Helgarpósturinn - 27.03.1986, Síða 30
HELGARDAGSKRÁVEIFAN
Föstudagurinn langi
19.00 Sæmi Klem. Fótasprikl við Þursa-
músík. Endursýnt aö sjálfsögðu.
19.20 Endursýningar úr Stundinni okkar
endursýndar.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli. Endursýning.
20.00 Fréttir. Frumsýning.
20.20 Kvöldstund með listamanninum
Hannesi skáldi Péturssyni.
21.15 Jesús frá Nasaret. Þriðji hluti hans.
22.50 Sumartónleikar í Skálholti.
23.35 „Theink Godd, ðis dei is ówer". . .
Laugardagurinn stutti
17.30 íþróttir og Bjarna Felspyrnan.
19.25 Búrabyggð.
19.50 Táknmálið.
20.00 Fétta leitaö á veðurkortinu sem hefur
gleypt bunkann frá því í gær og fyrra-
dag.
20.25 Auglýsingar fyrir elsku börnin að
horfa á.
20.35 Kvikmyndakrónika. Viðar Víkings
kynnir páskamyndirnar á tólfta popp-
poka.
20.55 Dagbókin hans Dadda.
21.25 Svarti folinn (The Black Stallion)
★★★ Bandabíómynd frá 1979, byggð
á skáldsögu eftir Walter Farley. Leik-
stjóri Carroll Ballard. Aðalleikarar
Kelly Reng, Mickey Rooney og Teri
Garr. Frábærlega tekin hestamynd,
falleg og allt að því væmin saga pilts
og hests sem einir komast af úr sjávar-
háska og lenda á fjarlægri strönd.
23.15 Silfurtunglið endursýnt í leikstjórn
Hrafns Gunnlaugssonar sem einn-
ig leikgerði verkið og annast um þess-
ar mundir dagskrárstjórn á Lista- og
skemmtideild sjónvarpsins.
00.50 Dagskrárlok ef Hrafn lofar.
Sunnudagurinn 30. mars
Páskadagur
16.00 Sálumessa frá útlöndum.
17.00 Páskamessa úr Árbænum.
18.00 Páskastund úr sjónvarpi.
18.45 Páskaendursýning. Steinunn Sigurð-
ardóttir tekur aftur á móti hjónunum
Margréti Matthíasar og Hjálmtý
Hjálmtýssyni ásamt Diddú dóttur
þeirra.
19.50 Páskafréttaágrip á táknmáli.
20.00 Sálufréttir, páskaveður og Guð má
vita hvað.
20.20 Manngerðir hellar á íslandi. Ný heim-
ildamynd um þá. Spenna, myrkur
og bergmál. Árni Hjartarson fer
fyrstur inn og æði margir á eftir.
21.00 Kvöldstund með listamanninum Haf-
liða celló Hafliðasyni.
21.35 Kvöldstund með lærimeistaranum
Jesú Kristi Jósefssyni.
23.25 Dagskrárlok.
©
Fimmtudagskvöldið 27. mars
Skírdagur
19.00 Fréttirnar.
19.50 Martin Giinther Förstemann leik-
ur á orgel. a. Prelúdía og fúga í Fdúr
eftir Dietrich Buxtehude. b. Cha-
conna í f-moll eftir Johann Pachelbel.
c. „Ach, wie nichtig. . .", sálmpartíta
eftir Georg Böhm.
20.15 Leikrit: ,,Snjómokstur" eftir Geir
Kristjánsson. Leikstjóri: Helgi Skúla-
son. Leikendur: Rúrik Haraldsson og
Þorsteinn ö. Stephensen. (Áður út-
varpað 1970 og 1979).
21.00 Karlakór Reykjavíkur syngur frekar
hátt.
21.40 Nokkur Ijóð eftir Vitezlaw Nezual.
22.30 Fimmtudagsumræðan.
23.00 Tónlistartúlkunin.
24.00 Dagskrárgatsloka.
Föstudagurinn langi
08.00 Morgunandakt.
08.20 Morguntónleikar.
09.05 Morgunstund.
09.20 Morguntónleikar.
10.30 Morgunspjall.
11.00 Morgunmessa..
11.50 Morguntónleikar.
12.00 Morgunógleði.
12.20 Hádegisfréttir.
13.15 Hugleiöing um lengd föstudags-
ins. Vósteinn Lúðvíksson mælir
með tommustokk.
13.40 Beethoven.
14.30 Kaj Munk.
15.30 Placido Domingo.
16.20 Jón Helgason.
17.05 Vernharður Linnet.
17.50 Franz Schubert.
19.00 Jóhannes Arason.
Ég mœli með
Rás 1, Páskadag, klukkan 12.20:
Hádegisfréttir af fólki sem reyndi
að spæla brúnu páskaeggin sín í
morgunsárið — með subbulegum
árangri!
19.25 Kveðið um Krist.
20.05 Frédéric Chopin.
20.45 Kvöldvaka.
21.30 Atli Heimir.
22.20 Kvöldtónleikar.
23.00 Kolla Halldórs.
00.05 Púuuhh.
Laugardagurinn 29. mars
07.00 Veðurbænir með fréttum.
07.20 Morguntrimm. Landsmenn sparka -
óvart í páskaeggin sem þeir áttu -
óvart að finna undir rúmi að dagi liðn-
um. Pínlegt!!!!
07.30 íslenskir einsöngvarar og kórar stama
á rispaðri plötu sem tæknimaður fæst
ekki til að laga af því að hann er ekki
á nógu háu vaktaálagi til þess að
mega gera það fyrst það eru engir
fingravettlingar til taks ef eitthvað færi
úrskeiðis en við því má alltaf búast í -
svona djobbi.
09.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þonn Steph-
ens sendir veika fólkinu nokkra -
smellna málshætti í bólið.
11.00 Heimshorn.
12.20 Fréttir, tónleikar.
14.30 Þátturinn okkar. Handrit og um-
sjón: Pétur Egerzog Erla B. Skúladótt-
ir. Umsjónarmaður tónlistar: Edvard
Fredriksen. Flytjendur auk þeirra: Sig-
ríður Pétursdóttir, Ellert A. Ingimund-
arson, Kristján Hjartarson og Birgir
Karlsson. Fram að þættinum eru tón-
leikar.
15.00 Miödegistónleikar. Gott nafn á góð-
um þætti.
15.50 íslenskt mál. Guðrún Kvaran setur
tunguna sína í ýmsar æði sérkenni-
legar stellingar.
16.20 Listagrip. Sigrún Björnsdóttir tekur
nokkur vinnukonugrip í hljóðstofu.
17.00 Framhaldsleikrit barna og unglinga:
„Árni í Hraunkoti".
17.30 Karlakór Reykjavíkur syngur gegn
Karlakór Akureyrar í beinni útsend-
ingu sem Ingólfur Hannesson lýsir frá
Sviss.
19.00 Fréttir af helstu fótbrotum skíða-
svæðanna.
19.35 „Sama og þegið". Kalli, össi og Siggi
Sigurjóns flissa og flassa fyrir framan
hljóðnemann sem fer hjá sér fyrir
bragðiö...
20.00 Harmóníkkuþáttur. Bjarni Marteins-
son mundar magaorganið.
20.30 Grund í Eyjafirði.
22.20 Síðasti lestur Passíusálma. Takk,
Herdís.
22.30 Bréf frá Danmörkutil Grænlands, sem
aldrei komst alla leið...
23.00 Danslög. Parkettið heima nítt niður.
00.05 Jón örn Marinós fær menn til aö
slappa af.
01.00 Afslöppuð dagskrárlok og allir
happý. Egg á morgun!
Sunnudagurinn 30. mars
Dagur eggsins
07.45 Klukknahringing — sem enginn heyr-
ir fyrir japlinu í næsta mapni.
08.00 Messa í Hallgrímskirkju — Séra Karl
Sigurbjörnsson les upp nokkra
rosalegustu málshættina sem
söfnuðurinn fékk í bítið.
09.00 Morguntónleikar.
10.25 Lokaþáttur Passíusálmana og þjóöar-
innar. Hjörtur Pálsson stokkar bunk-
ann, stendur upp. Og fer. . .
11.00 Messa í Garðakirkju. Séra Sigurður H.
Gumundsson tekur við þar sem frá
var horfið í Neskirkju.
12.20 Hádegisfréttir af fólki sem reyndi að -
spæla brúnu páskaeggin sín í morg-
unsárið — með subbulegum ár-
angri!
13.00 Páskatónlist í Bregenz.
13.30 Leikritið „Til Damaskus" eftir Strind-
berg.
16.20 Páskatónlist af plötum.
17.10 Erindi.
18.00 Dimitris Sgouros. Drengurinn leik-
ur sér að nokkrum mollum Rakk-
mannínoffa eins og hann ætti heima
hér.
19.00 Kvöldfréttir af fleira fólki sem reyndi
að spæla brúnu páskaeggin sín um
morguninn — með subbulegum
árangri!
19.30 Sænski páskasöngvarinn Thomas
Lander syngur alveg súkkulaðibrúnn í
framan.
20.00 Stefnumót.
21.00 Ljóð og lag.
21.30 Útvarpssagan.
22.20 Þar sem rauðar rósir spretta.
23.00 Þunglamalög.
00.05 Milli svefns og vöku.
00.55 öll egg uppurin, jafnvel þau
spældu!!!
£
Fimmtudagurinn 27. mars
Skírdagur
10.00 Morgunþáttur.
12.00 Hádegislok.
Laugardagurinn 29. mars
10.00 Morgunþáttur. Sigurður Blöndal reyn-
ir að kitla fram bros á fés fólks eftir -
skeifur gærdagsins.
12.00 Óþægilegt suð, ef menn fatta ekki að
slökkva.
14.00 Laugardagur til lukku. Svavar Gestur
um Gest frá Gesti til Gests.. . (Frum-
legur þessi!)
16.00 Listapopp. Gunnar Salvarsson segir
fréttir af popplist enskumælandi fólks
fyrir austan og westan.
17.00 Hringborðið.
18.00 Allt búið.
Sunnudagurinn 30. mars
Páskadagur
13.30 Salt í samtíðina.
15.00 Jón Krossgátufari.
16.00 Vesældarlistinn.
18.00 Endir.
ÚTVARP
eftir G. Pétur Matthíasson
Nœsti gjördu svo vel
SJÓNVARP
eftir Jónínu Leósdóttur
Sjónvarpskallarnir verri
en mjólkurkallarnir!
Þaö er ekki annað hægt en að dást að
hugrekki Svavars Gests á rás 2. Laugardag
eftir laugardag lætur hann sig hafa það að
biðja fólk að hringja í sig og svara ákveðn-
um spurningum um tónlist í þættinum
Laugardagur til lukku. Og ekki bara einu
sinni hvern iaugardag heldur tvisvar. En er
ekki alltaf verið að gera þetta á rás 2? Mikið
rétt en Svavar fer öðruvísi að en hinir.
Hann veitir ekki plötuverðlaun og ef til vill
er það það eða eitthvað annað sem veldur
því að hann fær allt öðruvísi upphringing-
ar en hinir á rás 2.
Síðastliðinn laugardag t.d. hringdi einn
sem þóttist hafa svar á reiðum höndum en
hafði ekki. í staðinn sagði hann ,,þú ert
ömurlegur” og meinti Svavar. Ekki vil ég
dæma um það hvort Svavar er ömurlegur
eða ekki en þessar gátur hans þar sem
meirihluti þeirra sem hringja svara út í hött
og láta öllum illum látum eru ömurlegar.
Reyndar til að kóróna allt þá heyrði Svavar
ekki hvað hinn sagði og hváði, viðmæland-
inn sagði þá aftur að Svavar væri ömurleg-
ur og þá sagði Svavar „næsti, gjörðu svo
vel“. En ekki var allt búið, þegar nokkrir
aulabrandarar frá hlustendum höfðu feng-
ið Svavar til að segja „næsti gjörðu svo vel“
kom loks einn með svar og það meira að
segja rétt. Og Svavar spurði hvaðan hann
hringdi, viðkomandi sagðist mú hringja
heiman frá sér og þá gerði Svavar sig sekan
um sömu aulafyndnina og hlustendur
hans. Við það hætti ég að dást að hugrekki
Svavars Gests og mér fannst hér komið gott
dæmi um lélega útvarpsmennsku.
En þó tók steininn úr í seinni spurninga-
gátuleik Svavars. Eftir langa mæðu og
mikla aulafyndni hlustenda kom rétt svar
og við því hafði Svavar ,,rétt“ svar á reiðum
höndum: „Loksins einn sem ekki er löggilt-
ur fáviti" og viðmælandinn þakkaði Svav-
ari fyrir það. Þetta var hræðilegt að hlusta
á. Ég legg til að Svavar annaðhvort hætti
þessari spurningavitleysu eða að hann
hætti með þættina alveg. Það er móðgun
við hlustendur að stjórnanda þáttar kalli
flesta þeirra sem í hann hringja löggilta
hálfvita eða eitthvað annað í þá áttina, jafn-
vel þó að þeir hlustendur hafi ekki beint
verið kurteisir. Það verður að túlka við-
brögð þeirra sem álit þeirra á þættinum og
Svavar verður að bíta í það súra epli að
margir hafa ekki mikið álit á þætti hans
Laugardagur til lukku.
Annars er það ágætt að hafa Svavar á rás
2 því hann er öðruvísi en hinir þáttagerðar-
mennirnir. Og það er nauðsynlegt að hafa
breidd á rásinni en betur má ef duga skal
og betur má Svavar líka ef duga skal.
Sífellt verður meiri bernskublær á dag-
skrá og útsendingum íslenska sjónvarpsins
sökum „útgöngu" rafeindavirkja, sem eng-
inn er alveg klár á hvað gerðu, hvenær og
við hvað. Eitthvað virðist líka á reiki með
það hvort blessaðir mennirnir eru í verk-
falli, eða búnir að segja upp. Sjálfir segja
þeir að um mannréttindamál sé að ræða,
en það segir sig nú sjálft. Öll barátta fyrir
auknum launum á íslandi í dag, er mann-
réttindabarátta — nema þá helst hjá banka-
stjórum, flugstjórum og öðrum stjórum.
Það er annars svolítið skondið með
hvaða skilyrðum umræddir rafeindavirkj-
ar hættu við að hætta, áður en þeir siðan
hættu fyrir alvöru. Þeir samþykktu sem
sagt að mál þeirra skyldi tekið fyrir af Fé-
lagsdómi — með þeim fyrirvara að úr-
skurður yrði þeim í hag! Að öðrum kosti
myndu uppsagnir þeirra taka gildi. Þeir
ákváðu þannig fyrirfram að taka einungis
mark á niðurstöðu dómsins, ef hann felli
þeim í hag. . .
Ég ætla nú að misnota mér aðstöðu mína
og koma á framfæri mikilli reiði og sárind-
um sonar mins í garð sjónvarpsins. Þessi
umræddi piltur er aðeins fjögurra ára, en
orðinn lífsreyndur mjög af því að alast upp
í þessu yfirvinnu- og okurvaxtasjúka landi.
Hann hefur meðtekið hinar köldu stað-
reyndir lífsins (varðandi verðbólgu, verk-
föll og launamismun kynjanna) allt frá því
er hann fyrst fór að teyga rándýra þurr-
mjólkina og skila henni í bréfbleyjur en í
frumbernsku hans voru þessar vörur enn
tollaðar sem munaður.
Eins og aðrir guttar á fimmta ári, er son-
ur minn löngu orðinn háður barnatímum
sjónvarpsins, hverju nafni svo sem þeir
nefnast — Aftanstund, Stundin okkar, end-
urtekið barnaefni, og svo videre. Á okkar
síðustu og verstu mannréttindabaráttutím-
um hefur sjónvarpssjúklingum af yngstu
kynslóðinni hins vegar verið neitað um
skammtinn sinn, eins og okkur hinum.
Þetta finnst títtnefndum einkasyni alveg
sérdeilis fúlt. Að liðnum nokkrum barna-
tímalausum dögum, spurði hann mig að
því hvort það væri út af þessu „peninga-
veseni“ sem skortur á krakkaefni væri í
sjónvarpinu. Ég játti því auðvitað og við
áttum síðan langar og góðar samræður um
gildi verkfalla í nútímaþjóðfélagi.
Þegar ég var búin að bæta barninu upp
sjónvarpsleysið með margfalt lengri kvöld-
sögu en venja er til á mínum bæ, sagði sá
stutti upp úr eins manns hljóði: „Mamma,
sjónvarpsmennirnir eru vondir kallar.”
Þegar ég hváði, stóð ekki á rökstuðningi:
„Jú, sjónvarpskallarnir eru að minnsta
kosti verri en kallarnir, sem taka mjólkina
úr beljunum og setja hana í fernur. Þeir
gera undanþágur fyrir gamla fóíkið og
börnin!"
RS. Fyrst ég er á annað borð farin að láta
aðra tala í gegnum mig á þessum vett-
vangi, sakar ekki að koma því á framfæri
að mikill meirihluti af kaffistofum landsins
hefur komist að þeirri niðurstöðu að þátt-
urinn „Á líðandi stundu'1 hafi farið stór-
batnandi á síðustu tveimur vikum.
30 HELGARPÓSTURINN