Helgarpósturinn - 26.06.1986, Side 36
leftir Egil Helgason ásamt Friðrik Þór Guðmundssyni myndir Jim Smart
HELGARPOSTURINN SKOÐAR SUMARBUSTAÐI EFN/
Áðan flugu tveir svanir austryfir.
Veröldin er einsog svid þar sem alt er í hag-
inn búid undir mikinn saungleik: bjarkarilmur
í Þíngvallahrauni, kylja af Súlum, purpuralog
á Esjuhimni, bláminn djúpur og kaldur yfir
Skjaldbreid; en þad kvöldar ekki meir; nátt-
leysa og andvaka í öllum áttum.
Ylfíngabúd stendur á rima milli hraun-
sprúngna hlaðin úr aðfluttum grásteini, í
brunagrjótinu miðju. Villibjörkin bœrist fyrir
kyljunni og párar ósýnileg teikn á himin
kvöldsins, en innanúr húsinu kemur kornúng
mœr frammá pallinn sunnanundir, horfir vest-
ur skógarbrautina og hallast frammá pall-
riðið. Hún teygir úr hálsinum einsog fjalla-
rjúpa, leggur eyrað við vestrinu og hlustar,
saklaus og björt einsog persóna úr goðsögn,
sem hefði alið aldur sinn með þelhvítum skóg-
ardilkum. Klukkan inní húsinu slœr tíu högg.
Svona hefst æskuverk Halldórs Laxness,
Vefarinn mikli frá Kasmir, í sumarbústað pen-
ingafólks og broddborgara á Þingvöllum fyrr á
öldinni. 1 rauninni kemur þetta fallega sögu-
brot nóbelskáldsins meginmáli þessarar grein-
ar ósköp lítið við, nema kannski að því leytinu
til að við ætlum að skreppa í stuttan bíltúr til
Þingvalla og huga að því hverjir eiga helstir
sumarbústaði og sumarhús í þessum helga reit
þjóðarinnar, einkum þó vesturbakka vatnsins,
og líklega tekst okkur að sýna fram á að það
séu fyrst og fremst þeir sem meira mega sín í
þjóðfélaginu sem hafa fastan íverustað í sum-
arsælunni á Þingvöllum, peningafólkið og
broddborgararnir. Það er náttúrlega rétt að
taka fram að hér er ekki á ferðinni einhver alls-
herjar úttekt á sumarbústaðaeign við Þing-
vallavatn, við tínum einungis til fáeina þekkta
borgara sem eiga hina veglegri bústaði á þessu
svæði — í Þingvalla- og Grafningshreppum —
eins og gengur hafa sumir þeirra erft sumar-
bústaðina, aðrir hafa keypt þá og enn aðrir
reist sér sumarafdrep á Þingvöllum af eigin
rammleik.
Varnagli
Þess ber að geta að í þessari samantekt er
byggt á fasteignamati frá hausinu 1984 ogallar
tölur sem þar eru látnar standa. Þessar tölur
ætti lesendum að vera óhætt að hækka um að
minnsta kosti 50 prósent. Það er ekki ólíklegt
að einhverjar villur og rangfærslur finnist í
grein þar sem jafnmargir koma við sögu og í
þessari — sumar þeirra skrifast ábyggilega á
reikning blaðsins, en aðrar ef til vill á reikning
þeirra heimilda sem við höfum notað.
Friðlýstur helgistaður
Langstærsti landeigandinn í Þingvalla-
hreppi er ríkissjóður, enda hefur það staðið í ís-
lenskum lögum í meira en fimmtíu ár að Þing-
vellir við Öxará og grenndin þar við skuli vera
friðlýstur helgistaður allra íslendinga. Nokkr-
ar jarðir í Þingvallahreppi eru þó í eigu ein-
staklinga og verður vikið að þeim síðar. Innan
sjálfrar þjóðgarðsgirðingarinnar eru um 80
sumarbústaðir og teljast eigendur þeirra leigja
lóðirnar af ríkinu, þótt sú fjárhæð sé reyndar
ekki í frásögur færandi. I lögum eru ákvæði
um það að ekkert jarðrask, húsbyggingar, vegi
eða önnur mannvirki megi gera á hinu frið-
lýsta svæði í landi jarðanna Kárastaða, Brúsa-
staða, Svartagils og Gjábakka nema með sam-
þykki Þingvallanefndar. Stefna nefndarinnar
hefur um allnokkurt skeið verið sú að alls ekki
verði byggð fleiri sumarhús innan þjóðgarðs-
ins, enda hafa sumarbústaðirnir þar löngum
sætt mikilli gagnrýni, og ekki eru menn held-
ur á eitt sáttir um það hvar draga skuli mörk
þjóðgarðsins. Þetta deilumái er reyndar ekki
efni þessarar greinar — hér er fyrst og fremst
fjallað um það fólk sem á sumarbústaði við
Þingvallavatn norðanvert, en samt getum við
ekki setið á okkur að birta það sem Björn Th.
Björnsson hefur að segja um þessi mál í ný-
legri Þingvallabók sinni:
Endimörk þjóðgarðsins
„Margir þeir sem ganga suður með Hallin-
um í átt frá Valhöll og koma skyndilega að
girðingu og þrephliði, munu ætla að þar séu
endimörk þjóðgarðsins og handan við séu þeir
36 HELGARPÓSTURINN
komnir í einkalönd manna. Svo er þó ekki. í
lögunum um friðun Þingvalla, frá 7. maí 1928,
segir um takmörk þjóðgarðsins á þennan veg
(2. gr., a): ,,Að sunnan: Frá hæstu brún Arnar-
fells í beina stefnu á Kárastaði, yfir Þingvalla-
vatn og upp á vestari bakka Almannagjár."
Lína þessi sker Kárastaðanes alllangt sunnan
Lambagjár, þannig að öll sumarbústaðaröðin
undir Hallinum er innan þjóðgarðsins. Þetta er
þeim mun undarlegra sem í sömu grein friðun-
arlaganna segir: Ekkert jarðrask, húsbygging-
ar, vegi, rafleiðslur eða önnur mannvirki má
gera á hinu friðlýsta svæði, eða í landi jarð-
anna Kárastaða, Brúsastaða, Svartagils og Gjá-
bakka, nema með leyfi Þingvallanefndar." Hér
gengur friðunarætlun löggjafans greinilega
fram: Ætlunin var að engin mannvirki, og þá
sízt í einkaeigu manna, tálmuðu þvi að „Þing-
vellir við Öxará og grenndin þar (skuli) vera
friðlýstur helgistaður allra íslendinga", svo
sem segir í 1. grein laganna. Til þess að gæta
þessa á vegum þjóðarinnar kaus Alþingi sér-
staka nefnd vorið 1928, Þingvallanefnd, sem í
áttu sæti þrír helztu stjórnmálaforingjar lands-
ins. Þeim mun undarlegra er það grunlausum
manni til aflestrar, að ekki var enn Iiðið heilt
ár frá kjöri nefndarinnar er hún samþykkti og
bókaði í gerðarbækur sínar þessa ályktun:
„Akveðið að biðja húsameistara að gera tillög-
ur um land undir sumarbústaði á Þingvöllum."
A fundunum næstu, á undan og eftir, var hins-
vegar mest um það rætt, hvernig bola mætti
skógarbændum, í Hrauntúni og Skógarkoti af
jörðum sínum. Það tókst, sem og hitt, að taka
allan Hallinn suður með vatninu og búta hann
sundur í sumarbústaðalönd handa hástéttar-
mönnum úr Reykjavík. Er það einn fegursti
vanginn sem til er með Þingvallavatni í öllum
þjóðgarðinum. Og þar sem friðun var eitt
helzta erindi nenfdarinnar, taldi hún sér skylt
að friða þessa sumarbústaðaeigendur fyrir
ágangi þjóðarskrílsins með því að setja þjóð-
garðsgirðinguna niður á alröngum stað eða
nær tveim kílómetrum norðar en vera ætti.
Og þannig er þjóðgarðurinn nú merktur á
kortum."
Skrifar Björn Th. Björnsson, og líklega væri
hægt að skrifa mikla grein um þessi mál. Það
meginefni sem er hér til umfjöllunar er þó
annað, raunar ekki óskylt — en mörk þjóð-
garðsins látum við liggja á milli hluta að þessu
sinni.
Gjóbakki
I landi Gjábakka, sem liggur norðaustan-
megin við Þingvallavatn, eru nokkrir sumar-
bústaðir, byggðir á árunum 1967—72. Þar var
reyndar búið að veita lóðir undir fleiri sumar-
bústaði, en Þingvallanefnd ákvað að grípa í
taumana, fékk þeim samningum rift og bú-
staðirnir voru í staðinn reistir í Kárastaðanesi,
norðvestanmegin við vatnið. Stærsti bústaður-
inn í Gjábakkalandi er í eigu Sambands ís-
lenskra berklasjúklinga (fasteignamat lóðar
311 þús., fast.mat mannvirkis 248 þús.). Þar
eiga aukinheldur eilítið minni sumarbústaði
Jón Þórðarson kaupmaður, Gunnar Möller,
fyrrv. framkvœmdastjóri Sjúkrasamlags
Reykjavíkur, Asgeir Hallsson framkvœmda-
stjóri og þeir Indriði Pálsson, framkvœmda-
stjóri Skeljungs, og Ingvar N. Pálssnn. fyrrv.
framkvœmdastjóri Lífeyrissjóðs Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur. Haustið 1984 er
fasteignamat þessara mannvirkja skráð á bil-
inu 150—170 þúsund, en landeigandi er ríkis-
sjóður.
Heiðarbær
Jörðin Heiðarbær, vestanmegin við vatnið,
liggur utan þjóðgarðsgirðingarinnar en er í
eigu ríkissjóðs. Þar er mýgrútur af sumarbú-
stöðum, byggður á tímabilinu 1936—181, flestir
þó á áratugnum 1960—70. Tveir þeirra eru
langstærstir; metinn á um eina milljóna og
byggður árið 1978 er sumarbústaður í eigu
Stefáns Gunnarssonar flugstjóra, en metinn á
tæpa 1.3 milljónir er sumarbústaður, skráður á
nafn Kristján G. Kjartanssonar, forstjóra hjá
Verslunar- og bygggingarfé/aginu Borginni.
Elstu sumarbústaðirnir í Heiðarbæjarlandi eru
skráðir á nöfn Tryggva Ólafssonar, kaupsýslu-
manns og fyrrv. forstjóra Lýsis hí, og Björns
Hallgrímssonar, stjórnarformanns Skeljungs,
og bróður Geirs Hallgrímssonar. Það má nefna
fleiri stönduga menn sem eiga veglega sumar-
bústaði á þessu svæði: Gunnar Guðjónsson
skipamiðlara og stjórnarformann í Olís,
Gunnar Kvaran hjá samnefndri heildverslun,
Hermann Bridde bakarameistara, Ólaf Mixa
lœkni, Helga Olafsson, hagfrœðing og fyrrv.
framkvœmdastjóra hjá Framkvœmdastofnun
ríkisins, Kristin A. Guðjónsson klœðskera,
Jens S. Jensson tannlœkni, Ottar Möller fyrrv.
forstjóra Eimskips, Pál Vígkonarson, fram-
kvœmdastjóra Myndamóta hí, Runólf Þor-
geirsson skrifstofustjóra, Sigurð Njálsson for-
stjóra, Baldur Ársœlsson heildsala, Sigurgeir
Sigurjónsson hœstaréttarlögmann, Svein Val-
fells forstjóra, Magnús Torfason hœstaréttar-
dómara, Jónas Aðalsteinsson, hæstaréttarlög-
mann og lögfrœðing Þingvallanefndar, Ásgeir
Gunnarsson, framkvœmdastjóra Veltis hf. og
son Gunnars Ásgeirssonar, Magnús Jónsson
flugstjóra, Gunnar Dungal, forstjóra Pennans,
Ebenesar Asgeirsson, forstjóra Vörumarkað-
arins og Dagbjarl Einarsson stjórnarformann
hjá Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda.
Haustið 1984 er fasteignamat téðra sumarbú-
staða á bilinu 250—600 þúsund krónur.
Heiðarbær enn
Þrír ötulir sjálfstæðismenn eiga einnig sum-
arhús í Heiðarbæjarlandi, þeir Ölafur B. Thors
fyrrv. forseti borgarstjórnar og núverandi for-
stjóri Almennra trygginga, Birgir Isl. Gunnars-
son alþingismaður og Albert Guðmundsson
ráðherra. Raunar er ekki óforvitnilegt að
þarna á Brynjólfur Bjarnason, fyrrv. mennta-
málráðherra og stórsósíalisti líka sumarbú-
stað, sem og Lúðvík Jósefsson, fyrrv. sjávarút-
vegsráðherra A Iþýðubandalagsins.
Það er náttúrlega hægðarleikur að nefna
fleiri þekkta borgara sem eiga hina minni af
þeim fjölmörgu sumarbústöðum sem eru á víð
og dreif um land Heiðarbæjar — tala þeirra
mun nálgast hundraðið. Til að gleyma ekki
alltof mörgum getum við nefnt Óðin Rögn-
valdsson, fyrrv. yfirmann í Blaðaprenti, Jón H.
Skúlason póst- og símamálastjóra, Guðrúnu S.
Karlsdóttur sem er kona Hallvarðs Einvarðs-
sonar rannsóknarlögreglustjóra, Isak Sigur-
geirsson framkvœmdastjóra, Hildi Hákonar-
dóttur, fyrrv. skólastjóra Myndlista- og hand-
íöaskólans, Ragnar Borg forstjóra, Þorstein
Sigurðsson forstjóra, Berg G. Gislason, kaup-
mann og rœðismann, Einar G. Kvaran fram-
kvœmdastjóra — og svo má reyndar telja
áfram.
Kárastaðaland
Jörðin Kárastaðir liggur norðar en Heiðar-
bæjarland, við norðvesturenda Þingvalla-
vatns, sunnan Valhallar. Þar er landið einnig í
eigu ríkissjóðs, en sumarbústaðir í eigu ein-
staklinga eru fjölmargir, líklega telja þeir hátt
í sjötta tuginn. Sá veglegasti þeirra var reistur
árið 1978 og er í eigu Seðlabankans. Fast-
eignamat hans haustið 1984 var um 1.2. millj-
ónir. Einnig á Aburðarverksmiðja ríkisins
þarna stórt sumarhús, metið á um hálfa millj-
ón. Elstu sumarbústaðirnir á þessu svæði eru
frá því í stríðslok, en þeir yngstu eru tiltölulega
mjög nýlegir — frá árunum lOSS-^á. Af ný-
legum og glæsilegum sumarbústöðum í Kára-