Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 23
LISTAPa Porquettas-leikkonurnar á N‘ART ‘86 Fríkadar, gáskafullar Það mun varla vera ofsögum sagt að leiksýning Porquettas-leikhóps- ins frá Finnlandi, „Pacific inferno", sé með áhugaverðari leiksýningum á N’ART ’86, sé aðeins miðað við myndir af og lýsingu á leikhópnum og sýningunni í dagskrá hátíðarinn- ar. Eða eins og Gíó bladafulltrúi N'ART sagði í óformlegum viðræð- um við HP: „Þær eru svo brjálaðar að þær gátu ekki einu sinni sent nokkur venjulegar ljósmyndir held- ur svona rosalega skemmtilegar klippimyndir.” Porquettas-leikhópurinn saman- stendur af tveimur Finnlandssænsk- um leikkonum, þeim Ana-Yrsa Falenius og Ida-Lotta Backman sem útskrifuðust úr ieiklistarskólanum í Helsinki á sínum tíma. Á sýning- unni hér á íslandi njóta þær liðsinnis annarra listamanna m.a. listmálar- ans Curt Hilfon sem gerði leik- myndina og er víðfrægur fyrir list sína bæði heima og erlendis. HP maelti sér mót við þau þrjú í Borgar- skálanum og þótt bim. hefði ekki glóru um það hvernig þau litu út var ekkert mál að greina þau samstund- is úr hópnum sem þar var á kafi í vinnu. „Viltu ekki drekka þennan pilsner með okkur,“ sagði Ana-Yrsa glettin við HP og síðan gekk flaskan hringinn. Þegar blm. fann ekki eld á sígarettuna sína dró Ida-Lotta strax upp vasahníf og síðan varalit og sagði með Humphrey Borgart- sveiflu: „Má bjóða þér eld?“ Og síð- an var hlegið, en Porquettas sem tekið hefur þátt í fjölmörgum leik- sýningum í Evrópu og Ameríku hef- ur einmitt vakið athygli fyrir gáska, svo ekki sé minnst á framsækni, frumleika og túlkun sem brýtur nið- ur alla tungumálaörðugleika. „Við komum hingað í gær frá Grænlandi þar sem við söfnuðum efni. Við ákveðum ekki skyndilega að setja upp sýningu, við söfnum efni þar til við höfum nóg og þá get- um við farið að gera eitthvað í mál- unum. Frá því að við stofnuðum leikhópinn árið 1978 höfum við bara sett upp 3 verk en engin sýning er eins. Jú, fyrir utan að vera leikhús er Porquettas ákveðinn lífsstíll og helminginn af tímanum erum við á flakki í efnisöflun. Við ferðumst í Evrópu á svörtum bíl sem heitir Manolito. Hann er karlkyns og mjög tilfinninganæmur og daðrar mikið við okkur. Hann hefur aldrei brugð- ist okkur og elskar okkur mikið, samt höfum við stundum á tilfinn- ingunni að hann sé kynhverfur." Þær hlæja og það bregður fyrir söknuði í augum þeirra, því þær þurftu að skilja Manolito eftir í Stokkhólmi en bæta síðan við að án gríns þá njóti þær þeirra forréttinda að geta sífellt verið á flakki að kynna sér áhugaverða hluti sem þær geti tekið upp í sýningar sínar. Sýningar eða gjörningar Porqu- ettas-hópsins byggjast mikið á til- finningum, hinu sjónræna, og stemmningum. 80% sýninganna eru hreyfilist og dans en þar að auki ber mikið á tónlist og söng. „Við vilj- um ekki þykjast og sýningar okkar eru mjög persónulegar og það má eiginlega segja að þær séu nokkurs konar sjálfsmynd," segja þær Ana- Yrsa og Ida-Lotta og Curt bætir kankvís við að sjálfsmynd sé því ein- ungis leiðinleg ef listamaðurinn er leiðinlegur sem eigi sko ekki við í þessu tilviki. „Já, sjálfsmynd," segir Ana-Yrsa og hlær, „kannski það verði nafnið á næstu sýningu okk- ar.“ En sýningin „Pacific Inferno" sem INN Þau Curt Hillfon, Ana-Yrsa Falenius og Ida-Lotta Backmann stilltu sér upp á hefðbund- inn hátt fyrir Ijósmyndara HP með nokkra hluti úr leikmynd Curts. Leikmyndin gegnir ekki einungis sjónrænu hlutverki, hún er líka notuð til að framleiða hljóð, þar á meðal tónlist. Eins og fram kemur í spjalli við hópinn lofar sýning þeirra mjög góðu og það er ekki á hverjum degi sem svo áhugavert leikhús rekur á fjörur okkar íslendinga. Mynd Árni Bjarna. Porquettas er með í Reykjavík, er samin út frá skáldsögu Michael Tournier um Robinson og Frjádag. Leikverkið er eins og segir í pró- gramminu „stundarlöng sjónræn ferð til eylands þess sem manneskj- an er. í þrengingum milli andstæðra afla leitar hún jafnvægis í reglu og óreglu. Óútreiknanlegt skapferli náttúruaflanna berst við stríðandi einstaklinginn sem reynir að skapa reglu í sinni mynd.“ Þær stöllur segja að sýningin sé mjög ný og frábrugð- in hinum að því leyti að nú sé í fyrsta skipti leikin „lifandi tónlist". Þær hafi trommuleikara meðferðis en hafi áður notast við tónlist af segul- bandi og í þessari sýningu noti þær í fyrsta skipti orð og talað mál, en þó á annan hátt en hinn venjulega! Leiksýningin fer fram á sænsku. En hvað með áhorfendur, hvernig hafa þeir tekið sýningum leikhóps- ins? „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og fólk hlær mikið. Þegar við vorum að byrja samstarfið og vorum ferðatöskuleikhús sem fór um á puttanum héldum við sýningu á verki okkar „Girlslife" fyrir verka- konur. Sýningin var mjög persónu- leg og fjallaði um konur, uppvöxtinn og galla og kosti þess að vera kven- kyns. Við vorum svolítið óvissar um viðtökurnar, því orðfæri okkar var svolítið gróft og sýninguna sóttu konur á öllum aldri, allt upp í átt- rætt. Ein elsku konan á sýningunni kom til okkar á eftir og hún skalf öll og titraði og sagði grátklökk við okkur að þessi sýning hefði fjallað um hennar eigið líf. Einmitt svona viðbrögð fylla sýningar okkar til- gangi og það er svo gaman að fólk á öllum aldri hlær og skemmtir sér. Enda eru þær allt frá því að vera barnslega fyndnar og fullar af trúðs- skap til þess að vera mjög drama- tískar og alvarlegar. Við berum mikla virðingu fyrir áhorfendum, viljum ekki gera þá að fíflum." Og Curt bætir við að það megi aldrei rugla áhorfendur til þess eins að gera þá ruglaða, heldur til að leiða þá inn í nýjan heim. „Listin er frjáls. Hún „opnar" samræður og sam- skipti manna og notar andleg og lík- amleg grundvallaratriði sem meðul, en „lokar” þeim ekki. Tilgangur list- arinnar er svohljóðandi skilaboð til áhorfenda: Verið frjáls, andið og lát- ið vindinn leika um ykkur.“ Sýningar á „Pacific Inferno" verða í Borgarskála v/Sigtún föstu- daginn 25., laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. júlí og hefjast allar kl. 20.30. Miðasala er í Gallerí Borg v/Austurvöll en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn. Miðaverð er 400 krónur. -Mrún Sumarsýning Norræna hússins: Dýrid í mann- inum og sam- spil manns og náttúru Sumarsýning Norræna húss- ins uerdur opnuð laugardaginn 26. júlí kl. 15. Að þessu sinni sýna list- málararnir Einar Hákonarson, Gunnar Örn, Helgi Þorgils Frið- jónssonog Kjartan Ólason tœp- lega 40 málverk sem öll fjalla á ein- hvern hátt um manninn, dýrið í manninum og samspil manns og náttúru. „Sumarsýningarnar eru öðru fremur hugsaðar sem kynning á ís- lenskri myndlist fyrir ferðamenn og hafa lukkast mjög vel. í fyrra vorum við með sýningu á sjávarmyndum Gunnlaugs Scheving en í ár höfum við ráðist í að kynna þessa fjóru ungu myndlistármenn," sagði Olaf- ur Kvaran listráðunautur Norræna hússins þegar HP hitti hann og Sig- urð Örlygsson í kjallara hússins þar sem þeir voru að bisa við að koma sýningunni upp. „Ólíkir, segirðu, nei þeir eru ekki svo ólíkir listamenn," hélt Ólafur áfram. „Þeir eiga það allir sameigin- legt að vera fígúratívir málarar. Mál- verk Einars eru að vísu mest ab- strakt og skírskota mikið til ævin- týra og málverk Kjartans eru eins konar táknmyndir eða erkitýpur þar sem táknið ber merki angistar, örvæntingar og vonleysis. Helgi Þorgils ber mest einkenni konsept- listarinnar og Gunnar Örn fjallar mikið um hinn innri mann og um dýrið í manninum. Einar og Gunnar Örn eru eldri en hinir tveir sem eru um þrítugt." Málverkin á sýningunni eru flest olíumálverk en þar má líka finna akrýlmálverk og málverk Kjartans eru unnin úr sandi og olíu. Sýningin er sölusýning. Hún stendur fram til 24. ágúst og verður opin daglega kl. 14-19. -Mrún LEIKLIST Leikur öð formum eftir Margréti Rún Guðmundsdóttur Stúdentaleikhúsið í Félagsstofnun stúdenta: De kommer med kista og henter meg! eftir Magnús Pálsson. Leikstjóri: Magnús Pálsson. Leikmynd og búningar: Kristinn G. Harðarson. Hlutverk: María Porleifsdóttir, Þorvaldur Böðvar Jónsson, Börkur Bragi Baldvins- son, Jón Stefán Kristjánsson, Áslaug Thorlacius, Erling Jóhannesson, Jóna Ingólfsdóttir, Daníel Ingi Pétursson, Knut Ðdegaard, Þorleifur M. Magnússon og Ingileif Thorlacius. Það má með sanni segja að sjónleikur myndlistarmannsins Magnúsar Pálssonar, „De kommer med kista og henter meg“, gangi þvert á allar venjur og hefðir leikrits- ins. Takmark sjónleiksins er að rugla gersam- lega skilningarvit áhorfenda sem annað hvort fatta húmorinn í allri ringulreiðinni og skella upp úr eða finnst þessi sjónleikur yfir- borðslegur og tilgerðarlegur. Áhorfenda- skarinn á frumsýningunni skiptist nokkuð í tvennt hvað viðbrögð varðaði. En auðvitað á sjónleikur þessi miklu meira skylt við gjörn- ing eða performance en nokkurn tíma leik- list, og verkið er týpískt flúxusverk þar sem gengið er þvert á öll gildi og reglur hafðar að engu, nema þá til þess að brjóta þær. Persónur verksins eru þau froken Glavins glæpakvendi, glæpamaðurinn Banner, róbótinn Omega, ungi maðurinn Adam og unga konan Stella, Fortíðin, Örlögin, Sköp- unin, Kristján Guðmundsson 2. febrúar, sorg- mædda konan Milla og síðan „rödd“ Hamsuns. Persónunum er raðað snyrtilega upp á sviðið þar sem þær færast næstum ekkert úr stað og eru frekar myndverk en eiginlegar persónur. Þau mæla fyrst í stað á norsku og tala oftar en ekki hvert ofan í ann- að en þegar líða tekur á verkið mæla ein- stakar persónur verksins á „shakespeare- ensku" og á íslensku. Markvisst er unnið að því að koma í veg fyrir að nokkur hefðbund- in dramatísk spenna byggist upp. Ruglaður áhorfandinn hefur kannski náð þræði í sam- tali tveggja persóna en þegar kemur að há- punkti þess byrjar oftast einhver önnur per- sóna eða persónur verksins að tala ofan í samræðurnar og áhorfandinn missir þráð- inn. Þeir sem ekki eru beysnir í Norðurlanda- málunum og „shakespeare-ensku" eru auð- vitað meira utangátta en hinir sem skilja þessar tungur og það fer mjög eftir því hvar áhorfandinn situr hvernig hann upplifir verkið, því leikararnir tala ekki bara hver ofan í annan heldur líka helsti lágt. Ein per- sónan, hin angurværa Milla, gengur um meðal áhorfenda og mælir öðru hverju eitt- hvað lágri röddu, og ómögulegt er að greina hvað „rödd“ Hamsuns hefur að segja, enda er líka með lágum raddstyrk gengið þvert á þær reglur sem gilda í leikhúsi. Leikararnir standa sig í heild mjög vel. Samleikur þeirra Jóns Stefáns Kristjánssonar og Áslaugar Thorlacius er mjög skemmtileg- 1? FsK-tSYéu/j LET ME QUESS...I I BET IT'S FAVORITEI ^ < pik- ■ ' HE MAOE ur; sömuleiðis þær setningar sem þeim hrjóta af munni. Nokkuð vantaði upp á líkamlega tæknikunnáttu einstakra leikara, sem ég vil frekar skrifa á reikning þjálfunar- leysis og amatörleikmennsku en að það hafi verið fyrirætlan leikstjóra. Flúxuslistamaðurinn Magnús Pálsson er ekki með öllu ókunnugur leiklistarheimin- um því hann vann töluvert með leikhópnum Grímu hér á sínum tíma, aðallega sem leik- myndahönnuður. Hann hefur í gegnum tíð- ina haft gaman af því að leika sér með form og fyrirbæri, tosað þau í sundur og gert grín að þeim. Eins og fyrr sagði á sjónleikur þessi meira skylt við performance en leiklist en er þó einhvers staðar mitt á milli. En hvað skilur þetta verk, þessi lifandi myndlist þar sem textinn er eiginlega meiningarlaus massi, eftir sig? Jú, augað skemmtir sér, epda mikil litagleði í leikmynd og búningum Kristins Harðarsonar sem fellur vel að allri ringul- reiðinni og það er alltaf gaman að horfa á til- raunasýningar til mótvægis við kannski heisti hefðbundnar sýningar atvinnuleikhús- anna þar sem til skamms tíma hefur of lítið örlað á nýbreytni. En sjónleikur þessi er að- eins leikur að formi og varla nokkurt tíma- mótaverk. En það væri gaman ef myndlistar- menn kæmi í framtíðinni meira inn í leikhús- in með sín gildi og aðra sýn á leiklist en leik- húsfólk; árangur þeirrar samvinnu gæti oft orðið mjög forvitnilegur. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.