Helgarpósturinn - 26.06.1986, Side 8

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Side 8
HELGARPÓSTURINN GERIR ÚTTEKT Á ELSTA OG LANGSTÆRSTA KJÚKLINGABÚILANDSINS - UMTÖLUÐU HOI] texti og myndir Bjarni HarSarson Sídastlidið haust kom hópur manna austur að Asmundarstööum í Holtum í þeim erindagjörðum að rœða kaup á þessu stœrsta kjúkl- ingabúi landsins, Holtabúinu. Kaupverð var 200 milljónir en af kaupum varð ekki. Holtabúið er ekki einasta stœrsta búið í þessari atvinnugrein með 100 þúsund hœnsnfugla í húsum, það er jafn- framt elst af stóru kjúklingabúun- um og það er meira umtalað en nokkurt hinna. Allt frá upphafi reksturs þess hefur gengið sá kvittur meðal almennings á Suðurlandi og keppinauta Asmundarstaðabrœðra í kjúklinga- og eggjaframleiðslu að bú þeirra vœri að fara á hausinn. Aðeins vœri örstutt í fall á þessu veldi sem sumir segja að Ingólfur á Hellu hafi staðið á bak við. Enn á ný hefur þessi saga um fall Asmundar- staða gosið upp — ,,ekki um annað talað," sagði einn heimildamanna HP. En hvaö er hæft í þessu? Athugun HP á veðbókarvottorðum, tal við tugi heimiidamanna og viðtal við Gunnar Jóhannsson, einn bræðr- anna, leiða í ljós svo óyggjandi verð- ur að teljast að enn er langt í fall þessa stórveldis í íslenskum land- búnaði. Stórveldis sem margir hafa viljað feigt — aðrir lofa framtak ungra Reykvíkinga sem fyrir 16 ár- um fluttu sig í sveitina og urðu stór- ríkir á fáum árum. Mikil leynd virðist hvíla yfir þessum rekstri. Ásmundar- staðabræður þykja í augum margra nágranna sinna tilheyra annarri veröid og það sem þaðan fréttist er flest í véfréttarstíl. „Þetta er heimur út af fyrir sig á Ásmundarstöðum," sagði gamall bóndi í Rangárþingi. Nú í vor hafa borist fregnir af um- svifum Fóðurblöndunnar í Reykja- vík, sem er fyrirtæki í meirihluta- eign Ásmundarstaðabræðra. Þar hefur þegar verið fjárfest í nær 200 milljónum króna og því er spáð að innan skamms geti þetta fyrirtæki annað allri fóður-, korn- og hveiti- þörf bæði manna og dýra í öllu land- inu. Þetta fyrirtæki reisa þeir bræð- ur í samvinnu við sænska og danska aðila en auk þeirra eru nokkrir aðrir innlendir hluthafar. Þannig hefur verið bent á að meðal stjórnar- manna í Fóðurblöndunni er Eggert Haukdal, alþingismaður Rangæ- inga og arftaki Ingólfs á Hellu. Frændur Ingólfs úr Reykjavík Ásmundarstaðabræður er þrír — Gunnar, Jón og Sigurður Garðar. Þeir keyptu Ásmundarstaði 1969, þá kornungir menn. Gunnar, sem hefur lengstum verið í forsvari fyrir þá bræður og séð mest um fjárreið- ur búsins, var þá 18 ára, fæddur 1951. Jón er fæddur '48 og Garðar ’46. Fyrstu árin voru þeir mest með hesta á jörðinni en hófu 1972 upp- byggingu kjúklingabús. Næstu þrjú árin óx búið með ári hverju enda ber öllum heimildum saman um að hagstæðari tími til uppbyggingar í landbúnaði hafi aldrei verið, hvorki fyrr né síðar. Stefna Viðreiðsnar- stjórnarinnar var að byggja upp sveitirnar, hvetja bændur til fjárfest- inga. Sjóðir landbúnaðarins voru gildir á þessum tíma og stóðu öllum sem fóru í búskap opnir. Sá maður sem helst er talinn höfundur þessar- ar stefnu er Ingólfur heitinn Jónsson frá Hellu, sjálfstæðismaður, land- búnaðarráðherra, héraðshöfðingi á Suðurlandi. Ásmundarstaðabræður voru nátengdir Ingólfi. Eva ekkja Ingólfs er móðursystir þeirra bræða. „Það hefur átt að heita að það væri frjáls samkeppni í þessari grein en getur varla kallast það þegar sumir geta bara vaðið svona í sjóði hins opinbera og alltaf beitt einhverjum mönnum fyrir sig,“ sagði einn heim- ildamanna blaðsins. „Fyrst höfðu þeir Ingólf, síðan Eggert og núna er Þorsteinn líka orðinn þingmaður Sunnlendinga." Aðrir heimildamenn HP bentu á að heppni hefði fyrst og fremst ráðið velgengni þeirra Ásmundarstaða- bræðra. Þess utan ber öllum þeim, sem blaðið ræddi við, bæði úr hópi harðra andstæðinga þeirra og hinna, saman um að þær bræður séu harðduglegir og mjög útsjónar- samir. „En þeir eru líka frekir og ákveðnir. Koma sínu fram og vaða yfir hvern sem er. Það er mörgum illa við þá hérna og fyrst og fremst vegna þess hvað þeir eru andskoti ákveðnir," sagði Holtamaöur í sam- tali við blaðið. „Það er auðvitað mis- jafnt hvað mönnum finnst um þá bræður. Sumum blöskrar voðalega hvað þeir eru ákveðnir og hafa sitt fram, en sjálfur held ég að þetta séu ágætir menn, þeir hafa komið af stað heilmikilli atvinnustarfsemi hérna og það munar um slíkt,” hefur blaðið eftir enn öðrum austanfjalls. — Þetta eru auðvitað engir bænd- ur, eiga yfirleitt litla samleið með fólki hérna í sveitinni. Þeir lifa allt öðru vísi. Fara erlendist til afslöpp- unar og Gunnar ekur um á nýjum Benz 500, einn af fáum landsmönn- um sem eiga þannig bíl og áreiðan- lega eini bóndinn. Þetta eru allt óbeinar tilvitnanir í samtöl við menn austanfjalls. Samkvæmt upp- lýsingum sem HP fékk hjá Bifreiða- eftirlitinu á Gunnar Jóhannsson Mercedes Benz 500 SE, árgerð '82. Aðeins örfáir íslendingar eiga slíka bíla, sem kosta nýir 2,3 milljónir króna. Með þumalputtareglu, sem starfsmaður Ræsis gaf blaðamanni, má áætla verðmæti 4 ára bíls af þessari tegund 1,5 milljónir króna. En eru þessir menn bændur? Ég lít eiginlega frekar á nútíma Gömul útihús frá tíma sauðfjár og kúabúskapar. Handan þeirra er hús vinnuhjúa á Ásmundarstöðum og fjærst sér í byggingar Ásmundarstaða I. 8 HELGARPÖSTURINN Gunnar, Garðar og Jón. „Nei, nei, ég er ekki yfir okkur bræðrum, við vinnum allir mjög sjálfstætt. Það hefur bara æxlast þannig að ég hef séð um fjármálin," sagði Gunnar Jóhannsson, sem er yngstur þeirra bræðra, fjármálamaðurinn í hópnum og sá þeirra sem mest kemur fram í samningum og viðræðum fyrir búið. Hinir tveir vinna meira heimavið. Myndir: Jens Alexandersson. kjúklingarækt sem iðnað og þegar maður kemur þarna heim þá lítur þetta meira út eins og iðnfyrirtæki — en sjálfsagt er þetta skilgreint sem landbúnaður," sagði einn sam- starfsmaður þeirra bræðra í samtali við blaðið. Tvennum sögum fer af íburði þeirra bræðra í einkalífi. Margir af keppinautum þeirra, og þeim sem síst telja sig í þeirra vinahópi, segja að þeir séu fyrst og fremst vinnu- þjarkar, eigi að vísu sæmilega bíla, hús og þessháttar en gefa minna út á sögur um lúxuslíferni þeirra. „Það getur verið að sumum þyki þeir geta veitt sér eitt og annað sem aðrir hérna í sveitunum geta ekki. Þeir leigðu til dæmis hús í Sviss á síðasta ári og voru þar um tíma með sínar fjölskyldur, einn í einu. En þetta er líka mestmegnis öfund sem spinnur svona tal upp," sagði einn Holta- maður við blaðið. Annar heimilda- maður HP sem þekkir vel til þeirra bræðra benti á að Gunnar ætti full- búin einbýlishús á þremur stöðum. „Þetta í Reykjavík sem þeir keyptuá 11 milljónir, eitt á Ásmundarstöðum og það þriðja er að Árbæ í Holtum. Þú getur kallað það sumarbústað en þetta eru 80 fermetrar á tveimur hæðum," sagði þessi heimildmaður HP. Á Ásmundarstöðum standa ein- býlishús þeirra bræðra þrjú saman, öll eins og ekki íburðarmeiri en gengur með önnur íbúðarhús til sveita sem byggð eru á síðustu ára- tugum. Sumarbústaðurinn að Árbæ er stærri en gengur og gerist. Þá hefur HP fyrir því heimildir að íbúð- arhús það sem Holtabúið keypti fyr- ir Gunnar í Reykjavík eftir að hann tók við starfi hjá Fóðurblöndunni, hafi kostað 11 milljónir króna. Hversvegna óvild og slúður? Ljóst er af samtölum HP við fjölda heimildamanna að Ásmundarstaða- bræður eiga sér óvildarmenn bæði meðal bænda austanfjalls og koll- ega á Suðvesturhorninu. En hvers- vegna? Hversvegna tala menn sýknt og heilagt um að Holtabúið sé að fara á hausinn? Vinir þeirra bræðra, svo og Gunn- ar sjálfur, afgreiða þetta allt sem öf- undartal. Ófund skýrir hluta af þessu en ekki allt. Landbúnaður hefur átt í vök að verjast undanfarin ár og mikill fjöldi bænda hefur hrökklast á mölina vegna offram- leiðslu og þess að litlir vaxtarbrodd- ar eru í þeim atvinnugreinum sem bjóðast til sveita. Margir forsvars- menn byggðastefnu hafa lagt á það áherslu að landbúnaður sé rekinn í fjölskyldubúskap. Með því móti má tryggja þeim, sem nú búa í sveitun- um og eiga þar sín heimili, atvinnu um komandi framtíð. Til sveita er stundum talað um stórbændur — sem hafa þá oft einn eða tvo vinnu- menn hluta af árinu og vel að bíta og brenna sjálfir — og svo smábændur sem tæplega hafa sjálfir nóga at- vinnu af búum sínum. Holtabúið er langt ofan við mælikvarða þessara GUNNAR Á ÁSMUNDARSTÖÐUM: HOLTABÚIÐ ER EKKI TIL SÖLU „Holtabúið er ekki falt og hefur aldrei verið boðið falt," sagði Gunn- ar Á. Jóhannsson, einn Ásmundar- staðabræðra, í samtali við HP. „Við vorum að kasta upp ákveðnum bolta þarna og ef það hefði verið hægt að búa til sniðugt dæmi þá er- um við til í „bisnes" fyrir „bisnes" en búið var aldrei boðið falt af okk- ur. Það var þarna ákveðinn aðili sem falaðist eftir búinu hjá okkur. Við vísuðum honum frá tvisvar, en í þriðja skiptið sögum við honum að ef hann fengi þarna ákveðna aðila til liðs við sig — ísegg, ísfugl og fleiri — þá mætti skoða það mál. Áuðvitað er alveg hægt að selja Holtabúið, allir hlutir hafa sitt verð. Það stendur bara ekki til. í þessum efnum er það þó spurning hvort ekki sé betra að losna úr þessu því það er náttúrlega mannskemmandi að standa í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd en vera um leið áfengi þjóðarinnar á kjaftasögu- fylleríum." — Kemur það ekki til með að standa Fóðurblöndunni fyrir þrifum að eigendur hennar séu samkeppn- isaðilar annarra viðskiptavina? „Það er mjög hörð samkeppni í þessum efnum og ég hef ekki trú á öðru en menn hljóti að kaupa það fóður sem er best og ódýrast fyrir þá að kaupa. Þetta eru líka tvö sjálf- stæð fyrirtæki. En varðandi þá kenningu að við getum boðið lægra verð vegna hveitimyllunnar þá held ég ekki að það valdi neinni byltingu. Þetta yrðu kannski 1000—2000 tonn sem myndast í úrgang þarna en heildarmarkaður fyrir fóður seg- ið þið að telji 70 þúsund tonn. Auk þess mun Fóðurblandan ekki sitja neitt ein að þessu, þetta verður selt öllum aðilum í fóðurframleiðslu í landinu. Okkar meðeigendur myndu aldrei samþykkja það að þeirra vara yrði notuð til að hjálpa okkur bræðrum. Eða ég þekki ekki þá Dani eða Svía sem eru komnir til að fjárfesta hér sérstaklega fyrir okkur." — Fyrirgreiðsla Ingólfs á Hellu og annarra pólitíkusa fyrir ykkur. . .? „Ég er svo lánsamur að geta sagt að Ingólfur hafi aldrei gengið okkar erinda í nokkrum rekstri, enda held ég að okkar landbúnaður hafi ekki verið í anda þeirrar stefnu sem hann fylgdi. En það getur vel verið að okkar tengsl við Ingólf hafi hjálpað okkur á þann hátt að menn höfðu meiri trú á okkur vegna þeirra. En ekki að hann hafi beðið um eitt né annað fyrir okkur. Sama get ég sagt um aðra; þá Eggert Haukdal vin okkar, sem situr í stjórn Fóðurblöndunnar sem full- trúi Kaupfélagsins Þórs, en það er þar hluthafi, og eins Þorstein Páls- son. Ég get fullyrt að þessir menn hafa aldrei gengið okkar erinda — enda sérðu það á veðbókarvottorð- um að við höfum ekki fengið lán fyr- ir Holtabúið úr einum einasta fjár- festingasjóði síðan 1975. Við feng- um bara þau láni sem lög gerðu ráð fyrir." — Þú ert sagður eiga þrjú heimili. „Þetta er rangt. Eg er með mitt einbýlishús í Reykjavík og sumar- bústað austur í Árbæ, en þessi kjaftasaga byrjaði vegna þess að íbúðarhúsið á Ásmundarstöðum stóð autt dálítinn tíma. Systir mín, sem vinnur þarna, er að flytja í það núna." — Það er sagt að þið séuð ekki bændur — þið hafi ekki þennan landbúnað ykkar sem lífsskoðun eins og stundum er sagl að hefð- bundnir bœndur hafi? „Ef það er meint að við séum ekki sveitamenn með tengsl vjð okkar stað þá vil ég benda á að við höfum eytt öllu okkar ævistarfi í þetta. En hitt er alveg Ijóst að ég hef hesta- mennsku sem mitt áhugamál en ekki hænur." — Ilokin, Gunnar. Eruð þið brœð- ur frekjuhundar sem hafið ykkar fram með öllum ráðum? „Það er náttúrlega erfiðast fyrir okkur að svara þessu. En við höfum okkar skoðanir og ef við teljum þær vera sannar og réttar þá reynum við að halda þeim fram."

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.