Helgarpósturinn - 27.03.1986, Qupperneq 25
POPP
Tvœr íslenskar og litir vorsins
eftir Ásgeir Tómasson
Transmit —
Herbert Guðmundsson
Bjartsýni 1986
Fyrsta sólóplata Herberts Guðmundssonar
kom út árið 1977. Sú næsta síðla árs í fyrra
og nú hefur þriðja sólóplata hans verið gefin
út. Að vísu aðeins fjögurra laga og þar af
voru tvö þeirra á síðustu plötu. Öðru,
Tonight, hefur verið breytt nokkuð. Hitt lagið
er Can't Walk Away. Það er eins og í frumút-
gáfunni nema það hljómar vitaskuld mun
betur á 45 snúninga fjögurra laga plötu en á
venjulegri breiðskífu.
Nýja sólóplatan er því eiginlega aðeins
tveggja laga með tveimur bónuslögum og
myndi því flokkast með smáskífum erlendis.
Titillagið, Transmit, er hratt danslag í diskó-
stíl sem hefur verið kenndur við New York.
Hitt er róleg og hugljúf fluga, Won‘t Forget,
sem þegar er farin að láta til sín taka á vin-
sældalista rásar tvö.
Hvorugt þessara nýju laga er meðal þess
besta sem Herbert Guðmundsson hefur látið
frá sér fara. Það er til að mynda býsna djúpt
á laglínunni í Transmit. Það er nánast ekkert
nema takturinn. Sem sagt vel fallið til dans
og einskis annars. Won't Forget er einnig
frekar veik lagasmíð að því leytinu að krók-
inn vantar svotil alveg. Það sleppur hins veg-
ar fyrir horn með snoturri útsetningu.
Tæknilega séð er platan Transmit aldeilis
frambærileg. Hljóðritun er í hágæðaflokki,
hljóðfæraleikur er fagmannlegur og Herbert
beitir söngrödd sinni ágætlega. Hann ætti
hins vegar að láta líða lengri tíma en þrjá til
fjóra mánuði áður en næsta plata kemur út
og vera þá með sterkari og sölulegri efnivið.
Og sleppa uppsuðunni.
Bensínskrímslið skríður —
Suarthvítur draumur
erðanúmúsík 1986
Kópavogsbúar hafa eignast nýtt tríó sem
lætur að sér kveða á plötumarkaði. Tæpast á
tríóið Svarthvítur draumur þó eftir að láta
jafn mikið að sér kveða og Ríótríóið. Og þó.
Sagan af upptrekkta karlinum og Jón á lík-
börunum voru sossum engin tímamótaverk
á sínum tíma.
Mér heyrist Svarthvítur draumur vera
nokkrum árum á eftir tímanum. — John
Lydon er orðinn poppari, Mick Jones kom-
inn í danstónlist, Generation X gæarnir bún-
ir að afneita fortíðinni. Bubbi kominn í hús-
mæðrapoppið og óskalög sjúklinga. — Þó
ættum við alls ekki að afskrifa hljómsveitina
né plötuna Bensínskrímslið skríður. Þre-
menningarnir Gunnar Hjálmarsson, Guðjón
Birgisson og Haukur Valdimarsson, sýna
kjark að gefa hana út og það á tíma sem á að
vera steindauður til hljómplötuútgáfu. Von-
andi selja þeir svo mikið að þeir geti haldið
áfram að þróa tónlist sína og samstarfið.
Bensínskrímslið skríður er tíu tommu
plata — fjögurra iaga. Titillagið hefur lítillega
heyrst á rás tvö en önnur lög ekkert sem heit-
ið getur. Þau eru þó ámóta sterk öll fjögur.
Svo sem engin snilldarverk en mörgum sinn-
um verri músík hefur verið gefin út á plötum
og selst. Öll útgáfan ber keim af neðanjarð-
arstarfsemi: umslag er groddalegt, svo og
plötumiðar, og sjálfir virðast Svarthvítu
draumarnir hafna ríkjandi markaðslögmál-
um bæði með tónlistarstefnu og útgáfutíma.
Vonandi verða þeir þó ekki þagaðir í hel.
The Colour ofSpring — Talk Talk
EMI/Fálkinn
Mark Hollis og félagar hans í Talk Talk eru
ekki afkastamiklir piltar. Á þeim fimm árum
sem liðin eru síðan hljómsveitin var stofnuð
hafa þeir einungis sent frá sér þrjár stórar
plötur. The Party is Over kom út um mitt ár
‘82, It's MyLifei febrúar í hitteðfyrra og síðla
í febrúar kom loksins sú þriðja, The Colour
of Spring. I stað þess að dæla út einni til
tveimur skífum á ári hafa þremenningarnir t
Talk Talk sem sagt ákveðið að fara sér rólega
en vanda þeim mun betur til verka.
Það var með plötunni lt‘s My Life og þó sér
í lagi titillagi hennar sem augu íslendinga
opnuðust fyrir Talk Talk. Á þeirri plötu voru
nokkuð fleiri lög sem náðu tökum á hlust-
endum. Lög eins og Dum Dum Girl og Such
a Shame. Því miður er ekkert lag á The
Colour of Spring jafngott lt‘s My Life. Það
væri líka ósanngjarnt að krefjast meistara-
verks á hverri plötu.
The Colour of Spring er plata sem þarf að
fá að snúast nokkrum sinnum á plötuspilar-
anum áður en tónlistin fer að vinna á. En þol-
inmæðin þrautir vinnur allar. Hollis, Lee
Harris og Paul Webb virðast ekki vera ýkja
glaðlyndir piltar og lög eins og April 5th og
Time It‘s Time eru eiginiega full dapurleg
fyrir minn smekk. En önnur bæta það upp,
svo sem Life's What You Make It og Living in
Another World sem reyndar er eftirminni-
legasta lag plötunnar.
The Colour of Spring á ekki eftir að gera
Talk Talk að poppstjörnum á borð við Duran
Duran og Wham! gengið. Enda efast ég stór-
lega um að það sé markmið þremenning-
anna. Hins vegar mættu þeir að skaðlausu
hafa reynslu félaganna í Echo and the
Bunnymen i huga. Þunglyndið getur gert
menn gjaldþrota og það kostar ekkert að
sýna smá bjartsýni öðru hverju. Tónlistar-
lega er Talk Talk á beinu og breiðu brautinni
en það er enginn betri þótt hann klökkni
meðan platan snýst á fóninum.
Að síðustu er einn stór plús í hnappagat
Talk Talk piltanna. Þeir hafa með öllu leitt hjá
sér synthesizera við gerð The Colour of
Spring. Það er sannarlega tilbreyting.
Líttu við hjá LÚMEX
— öðruvísi lampaverslun en þú átt að venjast.
VERSLUN - RAFVÖRUR TEIKNISTOFA
Síðumúla 21 108 Reykjavík Símar 91-688388 og 84019
©ELTEVA Lumiance artimGta “010USI ■ C9SSS pcntLp BECM
MALNING-
MÁLNIN GARVÖRUR
Áður en þú byrjar að mála er nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir hvar best er að kaupa efni til verksins.
JL-Byggingavörur hafa mikið úrval af málningarvörum og
ráðleggingar starfsmanna okkar eru fyrsta skrefið í vali á besta
og hagstæðasta efninu.
Afsláttarkjörin okkar á málningu er hagstæðasta verðið í dag.
5% afsláttur af kaupum yfir kr. 2500,-
10% afsláttur af kaupum yfir kr. 3200,-
15% afsláttur af kaupum yfir kr. 4600,-
20% afsláttur af heimkeyrðum heilum tunnum.
MÁLNINGARVÖRUDEILD, HRINGBRAUT 120.
RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND
HELGARPÓSTURINN 25