Helgarpósturinn - 27.03.1986, Side 7

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Side 7
YFIRHEYRSLA nafn: Óskar Guðmundsson staða: Ritstjórnarfulltrúi Þjóðviljans heimili. Öldugata 59 laun: 35.000 heimilishagir: I sambúð með Kristínu Á. Ólafsdóttur, barn og róttækur unglingur fæddur: 25.8. 1950 ahugamáL: Saga, bókmenntir, pólitík, skrýtið fólk á hinni öldinni bifreið: Ryðgaður Renault 1979 Einhverjir vilja sparka mér eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir: Árni Biornason Endrum og eins koma upp grimmileg átök innan Alþýdubandalagsins og nú sidast hrikti I stodunum í kjölfar kjarasamninganna, þegar Guömundur J. Guömundsson skeytti skapi sínu á Þjóöviljanum fyrir „siölaus“ skrif. Einkum beindi Guömundur spjótum sínum aö Ósk- ari Guömundssyni, ritstjórnarfulltrúa Þjóöviljans og kallaöi skrifbans „sundurlaust rugl". I dag er Óskar Guömundsson I yfirheyrslu hjá HP um þessi mál og önnur innanhússvandamál Allaballa. í harðorðri grein í Þjóðviljanum á dðg- unum kallar Guðmundur J. Guðmunds- son skrif þín „sundurlaust rugl“. Hvað finnst þér um þennan dóm — er eitthvað til í honum? „Svona skrif vitna náttúrulega aidrei um neitt annað en höfund þeirra. Maður sem kaliar einhver skrif „sundurlaust rugl“ án þess að færa fyrir því rök er ekki beinlínis trúverðugur. Þannig að þessu vísar maður til föðurhúsanna." Er þá þessi dómur ástæðulaus meö öllu að þínu mati eða er skýringin ein- faldlega sú að þú hefur í skrifum þínum ekki verið nógu vinsamlegur við Guð- mund Joð og verkalýðsforystuna? „Það fer náttúrulega ekki á milli mála að viðhorf verkalýðsforystunnar, bæði til kjara- mála og annarra þjóðmála og viðhorf þau sem ég túlka í ritstjórnarskrifum eru mjög ólík. Bæði Guðmundur J og Ásmundur Stef- ánsson hafa þrástagast á „eiginkonu rit- stjórnarfulltrúans“ í þessari deilu, hvers vegna? „Það er oft erfitt að ráða í myrkar rúnir, þeir hafa greinilega engan þokka á skoðun- um og persónum okkar blessaðir. En þetta orðalag þeirra ber dapurlegt vitni um þá fé- lagslegu sýn, sem enn er við lýði, jafnvel meðal þungaviktarmanna í vinstri flokki." Guðmundur nefnir að eftir kjarasamn- ingana hafi eiginkona þín og varafor- maður Alþýðubandalagins gefið þá um- sögn sem Þjóðviljinn mat mest. Var ein- ungis þar að finna það mat sem ykkur líkaði? „Þetta er náttúrulega alrangt. Ég leitaði ekki til eiginkonu minnar. Að þessu var stað- ið mjög eðlilega og faglega rétt. Það var ákveðið að spyrja forystumenn í Alþýðu- bandalaginu um viðhorf þeirra til þessara kjarasamninga. Formaður þingfiokksins var á ferðalagi og við náðum ekki sambandi við hann, formaður framkvæmdastjórnar var út í heimi og náðist ekki samband við hann af þeim sökum. Formaður Alþýðubandalagsins vildi ekki að tekið yrði sjálfstætt viðtal en vísaði þess í stað til ræðu sem hann flutti á Alþingi þann sama dag um kjarasamningana og við gerðum það, birtum efst á blaðsíðu þrjú viðbrögð Svavars Gestssonar. Neðarlega á sömu síðu, í litium, penum þrí-dálk voru viðhorf varaformanns Alþýðubandalagsins, Kristínar Á. Ólafsdóttur. Þann sama dag var leitað til forystumanna verkalýðsfélaga víða um land. Þannig að þetta eru bara staðlausir stafir, eins og margt annað sem hefur verið látið flakka í þessum skrifum." Fleirl en Guðmundur úr forystusveit Alþýðubandalagsins hafa viðrað óánægju með skrif þín og vinnubrögð á Þjóðviljanum t.d. forseti ASÍ. Eru þessar mótbárur að gerast áþreifanlegar? Verð- ur þér sparkað? „Það er sjálfsagt að einhver öfl í Alþýðu- bandalaginu vilji sparka mér. Ég veit að ég er ekki hvers manns hugljúfi, öðru nær. En ég nýt á hinn bóginn líka velvildar mjög margra iesenda blaðsins og fékk t.d. við þessa orð- sendingu Guðmundar J. Guðmundssonar bæði hvatningar og áeggjanir. Það má lika setja þetta upp á grínaktugan hátt og segja sem svo að ég sé t góðu skjóli þar sem ég er sambýlismaður annars manns á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík og nágrenni þess sem er í fjórða sætinu á iistanum!" Líkur benda til þess að nágranni þinn, Össur Skarphéðinsson, komist í borgar- stjórn næsta kjörtímabil. Ætlar Óskar Guðmundsson sér sæti hans á Þjóðvilj- anum? „Ég er hvorki hégómiegur né mjög metn- aðargjarn. Ég er ekkert viss um að ég vilji vera ritstjóri á Þjóðviljanum. Ég kann ágæt- lega við mig í þeirri stöðu sem ég er í núna, að öðru ieyti en þvt að ég er undirorpinn vinnuþrælkun eins og annað launafólk. Ég geri ekki ráð fyrir því að meiri tími gæfist með því að ég yrði ritstjóri á Þjóðviljanum". Þú talaðir um ólík viðhorf. Skín ekki út úr öllu þessu trúnaðarbrestur og djúp gjá milli forystu Alþýðubandalagsins og verkalýðshreyfingarinnar og Þjóðvilj- ans? „Það er afskaplega þröng skilgreining á verkalýðshreyfingunni að takmarka hana við skrifstofur verkalýðsfélaga. Ég geri það ekki. Það hefur Þjóðviljinn heldur aldrei gert í sögu sinni." Ritstjórn Þjóðviljans er ákaflega ósátt við kjarasamningana. Hafið þið ekki misst alla trú á verkalýðsforystunni og um leið á þingflokki Alþýðubandalags- ins, sem lagði blessun sína yfir samning- ana? „Það væri rétt að svara þessu með annarri spurningu: Hvenær glatar maður trúnni? Ég viðurkenni að fyrir mig persónulega voru kjarasamningarnir pólitískt áfall, því þeir fólu í sér ýmislegt sem er staðfesting á ástandi sem mér finnst vera óþolandi og ég get hvorki félagslega, pólitískt, tilfinninga- lega né siðferðilega varið með nokkrum hætti. Hvorki fyrir sjálfum mér né öðrum. Þeir sem stóðu að þessum samningum hafa náttúrulega sínar skýringar á því hvers vegna þeir gerðu þá og það er og verður að vera þeirra mál að verja þá. Ég vænti þess að þingflokkurinn hafi litið svo á að hann væri að staðfesta ákveðin félagsleg atriði með því að samþykkja þennan frumvarpsbandorm ríkisstjórnarinnar, en ekki að leggja blessun sína yfir samningana. Það getur maður ráðið af ýmsu og bendi ég líka á að það var ekki allur þingflokkurinn sem greiddi atkvæði með þessu, Guðrún Helgadóttir gerði það ekki." Stendur þessi trúnaðarbrestur í nánu samhengi við klofning Alþýðubanda- lagsins í „lýðræðiskynslóð" „verkalýðs- arm“, „flokkseigendaarm“ og jafnvel fleiri arma? „Allur pólitískur ágreiningur innan flokka á sér náttúrulega rætur, kannski langt aftur í fortíðina. Svona hólfmyndanir eru auðvitað miklar einfaldanir og þó að það hrikti í nú á milli verkalýðsforystu og „lýðræðiskynslóð- ar“ ef svo má að orði komast, þá er rétt að hafa í huga að á undanförnum áratugum hef- ur samskonar ágreiningur verið uppi milii Þjóðviljans og verkalýðsforystunnar og jafn- vel Alþýðubandalagsins og hennar. Það hef- ur verið ákveðin þróun í verkalýðshreyfing- unni sem ruglar mjög flokkamynstri á Is- landi. Þetta er eina verkalýðshreyfingin i heiminum sem hefur fjölflokkaskipulag, sem að nafninu til er „plúralistísk". Til áhrifa hafa valist menn úr öllum flokkum, t.d. er engin verkalýðshreyfing til í okkar heims- hluta með svo miklum og sterkum ítökum borgaralegra flokka. Verkalýðsforystan gerði fyrir um 20 árum samkomulag um að ekki yrði efnt til kosninga innan verkalýðs- félaga. Slík verkalýðsforysta er ekki mjög trúverðug endurspegiun á þeirri félaglegu gerjun sem á sér stað hverju sinni. Ég lít svo á að skipulagið í verkalýðshreyf- ingunni sé niðurnjörfað. En þetta hefur ekki neitt með einstaka menn í verkalýðshreyf- ingunni að gera, heldur er hér um félagslegt vandamál að ræða. Ég held að enginn póli- tískur flokkur geti gert kröfu til þess að verkalýðshreyfingin hlýði honum, né heldur geti verkalýðshreyfingin gert kröfu tii þess að einhver stjórnmálaflokkur hlýði henni. Flokkar þurfa ekki endilega að vera það sama og fólk. Skrifstofur verkalýðsfélaga þurfa heldur ekki að vera það sama og fólk. Það er alltof algengt að það verður til póiitík sem kannski örfáir menn hafa búið til frá mjög þröngu sjónarhorni, sem ekki hefur verið rædd opinskátt 'og opinberlega í þessu þjóðfélagi og það á t.d. við um þessa kjara- samninga." Þröstur Ólafsson, guðfaðir kjarasamn- inganna, virðist einnig vera að búa til „nýsköpunarstjórn“ A-flokkanna og Sjálfstæðisflokksins. Hvernig leggst þetta í þig og ykkur á Þjóðviljanum? „Ég get ekki talað fyrir aðra en sjálfan mig. Mér líst afar illa á þessa hugmynd. Hann tal- ar um þetta sem framhald af kjarasamning- unum. Ég er ansi hræddur um að það hefðu komið fleiri ályktanir frá verkalýðsfélögum en komu ef menn hefðu vitað að það væri stjórnarmynstur sem verið væri að greiða at- kvæði um. Það sem gert var með kjarasamn- ingunum er ekkert sem ég hef áhuga á að framlengja eða staðfesta með pólitískum hætti." Þröstur nefndi í þessu sambandi kosn- ingabandalag A-flokkanna. Hvernig túlkar þú slíka tillögu? „Maður skoðar svona yfirlýsingar alltaf í Ijósi annarra yfirlýsinga. Mér þykir dálítið merkilegt að formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, sagði fyrst eftir að hann var kjörinn að hann vildi gjarnan fá tvo nafngreinda menn úr Alþýðubandalaginu inn í Alþýðuflokkinn. Síðar meir hafa þessar áherslur hans breyst þannig að að undan- förnu hefur hann sagst vilja fá „verkalýðs- arm“ Alþýðubandalagsins til samstarfs um að mynda viðreisnarstjórn, sem hann hefur predikað af ofurkappi. Sömuleiðis sagði Þor- steinn Pálsson það sama i útvarpi að hann teldi verkalýðsforystu Alþýðubandalagsins vera fýsilega til stjórnarsamstarfs. Maður veltir því fyrir sér hvort hér sé átt við það sem ýmsir hafa ýjað að, að það sé einhvers konar nýtt módel í uppsiglingu, tilbrigði við viðreisnarstjórn. Þar sem pólitísk forysta Alþýðubandalagsins, ég nefni Ragnar Arn- alds og Svavar Gestsson, hefur hafnað þess ari hugmynd, þá spyr ég á móti; hvaða sam- starf eru menn að tala um? Er verið að tala um að stofnaður verði nýr „Verkamanna- flokkur"? Er það þessi hugmynd sem menn eru að burðast með?“ Ad lokum Óskar, gengur þú með þing- mann í maganum? „Nei, ég er ekki úr hófi hégómlegur, er ekki þannig manngerð. Ég hef mikinn áhuga á pólitík og er að vissu leyti metnaðargjarn fyrir mínar hugmyndir, en ég er ekki „egó- flippari". Ég held mér almennt til hliðar í pólitík að öðru leyti en því að ég skrifa um hana“.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.