Helgarpósturinn - 26.06.1986, Side 28
Hjá Sláturfélaginu
færðu allt í grillveisluna
og að auki fylgja hér
nokkur heilræði
um steikingu á teini
Þú færð allar tegundir af góðu kjöti á grillið, vínar- og
medisterpylsurnar okkar vinsælu, kol, grillolíu, ótal
tegundir af kryddi, grænmeti og öðru meðlæti sem
þarf til að útbúa girnilega grillveislu.
Heilræði um steikingu á teini
Allt kjöt, fisk, brauð og grænmeti má glóða á teini, en
það er ekki sama hvemig það er gert. Best er að
smyrja teininn vel áður en þrætt er á hann. Grænmetið
er gott að skera í aðeins stærri bita en kjötið svo það
verði ekki ofsteikt þegar kjötið er tilbúið. Teinamat á
I (ka alltaf að pensla áður en hann er settur á grillið -
annars ofþornar hann og skorpnar. Best er að nota
grillolíu eða kryddlög. Lögurinn gerir matinn meyran
og bragðgóðan, og hann er tilvalið að nota sem sósu
á eftir. Varast ber að stinga í kjötið á teininum - þá
lekur gómsætur safinn úr, og ekki er ráðlegt að strá
salti á kjötið fyrr en eftir að steikingu er lokið.
SLÁTURFÉLAG
SUÐURLANDS
ráðstefna í Borgarnesi um málefni
Ríkisútvarpsins. þar sem meðal
annars voru saman komin Markús
Orn Antonsson útvarpsstjóri,
Elfa-Björk Gunnarsdóttir fram-
kvæmdastjóri, Inga Jóna Þórðar-
dóttir, formaður útvarpsráðs, deild-
arstjórar og nokkrir fulltrúar starfs-
manna. Eftir því sem okkur skilst
voru settar fram margar merkar til-
lögur á þessum fundi, en þeirra ný-
stárlegust var sennilega þessi
hérna: ,,Rás 2 verði seld einkaaðil-
um...! Fyrir þessu mælti Inga Jóna
Þórðardóttir og kvaðst ennfremur
ekki sjá ástæðu til þess að Ríkisút-
varpið stæði í útsendingum á léttum
tónlistarþáttum þegar fyrirsjáanlegt
væri að frjáls útvörp einkaaðila
myndu að mestum hluta sinna því
útvarpsefni. Ekki vitum við hvaða
rómur var gerður að þessari tillögu
frjálshyggjukonunnar, sem eins og
fyrr greinir er formaður útvarps-
ráðs...
l síðasta blaði sögðum við frá því
að við formjega opnun fiskeldis-
stöðvarinnar Islandslax á dögunum
hefðu óbreyttir verkamenn verið
sendir á brott til þess að rýma fyrir
„fína fólkinu", sem hafði verið boð-
ið. Þórður H. Ólafsson, forstjóri
íslandslax, hefur hins vegar skýrt
okkur frá því, að ákveðið hefði ver-
ið, og það í samráði við starfsmenn,
að „uppáhellingarnar" yrðu í
tvennu lagi og yrði haldin sérstök
opnunarveisla fyrir þá sem hefðu
unnið beint að framkvæmdunum.
Sú veisla verður 11. júlí. Þetta hefði
öllum átt að vera kunnugt og með
þessi væri íslandslax ekki að fara í
manngreinarálit. Við mætum. ..
GIRNI OG HJÓL
ALLT TIL VEIÐA
KYNNINGARAFSLÁTTUR AF jk [SPOPTLlf
VEIÐIVÖRUM A má EIÐISTORGI13-SÍMI 611313
28 HELGARPÓSTURINN