Helgarpósturinn - 26.06.1986, Qupperneq 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Blaöamenn: Egill Helgason,
Friðrik Þór Guðmundsson,
Jóhanna Sveinsdóttir,
Jónfna Leósdóttirog G. Pétur
Matthíasson.
Útlit: Jón Oskar Hafsteinsson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Útgefandi: Goðgá h/f.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Steinþór Ölafsson.
Auglýsingar:
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Baldursson.
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasími: 74471).
Berglind Björk Jónasdóttir.
Afgreiðsla:
Ólöf K. Sigurðardóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sími
68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Sími 68-15-11.
Setning og umbrot:
Leturval s/f.
Prentun: Blaðaprent h/f.
Er Mogginn
hættur í fréttum?
Hafskipsmálið er harmleikur
einstaklinga og þjóðar. Þegar
stórfelld gjaldþrotamál og
meint sakamál eru annars veg-
ar fer ekki hjá því að slíkt geti
orðið sárt fyrir þá sem málið
snertir.
Hafskipsmálið gæti hins veg-
ar orðið ákaflega gagnlegur
harmleikur fyrir íslenska þjóð.
Ástæðan er einföld. íslendingar
geta nefnilega dregið ótal lær-
dóma af þessu stærsta gjald-
þrota- og hvítflibbamáli sem
upp hefur komið hérlendis
Sumir vilja ganga svo langt
að segja að nú séu alkalí-
skemmdir íslenska ætta- og
flokkalýðveldisins að koma í
Ijós, og það sé jafnframt um
seinan að tjasla upp í skemmd-
irnar eða mála yfir þær. Öllum
sé Ijóst að þær séu þarna.
Eina viðgerðin sem dugi sé
sú að ganga hreint til verks og
byggja upp á nýtt. Hingað til
höfum við haft fremur óáþreif-
anleg víti til varnaðar, en nú höf-
um við fyrir framan okkur að
hluta, þökk sé fjölmiðlum,
þann óttalega veruleika sem
viðgekkst að tjaldabaki áferðar-
fallegrar ásjónu skipafélagsins
Hafskips.
Það hefur víst ekki farið
framhjá neinum, að útvarpsráð
hefur lýst óánægju sinni með
fréttaflutning sjónvarps — og
útvarps — af Hafskipsmálinu
og ráðið m.a.s. ályktað um það.
Þetta þótti Morgunþlaðinu, af
einhverri ástæðu, mjög merki-
leg ályktun og hefur gefið gott
rými. Þar hefur m.a. komið fram
að formanni útvarpsráðs „líki
ekki" svona fréttaflutningur
(sem fólst í því að spyrja spurn-
inga, krefjast svara).
önnur umfjöllun Morgun-
þlaðsins um málið bendir til
þess að blaðinu sé í mun að
ekkert eða lítið verði gert úr því
í fréttum þlaðsins, nema þá
helst þegar svona útvarpsráðs-
sjónarmið skjóta upp kollinum.
HP áttar sig ekki á þessu. Við
héldum að Morgunblaðið væri
fréttablað en samkvæmt þögn
þlaðsins um sum hinna nýju
tíðinda í Hafskipsmálinu og
veglega umfjöllun þess um
andfréttaleg sjónarmið hins
vegar, hljótum við að draga þá
ályktun að í Hafskipsmálinu sé
Morgunþlaðið ekki fréttaþlað.
Það er eins og þlaðið sé að
undirþúa lesendur sína áður en
stóra sprengjan springur, slæva
þá — m.a. með því að vera þún-
ir að kasta rýrð á annars ágæta
fréttamenn Ríkisútvarpsins.
Því skyldi þó aldrei hafa tek-
ist það nú þegar?
BRÉF TIL RITSTJÖRNAR
Listamenn og
flokkur
„mannsins“
Allmikið hefur verið rætt um und-
irskriftalista níu listamanna sem
lýstu stuðningi við Davíð Oddsson
rétt fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar. Þetta fólk hefur verið
kallað umskiptingar. Ég tek ekki
undir það, álít engum manni vansa
í því að hafa stjórnmálaskoðun, ekki
heldur að mynda sér nýja, eins þótt
andstæð sé mínum skoðunum. Ég
kannast heldur ekki við að þetta
fólk hafi verið bundið á einhvern til-
tekinn klafa um aldur og ævi, sumt
af því hef ég raunar aldrei vitað til
að tæki opinberlega stjórnmálaaf-
stöðu áður.
En mér hefði þótt virðingarverð-
ari yfirlýsing um að fólk ætlaði að
kjósa, t.d. D-listann vegna tiltekinna
stefnumála, en þessi yfirlýsing: „Við
kjósum menn en ekki flokka". Því
hún merkir ekki annað en þetta: Við
setjum traust okkar á valdamenn en
ekki á samtök almennings um að
hafa áhrif á umhverfi sitt. Alveg í
samræmi við þetta er það sem felst
í yfirlýsingunni, tilgangur hennar:
Kjósendum ætti að nægja þau rök
með framboðslista, að við undirrit-
uð leggjum okkar kunnu nöfn við
Litlar fréttaklausur HP eru nokk-
uð sem ég les með mikilli ánægju,
og það svo að fimmtudagarnir eru
ávallt mesta tilhlökkunarefni vik-
unnar, enda er þar oft á tíðum tæpt
á málum sem lítið fer fyrir annar-
staðar, en eru þó sum hver að
minnsta kosti einkar athyglisverð.
Fimmtudaginn 15. maí birtist í
þessum ágæta dálki klausa þar sem
ýjað var að óánægju starfsmanna
Byggðastofnunar með hugmyndir
þær sem uppi hafa verið að undan-
förnu um að flytja hana til Akureyr-
ar, hugmyndir sem hingað til hafa
strandað á andstöðu einhverra
„byggðastefnumanna", vel að
merkja búsettra á Reykjavíkursvæð-
inu. Ekki skal hér gert lítið úr þeim
sársauka sem því er ávallt fylgjandi
að þurfa að flytja heimkynni sín í
aðra landshluta, en aðeins bent á þá
staðreynd, að hin síðustu ár hafa
æði margir Akureyringar neyðst til
að taka þann kost, meira að segja
miklu fleiri en starfsmenn Byggða-
stofnunar. Á það skal líka bent, að
sennilega munu margir þessara
starfsmanna vera reiðubúnir til að
flytjast norður gerist þess þörf, og
ekki hvað síst ef eitthvað áhugavert
er að gerast í nýskipan byggðamála
á íslandi. Mjög líklegt er, að einmitt
flutningur Byggðastofnunar til Ak-
ureyrar sé forsenda slíkrar nýskip-
unar. Hvað varðar það atriði sem
fram kom í fyrrnefndri klausu HP
um að „mestöll þekkingin og reynsl-
an verði eftir í Reykjavík", þá liggur
manni við að segja „Guði sé lof“,
reykvísk reynsla í byggðamálum
hann. Það er víst ekki öllum ljóst að
stjórnmálastefna komi fram í þess-
ari afstöðu, en þetta er þó áreiðan-
lega hornsteinn „sjálfstæðisstefn-
unnar“, að standa með valdhöfun-
um, dýrka einhverja leiðtoga. Því er
ég fyrir mitt leyti raunar gáttaður á
Atla Heimi, sem haldið hefur yfir
mér stjórnmálaræður bókstaflega
síðan ég man eftir mér, og þá jafnan
á móti íhaldinu. Eitt meginatriði
þeirra var víst áreiðanlega að völd
íhaldsins yfir Reykjavíkurborg væri
grundvöllur valda þess á landsvísu.
En hann um það. Ég skil ekki vel
fólk sem hneykslast á þessum níu-
menningum, en segir ekki orð við
því að yfirlýstir vinstrimenn, Sig-
urður A. Magnússon og Jón frá
Pálmholti, skuli styðja Flokk manns-
ins. Því hafi ég skilið „stefnu" þess
flokks rétt, þá er hún nákvæmlega
hin sama. Við kjósum menn en ekki
flokka, burt með þessa menn, inn
með hina, þá verður allt betra,
meira þarf ekki. Munurinn er sá
einn, að Sigurður og Jón styðja ut-
angarðsmenn í stjórnmálum, en
hinir níu styðja valdamenn.
Þessa afstöðu kalla ég yfirlýsingu
um pólitískan óvitahátt, hver sem í
hlut á, og skipti mér ekki af því þótt
einhverjir listamenn kjósi sér það
hlutskipi. Annað er miklu alvar-
legra. Hér í þessu blaði hefur það
verið borið á valdamann, að hann
dugar nefnilega ekki einu sinni Suð-
urnesjabúum, sem sumir hverjir að
minnsta kosti telja að leiðin í
Byggðastofnun muni styttast til
muna fyrir þá verði hún á Akureyri.
Og það beinlínis verður að byggja
frá grunni svo að mannlegir harm-
leikir á borð við það sem við í dag
horfum uppá á Reykhólum heyri
sögunni til. Hin þingstýrða, reyk-
víska Byggðastofnun á vafalaust
hlut í einhverjum slíkum harmleikj-
um.
Raunar er grundvallarspurningin
ekki um flutning Byggðastofnunar
til Akureyrar, heldur ný og vísinda-
leg vinnubrögð í byggðamálum, en
flutningurinn er forsenda þess að
slík vinnubrögð verði tekin upp.
Byggðastofnun verður að gera að
deild eða sérstofnun innan væntan-
legs háskóla á Akureyri, þó ekki
þeirrar háskólanefnu sem Sverrir
þykist ætla að setja hér á fót, og sem
íhald og Framsókn rífast nú um höf-
undarréttinn á, heldur nýs og öflugs
háskóla tengdum atvinnulífi bæjar-
ins og landsbyggðar allrar, en ekki
bara Eimskipi og Svala. Það verða
meðal annars að teljast sterk rök
með staðsetningu stofnunarinnar á
Akureyri sem Hagvangur taldi mót-
rök, þ.e. fjarlægðin frá hinni þing-
kjörnu stjórn. Það hlýtur að vera
stórkostleg skerðing á hlutverki
stofnunarinnar sem hlutlausrar
rannsóknarstofnunar, að hafa stöð-
ugt yfir sér vafrandi þingmenn á
atkvæðaveiðum. Þá ætti stofnunin
alls ekki að hafa nokkurn ráðstöfun-
arrétt á fjármagni. Um það eiga
hafi haft samband við þessa lista-
menn, sem eiga veruiega tekju-
möguleika undir honum, og beðið
þá um að táka þessa stjórnmálaaf-
stöðu opinberlega. Þessa ásökun
hefur Hrafn Gunnlaugsson ekki bor-
ið af sér, né neinn hlutaðeigandi af
honum, mér vitanlega. Verður því
að gera ráð fyrir að hún sé sönn.
Þetta er gróft hneyksli, óafsakanlegt
með nokkurri fornri vináttu. í mín-
um huga er svona háttalag miklu al-
varlegra mál en sjúkrastyrkur Guð-
mundar jaka, og ætla ég þó síst að
réttlæta hann.
Verst er sú almenna afturhaldstil-
hneiging sem birtist í málinu, að
furstar hafi um sig hirðskáld, en þau
fylgi umfrám allt sínum manni, en
ekki málefnum. Þetta er ekki að
undra í kerfi smákónga, fyrir-
greiðslumanna, sem geta ekki sýnt
vald sitt með öðru en geðþótta. En
það er mjög mikilvægt að listamenn
vinni gegn þessari tilhneigingu,
berjist fyrir sem mestu sjálfstæði sér
til handa. Og þar þurfa þeir að
standa sig, sem kjörnir hafa verið til
forystu í samtökum listamanna.
Um þetta gat ég því ekki orða
bundist, þótt ég meti þetta fólk auð-
vitað eftir sem áður mikils — jafn-
mikils — sem listamenn og góð-
kunningja mína.
Örn Ólafsson
landshlutabankar að sjá í framtíð-
inni.
Mörg fleiri rök eru fyrir staðsetn-
ingu Byggðastofnunar á Akureyri,
en afar fá gegn, og þá helst þau, að
atkvæðapotarar, flestir reykvískir,
myndu þarna missa nokkurn spón
úr þeim aski sem hin rangláta kjör-
dæmaskipan hefur tryggt þeim.
Vonandi verða einhverjir af starfs-
mönnunum í Rauðarárstígshöllinni
til að leggja hér orð í belg, og þá
ekki hvað síst ef þeir færa jafngóð
rök fyrir flutningi stofnunarinnar
eins og Bjarni Einarsson í nýlegri
Moggagrein, reyndar alveg óvart,
nema þar hafi verið á ferðinni und-
irmeðvitund fyrrverandi Akureyr-
ings. Eitt ber þó enn að nefna í þessu
sambandi. Margt bendir til þess að
Byggðastofnun verði lögð niður í
sinni núverandi mynd að afloknum
alþingiskosningum á komandi vori.
Hinsvegar gæti svo farið að einmitt
ný stofnun rísi á grunni hennar, ein-
mitt hér á Akureyri, þannig að
starfsmenn hennar þurfa ef til vill
að velja um það að flytja norður eða
vera atvinnulausir, eins og iðnaðar-
mennirnir okkar urðu að velja um
það að fara suður eða verða at-
vinnulausir. En við bjóðum þessa
starfsmenn velkomna til fallega
bæjarins okkar, ekki síst ef þeir vilja
vinna með okkur að því að gera allt
ísland betra og byggilegra land,
Reykjavík líka.
Akureyri 15. maí 1986
Reynir Antonsson.
s
^iÞtemmningin meðal hinna „al-
mennu launamanna" hjá Flugleið-
um mun ekki vera upp á marga
fiska þessa dagana, eftir að samið
var um ca. 26% launahækkun við
flugliða. Benda menn réttilega á að
þarna sé um að ræða hæst launaða
fólkið hjá félaginu, sem nú fær á
einu bretti um það bil 20 prósentum
meiri hækkun en aðrir starfsmenn.
Þar að auki mun hafa fengist sam-
þykki Flugleiða fyrir því að flug-
áhafnir sem sendar eru út til þess að
taka við vélum erlendis, fái ávallt að
fljúga á „Saga-class“, þar sem þjón-
usta og rými á að vera betra og öll
vínföng ókeypis. Segja hinir svoköll-
uðu gárungar, að nú séu farrýmin
orðin þrjú hjá Flugleiðum: Eco-
nomy-class, Saga-class og
Saga-crew.
Oánægjan innan félagsins hefur
meðal annars birst í því að fólk, sem
starfar við innanlandsflugið á
Reykjavíkurflugvelli, hefur gjarnan
verið afar upptekið þegar farið hef-
ur verið fram á að það vinni eftir-
vinnu. Einnig mun starfsfólk á
Hótel Esju hafa sent sendinefnd til
Hans Indriðasonar hótelstjóra í
þeim tilgangi að fá kjörin bætt í ljósi
samninganna við flugliða. Ekki fór
sögum af afrakstri þeirrar farar. . .
A
öðrum stað her í blaðinu
segjum við frá því að flugliðar hafi
fengið því framgengt í nýgerðum
kjarasamningi við Flugleiðir að
þeir ferðuðust ávallt á Saga-class,
þegar þeir væru sendir út til þess að
taka við flugvélum erlendis. Eftir
nánari eftirgrennslan virðist þó ekki
ljóst hvort þetta ákvæði á einnig við
um samning flugfreyja við félagið, en
það tekur örugglega til flugmanna
og flugvélstjóra, samkvæmt áreið-
anlegum heimildum. Þetta er eigin-
lega enn fáránlegra, ef eitt er ekki
látið ganga yfir bæði flugmenn og
flugfreyjur, sem eru hluti sömu
áhafnar á ferðalagi. Þá væri Saga-
class orðið að nokkurs konar karla-
farrými. . .
LAUSNIR Á
SKÁK-
ÞRAUTUM
09 Ten Cate
1 c7 hótar Rb6 mát
1 ... Hxd7 2 c8D
Hb82 cb8D
Bg3 2 cd8D
Lausnin getur naumast einfaldari
verið, en það sem fyrir höfundinum
vakir er að sýna að hægt er að vekja
upp drottningu á þrjá vegu, eftir því
hvernig svartur svarar lykil-
leiknum.
10 Ákerblom
1 Dfl Kh4 2 Df3 og 3 Dg4
Kh6 2 Df5 Kh5 3 Dh7
g4 Rxg4
g4 2 Df5+ Kh6 3 Rg4
Kh4 3 Dxg4
Kg6 2 Df7 + Kh6 3 Rg4
Þarna detta manni fyrst í hug
drottningarleikir eftir c-línu, en eng-
inn þeirra dugar: 1 Dc8 Kg6!, 1. Dc6
g4!, 1 Dc4 Kh6! eða Dc2 Kh4!
ÁÐUR VORU ÞAÐ RAGNAR i SMÁRA OG KRISTINN E. ANDRÉSSON
ER ARFTAKINN
HRAFN GUNNLA
,,MUNSTRIÐ RUGLAST
OG MAÐUR ER EKKI
LENGUR GOTT SKALD"
LISTAMENNIRNIR
£í3
;on?
Byggdastofnun til Akureyrar
10 HELGARPÓSTURINN