Helgarpósturinn - 26.06.1986, Qupperneq 13
ur Haraldsson snúa sér að öðrum
verkefnum en þeim sem lúta að
stjórn Fálkans, en hann hefur verið
forstjóri fyrirtækisins um tíu ára
skeið, allar götur frá því hann lauk
viðskiptafræðiprófi. Ástæða þess að
Ólafur hefur nú ákveðið að hætta
hjá þessu gamalgróna fyrirtæki
mun vera einföld: Hann langar ein-
faldlega að breyta til. Hvert hann
heldur er hinsvegar ekki vitað. Eftir
því sem HP heyrir ennfremur verð-
ur það Páll Bragason, deildarstjóri
Fálkans, sem tekur við stöðu Ólafs á
toppnum. Af öðrum stöðutilfærsl-
um innan Fálkans er það líka að
segja að Björn Jóhannsson, sem
verið hefur deildarstjóri hjá fyrir-
tækinu á undanförnum misserum,
verður núna framkvæmdastjóri
þess...
órir Maronsson, settur yfir-
lögregluþjónn í Keflavík (sjá ann-
arsstaðar í blaðinu), hefur lengi ver-
ið flokksbundinn framsóknarmaður
og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir flokkinn í Keflavík og Njarð-
vík. Því brá flokkssystkinum hans
að vonum þegar þessi sami Þórir
gerðist kosningastjóri Alþýðu-
bandalagsins í kosningunum í vor.
Var þess eindregið farið á leit við
Þóri að hann segði sig úr Fram-
sóknarflokknum og héldi sig utan
hans þar til hann hefði gert upp hug
sinn í pólitíkinni. . .
PPðligf
—-----
Þú boigar alltaf sama gjaldið,
hvort sem þú ert einn eða með fleirum íbílnum!
Hrevfill bvður sætaferðir til Keflavíkur
Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbil.
Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig
með hressilegri símhringingu, óskir þú þess.
HREMFIU.
68 55 22
HELGARPÓSTURINN 13