Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 2
UNDIR SOLINNI Dýrin mín stór Stundum vita blöðin ekkert hvað þau eiga af sér að gera, Ekkert. Þá er blaðamönnum þeirra gjarnt að klóra sér á bak við eyrun og naga griffla, slöngva sjónum upp í loft — og raula kannski fyrir munni sér gamlan húsgang sem þeir höfðu lært í sveitinni sjö ára með klístrað nammi í rassvasa heiman af möl — eða blístra, blístra já; því einmitt þá gerist það svo oft, að menn detta af tilviljun niður á snjallræðin í lífi sínu. Til dæmis þessi með kattareðlið. Er ekki hugsanlegt að því sé öðru vísi hátt- að meðal heimilishögna í Vesturbænum en til dæmis hjá læðum á Teigunum? Því; hvað annað var svilinn að tauta á sunnudag, en raunir um ágengni katta við hreiður í trénu heima á Melum, langtum magnaðri en hann hafði vanist í uppeldi sínu inni í Laugarnesi. Eitthvað á þessa leið hafa hugheilar vanga- veltur blaðamannsins á fréttablaðinu DV hagað sér í öndverðri vikunni sem leið. Og hann hefur ekki verið lengi að kveikja á mik- ilvægi fréttagildis þeirra, þrusað nöguðum blýantinum út í vegg, rifið upp símtólið og muldrað með blýbragð í munninum hvort svil'ans vær’addna. Staðið svo hróðugur niðri í umbrotinu að stundu liðinni — og fundið kalda vatnið renna miili skinns og hörunds, mergs og beins við að sjá einhverja best gerðu fyrir- sögn í samanlagðri blaðamennsku sinni. Og hvar annarsstaðar en efst á útsíðunni, með vísur í bak- og innsíður: Kötturinn Tommi í ónáö í vesturbœnum: „Drep hann ef ég nœ honum" En illu heilli eru áhrif fjölmiðlanna ekki ennþá svo mikil að svilanum hafi tekist að góma kykvendið. Og þar með og uppfrá þessu hefur tekið á rás einhver ítarlegasti fréttaflutningur dagblaðanna úr dýrageiran- um frá því vesenið með Snældu-Blesa, og meira en það reyndar: Öðrum málum hefur og smá snaggaralega verið vikið til hliðar, hvort heldur þau lúta að Albertum, Guðmundum, hvalveiðum eða kvennaathvarfi. Já, dýrin mín stór og smá. . Dévaff er blað follóoppanna, eins og það hefur margsannað með tæmandi úttektum á öllum þáttum tilverunnar, og skiptir þá öngvu hvort þau eru mannleg eða dýrsleg. Helst af öllu að þau séu myndskreyttari í síð- ari tilvikunum, eins og sagan af æsihundin- um vestur í bæ á samnefndum dögum í fyrra sannar okkur. Þar gat að líta einhverjar blóð- ugustu myndir í svart/hvítu sem sést hafa í íslenskri prentsögu — sem er að vísu stutt. En nú er það sumsé köttur — högni að því er tíðindamaður blaðsins hefur best komið auga á — og blóðlaus hingað til. Það helgast ugglaust af því hversu slægur hann virðist af frásögnum Dévaff. Þetta er hulduköttur sem fer einförum í kríminal-leiðöngrum sínum inn i stofur Vesturbæinga, þar sem hann hef- ur gaman af því að gefa skít í húsmunina, að undanskildum kristalsvösum, sem hann brýtur í mél, yfirleitt með vinstri framlopp- unni, ef eitthvað er að marka loppufarasér-' fræðing síðdegisblaðanna. Heima fyrir er hann allur annar, segja eig- endurnir að minnsta kosti, og skilja reyndar ekkert í öllum þessum látum sem orðið hafa út af honum Tómasi sínum í grenndinni — og eftir Sigmund Erni Rúnarsson sýnu mest þó á síðum blaðanna. Margsinnis hafa birst myndir af þeim yppandi öxlum til vitnis um það. Og þeim erfiðleikum sem þetta mál allt hefur kostað þá verður varla betur lýst en með orðum aðaleigandans á baksíðu dévaff á föstudag: „Við höfum búið með Tomma á þrem stöð- um í borginni og aldrei verið nein vandræði fyrr en nú. Við getum ekki hugsað okkur að missa hann." Og takið nú eftir: „Við erum alvarlega að íhuga að flytjast öll burt úr þessu grimma umhverfi og austur yfir fjall." Og síðar í sömu grein er maður kominn að því að klökkna: „Tommi hefur verið fjöl- skyldunni drjúg tekjulind. Við seldum kettl- inga undan honum fyrir sjötíu þúsund krón- ur á síðasta ári. Auk þess var hann lánaður handa læðum í Breiðholti, Samtúni, Vestur- bænum og Keflavík." Og svo brotnar maður saman: „Náttúran er það mikilvægasta sem allir eiga. Það kem- ur ekki til greina að láta svipta Tomma henni. Öll þessi vandræði stafa mestmegnis af því að Bjartur í næstu götu öfundar Tomma af náttúrunni," og þessu er svo fylgt eftir í næstu tölublöðum dévaff. Um helgina tekur Mogginn loks málið upp, ábúðarfulhir og meðvitaður. Hann veltir fyr- ir sér hvort verið geti að Tommi sé helsti hreinræktaður til að geta verið heill á geði. Ragnhildi Helgadóttur er blandað í málið, því hún er náttúrlega ekki síður heilbrigðis- ráðherra dýra en manna. Síðar í sama blaði er svo stungið upp á þeim möguleik að Tommi sé skitsó; sé tveir ólíkir kettir heima og heiman. Að þessu sinni næst ekki í Ragn- hildi til að kommentera á þann möguleika, en landlæknir er hinsvegar ekki frá honum, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Mogginn heldur samt sínu striki og birtir heilsíðu fréttaskýringar um kattaræktun og hugsanlegar afleiðingar hennar ef of geyst er farið, eins og grunur leikur á í tilviki Tomma, sem virðist, samkvæmt lýsingum aðaleig- andans, oftar vera á baki en trítlandi á fjór- um jafnfljótum inni í stofum nágrannanna eða að hrella Bjart með ýktum læðufarssög- um. Og þar með sló Mogginn trompin úr hendi dévíiff. Hann á fréttina hér með — og síðdeg- ispressunni ekki annað fært en að fara að huga að öðrum flokkum í fánunni... HAUKURí HORNI Á ÞJÓÐVEGINUM 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.