Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 06.03.1986, Blaðsíða 8
Jón Kr. Sólnes frtmúrari er lögfræðingur Iðnaðarbankans, þar sem bankastjóri er frímúrarinn Siguröur Ringsted. Gunnar Sólnes, fyrrum stjórnarmaður og endurskoðandi Sjallans. Hann er frímúr- ari og eins og Jón Kr. sonur Jóns G. Sól- nes, frímúrara og bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins. Elías I. Elíasson: Stjórnarmenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Rannsóknarlögreglan á Akureyri rannsakar um þessar mundir rekst- ur skemmtistaðarins Sjallans þar i bæ. Hófst rannsóknin eftir að upp kom þrálátur orðrómur um ýmiss konar misferli í rekstrinum. Einkum var rætt um sölu á smygluðu áfengi og kjöti, um tvíselda aðgöngumiða og vínsölu á svokölluðum „svörtum kössum". í fjölmiðlum opnaðist mál- ið með ítarlegri fréttaskýringu dag- blaðsins Dags á Akureyri. Þar var meðal annars greint frá því, að dyra- verðir Sjallans leituðust við að taka aðgöngumiða í heilu lagi af gestum til að selja aftur, en miðarnir koma númeraðir frá bæjarfógeta. Með þessum hætti fær bæjarfógeti mun lægri gestatölu en raun ber vitni og um leið greiðir Sjallinn lægri sölu- skatt. Hafði blaðið eftir starfsmanni bæjarfógeta að söluskattsundan- dráttur þessi hefði verið „opinbert leyndarmál" en embættið ekkert gert til að koma upp um svindlið og ekki talið út úr Sjallanum í mörg ár. Það gerði hins vegar blaðamaður Dags og þóttu hans niðurstöður staðfesta gruninn. Reyndar fullyrti einn viðmælenda Helgarpóstsins að mál þetta hefði í raun opnast þegar fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjallans, Sigurður Þ. Sigurðsson var handtekinn einn daginn með smygl úr bátnum „Svanurinn" Sigurður og annar maður til voru sektaðir um 60 þús- und krónur hvor. Átti smyglið að notast í Sjallanum. Stjórnarmenn ekki yfirheyrðir! Það vakti athygli við rannsókn- ina, að þegar nokkrir starfsmenn höfðu verið yfirheyrðir, en stjórnar- menn ekki, var málið sent til emb- ættis ríkissaksóknara í Reykjavík. Er fullyrt að embættinu í Reykjavík hafi ekki þótt rannsóknin nægilega ítarleg, enda var málið sent aftur norður með beiðni um frekari rann- sókn. Framhaldsrannsóknin stend- ur nú yfir og s'agði Elías I. Elíasson bæjarfógeti í samtali við Helgar- póstinn í vikunni að enn hefðu aðeins starfsmenn verið yfirheyrðir. Sagði hann að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að stjórnar- menn og eigendur Sjallans tengdust rannsóknarefninu, hvað sem síðar kynni að koma í ljós. Það má heita allmerkilegt að rannsóknarmönnum hafi enn ekki þótt ástæða til að yfirheyra stjórnar- menn og eigendur Sjallans. Við- mælendur Helgarpóstsins voru á einu máli um að það væru furðuleg vinnubrögð að þessum aðilum hefði verið hlíft við að svara spurningum um reksturinn. Enda er erfitt að skilja hvernig möguleg sala á smygl- uðu áfengi og kjöti og endurtekin sala á aðgöngumiðum ætti að geta farið framhjá stjórnarmönnum og eigendum Sjallans. Hverjir eiga Akur h/f? Sjallann á og rekur hlutafélagið Akur. í núverandi stjórn sitja þeir Þóröur Gurmarsson, umboðsmaður Brunabótafélagsins, Adalgeir Finns- son, forstjóri byggingarfyrirtækisins Aðalgeir og Viðar og Jón Kr. Sólnes, héraðsdómslögmaður. Til skamms tíma sat í stjórninni Gunnar Sólnes, lögfræðingur og bróðir Jóns, en hann hefur verið endurskoðandi fyrirtækisins. Núverandi endur- skoðendur Akurs eru Pétur Antons- son, einn eigenda og Þórarinn B. Jónsson, fyrrum meðeigandi. Nú- verandi framkvæmdastjóri er Oskar Steingrímsson og hefur hann prókúru ásamt Þórði og Jóni Kr. Heimildir Helgargóstsins greina reyndar frá því að Óskar hafi þegar sagt upp og sé nú einungis að klára nauðsynleg bókhaldsverkefni. Þetta hafi hann gert til að sín mál kæmust á hreint. Þá eru tilnefndir sem meðeigend- ur Sveinbjörn Vigfússon, bóksali, Karl Gunnlaugsson, kaupfélags- stjóri og Skarphéðinn Ásgeirsson, eigandi Amaro. Þessir aðilar tóku sig saman eftir að Sjallinn brann í desember 1981 og keyptu meirihlutaeign Sjálfstæð- isflokksins í fyrirtækinu. Síðan hafa verið haldnir stopulir aðalfundir, Notuðu eigendur Sjallans illa fenginn gróða til að kaupa sér flotta bila? Það segir sagan sem gengur i bænmu Þennan Range .Rover á Jón Kr. Sólnes. Hann er eins og Range Rover bílar Þórðar Gunnarssonar, Aðalgeirs Finnssonar og Béturs Antonssonar. Slíka bíla má fá hjá Kennedy-bræðrum, sem eru góðir og gegnir frímúrarar...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.