Helgarpósturinn - 26.06.1986, Page 18
MEÐAN BEÐIÐ ER EFTIR REGLUGERÐ ER HÚSNÆÐISKERFIÐ í BIÐSTÖÐU. EN
HVAÐ ÞÝÐA NÝJU LÖGIN UM HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS?
FEIKNALEG NIÐUR-
GREIÐSLA Á LÁNUM
- ER DÓMUR PÉTURS BLÖNDAL UM NÝJU LÖGIN
FÓLK UTAN LÍFEYRISSJÓÐA FÆR EKKI KRÓNU í LÁN
/ september í haust ganga í gildi
ný lög um Húsnœdisstofnun ríkis-
ins, lög sem tókst ad samþykkja fyr-
irþinglok í uor. Breytingin frá gömlu
lögunum er þó nokkur. I nýju lögun-
um er gert ráð fyrir því að lán til ein-
staklinga úr sjóðum Húsnœðistofn-
unar sé háð því hve mikið afskulda-
bréfum stofnunarinnar hafi verið
keypt af lífeyrissjóði viðkomandi
einstaklings. Eða eins og segir í lög-
unurn: ,,Kaupi lífeyrissjóður skulda-
bréf fyrir a. m. k. 55% af ráðstöfunar-
fé sínu eiga greiðendur iðgjalda til
þess sjóðs hámarkslánsrétt en lág-.
rnarkslánsrétt ef sjóðurinn kaupir
skuldabréf fyrir 20% af ráðstöfunar-
fésínu. Að öðru leyti ákvarðast láns-
réttur hlutfallslega þar á milli mið-
að við skuldabréfakaup." Þetta er að
sjálfsögðu gert til að tryggja Hús-
nœðisstofnun fé, þannig að stjórn-
málamenn geti staðið við loforð sín
um aukningu á fé til húsnœðismála-
kerfisins.
I gömlu lögunum miðaðist lán við
fjölskyldustœrð. Þannig fengu ein-
staklingar minnst lán en stœrri fjöl-
skyldur en fimm manna mest. Þetta
er aflagt í nýju lögunum. Allir sitja
við sama borð og kallast einstakl-
ingar. Fjölskyldustœrð hefur engin
áhrifá lán. Það er því hvorki á valdi
einstaklinga né Húsnœðisstofnunar
að ákvarða lánsupphœð, heldur er
það fyrirfram ákveðið miðað við
þann lífeyrissjóð sem einstaklingur-
inn er í. Og sértu svo óheppinn aö
vera í lífeyrissjóði sem ekki vill eða
af öðrum ástœðum kaupir ekki
skuldabréf af Húsnœðisstofnun þá
segja lögin: „Greiðendur iðgjalda til
lífeyrissjóða, sem kaupa skuldabréf
fyrir minna en sem nemur 20% af
ráðstöfunarfé sínu, eiga ekki rétt til
/.../ lána." Þannig getur það gerst
eftir 1. september í haust að 2—4
manna fjölskylda, sem áður hefði
fengið miðlungslán, fái ekki eina
krónu í lán. Það fer eftir lífeyrissjóð-
unum. En er nokkur hœtta á því að
lífeyrissjóðir þessa lands kaupi ekki
skuldabréf af Byggingasjóði rikis-
ins? Inníþann sjóð gengur Húsnœð-
isstofnun. Helgarpósturinn kannaði
málið.
Hrafn Magnússon:
„Höfum hvatt lífeyris-
sjóðina til að kaupa
skuldabréf"
„Það hafa orðið geysilega mikil
kaup á þessu ári á skuldabréfunum
í tengsíum við þessi lög,“ sagði
Hrafn Magnússon hjá Sambandi al-
mennra lífeyrissjóða. „Það er alveg
rétt að það hangir saman lánsréttur
hjá Húsnæðisstofnuninni og ið-
gjaldagreiðslur til lífeyrissjóðanna
og svo kaup þeirra af Húsnæðis-
stofnun.
Það eru Alþýðusamband íslands
og Vinnuveitendasamband íslands
sem standa að Sambandi almennra
lífeyrissjóða og þessir aðilar hafa
náð samkomulagi um kjarasamn-
inga með þessi lög í huga. Við stönd-
um þannig að því samkomulagi og
höfum hvatt lífeyrissjóðina til að
kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofn-
un fyrir 55% af sínu ráðstöfunarfé.
Það hafa, eins og ég sagði, orðið gíf-
urleg kaup á þessu ári sem eru til
komin vegna laganna. Það eru líf-
eyrissjóðir, sem í gegnum árin hafa
ekki keypt af Húsnæðisstofnuninni
skuldabréf, en á þvi verður væntan-
lega líka breyting með tilkomu lag-
anna.“
— Það hafa heyrst óánœgjuraddir
vegna setningar laganna?
„Já, það er alveg rétt. En flestir
stærstu lífeyrissjóðirnir eru aðilar
að þessu samkomulagi aðila vinnu-
markaðarins og ríkisins. Líka lífeyr-
issjóðir hjá Landssambandi lífeyris-
sjóða eins og Lífeyrissjóður verslun-
armanna, Samvinnulífeyrissjóður-
inn, sem er lífeyrissjóður SIS, og líf-
eyrissjóður starfsmanna ríkisins.
Hrafn Magnússon, Samb. alm. lífeyris-
sjóða.
En það er líka rétt að benda á í
þessu sambandi að menn telja
sennilegra ekki að þetta samkomu-
lag eigi eftir að gilda um aldur og
ævi.
Maður vonast til þess að hér á
landi verði í framtíðinni hægt að
byggja upp íbúðalánasjóði sem geta
með eigin fjármagni lánað til hús-
byggjenda. Síðan vonast ég til þess
að það fari að koma að mettun í hús-
næðiskerfinu, þannig að lánveiting-
ar Húsnæðisstofnunar þurfi ekki að
fara eftir verðbréfakaupum lífeyris-
sjóðanna."
— En fer ekki að koma að því að
lífeyrissjóðirnir verði að nota meira
fé i lífeyrisgreiðslur?
„í vetur var gengið frá nokkuð
merkilegu samkomulagi um að
greitt sé í lífeyrissjóð af öllu launum.
Reyndar í áföngum. Það mun auka
ráðstöfunarfé lifeyrissjóðanna til
mikilla muna. En auknar lífeyris-
skuldbindingar koma ekki fram að
ráði fyrr en eftir aldamót. Að vísu er
stutt í aldamótin.
Frá 1. janúar 1990 borga menn af
öllum launum í lífeyrissjóð en strax
1987 fara menn að borga eitt pró-
sent af yfirvinnu, ákvæðisvinnu og
bónus o.s.frv. til viðbótar því sem er
greitt núna. 1988 verður það tvö
prósent og svo koll af kolli. Þetta
hefur í för með sér að ráðstöfunar-
tekjurnar aukast. Einnig mun þessi
tenging við Húsnæðisstofnun hafa í
för með sér að þeir aðilar, sem vilj-
andi eða óviljandi hafa svikist und-
an að greiða í lífeyrissjóði, fara að
greiða í sjóði. Þetta veitir aðhald,
jrannig að skilin eiga eftir að aukast
og batna. Það er því óþarfi að hafa
áhyggjur af auknum lífeyrisgreiðsl-
um, a.m.k. í bráð,“ sagði Hrafn
Magnússon að lokum.
Pétur Blöndal:
„Ég á ekki von á að
Byggingasjóður borgi
kronu til baka"
„Lögin um Húsnæðisstofnun eru
mjög viðamikill lagabálkur," sagði
Ffetur Blöndal, form. Landssambands
lífeyrissjóðanna.
dr. Pétur Blöndal, formaður Lands-
sambands lífeyrissjóða. Markmið
laganna er mjög gott og ef allt geng-
ur upp eins og þeir sem sömdu þetta
ætla, þá er þetta verulega góð úr-
lausn á húsnæðismálum. I fyrsta
lagi það að ætla að lána ungu fólki
mjög mikið og láta hina bíða. I öðru
lagi er til bóta að menn þurfa að
leggja fram greiðsluáætlanir, sem
kemur væntanlega i veg fyrir mis-
tök sem orðið hafa á undanförnum
árum í þá veru að fólk hafi reist sér
hurðarás um öxl.
Gallarnir fjölmargir
Aftur á móti eru gallarnir fjöl-
margir. Það er ekki víst að þær for-
sendur sem menn gefa sér standist.
Fyrsta forsendan er að ekki muni of
margir sækja um þessi góðu lán fyr-
ir byrjendur. Verði raunin önnur
munu þeir sem fengið hafa Hús-
næðisstofnunarlán áður ekki kom-
ast að. Það getur orðið mjög hastar-
legt fyrir þá sem hafa byrjað mjög
smátt og fengið lítil og óveruleg lán.
Þessir sem þannig lenda í neðstu
tröppu húsnæðislánakerfisins
munu sitja þar fastir því líklega geta
lífeyrissjóðirnir ekki lánað þeim
eins og hingað til.
Úrlausn til handa þeim sem lentu
í vandræðum upp úr 1980 er ekki
fyrir hendi vegna þess að þeim hópi
verður ekki hjálpað með frekari lán-
um. Það verður að koma til viðlaga-
trygging eða eitthvað slíkt, a.m.k.
fyrir þá sem eru komnir niður fyrir
núllið í eignarstöðu. En það stafar
að minu mati af verðfalli á eldra hús-
næði en ekki af misgengi vísitölu
eða öðru slíku.
Höfum viljað lóna
sjóðsfélögum beint
Lífeyrissjóðirnir hafa ætíð verið á
móti skuldbindingum til kaupa af
ríkissjóði því þeir hafa viljað lána
sínum sjóðfélögum beint. Þessi bar-
átta hefur staðið í mörg ár. Byrjaði
mjög hógværlega með því að lifeyr-
issjóðirnir ættu að kaupa skuldabréf
Jóhann Einvarðsson aðstoðarráðherra.
fyrir 20% af ráðstöfunarfé sínu, var
siðan aukið upp í 30%, þá 40% og
nú voru þessi kaup mjög lævíslega
aukin upp í 55%. Staðan er í raun-
inni sú að sjóðirnir geta ekki annað
en keypt fyrir 55% vegna þess að
skerðingin sem sjóðsfélagarnir
verða fyrir — kaupi lífeyrissjóðirnir
ekki — er svo mikil. Þ.e.a.s. 400.000,-
krónum minna í lán fyrir hver 10%
sem sjóður kaupir minna en 55%.
Þannig að það er vart verjandi að
kaupa ekki fyrir 55%. Það er síðan
viðbúið að hér verði ekki látið stað-
ar numið. Það er fyrirsjáanlegt að ef
forsendurnar um eftirsókn eftir
þessum lánum breytast — þannig að
það verði miklu meiri þörf á lánum
— þá verður enn á ný leitað til sjóð-
anna. Og markið hækkað enn frek-
ar.
Feiknaleg niðurgreiðsla
ó lónum
Annað er mjög slæmt eins og
staðan er í dag, en það er feiknaleg
niðurgreiðsla á lánum til húsbygg-
inga. I dag lofar ríkið 8—9% vöxtum
fyrir það fjármagn sem lífeyrissjóð-
irnir kaupa af Byggingasjóði ríkis-
ins. En lántakendur borga ekki
nema 3’/2%. Þannig að í dag er þetta
niðurgreiðsla upp á 100.000,- krón-
ur af hámarksláni á ári. Það er alveg
á hreinu að slíkt fær ekki staðist til
lengdar. Annað hvort leiðir þetta til
þess að ríkið verður að kaupa enn
meira af lífeyrissjóðunum eða þá að
reynt verði að minnka vaxtamun-
inn. Mér líst hinsvegar ekki á að það
takist að Iækka vexti almennt í land-
inu. Þá verður að hækka vextina til
íbúðakaupendanna, sem breytir öll-
um forsendum sem gerðar hafa ver-
ið í sambandi við greiðslubyrði og
annað. Þessi vaxtaniðurgreiðsla er
einn stærsti Ijóðurinn á þessum lög-
um. Það er vandséð hvernig þjóðin
getur leyft sér að borga 100.000,-
krónur á ári með hverju hámarks-
láni í áratugi.
Verðum að stórminnka
lónveitingar
Það er ljóst að lífeyrissjóðirnir
verða að stórminnka lánveitingar til
sjóðfélaga út af lögunum. Þeir sjóðir
sem hafa lánað til atvinnuveganna
verða væntanlega að hætta því nán-
ast alveg. Reyndar er staðan í dag
sú, að það er lítil eftirspurn eftir lán-
um, en það er sennilega vegna þess-
arar biðstöðu sem nú er. Fólk er að
bíða eftir niðurstöðum af umræð-
unni og reglum sem á eftir að setja.
Þannig að það er viðbúið að strax í
lok þessa mánaðar, þegar reglugerð
um lánveitingar Húsnæðisstofnun-
ar liggja fyrir, muni eftirspurnin
aukast, bæði eftir lífeyrissjóðslán-
um og lánum frá Húsnæðisstofnun.
Byqgingasjóður borgar
aídrei krónu til baka
Það sem ég hef haft mest á móti
þessum nýju lögum er það, að hing-
að til hafa lífeyrissjóðirnir lánað
Jóni Jónssyni í Breiðholtinu pen-
inga til að byggja íbúð. Jón Jónsson
hefur borið ábyrgð á því að greiða til
baka og hann hefur greitt til baka.
Núna er farið að lána sífellt stærri
hluta af ráðstöfunarfé sjóðanna til
Byggingasjóðs og hann hefur aldrei
borgað krónu til baka. Hann hefur
alltaf fengið lánað fyrir afborgunum
og vöxtum. Það hefur meira að
segja komið bréf frá Byggingasjóði
þar sem óskað er eftir að lífeyris-
sjóðirnir kaupi skuldabréf fyrir þá
upphæð sem þeir eiga að fá í afborg-
anir og vexti frá Byggingasjóði.
Þessi sjóður hefur aldrei borgað
krónu til baka af því sem hann hefur
fengið lánað og það er spurning
hvort hann muni nokkuð frekar
gera það í framtíðinni. Eg er viss um
það að þessi sjóður mun ekki borga
neitt til baka fyrr en staða lífeyris-
sjóðanna verður neikvæð, þ.e. þeg-
ar þeir þurfa að fara að borga meira
í lífeyri en þeir fá í tekjur. Hvað ætla
menn þá að gera í húsnæðismálum?
Endar það þá ekki með því að það
verður ríkið sem borgar lífeyri?
Þetta er í rauninni upptaka á eign-
um lífeyrissjóðanna. Þegar kemur
að þvi að sjóðirnir fara að borga líf-
eyri, þá verður það ríkið sem borgar
í formi þess að greiða til baka þessi
lán sem Byggingasjóður hefur tekið.
Og það er reginmunur á því og þeg-
ar sjóðirnir eru að lána Jóni Jóns-
syni fyrir íbúðinni hans. Honum
18 HELGARPÓSTURINN
leftir G. Pétur Matthíasson myndir Jim Smart