Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 29
Helgi E. Helgason, einn þriggja Tvíbura í
sjónvarpsfréttamennsku.
að ofmetnast við þetta, því um þá
segir ennfremur: „Marga galla hefir
það, sem þurfa rannsóknar við og
leiðréttingar. Það tvístrar kröftum
sínum og hefir of margt í takinu;
ímyndar sér alt ilt og er sí og æ að
draga upp myndir af einhverjum yf-
irvofandi hættum. Alt þetta hefir
mjög slæm áhrif á það sjálft."
Eins og fyrr er getið, dreifast hinir
fréttamenn sjónvarpsins á fimm
stjörnumerki. Einar Sigurdsson og
Ögmundur Jónasson eru Krabbar,
Bjarni Felixson og Edda Andrés-
dóttir eru Steingeitur, Gudni Braga-
son og Helgi H. Jónsson eru Naut.
Fréttamennirnir Omar Ragnarsson
og Sigurueig Jónsdóttir eru í Meyjar-
merkinu, en Sonja B. Jónsdóttir er
ein í Voginni.
Það ætti að öllum líkindum vel við
Sonju að vera á þingi. Þar væri hún
að minnsta kosti i miklu fjölmenni
fólks í Vogarmerkinu, en það er al-
gengasta stjörnumerkið meðal
þingmanna. Næstalgengast er síðan
Krabbamerkid. Ellefu þingmenn
eru í því fyrrnefnda, en tíu í því síð-
arnefnda.
Vogir á þingi
Eftirfarandi alþingismenn eru í
Vogarmerkinu: Albert Gudmunds-
son, Alexander Stefánsson, EllertB.
Schram, Fridrik Sophusson, Gud-
mundur Bjarnason, Jóhanna Sig-
urdardóttir, Jón Helgason, Kolbrún
Jónsdóttir, Kristín Halldórsdóttir,
Stefán Benediktsson og Þorvaldur
Garðar Kristjánsson.
Sé flett upp í stjörnuspádómarit-
inu góða, má sjá eftirfarandi lýsingu
á ,,Metaskálamerkinu" eða Voginni:
„Fólk það, sem fætt er undir þessu
merki, er að eðlisfari kappsamt,
metorðagjarnt, veglynt og göfugt. í
tilraunum sínum er það djarft og
Birgir Isleifur Gunnarsson, „leikfang í
höndum annarra"?
hugrakt, og tekið getur það missi og
óláni betur en nokkurt annað fólk.
Mennirnir hafa mikla sjálfstjórn,
leitast við að hafa alt eftir eigin geð-
þótta, velja sjálfir vini sína og at-
vinnuveg. Snemma nema þeir, að
snúa huga sínum og glöggskygni
að fjárhaldslegu hliðinni, eru oft
brakúnar, verzlunargróðamenn,
ráðabruggarar og stundum fjár-
spilamenn.....Tap eða ólan hefir
engin áhrif á þá, og tapi þeir, ná
þeir sér fljótt upp aftur.“
Samkvæmt þessum fræðum, virð-
ist svo sem þingmennirnir ellefu séu
einmitt á hárréttri hillu í lífinu, því
þessi lýsing hlýtur að eiga einkar vel
við þá, sem vilja hafa atvinnu af því
að berjast á Alþingi. Þeim er hins
vegar hollt að hafa eftirfarandi
klausur úr títtnefndu riti í huga, en
hún á einnig við um fólk í Meta-
skálamerkinu: „Forðast skal það
hégómagirnd, drambsemi og sjálfs-
hól.“
Þingkrabbar
Næstalgengasta stjörnumerki al-
þingismanna er Krabbamerkid, en í
því eru Birgir ísleifur Gunnarsson,
Haraldur Olafsson, Karvel Pálma-
son, Olafur G. Einarsson, Pétur Sig-
urösson, Ragnar Arnalds, Salome
Þorkelsdóttir, Steingrímur Her-
mannsson, Svavar Gestsson og Þór-
arinn Sigurjónsson. Þetta eru greini-
lega hinar flóknustu sálir:
„Erfitt er að skilja og þekkja fólk
það, sem fætt er undir merki þessu,
enda eyðir það oft æfi sinni án þess
að vera annað en ráðgáta fyrir sína
beztu vini. Margir hinna mestu
manna heimsins eru fæddir undir
því og einnig eru líka margir þeirra,
sem hefir algjörlega misheppnast
lífið. . . .
Mjög fáar hamingjusamar mann-
eskjur og sem lifa í samræmi við
sjálfa sig finnast á meðal fólks
fæddu undir merki þessu; samt er
það eitthver hið auðveldasta merki
að ná sigri á, ef þeir sem undir því
eru fæddir hafa einlægan og stað-
fastan vilja."
Hrútur21. mars—20. apríl
Naut 21. apríl—21. maf
Tvíburi 22. maí—21. júní
Krabbi 22. júní—23. júlí
Ljón 24. júlí—23. ágúst
Meyja 24. ágúst--23. september
Vog 24. september—23. október
Sporðdreki 24. október—
22. nóvember
Bogamaður 23. nóvember—
21. desember
Steingeit 22. desember—20. janúar
Vatnsberi 21. janúar—19. febrúar
Fiskar 20. febrúar—20. mars
Helgi H. Jónsson er naut.
Kjósendur framangreindra þing-
manna þurfa þó ekki alveg að ör-
vænta um þessa fulltrúa sína á lög-
gjafarsamkundunni vegna fjölda
Krabba við Austurvöll. í ritinu
stendur nefnilega ennfremur:
„Sumir hinna skynsömustu og lærð-
ustu manna, fæðast undir merki
þessu, og eru margir þeirra allgóðir
ræðumenn. Og margir ágætir véla-
fræðingar eru á meðal fólks þessa.
Karlmennirnir sérstaklega vel vald-
ir til verzlunar, en kvenfólkið vel
valið til þess að stjórna góðgjörðar-
stofnunum.
Bókhlöður margar, sjúkrahús,
háskólar og opinberar stofnanir,
eiga tilveru sína að þakka fólki,
fæddu undir krabbamerkinu."
Sé hrósið farið að stíga einhverj-
um til höfuðs, ætti sá hinn sami að
meðtaka eftirfarandi: „Sí og æ reyn-
ir (þetta fólk) að koma nafni sínu
þannig fyrir augu almennings, að
það fái hól; fé og jafnvel mannorð er
hægt að láta það gefa fyrir smjaður
og hól. Það er leikfang í höndum
annarra sem þekkja veikleik þess
og hefur það að ginningar-fífli."
Þetta þyrfti að koma fram á kjör-
seðlum í næstu kosningum. Það
hlýtur að vera jafn nauðsynlegt að
þekkja stjörnumerki frambjóðand-
ans og stefnuskrá flokksins hans,
svo kjósendur glepjist t.d. ekki á Al-
þýðubandalagsmanni sem lofar að
senda herinn burt, en lætur svo hafa
sig að ginningar-fífli og leyfir hern-
um að vera!
Sporðdrekar í
þingmannalíki
Þau stjörnumerki, sem komast
næst Voginni og Krabbanum í fjöl-
menni á Alþingi, eru Sporddrekinn
og Tvíburamerkid. Sporðdrekar eru
þeir Eiður Guðnason, Garðar Sig-
Einar örn Stefánsson, „hefur heillavæn-
leg áhrif á aðra".
urðsson, Guðmundur Einarsson,
Hjörleifur Guttormsson, Pálmi Jóns-
son, Stefán Valgeirsson og Þorsteinn
Pálsson. Þeir fá heldur en ekki góð
meðmæli frá stjörnunum:
„Viðurkennt er (þetta fólk) fyrir
sitt stilta hugrekki sem engin
heimska hefir áhrif á. Þó það oft hafi
verið ásakað fyrir að vera lilfinn-
ingalaust og harðbrjósta, sem að
eins er vegna þess einbeitta vilja-
krafts, er það samt sem áður hið
hjarta bezta fólk í heiminum. í mikil-
vægum og óvæntum atburðum
þekkir það dýrmæti stillingar og
sjálfsstjórnar. ... Án þess væri
heimurinn ekki eins langt á veg
komin með mentun og siðmenning
og hann er. Margt af því er málsnjalt
og góðir ræðumenn, vinsælir og
sannfærandi prestar. Mentaði hluti
fólks þessa hefir rhikið vald yfir máli
sínu og gjörir sig skiljanlegt, um leið
og það er sannfærandi, orðheppið
og kemur hugsunum sínum í
skemtilegan og viðfeldan búning."
Eftir þessa lýsingu er ekki að efa
að þeir, sem bjóða fram Sporðdreka-
flokk í næstu kosningum, þurfa ekki
að kvíða atkvæðaleysi.
Sex þingmenn eru í Tvíburamerk-
inu. Það eru þau Eyjólfur Konráð
Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir, Jón
Kristjánsson, Karl Steinar Guðna-
son, Ragnhildur Helgadóttir og Stef-
án Guðmundsson. Þessu stjörnu-
merki hefur þegar verið lýst lítillega
og við þá lýsingu er aðeins að bæta
eftirfarandi: (Þetta fólk) er óþolin-
mótt og getur ekki orðið sigursælt
nema með mikilli baráttu. Hvað
sem það tekur að starfa, þá annað-
hvort gjörir það mjög vel eða mjög
illa; stafar það af óþolinmæði og
ákaflyndi þess. Því hættir við að
dæma aðra eftir útliti og sér oft eftir
fljótfærni sinni.“
Eftirlegukindurnar
Fyrir þá, sem áhuga hafa á að
kynna sé nánar samsetningu þing-
manna í „stjörnuflokka", er rétt að
láta eftirfarandi lista fylgja með.
eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart
Albert Guðmundsson. Er hann „verslun
argróðamaður", „ráðabruggari", eða jafn
vel „brakún"?
I Meyjarmerkinu eru Guðrún
Helgadóttir, Halldór Ásgrímsson,
Halldór Blöndal, Skúli Alexanders-
son og Valdimar Indriðason:
„Reglusemi og samræmi er nauð-
synleg fyrir hamingju þess.“
I Fiskamerkinu eru Árni Johnsen,
Gunnar G. Schram, Jón B. Hanni-
balsson, Páll Pétursson og Sverrir
Hermannsson: „Vegna ráðvendni
sinnar er (þetta fóik) vel fallið fyrir
ábyrgðarmiklar stöður."
1 Bogmanninum eru Davíð Aðal-
steinsson, Egill Jónsson, Kjartan
Jóhannsson og Ólafur Þ. Þórðar-
son: „Ekki ætlar (þetta fólk) sér að
hafa nefið í hverfisteininum alla æfi
vegna óforsjálni."
I Ljónsmerkinu eru Matthías
Bjamason, Matthías Mathiesen, Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir og
Steingrímur J. Sigfússon: „Fólk
þessa merkis verður að læra að
verða ekki fljótt mótfallið öðrum og
forðast hleypidóma"
í Steingeitarmerkinu eru Kristín S.
Kvaran, Björn Dagbjartsson og
Helgi Seljan: „Aðalgallar þess eru
sjálfselska og vantraust á sjálfu sér,
einnig er það oft málgefið og finnast
erfiðleikar sínir meiri en annarra."
í Vatnsberamerkinu eru þeir Frið-
jón Þórðarson og Guðmundur J.
Guðmundsson: „Krafta hefir það á
við uxa eða ljón, en veit ekki af því.“
í Hrútsmerkinu eru Geir Gunnars-
son og Ingvar Gíslason: „Vit þeirra
og gáfur draga athygli áheyrend-
anna til sín og heilla þá.“
Aðeins einn einasti þingmaður er
fæddur í Nautsmerkinu, en það er
Eggert Haukdal:,, Hvaða stefnu sem
hugur þess tekur, fylgir það henni af
ákefð og fastheldni. Oft er það sið-
bætandi og i stjórnmálum hinir
beztu leiðtogar." Þarna skyldi þó
aldrei vera komin skýringin á því
hvers vegna Alþingi nýtur svo lítillar
virðingar nú á tímum? Líklega
skortir einfaldlega fleiri Naut á þing!
HELGARPÓSTURINN 29