Helgarpósturinn - 26.06.1986, Side 14
ER H/EGT AÐ FÁ ÚRLAUSN Á
PERSÓNULEGUM VANDAMÁLUM
Á ÍSLENSKUM HÓTELUM?
HELGARPÓSTURINN ATHUGAR
HVORT HERMA MEGI ÖRLÖG
SÖGUPERSÓNANNA í HINNI
MISVINSÆLU SÁPUÓPERU HÓTELI,
UPP Á RAUNVERULEIKANN
Undanfarna mánuöi hefur sjón-
varpiö sýnt þœtti sem kallast Hótel
og eru lauslega byggðir á sam-
nefndri bók eftir bandaríska rithöf-
undinn Arthur Hailey. Þessi þátta-
röö lýsir daglegu amstri á stóru lúx-
ushóteli t Amertku, þar sem starfs-
fólk, búiö ofurmannlegum kostum
og alveg einstakri manngœsku,
stjanar viö gesti afýmsum toga. Oft
vilja örlög viöskiptavina og starfs-
liös tvinnast saman, en aö lokum
hvers þáttar hefur hvers manns
vandi ávallt veriö leystur í anda af-
þreyingarformúlunnar. Þarna er
sem sagt ekki um neina vandamála-
þœtti að rœöa, þó svo aö glíma þurfi
viö ýmsa erfiöleika í þáttanna rás.
Þaö má meö sanni segja aö eng-
inn sé svikinn af þeirri gestrisni og
umönnun, sem boðið er upp á á Hót-
eli heilags Gregoríusar. Ogtœpaster
ofsögum sagt aö þetta sé drauma-
vinnustaöur hvers hótelstarfs-
manns. Hótelstýran er hreint gull af
manni, sem leysir fólk gjarnan út
meö gjöfum og undirmennirnir eiga
skilning hennar allan.
En hvernig skyldi þessi lýsing
vera, miöað við það sem gerist í
raunveruleikanum? Helgarpóstur-
inn fékk tvo starfsmenn á Hótel
Sögu og Hótel Loftleiðum tilþess aö
svara þeirri spurningu.
BÓKIN MUN
RAUNVERULEGRI
Jónas Hvannberg gegnir stöðu
aðstoðarhótelstjóra á Hótel Sögu og
er því í svipaðri stöðu og ljúfmennið
Pétur í Hótelþáttunum. Jónas var
fyrst spurður að því hvort honum
fyndust þættirnir gefa raunsæja
mynd af þeim starfsvettvangi, sem
hann hefur unnið á undanfarin átta
ár.
„Nei, því fer víðsfjarri. Pessir
þættir eru í alla staði fremur fárán-
legir. Það þarf ekki annað en taka
samskipti starfsfólksins sem dæmi.
Þau eiga eflaust engan sinn líka,
hvorki á Hótel Sögu né á nokkrum
öðrum vinnustað.
Þessir þættir lýsa ýmsum erfið-
leikum gestanna annars vegar og
starfsfólksins hins vegar, en mér
finnst vandamál þessa fólks ekki
ýkja raunveruleg. Þar að auki sam-
tvinnast vandamál þessara tveggja
hópa alls ekki hjá okkur með því
móti sem sýnt er í sjónvarpsþátt-
unum. Það er langt því frá. Ég hef
hins vegar lesið bókina, sem þætt-
irnir eru byggðir á, og hún er miklu
nær raunveruleiknum. Það var
greinilegt að höfundurinn hafði gert
sér far um að kynnast hótelrekstri."
í þáttunum fá hótelgestir oft
ómetanlega hjálp starfsliðsins við
úrlausn ýmissa persónulegra vanda-
mála. Jónas Hvannberg kannaðist
ekki við það, að hann eða aðrir á
Hótel Sögu þyrftu mikið að bregða
sér í hlutverk ráðgjafa eða sálu-
sorgara.
„Fólk leitar auðvitað til okkar
með alls kyns vanda, en ekki varð-
andi sín einkamál. Bandaríkjamenn
eru að vísu opnari en fólk af öðru
þjóðerni, en þeir spjalla aðallega
um heima og geima fremur en að
ræða um persónulega erfiðleika
sína.“
Á Hóteli heilags Gregoríusar
vinnur þeldökkur öryggisvörður,
sem áður lifði af því að ræna sam-
borgara sína. Nú ver hann líf og eig-
ur hótelgestanna af mikilli einlægni
og virðist vera á vakt allan sólar-
hringinn, því hann er til taks jafnt á
nóttu sem degi. Jónas var spurður
að því hvort sérstök öryggisgæsla
væri á Hótel Sögu.
„Já, við erum með slíka vörslu
núna. Það er vaktmaður á hótelinu
að næturlagi, sem er starfsfólki í
gestamóttökunni til aðstoðar og fer
í reglulegar eftirlitsferðir um bygg-
inguna.
Oryggisvandamál hafa raunar,
sem betur fer, verið afar sjaldgæf á
íslenskum hótelum hingað til, og
þegar um háttsetta erlenda gesti er
að ræða, tekur útlendingaeftirlitið
og lögreglan að sér þessa hlið mála.
Einnig hafa slíkir aðilar oft með sér
sína eigin öryggisverði."
ALLT GENGUR EINS OG
SMURÐ VÉL
Varðandi það hvort mismunur
væri á hótelgestum eftir því frá
hvaða landi þeir kæmu, sagðist Jón-
as Hvannberg ekki merkja neinn
slíkan mun.
Hann sagði einnig að hlutfall
gesta af ýmsu þjóðerni væri mjög
misjafnt. Langstærsti hluti gestanna
á Hótel Sögu væri frá hinum Norð-
urlöndunum og frá Bandaríkjunum,
en mun minna hefði verið um aðrar
þjóðir, eins og t.d. Þjóðverja og
Frakka.
í bandarísku þáttaröðinni hefur
það einstaka sinnum komið fyrir að
hótelgestir hafa sloppið við að
borga fyrir dvöl sína, sökum þess að
hótelstýran indæla hefur vorkennt
þeim af einhverjum ástæðum. Jónas
sagðist ekki muna til þess að slíkt
hefði komið fyrir á Hótel Sögu. „Við
erum ekki svona hjartahlý," sagði
hann og hló. „Hótelið hérna er
einnig frábrugðið þáttunum að því
leyti að ég hef enga aðstoðarmann-
eskju sem gengur um með minnis-
blöð á spjaldi. Reyndar hef ég oft
óskað þess að ég hefði slíka aðstoð-
arstúlku sem færði mér hádegismat
og kaffi á bakka. Ætli þetta sé ekki
það sem ég öfunda aðstoðarhótel-
stjórann í sjónvarpsþáttunum helst
af.
Annars finnst mér hótelstarfsliðið
í þessum þáttum alveg óeðlilega af-
slappað og hlutirnir ganga alltaf
eins og smurð vél. Þeir gera það nú
auðvitað líka hjá okkur. Hins vegar
koma þarna upp fá vandamál sem
eru dæmigerð fyrir venjuleg hótel.
Þessir sjónvarpsþættir eru auðvit-
að ekkert annað en sápuópera og
því byggðir upp samkvæmt þeirri
formúlu, á sama hátt og Dallas og
slíkt efni.“
Jónas Hvannberg var að lokum
spurður að því hvort það kæmi
nokkurn tímann fyrir að gestir hjá
honum lentu í svipuðum ástarævin-
týrum og viðskiptavinirnir í Hótel-
þáttunum. Alvarlegur í bragði sór
hann allt slíkt af sér, en stríðnisbliki
brá fyrir í augunum.
BLÖNDUM OKKUR EKKI
I' EINKALÍF GESTANNA
Geirlaug Magnúsdóttir er hæst-
ráðandi í gestamóttökunni á Hótel
Loftleiðum. Hún tók strax undir þá
skoðun Jónasar á Hótel Sögu að
sjónvarpsþættirnir lýstu lífi og starfi
innan hótelveggja á fremur óraun-
sæjan hátt.
„Starfsfólkið hérna blandar sér að
sjálfsögðu ekki í einkalíf gestanna á
sama hátt og þessir þættir gefa til
kynna," sagði Geirlaug. „Auðvitað
kemst maður í gott samband við
fólk sem býr hér í langan tíma. Þá er
rabbað um alla heima og geima, en
slíkt samband fer aldrei út í einkalíf-
ið og starfsliðið blandast ekki gest-
unum utan vinnunnar. Það er nokk-
urs konar óskrifuð regla hjá okkur.
Hótelstjórinn er heldur ekki sífellt
að bjarga málum gestanna, þ.e.a.s.
einkamálum þeirra. Hann hefur
hins vegar skrifstofu í gestamóttök-
unni og gengur um bygginguna oft
á dag og heldur ekki til á svítu uppi
á lofti. Hann er í mjög nánum tengsl-
um við allar deildir hótelsins og þá
deildarstjóra sem þar ráða ríkjum.
Hótelstjórinn ber að sjálfsögðu
ábyrgð á allri starfseminni."
14 HELGARPÓSTURINN
leftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smartl