Helgarpósturinn - 27.03.1986, Page 3

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Page 3
FYRST OG FREMST SAGAN um lag Ólafs Hauks Símonarsonar er fyrst og fremst sorgarsaga. En ef grannt er skoð- að, þá kemur í ljós, að á henni eru bjartar og skondnar hliðar. Pegar ljóst varð, að lagið hafði verið leikið undir viðtali við Ólaf Hauk Símonarson í RÚVAK virtist blasa við, að dæma þyrfti lagið úr leik. Símalínur fóru að glóa á milli .■ Akureyrar og Reykjavíkur, þegar menn fóru að leita sannleikans. Vitað var, að upptakan, sem RÚVAK lék var gerð í Hljóðrita í Hafnarfirði og útsetninguna hafði Gunnar Þórðarson séð um enda var á þessum tíma ætlunin að setja lagið á plötu. í hugum manna hér fyrir sunnan virtist skipta sköpum hvort Ólafur Haukur hefði fengið greitt fyrir flutning lagsins í RÚVAK. Þess vegna fóru menn á fulla ferð að leita uppi upptökuskýrslu dag- skrárgerðarmanna, því þeim er skylt að fylla nákvæmlega út hvert einasta lag, sem flutt er. Er þetta vegna greiðslu STEF-gjalda. Ólafur Haukur sór fyrir að hafa nokkru sinni fengið greitt fyrir ’ flutninginn, en fyrir norðan þótti dagskrárgerðarmönnum það heldur ótrúlegt, því þeir mundu að þeir höfðu skráð Vögguvísu mjög nákvæmlega þar sem lagið hafði ekkert númer í spjaldskrá. Síðan var haft samband við Sig- rúnu Sigurðardóttur á skrifstofu RÚVAK og kannaðist hún ekki við málið. En síðar áttaði hún sig á því, að á fjögurra mánaða tíma- bili í fyrra.hafði hún ekki sent tón- listarskýrslur suður og það var einmitt á því tímabili, sem Vöggu- vísa Ólafs Hauks var flutt. Af þessum sökum hafði Ólafur ekki fengið greitt fyrir flutning Vöggu- vísu og urðu þessi mistök RÚVAK- skrifstofunnar til þess að bjarga laginu inn í lokakeppni Evró- visjónskeppninnar í sjónvarpinu. Haft var eftir Agli Eðvarðssyni, að þetta hafi í raun verið eina atriðið; sem hélt laginu á floti. Ef Ólafur Haukur hefði fengið greitt, eins og honum bar, þá hefði Vögguvísa verið felld út. Framsýn kona, Sigrún! Hins vegar er hætt við, að Ríkisútvarpið skuldi slatta af STEF-gjöldum vegna þessa fjög- urra mánaða tímabils. LIFIÐ í fjármálaheiminum getur tekið á sig furðulegar myndir. Nú nýverið fréttum við af lögfræðingi, sem stundað hefur m.a. viðskipti með fasteignir og verðbréf, og fer nú næsta huldu höfði vegna skulda. Þetta ku allt hafa byrjað með því að maðurinn notaði fé það sem hann innheimti, t.d. fyrir sölu á skuldabréfi, til annarra við- skipta, en honum tókst þó Iengstum að standa í skilum við viðskiptavini sína með því að láta allt „rúlla" áfram eins og mun tíðkast í viðskiptum hérlendis. Þó kom þar að hann missti ávísana- heftið eins og hent hefur margan góðan drenginn og brá hann þá á það ráð að fá einn starfsmanna sinna til að skrifa undir fjöldann allan af ávísunum — gegn greiðslu með 2,5 milljón króna skuldabréfi sem gefið var út af vel þekktum lögfræðingi hér í borg. Síðan gekk vinur okkar milli lánardrottna og greiddi skuldir sínar með innistæðulausum ávís- unum. Þá hefur lögfræðingurinn, sem skrifaði undir bréfið, komist í pappírana aftur og krotað yfir nafnið sitt, en ekki er talið að það haldi vatni fyrir dómstólunum. Annars er þetta ekki allt. Sá skuldugi hafði ætlað að leysa eitt mála sinna — um Vi milljón króna skuld — með skuldabréfi með veði í húsi í eigu velþekktra hjóna hér í borg. Konan skrifaði undir bréfið og greiðslan var innt af hendi. Síðan hefur konan og eiginmaður hennar fengið enhverja bakþanka því reynt var að afturkalla veð- leyfið en þinglýsingardómstóll úrskurðaði að veðið stæði. Þá kom fjölskylda lögmannsins til skjalanna og leysti það mál. En önnur bíða . . . VEGAEFTIRLITIÐ er deiid í Vegagerð ríkisins og á að sjá um viðhald á vegum og veita öku- mönnum upplýsingar um ástand vega landsins. Þar eru menn greinilega orðnir værukærir eftir mildan vetur og snjóleysi á vegum. Allavega urðu þeir ökumenn, sem hugðust fara yfir Holtavörðuheiði um helgina dálítið hlessa, þegar þeir hringdu í Vegaeftirlitið í því skyni að fá upp- lýsingar um færðina. Símsvari varð fyrir svörum og sagði heiðina greiðfæra öllum bílum. Var tekið fram á segul- bandsupptökunni, að hljóðritun hefði farið fram um hádegi á laugardag. Ökumenn, sem hringdu síðar um helgina og allt fram á mánudagsmorgun fengu að heyra sömu upptöku og engin önnur svör eða upplýsingar. Margir hverjir hafa greinilega tekið þessa hljóðritun trúanlega, þvi fjöldi smábíla lagði á heiðina og festust um helgina enda Holta- vörðuheiðin gjörsamlega ófær öllum bílum öðrum en jeppum og stórum bifreiðum frá og með laugardegi. Holtavörðuheiðin er nefnilega aðeins rudd tvisvar í viku (á þriðjudögum og föstudögum). Vegaeftirlitið hefur gengið út frá því, að þetta eigi menn náttúrlega að vita og auðvitað eiga ökumenn einnig að vita hvernig færðin er eftir lokun skrifstofu Vega- gerðarinnar. Helgarpósturinn beinir því eftirfarandi tilmælum til lesenda sinna: Varið ykkur á upplýsingum Vegagerðarinnar eftir lokun. Hún er ekki í beinni útsendingu. HELGARPÚSTURINN Fríkkirkjan Það tel ég vera trakteringar þunnar og tíkarlegt af Pétri að séra Gunnar skuli ekki mega í friði ferma fyrir þá sem glápa á sjónvarpsskerma. Niðri. SMARTSKOT UÓSMYND JIM SMART Er nokkuð að marka þessar körfur ykkar? Guömundur Sigurðsson „Þessar körfur okkar eru í sjálfu sér enginn algildur sannleik- ur, en við teljum þær vera góða aðferð til að gefa fólki ákveðna vísbendingu um hvernig verðlagi er háttað og til að ýta undir samkeppni verslana og efla verðskyn fólks." — Tókuð þið upp nýtt form núna vegna þess að ekk- ert væri að marka hinar körfurnar? „Nei, nei. Við höfum alltaf reynt að vera með sem fjölbreyti- legastar verðkannanir og fjölbreytilegastar aðferðir við að birta þær. Þessa könnun sem við birtum um daginn höfum við gert eins áður fyrir einum þremur árum eða svo. Þannig að þetta er ekki nýtt form." — Þannig að það má vænta þess að það verði tekið upp nýtt form í næstu könnun? „Það var birt önnur könnun á mánudag og hún var með allt öðrum hætti en þessi og það verður birt könnun í næstu viku og hún verður með enn öðrum hætti gerð. Við reynum að - koma sem víðast við." — En verður þá ekki erfitt að bera kannanirnar sam- an? „Jú, en þetta er ekki gert með þeim tilgangi að menn eigi að fylgjast með verðlagsþróuninni, til þess er vísitala fram- færslukostnaðar. Við erum að gera þetta til að efla verðskyn og til að auka samkeppni." — Getur það verið að meðalfjölskyldan borði 2,8 kg af nautakjöti á mánuði? „Meðalfjölskyldan gerir það áreiðanlega ekki en við notum þessa vöru sem staðgengilsvöru því við getum ekki rakið ná- kvæmlega alla samsetningu venjulegrar fjögurramanna fjöl- skyldu. Þetta eru tölfræðilega viðurkennd vinnubrögð." — Er miklu meiri samkeppni á Hvammstanga en á Hólmavík? ,Já, því á Hvammstanga eru í það minnsta tvær verslanir og eftir því sem við höfum heyrt utan af okkur þá berjast menn þar grimmt, þ.e. seljendur. En á Hólmavík er bara ein verslun." — Er eitthvað nýtt í bígerð hjá ykkur í framhaldi af samningunum? „Það má náttúrulega segja að þessar öru kannanir sem við erum að birta núna eru í beinu framhaldi af kjarasamningunum. Við höfum líka verið í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, sérstaklega launþegahreyfinguna, með því að vinna í hendur þeirra ákveðnar verðupplýsingar sem þeir síðan senda til sinna félagsmanna. Þetta er nýjung. Eða eins og Ásmundur Stefáns- son sagði, þá eru nú á landinu mörg þúsund verðgæslumenn í staðinn fyrir tæplega einn tug." — Nú gerði KRON eigin könnun, komá ekki fleiri verslanir til með að gera eigin kannanir? „Það ætla ég að vona. Vegna þess að mér finnst það bera vott um að menn séu vakandi um sjálfan sig og markaðinn. En það er ekki gott þegar menn eru að bera saman ósambærilega hluti einsog KRON er að gera þegar þeir bera saman okkar könnun og sína." — Þið munuð ekki ráða KRON til að gera næstu könnun fyrir ykkur? „Ég geri ekki ráð fyrir að við munum beita sömu aðferðum og KRON, við höfum einhvern tíma gert það, en við teljum að við höfum lært af reynslunni og það var bernskubrek hjá okkur að gera slíkar kannanir einsog KRON er að gera núna. Þeir eru svona nánast að finna upp hjólið aftur." i síðustu viku birti Verðlagsstofnun verðkönnun sem var unnin á annan hátt en nokkrar fyrri kannanir. Tekið var tillit til vægi varanna í neyslu heimilanna, þannig var miðað við að meðal heimili notaði 150 g af rasp en ekki miðað við kílóverðið á rasp, það gerði aftur á móti KRON í eigin könnun en þar á bæ voru menn óhressir með breytta tilhögun hjá Verð- lagsstofnun. I könnuninni frá síðustu viku kom í Ijós að verðlag var 2,6% hærra út á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Allt vekur þetta spurningar sem HP leitaði svara við hjá Guðmundi Sigurðssyni forstöðumanni hagdeildar Verðlagsstofnunar. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.