Helgarpósturinn - 27.03.1986, Side 16
leftir Önnu Kristine Magnúsdóttur Ijósm: Árni Bjarnason.
Klukkan er fímm á föstudegi. Á bílastœöinu viö Hagkaup í Skeifunni er allt yfirfullt og
inni í versluninni erys og þys. Fyrir ofan verslunarsalinn eru skrifstofur Hagkaups og þad
eru þœr sem eru innan við glerrúöurnar sem vísa inn í verslunina. Bak viö eina þeirra
situr maöurinn sem er í Helgarpóstsviötalinu í dag, nýskipaöur forstjóri Hagkaups, Jón
Ásbergsson.
Krónprins?
Það þarf að tilkynna komu sína hjá ritara og
dyrnar inn í skrifstofubygginguna eru víst ekki
ætlaðar öllum. Þær eru læstar. Meðan beðið er
eftir Jóni Ásbergssyni er ekki laust við að ég
reyni að gera mér í hugarlund hvernig forstjóri
þessa mikla verslunarveldis sé. Er hann ókrýnd-
ur krónprins, fæddur með silfurskeið í munni
eða er hann einfaldlega duglegur og atorkusam-
ur ungur maður?
Þegar Jón Ásbergsson kemur fram hverfa all-
ar prinsahugsanir eins og dögg fyrir sólu.
Húmor og hlýleiki eru aðalsmerki hans og það
er síður en svo að hann líti á sig sem eitthvert
stórt númer enda telur hann sig ekkert hafa
„meikað það“ eins og hann segir. „Eg hef aldrei
verið í uppreisn gegn umhverfi mínu og það má
segja að ég hafi siglt í gegnum lífið án mikilla
átaka og henta því kannski ekki í Helgarpóstsvið-
tal,“ segir hann brosandi. — Við föluðumst líka
fyrst og fremst eftir viðtali við manninn til að
kynna hann fyrir þjóðinni, það er ekki á hverj-
um degi sem 35 ára gamlir menn taka við for-
stjórastarfi hjá svo stóru fyrirtæki. Það er sjálf-
sagt að byrja á byrjuninni og rekja ættir Jóns:
„Eg er næst yngstur fjögurra barna Sólveigar
Jónsdóttur og Ásbergs Sigurðssonar. Ég fékk
traust og gott uppeldi og á góða foreldra — en
er ekki kominn af neinu efnafólki," segir hann.
„Ég fæddist á ísafirði fyrir tæpum 36 árum þar
sem faðir minn rak útgerðarfélagið ísfirðing h.f.
— tvo togara og frystihús — en fyrirtækið lenti
í greiðsluerfiðleikum og var því miskunnarlaust
látið fara á hausinn 1961 og þá fluttum við frá
Isafirði. Jú, ég vann í frystihúsinu," segir hann
aðspurður, ,,en náði mér þar í ammoníakseitr-
un, ældi og spjó og hef ekki unnið í frystihúsi síð-
an.“
Eg er ekkert öðrum betri
Frá ísafirði lá leið fjölskyldunnar til Kaup-
mannahafnar þar sem faðir Jóns starfaði hjá
Eimskipafélagi Islands: „Það var og er enn af-
skaplega minnisstæður tími,“ segir Jón um
Kaupmannahafnarárin. „Ég var 12 ára þegar
við fluttum út og var alveg ótalandi á dönsku og
ákvað að læra hana aldrei. Hef sjálfsagt verið á
einhverju mótþróaskeiðinu! En það gekk ekki til
lengdar því við systkinin vorum að sjálfsögðu
send í skóla — og eftir þriggja mánaða þögn fór
málbeinið að liðkast.
Ég man að ég var lang stærstur í bekknum.
Það myndaðist fljótt kunningsskapur með mér
og strák í bekknum sem var illa farinn af liða-
gigt. Krakkarnir baunuðu svolítið á hann og ég,
þessi mállausi, varði hann og nýtti mér það að
vera stærstur. Ég fann að hann hafði orðið undir
í baráttunni."
— Er það einkenni fyrir þig að taka málstað
þeirra sem minna mega sín?
„Nei, það held ég ekki. Og þó," bætir hann við.
„Jú, jú, ég er alveg ágætis náungi held ég — en
ekkert öðrum betri. En við tveir höfðum yfir í
þessari baráttu og erum ennþá ágætis kunningj-
ar. Hann er sá eini af þeim sem ég kynntist í Dan-
mörku sem ég veit hvar er niður kominn í dag
fyrir utan vinkonu systur minnar, Minnie Jacob-
sen. Minnie er dóttir Erhardts Jacobsen sem var
borgarstjóri í því úthverfi Kaupmannahafnar
sem við bjuggum í. Hann var sósialdemókrati og
stofnaði sérflokk fyrir hægri sinnaða sósíal-
demókrata. Minnie hefur til skamms tíma verið
menntamálaráðherra Dana en var nýlega færð til
í embætti og er nú umhverfismálaráðherra."
í Danmörku bjuggu þau í tvö ár en Jón kom
heim til íslands á sumrin, bjó hjá frændfólki í
Reykjavík og starfaði hjá Vegagerðinni. „Síðan
fluttu foreldrar mínir til Patreksfjarðar þar sem
faðir minn gerðist sýslumaður og þá fór ég í
landspróf í Héraðsskólanum á Núpi. í rauninni
átti ég samkvæmt aldri að fara í 2. bekk. Ég fór
samferða krökkum frá Patreksfirði í rútu að
Núpi en þá kom í ljós að ég var tíu dögum of
snemma á ferðinni og krakkarnir voru allir að
fara í landspróf eða að taka gagnfræðapróf. Það
var enginn 2. bekkur svo ég fór í landspróf og
sleppti úr einum vetri.“
„Sveitadrengirnir"
settir út í „fjós"
Var það ekki erfitt eftir að hafa dvalið tvö ár
í Danmörku?
„Nei, nei, ég var „gamall“ á þessum árum!
Mér fannst ég ekkert óþroskaður. . . Að vísu var
þetta svolítið ruglað, mig vantaði til dæmis heil-
mikið í íslenskunni, stóð betur að vígi í dönsku
og ensku og var jafnvígur í landafræði og öðrum
kjaftafögum. En ég fékk núll í íslensku á miðs-
vetrarprófi í landsprófi. Þá var ekki um að ræða
neina aukakennslu og maður varð að taka sig á.
Það ríkti heragi á Núpi. Það var góður skóli með
miklum aga. Ég held ég hafi veri afskaplega
stilltur nemandi, reykti hvorki né drakk, var laus
við allt sem hét kvennafar en lét mér vaxa sítt
hár og það var ekki vinsælt. Skólastjórinn, Arn-
grímur heitinn Jónsson, taldi það bera vott um
úrkynjun og fullkomið siðleysi og flutti um það
erindi á sal á sunnudegi. Við áttum ekki annarra
kosta völ en klippa okkur, annað hvort þurftum
við að gera það eða fara úr skólanum. Þegar litið
er til baka var þetta í raun og veru ekkert spurn-
ing um sítt hár, þetta var svöna pönnuklipping
líkt og ég er með núna og enginn kallar mig síð-
hærðan í dag! Sumarið eftir landspróf vann ég
í bæjarvinnu á Patreksfirði, kom suður til
Reykjavíkur um haustið og fór í M.R.
Þar vorum við — allir þeir sem komu utan af
landi — settur í sama bekkinn út í svokallað
„Fjós“, — svo við værum ekki fyrir Reykjavíkur-
búum! Það eru tvær kennslustofur í bakhúsi fyr-
ir aftan M.R. og í aðra stofuna voru settir Kópa-
vogs- og Hafnarfjarðarbúar en sveitamenn og
einstaka fallisti í hina. Þetta hefur sjálfsagt verið
gert til að við smituðum ekki út frá okkur — eða
öfugt! Þetta var dálítið fyndið. . . Við vissum að
einhvers staðar inni í þessum skóla voru menn
sem réðu ríkjum í sínum bekk, menn eins og
Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjárn en við
þekktum þessa menn ekkert því það var passað
að við kæmumst ekki í samfélag við þá.“
— Tókuð þið þetta nærri ykkur?
„Nei ekki aldeilis. Ég held að við höfum ekk-
ert hugsað um þetta. Það er ekki fyrr en eftir á
sem maður sér hvað þetta er spaugilegt. Njörður
Njarðvík kenndi okkur íslensku, þótti ekkert
vinsæll kennari en við höfðum mikið dálæti á
honum. Hann sagði að þetta væri bekkur sem
einkenndist af „individualistum" og væri ólíkur
öðrum bekkjum í skólanum. Ég held að þetta
hafi verið afar heilbrigðir krakkar. ..“
— Var mikið djammað á þessum árum?
„Já, talsvert. Við systkinin höfðum þá sér-
stöðu að við bjuggum þrjú saman í húsi sem for-
eldrar okkar áttu í Reykjavík en þau bjuggu þá
á Patreksfirði. Við höfðum stundum þar sem
kallað var „opið hús“ og þá var oft glatt á hjalla
en móðir mín hafði af þessu þungar áhyggjur.
Ekki þar fyrir að eftir á að hyggja held ég að við
höfum farið mjög vel með þetta vald, þótt oft
væri slett úr klaufunum."
Alltaf verið borgaralegur
— Varstu róttækur á þessum árum?
„Nei alls ekki. — Og þó. Auðvitað hafði þetta
áhrif á mig eins og aðra en ég hef alltaf verið
fremur borgaralegur. Menntaskólaárin mín,
1965—1969 var borgaralegt tímabil, það var
ekki fyrr en um það leyti sem ég fór í Háskólann
að þessi friðaráhugi vaknaði að verulegu leyti
hér á landi. Það er alltaf verið að tala um '68
kynslóðina. Hún varð ekki til fyrr en síðar. . . Við
gengum til dæmis alltaf í jakkafötum með bindi
í skólanum og þéruðum kennarana — nema
kannski síðasta veturinn var klæðnaðurinn far-
inn að verða frjálslegri. Guðni rektor kenndi
mér frönsku og hann ávarpaði mig gjarnan:
„Þér þarna helvítis dreifbýliskjafturinn yðar“!
Það var hátindur tónlistarferils míns þegar ég
söng einsöng fyrir Guðna: „Gróðursettu ungi
vinur, grenikvísl í hlíð“ eftir Jakob Hafstein.
Okkur hafði verið úthlutað því verkefni í tíman-
um á undan hjá Magnúsi Finnbogasyni að skrifa
ritgerð um skógrækt og við vorum ekkert yfir
okkur hrifnir svo ég spurði Guðna hvort hann
vissi hvert uppáhaldslag Magnúsar væri, stóð
upp og söng þetta. Hann horfði á mig eins og ég
væri geðveikur og þegar ég söng líka viðlagið
leist honum ekkert á blikuna. Þegar ég svo hætti
og settist sagði hann: „Trausti, byrjið þér!“ Okk-
ur fannst gaman að sprella í kennurunum en
það var aldrei neitt agavandamál í bekknum.
Guðni má eiga það að þótt hann svaraði mönn-
um fullum hálsi var hann aldrei vondur við þá
sem minna máttu sín.“
— Ertu söngelskur?
„Já, já, ég hef gaman af söng og syng mikið.
Ekki af neinni færni þó og hef aldrei sungið í kór
eða slíkt. Á æskuárunum á ísafirði voru allir
krakkar látnir fara í tónlistarskólann til Ragnars
H. Ragnar þar sem hver meðalskussi varð að
læra nótur og ég var einn þeirra þótt ég væri
,,no-good“ í svoleiðis. Ég er enginn músikant
nema fyrir sjálfan mig og nánustu vini mína, get
lamið fimm, sex lög á píanó. Á Menntaskólaár-
unum kynntist ég Guðmundi Einarssyni núver-
andi alþingismanni og við fórum oft saman á
öldurhús borgarinnar og sungum. . . Tryggir
Bítlaaðdáendur báðir tveir og við fórum nýlega
saman í gegnum alla Bítlabókina. Guðmundur
er skemmtilegasti maður á íslandi. ..“
Að loknu stúdentsprófi fór Jón í Háskólann
þar sem hann nam viðskiptafræði „lauk fyrri
hlutanum 1971 og fór þá til Suðurríkja Banda-
ríkjanna þar sem ég hafði fengið styrk til að
dvelja í eitt ár. Ég hafði ákveðið að eyða þessu
eina ári sem ég hafði unnið mér inn með því að
sleppa 2. bekk í eitthvað fullkomlega tilgangs-
laust og sótti um styrk hjá Íslensk-Ameríska fé-
laginu. Ég mátti ráða hvað ég lærði, þurfti bara
að skila ákveðnum fjölda tíma og lágmarksein-
kunn. Það var dæmigerður bandarískur háskóla-
bær sem ég dvaldist í, Fayettville í Arkansas og
þar var ég gestur á svokölluðu „fraternity",
hafði þar herbergi með öðrum og mat. Litum
mönnum var bannaður aðgangur að þessu sam-
félagi og þeim létti þarna úti þegar ég kom því
þeir héldu að ég væri Eskimói og þeir hefðu
hugsanlega gert mistök! Strákarnir sem voru
þarna með mér voru flestir yngri en ég, alla
vega í andanum, og hugsuðu meira um að
skemmta sér en að læra. Ég valdi mér þær
námsgreinar sem ég taldi skemmtilegastar,
ensku, stjórnmálafræði og hagfræði. Félags-
skapurinn sem rak þennan stúdentagarð kallar
sig „Alfa Kappa Lambda" og þar var ég gerður
að heiðursmeðlim eftir árið. Þá var verið að taka
inn nýja félaga — og gera mig að heiðursmeðlim
sama kvöld — og það var bundið fyrir augun á
okkur og farið með okkur í litla hella. Þar inni
voru menn sem klæddust skrúða líkt og tíðkast
hjá Ku Klux Klan og þeir brenndu krossa. Þessi
athöfn bar öll merki þess að vera hluti af þessu
gamla Suðurríkjafyrirkomulagi, en í sjálfu sér
þurfti ég sem heiðursmeðlimur ekki að gera
neitt — nema drekka mig fullan eftir á.“
Dómharka fer í taugarnar á mér
„Við Skandínavarnir sem þarna vorum héld-
um hópinn og þeir voru fullir af helv... þjóðern-
isrembingi eins og tíðkast með Skandínava. Við
tókumst oft á af þessum sökum því að mínu mati
sýndu þeir amerísku samfélagi svo lítinn skiln-
ing. Þótt við værum sammála um að margt
mætti betur fara þá vildu þeir yfirfæra skandín-
avískan hugsunarhátt beint yfir á amerískar
aðstæður. Mér fannst þetta ósanngjarnt en þótt
ég léti þá heyra það féll ég ágætlega í kramið og
held enn sambandi við þessa stráka. Þetta gekk
meira að segja svo langt hjá þeim að þeir gátu
ekki einu sinni þakkað fyrir að fá að vera á þess-
um styrk. Þeir litu allt of mikið á neikvæðar hlið-
ar bandarísks samfélags."
— Fer svona dómharka í taugarnar á þér?
„Já, dómharka fer í taugarnar á mér og einnig
þegar fólk myndar sér skoðun fyrirfram án þess
að kynna sér málin."
— Auk þess að vera Bítlaaðdáandi er mér sagt
að þú sért hrifinn af lögum Kris Kristofferson.
„Já ég féll alveg fyrir honum í Ameríku, sér-
staklega laginu „Me and Bobby McGee". Eftir
skólann ferðuðumst við fjögur saman um
Bandaríkin í níu vikur, heimsóttum þjóðgarða
og þá staði t.d. sem Kris Kristofferson syngur
um í þessu lagi, Baton Rouge í Louisiana og Sal-
inas, rétt fyrir norðan San Francisco. Kris er upp-
runninn í San Francisco og þangað lögðum
við leið okkar. Við vorum á Ford '47 og sváfum
til skiptist í bílnum en þegar þangað kom höfðum
við tekið upp puttalanga svo það varð úr að
ég svaf undir bílnum á götunni á Fisherman’s
Wharf. Ég fór í viðskiptaerindum til S.F. fyrir
nokkru og benti félögum mínum þá á malbiks-
blettinn sem ég hafði sofið á.“
Hélt alltaf að ég yrði
stjórnmólamaður
— Svo hefurðu haldið áfram í Háskólanum eft-
ir heimkomuna?
„Já ég lauk viðskiptafræðinni 1974. Einu upp-
eldisáhrifin sem ég hafði frá föður mínum voru
þau að ég ætti að ljúka námi áður en ég færi að
hugsa um kvenfólk. Ég gerði það, lauk við-
skiptafræðinni 2. júní og gifti mig 8. júní! Konan
mín er María Dagsdóttir hjúkrunarfræðingur og
við eigum þrjá syni, 9, 7 og 2 ára.“
Þau hjónin settust að á Sauðárkróki í ársbyrj-
un 1975 og bjuggu þar í tíu ár: „Ég réðst sem
framkvæmdastjóri sútunarverksmiðjunnar
Loðskinn á Sauðárkróki. Þar voru fimmtán
manns í vinnu og ég var í byrjun allt sem hét
skrifstofa, sleikti frímerki, skrifaði út launin og
fór í sendiferðir. Nú vinna þarna 50 manns. I
framhaldi af því eins og gerist og gengur — og
kannski af því að móðir mín er Skagfirðingur og
maður var að nokkru leyti kominn á fornar slóð-
ir — tók ég sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til Al-
þingis í kosningunum 1978 þar sem ég skipaði
þriðja sæti.“
— Varstu mjög pólitískur?
„Hvað er að vera mjög pólitískur?" segir hann
spyrjandi. „Nei ég er ekki mjög pólitískur og lík-
lega ekki nógu pólitískur til að gera stjórnmál að
ævistarfi mínu. Þetta var meira röð tilviljana. Jú
annars, þegar ég hugsa mig vel um verð ég að
viðurkenna að á þessum tíma hafði ég alltaf
ímyndað mér að ég yrði stjórnmálamaður. Þeg-
ar spilin stokkuðust svo upp þannig að mér
bauðst að fara í framboð tók ég því þótt mér
fyndist það kannski fyrr á ferlinum en ég hafði
átt von á. Nú hefur þessi pólitíski áhugi dvínað
og ég tel mig ekki mjög pólitískan núna.. “
— Hvers vegna? Varðstu fyrir vonbrigðum?
„Ég held að ég hafi uppgötvað það í þessum
kringumstæðum sem ég var kominn í þarna, að
það að vera þingmaður fyrir dreifbýliskjördæmi
eins og Norðurlandskjördæmi vestra var
kannski ekki það sem ég hafði getað boðið sjálf-
um mér. Stjórnmál fyrir dreifbýliskjördæmi
enda eiginlega alltaf í því að verða spurning um
að sinna þröngum hagsmunum kjördæmisins,
jafnvel á kostnað þeirra skoðana sem menn
raunverulega hafa.“
— En þú fórst á þing?
„Já ég fór inn á þing sem varamaður snemma
vors 1979. Það stóð nú stutt yfir — tók fljótt af!
Ég var 28 ára gamall og lang yngstur þing-
manna. Ég held ég hafi haldið stystu þingræðu
sem haldin hefur verið en alls talaði ég þrisvar.
Þessi stutta ræða fjallaði um dreifingu sjónvarps
um dreifbýlið og vakti almenna hneykslun þing-
manna. Eftir að 18 þingmenn höfðu talað bað ég
um orðið og lagði til að í stað þess að reisa þann
fjölda af endurvarpsstöðvum sem þurfti til að
þessi 300—400 sveitabýli gætu séð dagskrá sjón-
varpsins þá skyldi þeim öllum gefið vídeótæki
og dagskráin sendi vikulega á þessa bæi. Ég
hafði reiknað út að slíkt kostaði um 5% af þeirri
upphæð sem það kostaði að reisa endurvarps-
stöðvarnar. Þesu var afskaplega illa tekið” segir
Jón og hlær, ,,og þótti bara ekkert sniðugt. Eigin-
lega held ég að það vanti alveg húmorinn í al-
þingismenn þótt þetta hafi ekki átt að vera neitt
fyndið hjá mér. Mér var full alvara með þessu og
held meira að segja að mér væri það enn í dag.
Að vissu leyti kæmi þetta sér betur fyrir fólkið,
það missti hvort sem er ekki af neinu nema frétt-
unum!“
Eftir tíu ár fyrir norðan lá leiðin suður þar sem