það hrein-
asta unun að verða vitni að því hvernig höf-
undi tekst að halda öllum hinum flóknu
þráðum atburðarásarinnar saman, án þess
þó að skerða hlut áhorfandans hvað varðar
bæði túlkun hans og jafnvel í sumum tilvik-
um sköpun eigin orsakasamhengis milli
hinna ýmsu þátta þessarar sérstæðu at-
burðarásar... slíkur er styrkur stílbragða
Lelouchs, þegar best lætur.
Atburðarás myndarinnar gengur út á það,
að á sama tíma og undir nákvæmlega sömu
kringumstæðum, á mismunandi stöðum þó,
hverfa maður og kona, að því er virðist spor-
laust úr lífi sinna nánustu. Það eina sem þau
áttu sameiginlegt var þessi skyndilega rösk-
un er varð á tilvist þeirra og samskiptum við
nánasta umhverfi sitt. Eftir þrjá daga koma
þau bæði í leitirnar og einnig þá sem áður
við nákvæmlega sömu kringumstæður,
bæði í tíma og rúmi. Þessi undarlega tilviljun
á þó eftir að draga mun meiri dilk á eftir sér
en nokkurn hafði áður órað fyrir, því þetta
hvarf þeirra varðar alla heimsbyggðina...
reyndar framtíð alls mannkyns.
JAZZ
*
Eddie Harris til Islands
Þeir er lesa djasspistla mína muna sjálfsagt
eftir skrifum mínum um saxafónistann,
söngvarann, píanistann og húmoristann
Eddie Harris, en ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að hlusta á hann í Montmartre í Kaup-
mannahöfn 4. febrúar sl. Nú er hann á heim-
leið frá Evrópu og Jazzvakningu tókst að ná
samningum við kappann og kemur hann hér
við og leikur bæði á Akureyri og í Reykjávík.
Tónleikarnir á Akureyri verða sunnudaginn
16. mars, en í Reykjavík leikur hann á Broad-
way mánudagskvöldið 17. mars. Sá staður
hentar honum vel því það er ekki bara djass
og blús sem er á efnisskrá Eddies heldur
glens og gaman og hann er meistari í að
skapa ekta klúbbstemmningu. í för með
Eddie eru tveir frábærir hljóðfæraleikarar;
rafbassistinn Ralph Armstrong, sem þekktur
er úr Mahavishnu sveit gítarleikarans John
McLaughlin og Experience fiðlarans Jean-
Luc Ponty og trommarinn Sherman Fergus-
son sem lengi lék með tríói gítaristans Kenny
Burrells.
Eddie Harris fæddist í Chicago 1938 og hóf
tónlistarferil sinn fimm ára í kirkjukórum og
enn má heyra gospeláhrifin í tónlist hans.
Fyrsta hljóðfærið er hann lærði á var víbra-
fónn en brátt tók hann að sækja tíma í saxa-
fón- og klarinettuleik. Hann lærði líka á bás-
únu, trompet og fagot og lék á píanó og
orgel. Eftir að Eddie var laus úr herþjónustu,
en hann var lengi í Þýskalandi og lék þar
með djasssveitum og sinfóníum, settist hann
að í New York. Hann fluttist þó fljótt til
heimaborgar sinnar Chicago og þar hljóðrit-
aði hann smellinn Exodus, sem seldist í
meira en milljón eintaka á lítilli plötu. En
Eddie var fyrst og fremst djassleikari og lék
á klúbbum víða í Bandaríkjunum. Hann
hafði alltaf mikinn áhuga á rafmögnun hljóð-
færa og varð fyrstur til að rafmagna saxa-
fóna. Hann blés líka í saxafóninn með bás-
únumunnstykki og í trompet með saxafón-
munnstykki og það gerir hann enn þann dag
í dag. Eddie Harris er margir menn í einum:
djassleikarinn, fönkarinn, söngvarinn og
grínarinn, en fyrst og fremst snillingurinn,
sem öllum kemur í gott skap án þess að slá
af listrænum kröfum.
Hljómplötur hans eru fjölmargar og hann
varð fyrstur djassleikara til að selja breið-
skífu í yfir milljón eintaka. Það var skífan er
hann hljóðritaði ásamt Les McCann fyrir
Atlantic: Second Movements. Þá er bara að
hvetja alla djass- og blúsgeggjara til að fjöl-
menna í Broadway að hlusta á tríó Eddie
Harris og hér koma glefsur úr hugleiðingum
mínum eftir að hafa hlustað á tríóið í Mont-
martre „Bíhopp með fönkbragði er aðal
hans og stundum blés hann líka í trompetinn
sinn. Að sjálfsögðu settist Eddie við píanóið
og söng Bad Luck Is All I Have og aðra gosp-
elættaða fönkblúsa og þá var nú gaman.
Falsettan falleg og röddin heit — svo sagði
hann okkur sögur af sjálfum sér og lék undir
á píanóið. Salurinn bergmálaði af hlátra-
sköllum. Það er mikið ævintýri að hlusta á
tríó Eddie Harris. Eg man ekki til að hafa
heyrt djass og húmor jafn vel samtvinnaðan
og þarna, síðan ég hlustaði á Louis Jordan í
gamla Montmartre forðum."
Já, Eddie Harris er enginn venjulegur
djassgaur og hann spannar vítt svið. Félagar
hans eru líka úrvals hljóðfæraleikarar. Ferg-
usson að sjálfsögðu bíhoppari af lífi og sál og
Armstrong fönkari. En þarna á sviðinu með
Eddie Harris blandast þetta vel. Þar er aldrei
dauður punktur. Þegar Eddie syngur gegn-
um saxafóninn eða skellir saxafónmunn-
stykki á trompetinn er það ekki bara sjóv —
það er líka ekta djass. Og bassasólóarnir
hans Ralph Armstrongs — þeim verður ekki
með orðum lýst.
28 HELGARPÖSTURINN