Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 9
Ord leggi hins vegar áherslu á að
Guð láti sig skipta öll svið mannlífs-
ins og þar séu fjármál alls ekki und-
anskilin. Segir Ekman, að þegar ein-
staklingur hafi tekið trú og ákveðið
að fylgja Jesú og breyta eftir orðum
hans, muni Guð hjálpa honum og
styðja — einnig fjárhagslega. ,,Fá-
tækt, ógreiddir reikningar, skuldir
og skortur á fé til matarkaupa og
kaupa á fötum á börnin manns er
nokkurs konar gísling. Þannig
ástand er engin blessun og Jesús
hefur lausn á svo jarðbundnum
vandamálum. Hann getur gert
kraftaverk á efnahag manna. Ekk-
ert vandamál er of smátt eða of stórt
fyrir Hann.“
Það eru staðhæfingar sem þessi,
sem hafa m.a. orðið til þess að gera
Ulf Ekman afar umdeildan. Einnig
hafa menn hnotið um afstöðu boð-
bera Livets Ord til sjúkdóma og
bæklunar, en upp hafa komið sögur
um að útsendarar Ekmans veitist að
fötluðu fólki á götum úti í Uppsölum
Kenningar guðfræðingsins hafa
nefnilega verið túlkaðar þannig,
hvort sem það er með réttu eða
ekki, að Guð haldi verndarhendi
yfir heilsufari hinna frelsuðu, engu
síður en yfir fjárhag þeirra.
Helgarpósturinn náði tali af
blaðamanni við Uppsala Nya
Tidning, Ulrich Erikson, sem tekið
hefur viðtöl við fatlað og sjúkt fólk,
sem orðið hefur fyrir áreitni nem-
enda við Biblíuskóla Ekmans. Segist
Erikson hafa talað við fólk, sem hafi
verið ásakað á götum úti fyrir að
trúa ekki á Guð og geta því kennt
sjálfu sér um fötlun eða annan
Hann er með sífelldar endurtekn-
ingar, jafnvel upp í fjögur til fimm
skipti í röð, og það eru einnig sífelld-
ar endurtekningar í þeim sálmum,
sem þarna voru sungnir. Þetta,
ásamt tungutali 300 manna í einu,
gerði það að verkum að athöfnin
virkaði á mann eins og sýning.
Varðandi kenningarnar, þá leggur
Ekman áherslu á hugmyndir um
náðargáfur og fólk er endurskírt inn
í söfnuðinn.
Á meðan á samkomunni stóð
voru börnin höfð á öðrum staðn, en
SAMFÉLAGIÐ VEGUR-
INN HEFUR BOÐIÐ ULF
EKMAN HINGAÐ TIL
LANDSINS, EN HANN
ER AFAR UMDEILDUR f
HEIMABORG SINNI,
UPPSÖLUM, ÞAR SEM
HANN STUNDAR
SAMKOMUHALD AÐ
AMERÍSKRI FYRIRMYND
OG HEFUR M.A.
FENGIÐ NOKKRA
ÍSLENDINGA TIL LIÐS
VIÐ SIG
Ulf Ekman, forstjóri
Livets Ord í
Uppsölum.
krankleika. Einnig sagðist blaða-
maðurinn hafa talað við sjúklinga á
sjúkrastofnunum, sem orðið höfðu
fyrir svipuðu aðkasti sjúkraliða,
sem tilheyrðu söfnuði Ekmans.
Það skal tekið fram í þessu sam-
bandi, að Ulf Ekman hefur haldið
því fram að frásagnir sem þessar
geti ekki átt við rök að styðjast, eða
þá að um hafi verið að ræða fólk,
sem þóttist einungis vera frá Livets
Ord. í versta falli telur Ekman að um
hafi verið að ræða boðbera safnað-
arins, sem eitthvað hafi mistúlkað
orð sín um samband sjúkdóma og
trúarinnar.
ÓTRÚLEGA MIKIL FJÁRRÁÐ
Eins og fyrr sagði, eru samkomur
hjá Livets Ord í Uppsölum afar vel
sóttar og samkvæmt heimildum ís-
lendinga á þessum slóðum eru oftar
en ekki langar biðraðir og þröng
fyrir utan. Það er því ekki að undra
að Ulf Ekman hefur hafið undirbún-
ing að byggingu mikillar ráðstefnu-
hallar, sem m.a. mun taka 4 þúsund
manns í sæti. Búið er að kaupa lóð-
ina fyrir u.þ.b. 3 milljónir sænskra
króna og fyrsta skóflustungan var
tekin fyrr í sumar. Stefnt er að því að
höllinn verði tilbúin næsta sumar,
svo það er greinilegt að mikið fjár-
magn þarf til framkvæmdanna á
næstu mánuðum. Fjármögnun
Livets Ord þykir því, eins og við er
að búast, afskaplega forvitnilegt
mál.
í fyrrnefndu viðtali við Ulf Ekman
í kynningarriti frá stofnuninni, segir
hann fjármuni berast til Livets Ord
eftir fjórum leiðum. Um sé að ræða
Livets Ord leggur mikla áherslu á
starf með börnum og rekur m.a.
barnaskóla og leikskóla. Að vísu
hefur sú starfsemi ekki verið ýkja
vinsæl meðal stjórnvalda, sem þykir
ýmislegt ólýðræðislegt í rekstrar-
grundvelli þessara stofnana.
Á samkomunni voru samskot og á
meðan baukurinn er látinn ganga,
er spiluð seiðmögnuð tónlist. Það er
náttúrlega hlutur, sem við eigum
ekki að venjast hér heim. Eins og ég
sagði, þá var það aðallega formið,
frekar en innihaldið, sem ég kunni
ekki við.“
skólagjöld Biblíuskólans, gróða af
útgáfustarfsemi, styrki frá ýmsum
einstaklingum í Svíþjóð og fjárfram-
lög á samkomum. Þetta þykir ýms-
um ófullnægjandi skýring og hefur
m.a. verið ýjað að því í sænskum
fjölmiðlum að Ekman sé styrktur af
ónefndum aðilum í Bandaríkjunum.
Slíkar fullyrðingar hafa hins vegar
aldrei verið studdar neinum óyggj-
andi rökum.
Aðdróttanir um tengsl Livets Ord
við öfl í Ameríku eru m.a. til komn-
ar vegna þess að Ekman stundaði
framhaldsnám í guðfræði þar í
landi. Þykir margt í starfi safnaðar-
ins, og framvindu samkundna á
hans vegum, minna sterklega á
ýmsa sértrúar- eða ofstækissöfnuði
fyrir vestan haf. Má þar meðal ann-
ars nefna söfnunarbauka, sem látnir
eru ganga á hverri einustu sam-
komu, en einnig þá staðreynd að
mikið er um að fólk fari að tala tung-
um við þessi tækifæri. Samkomurn-
ar eru sem sagt ákaflega frábrugðn-
ar þeim sem t.d. fara fram á vegum
þjóðkirkjunnar.
TUNGUTAL Á SAMKOMUM
Tungutal hefur oftast verið talið
koma fram í sambandi við það þeg-
ar fólk fellur í trans, en í viðtali við
Ulf Ekman kemur fram að svo er alls
ekki hjá honum og söfnuði hans.
Segir Ekman að fólk sé með fulla
meðvitund þegar það tali tungum á
samkomum hjá honum. „Tungutal
er mál, sem Guð hefur gefið trúuðu
fólki á yfirnáttúrulegan hátt, svo
það geti betur beðið og lofað Hann
án nokkurra takmarkana," má lesa í
viðtali við forstjóra Livets Ord.
Hann segir ennfremur, að bæði
hann sjálfur og aðrir, sem hann
þekki til, hafi talað mál, sem þeir
hafi annars enga þekkingu á — t.d.
persnesku, swahili og mál Tíbetbúa.
Af þeim upplýsingum, sem Helg-
arpósturinn hefur aflað sér um
Livets Ord, má glöggt sjá að boð-
skapur Ulfs Ekman er um margt
óvanalegur, að minnsta kosti miðað
við hina hefðbundnu, lútersku þjóð-
kirkju okkar íslendinga. Þeir sem á
hinn bóginn hafa farið á samkomur
hjá bandarískum sértrúarsöfnuð-
um, eða séð sjónvarpað frá þeim,
kannast við ýmislegt af því sem
hinn sænski guðfræðingur hefur til-
einkað sér.
Á síðastliðnum þremur árum hafa
nokkrir íslenskir námsmenn í Sví-
þjóð gengið til liðs við Ekman og
síðasta vetur voru a.m.k. þrír íslend-
ingar í námi við Biblíuskóla Livets
Ord. Tveir þeirra eru Asmundur
Magnússon læknir og kona hans,
Jódís Konrúdsdóttir. Þau hyggja þar
að auki á framhaldsnám við skólann
í eitt ár enn.
Ásmundur Magnússon verður
túlkur Ekmans meðan á dvöl hans á
íslandi stendur, en hún hefst föstu-
daginn 8. ágúst næstkomandi. Ulf
Ekman talar hér á að minnsta kosti
þremur kvöldsamkomum, fyrir
utan bænastundir að morgni til, en
hann kemur hingað á vegum kristi-
legs samfélags sem nefnist „Vegur-
inrí'.
Það verður forvitnilegt að fylgjast
með því hvernig viðtökur sam-
komuhalds Ulfs Ekman hlýtur hér-
lendis, þar sem fólk á yfirleitt ekki
Halla Jónsdóttir náms-
maður: „Mér fannst
margt til í boðskapn-
um, sem þarna var
fluttur, en umbúðirnar
kunni ég hinsvegar illa
við. .."
að venjast svo líflegum trúarsam-
kundum.
En íslendingum, eða að minnsta
kosti höfuðstaðarbúum gefst nú
tækifæri til þess að kynnast boð-
skap hans og frumlegum flutningi af
eigin raun. Ekman er orðinn afar
vinsæll í heimalandi sínu, þar sem
hann hefur laðað fólk til sín í þús-
unda tali, þó hann hafi einnig sætt
mikilli gagnrýni. Kannski við Frón-
búar verðum næsti hópur, sem fell-
ur fyrir þessum orðlagða sjarmör
frá Svíþjóð?
BÝÐUR UPP Á HARÐAN
AGA OG FÖST SVÖR
Séra Karl Sigurbjörnsson, prestur
í Hallgrímskirkju, sá þátt um Livets
Ord og Ulf Ekman í sænska sjón-
varpinu, þegar hann var staddur í
Svíþjóð í vor. I samtali við Helgar-
póstinn sagði séra Karl að hreyfing-
ar sem byggðust á náðargáfuhug-
myndinni, hefðu einnig verið að
spretta upp hér á landi á undanförn-
um árum. Dæmi um það væri t.d.
„Ungt fólk með hlutverk", sem nú
hefði klofnað í nokkrar smærri ein-
ingar — m.a. hið kristilega félag sem
býður Ekman til Islands.
Séra Karl sagði að hreyfingar af
þessu tagi ættu tiltölulega auðvelt
með að festa rætur, vegna þess hve
margt fólk er ráðvillt í nútímanum.
Þarna væri boðið upp á harðan aga
og föst svör, sem fólk væri einmitt
að leita eftir. Taldi Karl það hins veg-
ar galla hve söfnuðir eins og Livets
Ord byggðust mikið á sterkum leið-
togum, sem allt stæði og félli með.
Einnig væri erfitt að kyngja Biblíu-
skýringum Ekmans varðandi auð-
legð og hreysti rétttrúaðra manna.
Séra Karl var að endingu spurður
að því hvort hann kynni einhverjar
skýringar á því að hreyfingar eins
og Livets Ord hefðu ekki náð sama
árangri hér á landi og erlendis. Taldi
hannþað einna helst vera sakir þess
að á Islandi hefði enginn nægilega
sterkur leiðtogi komið til sögunnar
enn sem komið væri.
leftir Jónínu Leósdóttur
myndir Árni Bjarnason og fleiri
HELGARPÓSTURINN 9