Helgarpósturinn - 27.03.1986, Síða 9

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Síða 9
Á ÍSLANDIHEFUR VERIÐ SINNTIÁRATUGI UPPLVSINGATILAÐ TRYGGJA ÖRVGGIRIKISINS athygli í sambandi við þessa um- ræðu núna. í fyrsta lagi er staðfest með Varðbergsfundinum að „innri öryggismál" Islands séu í nánum tengslum við öryggismál Bandaríkj- anna, svo nánum tengslum að full- trúar þess rikis eru boðnir á fund þar sem starfsmenn dómsmálaráðu- neytisins og utanríkisráðherra fjalla um þessi viðkvæmu mál að því er virðist án þess að hafa áhyggjur af veru fulltrúa Bandaríkjanna. „Innri öryggismál" Islands eru því hætt að vera einkamál íslendinga og eru sameiginlegt „hagsmunamál" okk- ar og Bandaríkjamanna. Þetta vek- ur ótal spurningar, t.d. varðandi sjálfstæði okkar, varðandi tengsi okkar við Bandaríkin og önnur NATO-ríki og þá sérstaklega sam- starf okkkar við leyniþjónustur þessara landa. Hitt sem vekur athygli er að utan- ríkisráðherra virðist ekki hafa fulla vitneskju um hvernig þessum mál- um er háttað innan dómsmálaráðu- neytisins. Þótt hann geti að vissu leyti sagt, sem og hann gerir, að huga verði betur að hryðjuverkum, sérstaklega í ljósi morðsins á Olof Paime forsætisráðherra Svíþjóðar, telja heimildarmenn blaðsins að hugur ráðherrans stefni frekar í þá átt að fylgjast betur með vinstrisinn- um í landinu, þ.e. hugsanlegum „tre- holtum", og felst það í orðunum „ólögmæt upplýsingastarfsemi". Þar með telja ýmsir að ráðherrann sé í vondum málum og að hér reyni á lýðræðið í landinu og sjálft frelsið. Þetta leiðir hugann að því sem að ofan er getið að tilgangur þessarar umræðu sé að koma á fót opinberri leyniþjónustu sem myndi þá verða sérstök skrifstofa annað hvort í dómsmálaráðuneytinu eða í utan- ríkisráðuneytinu. Þó auðsætt sé að um innanríkismál sé að ræða þá virðist utanríkisráðherra vera að reyna að ná tangarhaldi á málinu með því að koma af stað þessari um- ræðu. Rökin fyrir því að slík skrif- stofa, sem leyniþjónusta fslands yrði, ætti heima í utanríkisráðu- neytinu er líklega tilvist varnar- málaskrifstofunnar þar og öryggis- málanefndar sem hvortveggja heyr- ir undir utanríkisráðuneytið. íslensk leyni- þjónusta Niðurstaða þessa máls er því sú að Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráð- herra: Með umræðunni um „innri örygg- ismál" hefur hann sannað tilveru íslenskr- ar leyniþjónustu. hér á landi hefur um áratuga skeið verið starfrækt leyniþjónusta. Ekki hefur verið um sérstaka skrifstofu að ræða heldur hefur verið unnið að Ieyniþjónustumálunum innan út- lendingaeftirlitsins, sem er deild innan lögreglustjóraembættisins, eða a.m.k. í samvinnu við eftirlitið. Útlendingaeftirlitið hefur jú það sér- staka starf með höndum að fylgjast með fólki, og kann þar af leiðandi til verka! Öll þessi ár hefur það verið stefna stjórnvalda að segja ekkert um þessi mál, þ.e. hvorki játa né neita. Nú gerist það hinsvegar að ut- anríkisráðherra fer að spila með þessi mál á eigin spýtur að því er virðist í óþökk þeirra manna sem um þessi mál sjá í dag. Tilgangurinn er ef til vill sá, eftir því sem einn heimildarmanna HP sagði, að sýna það að einnig hann ætli að láta til sín taka í utanríkisráðuneytinu líkt og Geir Hallgrímsson. Afleiðingin er sú að umræðan um þessi mál hef- ur staðfest grun margra um að á ís- landi sé starfrækt og hafi verið starf- rækt um áratuga skeið vísir að leyni- þjónustu og ber að þakka utanríkis- ráðherra það. íslensk leyniþjónusta er staðreynd. F R E E STYLE FÖRMSKIM L'OREAL íiXís * Já — nýja lagningarskúmið frá L'ORÉAl! og hárgreiðslan verður leikur einn. FUNDARSALIR Höfum fundarsali fyrir hverskonar minni og stœrri fundi. Öll þjónusta og veitingar. Gerum föst verðtilboð. Hafið samband tímanlega. Pétur Sturluson RISID Veislu- og fundarsalir Hverfisgötu 105 Símar 29670 - 22781 FLUGFARÞEGAR!! HEIMAKSTUR!! Ódýrt — þœgilegt Aðalstöðin h/f býður ykkur þægilega heimkomu. Keyrum gegn föstu far- gjaldi til hótels eða heimilis, hvert sem er á Reykjavíkursvæðið fyrir aðeins kr. 500 á mann. Aðeins rúmgóðir bflar. Ekið heim að dyrum og aðstoðað með farangur. Fjölskylduafsláttur. ADALSTÖÐIN Hafnargata 86 230 Keflavík ALHLIÐA LEIGUBÍLAÞJÖNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN 92-1515 HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.