Helgarpósturinn - 26.06.1986, Page 16
Hver á bankabókina þína? Þú sjálfur — eða þú og bankinn í sameiningu? Og átt þúaðborgafyrirmistökeðaafglöpstarfsmanna bankans?
Kyndug bankaþjónusta í Keflavík:
„Þori ekkert að segja um lagastöðu“
— segir útibússtjórinn sem lét taka fé út af reikningi vióskiptavinar vegna skuldar sem varó
vegna mistaka í bankanum. Reikningseiganda hvorki tilkynnt um skuldina né úttektina af bankareikningi
,,Þegar ég fár yfir bókina fyrir
skemmstu þá var í hermi 5000
króna úttekt sem ég kanriaðist ekki
við. I bankanum var mér sagt að
þetta vœri vegna þess að þeir hefðu
látið mig fá of mikið þegar ég keypti
gjaldeyri íjanúar, og það er víst rétt.
En ég er ekki viss um að þeir hafi
mátt taka einmitt þessa peninga,"
sagði ungur Keflvíkingur í samtali
við HP. Þegar Samvinnubartkinn í
Keflavík uppgötvaði að mistök
höfðu orðið við afgreiðslu á gjald-
eyri var bókfærð skuld viðskiptavin-
ar og andvirði hennar tekið út af
bankareikningi sem viðkomandi
átti hjá bankanum.
En er það óvefengjanlega skuld
viðskiptavinar þegar starfsmaður
banka lætur of mikið fé af hendi fyr-
ir mistök? Og er skuldin þá þegar
gjaldfallin þannig að bankanum sé
heimilt að innheimta hana þegar í
stað? I þriðja lagi má svo spyrja þess
hvort banka sé heimilt að opna
bankabók viðskiptavinar án sam-
ráðs við hann og leysa þar út þá pen-
inga sem viðkomandi skuldar? HP
leitaði svara við þessum spurning-
um hjá útibússtjóra viðkomandi
banka, lögfræðingi Seðlabankans
og framkvæmdastjóra Neytenda-
samtakanna.
„Það á að staðgreiða
gjaldeyri"
,,Eg efast ekkert um að ég hafi átt
að borga þetta til baka,“ sagði Kefl-
víkingurinn í samtali við HP. „En
það er spurning hvort þeir hafi ekki
átt að hafa samband við mig eða
mitt fólk. Ég keypti þennan gjald-
eyri í janúar þegar ég fór erlendis og
kom aftur heim í maí. Sjálf varð ég
ekkert vör við þessi mistök en þar
sem þetta var aílt í ferðatékkum þá
er ekkert vafamál að ég skuldaði
þessa peninga."
„Þetta er nú ekki alveg rétt,“ sagði
Hjálmar Stefánsson, útibússtjóri
Samvinnubankans í Keflavík, þegar
HP bar undir hann sögu Keflvík-
ingsins. „En ég veit ekkert hvort ég
á að segja þér hvernig þetta var.“
„Þetta voru mistök við afgreiðslu
á gjaldeyri," hélt Hjálmar áfram.
„Eitthvað um 4000 króna mismun-
ur og við vorum búnir að bíða eftir
að ná í viðkomandi en hann var þá
erlendis. Þá var þetta skuldfært á
reikning viðkomandi."
— En var reynt að hafa samband
við fjölskyldu viðkomandi eða við-
komandi tilkynnt þetta þegar harin
kom að utan?
„Við vissum að viðkomandi var
erlendis og honum var svo sagt
hvernig þetta var þegar hann kom
heim og kom hérna í bankann hjá
okkur.”
— En ekki tilkynnt bréflega eða á
annan hátt?
„Eg veit ekki hvernig það var
alveg. . . honum var allavega skýrt
frá því hvernig þetta var. . ."
— Þegar hann leitaði sjálfur skýr-
inga?
„Ég veit ekki alveg hvernig það
var. .
— En var þetta óvefengjanlega
skuld og ef svo, þá gjaldfallin?
„Já, já, auðvitað, hún var gjaldfall-
in um leið og viðskiptavinurinn fékk
gjaldeyrinn í hendur. Það á að stað-
greiða gjaldeyri."
— Er það þá óvefengjanlegt að
viðskiptavinir eigi að borga fyrir
mistök bankamanna í tilfelli sem
þessu?
„Ja, já, og ef svona mistök hefðu
orðið á hinn veginn þá hefðum við
greitt upphæðina inn á reikning við-
skiptavinar. Auðvitað er alltaf reynt
að leiðrétta svona mistök, allir vilja
hafa þetta rétt."
— En hver er réttur bankans til að
opna bankabók viðskiptavinar
vegna skuldar við bankann eða
aðra sem bankinn hefur umboð fyr-
ir?
„Sá sem á bókina,. . . það er nátt-
úrlega spurning um hvort hann hafi
gert samning við bankann um það
að bankinn megi greiða út fyrir
skuldum sem fram koma, en svo var
ekki í þessu tilfelli. Ég þori ekkert að
segja um lagastöðu þarna."
— Þú ert þú ekki viss um að bank-
inn hafi farið að lögurn?
„Ja, við teljum okkur hafa farið að
lögum. Þetta er óvefengjanleg
skuld. En ekki dytti okkur í hug að
ákæra viðskiptavininn fyrir þjófn-
að. . .
Þessi saga er eins og ég er að segja
þér og við teljum þetta frekar lítið
mál.“
Helgarpósturinn sneri sér til
Sveinbjarnar Hafliðasonar, lög-
fræðings hjá Seðlabankanum, og
bar sömu spurningar um rétt banka
og viðskiptavinar undir hann.
„Almennt séð myndi ég telja að
hér væri um gjaldfallna skuld að
ræða en ég ætla ekki að tjá mig um
einhverja einstaka bankareikninga
eða yfirleitt að tjá mig um þessi mál
í gegnum síma. . . Ég get ekki betur
séð en þú sért að reyna að búa til
einhvern sökudólg úr bankanum,"
sagði Sveinbjörn Hafliðason, lög-
fræðingur Seðlabankans, í samtali
við HP.
Dálítið einræðis-
kennt af bankanum
— segir Guðsteinn Guómundarson hjá
Neytendasamtökunum
„Eg þori ekkert að segja um
lagalegu hliðina á þessu máli en
það œtti að vera lágmarkskurteisi
og siðgœði í viðskiptum að til-
kynna fólki um svona skuld, að
hún sé til,“ sagði Guðsteinn V.
Guðmundarson, framkvœmdu-
stjóri Neytendasamtakanna, að-
spurður um rétt bankans til þess
að innheimta skuld vegna eigin
mistaka með því að taka fé af
bankabók viðskiptavinar.
„Það er kannski þarna sem skil-
ur á milli hvaða bankastofnun fólk
velur sér, — það fari eftir því
hvernig þjónusta og framkoma
stofnunarinnar er, þegar kjörin
eru mjög svipuð.
Það er einmitt alltaf verið að
brýna fyrir fólki að það eigi að
hafa reiður á sínum fjármálum og
þá getur það komið sér illa þegar
allt í einu er tekin af reikningi hjá
manni skuld sem maður veit ekki
einu sinni að er til. Það væru alla-
vega mannasiðir af bankanum að
gefa ákveðinn frest eða viðvörun.
Þetta er dálítið einræðiskennt af
bankans hálfu,“ sagði Guðsteinn
ennfremur.
Rétt er að það komi fram að
Guðsteini var ekki kunnugt um
hvaða banki það var sem hér átti
í hlut.
16 HELGARPÓSTURINN
eftir Bjarna Harðarson myndir Jim Smart