Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 25
ástand mála. „Ég varð mjög sleginn.
Rekstrarfé athvarfsins nægir ekki til
að hægt sé að borga starfsfólki laun
og fjöldi þeirra vinnur algjöra sjálf-
boðavinnu. Féð hefur að vísu hrokk-
ið fyrir mat handa konunum og
börnunum sem þarna dvelja en hús-
næðið er svo lélegt að það kallar á
tafariausar viðgerðir. Þakið er
ónýtt, gluggarnir leka, eldhúsinn-
réttingin er gjörsamlega ónýt og
sömuleiðis baðherbergið. Þegar
fjölmennast hefur verið hafa 12
konur og 17 börn dvalið þarna sam-
tímis það sem af'er þessu ári og sofið
í öllum herbergjum og skúmaskot-
um nema á baðinu. Þetta er hræði-
legt ástand, sem verður að lagfæra
því Kvennaathvarfið hefur bjargað
mörgum mannslífum."
Að lokum sagðist Viðar vilja leggj-
ast krjúpandi á knén fyrir framan
þjóðina í von um að húsfyllir verði
á tónleikunum, því Kvennaathvarf-
ið verði á stundinni að fá fé til að
geta haldið áfram starfseminni. Og
HP tekur undir og hvetur alla, unga
sem aldna, að mæta á tónleikana
þar.sem Buggi og fleiri tónlistar-
menn sýna í verki að þeir hafa í
þessu máli, öfugt við stjórnvöld,
hjartað á réttum stað.
Mrún
Hljómeyki a Skálholtstónleikum
Söngflokkurinn Hljómeyki, nýr og
endurfæddur, verður aðalflytjandi á
Skálholtstónleikum nú um helgina.
Þau halda tvenna tónleika, þeir fyrri
verða kl. 15 á laugardag og þá flytur
flokkurinn gömul og ný tónverk,
bæði andleg og veraldleg, eftir ekki
ómerkari höfunda en Benjamin
Britten, Knut Nysted og Vagn
Holmbo. Síðari tónleikarnir hefjast
kl. 17 og þeir eru helgaðir Jóni
Nordal sem á sextugsafmæli á þessu
ári. Eins og fram kom í frétt HP fyrir
skemmstu átti Jón sinn þátt í því að
söngflokkurinn var endurvakinn og
þau frumflytja á tónleikunum
splunkunýtt verk eftir tónskáldið,
sem hann samdi sérstaklega fyrir
hópinn. Verkið ber heitið Aldasöng-
ur og er við Maríukvæði Bjarna
Jónssonar borgfirðingaskálds, sem
var uppi á 16. öld, Maríuvísur Jóns
Helgasonar og fleiri Maríukvæði.
Auk þess mun flokkurinn flytja 3
sálma í útsetningu Jóns og Martin
Hunger Fridriksson organisti flytja
tvö orgelverk tónskáldsins. Síðari
tónleikarnir verða endurteknir á
sunnudag kl. 15. Guðsþjónusta hefst
kl. 17.
jAzr
eftir Vernharð Linnet
Jazzveislan í Tjaldinu
Það var sannkölluð djassveisla í N’art
Tjaldinu á sunnudagskvöldið. Kvintettinn
norski Masqualero lék þar í tvo tíma án hlés
og fór á kostum. Þetta er ein þeirra norrænu
sveita er heyra heimsdjassinum til, enda gef-
ur ECM gjarnan út skífur þeirra. Jan
Garbarek, Terje Rypdal, Arild Andersen og
Jon Christensen komu Noregi á heimslanda-
kort djassins og tveir þeir síðarnefndu eru
burðarásar þessarar sveitar — ekki það að
píanistinn Jon Balke, saxafónleikarinn Tore
Brunborg og trompetleikarinn Nils Petter
Molvœr séu neinar aukvisar; þvert á móti!
Tónlist þeirra ber vissan ECM keim en er
þó kraftmeiri en flest það sem kennt er við
hljómplötufyrirtækið. Drengirnir leika
gjarnan sem ein heild — hver vefur sig inní
annars leik og fjarri hið hefðbundna: laglína
— sólóar — laglína. Því var vonlítið að
klappa inní miðjum verkum fyrir sólistum.
Þess meira var klappað þegar slík færi gáfust
einsog í ópus Arilds: 3 for 5, en hann var leik-
inn með bíboppbragði þetta kvöld og gjör-
ólíkur hinni svífandi útgáfu á nýjustu skífur
þeirra félaga: Bande á part {ECM 1319). Ung-
liðarnir 24ra ára fóru á kostum: Nils Petter í
tæknifullum trompethlaupum og Tore í
trylltum tenórisma — hann ber mörg ein-
kenni landa síns Garbareks; sem flestum
fremur frelsaði djasstenórinn undan ógöng-
um Coltraneismans án þess að hafna leið-
sögn meistarans. Oft var mikill yndisauki að
moldugum trompettóni Nils Petters er býr að
þeim gosstíl sem þessu hljómfæri er svo eðli-
legur — að vísu var hann stundum hinn blíð-
asti og lék við ijóðið í brjósti okkar einsog
sannur Bakeristi.
Jon Balke hafði aðeins rafpíanó í Tjaldinu
en hann samdi flesta ópusana að Ariíd und-
anskildum. Það var gaman að samleik þeirra
í ópus Balke, Please disturbe, og á meðan
Nils Petter buldi einsog sandstormur á hljóð-
himnunum riffuðu þeir einsog heil stórsveit
og Cristensen sló sterkt. Arild fór líka á kost-
um í sólóum sínum, hvort sem ljóðið réð eða
krafbirtingurinn með austurlensku ívafi.
Sigurbjörn Ingþórsson — in memoriam
Sigurbjörn Ingþórsson hét hann, en í hug-
um tónelskra lslendinga var nafnið Bjössi
bassi. Aldrei gleymi ég því þegar ég hlustaði
á hann fyrst. Það var jazzkvöld í Gagnfræða-
skóla Vonarstraétis: Ég sá um að kynna
nokkrar djassskífur og skólabróðir minn
Gunnar Kvaran, sem þá lék á bassa, sá um
djammsessjónina og hann fékk Bjössa bassa
til að mæta. Þvílíkur bassaleikur. í endur-
minningunni sé ég hann enn strjúka alla
strengi og heyri voldugan hljóminn. Þá
þekkti maður ekki til slíks. Þetta var vetur-
inn 1959. Sumarið ’61 var haldið Heimsmót
lýðræðissinnaðrar æsku og stúdenta í Hel-
sinki. Þar var Haukur Morthens með hljóm-
sveit sína: Jón Möller, Örn Ármannsson,
Bjössa bassa og Guðmund Steingríms. Þá var
maður oft hreykinn af að vera íslendingur.
Ýmsir aðrir djassmenn voru á því móti. John
Tichaci í dönsku sendinefndinni og .Archie
Shépp í þeirri bandarísku. Andstæðingar
mótsins fengu Jimmy Giuffre til að blása fyrir
sig. Bæði Örn Ármanns og Bjössi fengu gull-
merki mótsins fyrir djassleik og 1957 var
Bjössi með hljómsveit Gunnars Ormslev í
Moskvu og fékk sú sveit gullverðlaun fyrir
djassleik þar.
Á minningarskífu Gunnars Ormslev: Jazz í
30 ár, má finna upptökur með Bjössa og
Ormslev á árunum 1955—^64, m.a. djammið
með austurríska klassíkernum Friedrich
Gulda. Ormslev, Bjössi og Jón Páll sómdu sér
vel í félagsskap Gulda og bandaríska tromm-
arans Gene Stone, í Framsóknarhúsinu 1959.
Þeir léku líka þrír í tríói trommulausu, sem
ekki var algengt á þeim árum.
Hin síðari ár átti Bjössi við ill veikindi að
stríða og síðast kom hann fram hjá Jazz-
klúbbi Reykjavíkur snemma árs 1985. Þá lék
hann á rafbassa.
Þegar undirritaður vann að útgáfu
Ormslev-skífunnar: Jcizz í 30 ár, var gott að
leita til Bjössa. Hann fékk alla tónlistina á
snældu og var óþreytandi við að grafa upp
hver lék í hvaða lagi, þótt stundum ættu þeir
í erfiðleikum með að þekkja sig sundur á
elstu upptökunum, félagarnir Jón bassi og
Bjössi bassi.
Aukalag var stórskemmtileg útsetning á
’Round Midnight. Þannig leika aðeins þeir
sem valdið hafa.
N’art 86 lýkur með hátíðarhljómleikum í
stóra Tjaldinu fyrir neðan Háskólann á
sunnudagskvöldið kemur. Það eru engir smá-
kallar sem þar leika: Nieis-Henning Orsted
Pedersen, Palle Mikkelborg og Kenneth
Knudsen.
Niels þarf ekki að kynna fyrir íslenskum.
Þetta er sjöunda heimsókn hans til íslands og
það sem hefur einkennt þær flestar er að í
hvert skipti höfum við kynnst nýjum Niels.
Þannig verður einnig nú. Niels sýnir á sér raf-
hliðina, þótt hann strjúki að vanda kontra-
bassann.
Tomas Clausen var upphaflega píanisti
þessa tríós, en er hann hætti var Kenneth
Knudsen fenginn í hans stað. Kenneth er
frægur úr fönki og rokki sem djassi og því
hlaut annað yfirbragð að koma á tríóið við
inngöngu hans. Hann er jafnaldri Niels og
þeir hafa gefið út eina dúettskífu: Pictures
1976, en þá skífu taldi Niels löngum sína
bestu. Kenneth hefur m.a. leikið með Don
Cherry og Ted Curson og í bræðingssveitum
einsog Secret Oysters. Hann kemur áreiðan-
lega klyfjaður hljómborðum og hann kann
líka með þau að fara.
Palle Mikkelborg er fæddur 1941 og var
valinn djassleikari Danmerkur 1968, þá
stjórnaði hann frægum kvintetti í samvinnu
við Aleks Riel og lék sá kvintett á Newport
og vann fyrstu verðlaun á Montreux. Palle
hefur skrifað mikið af tónlist fyrir Cleo Laine,
Dexter Gordon og Radioens Big Band hér á
árum áður og nýlega fyrir Sjálands synfóní-
una og Miles Davis. Hann hefur hljóðritað
fyrir ECM með Jan Garbarek og L. Sankar og
stýrt rafsveitinni Entrance. Er þó aðeins fátt
talið.
Samvinnan við Miles Davis er kannski há-
punkturinn á ferli Palle Mikkelborg og bíða
menn spenntir eftir að svíta hans Aura, er
Miles Davis og Radioens Big Band hljóðritaði
í fyrra undir stjórn höfundar, verði gefin út.
Palle rafmagnar trompetinn sinn og er
með bergmáls- og vava-tæki. Það verður því
mikið rafmagn og ryþmi í Tjaldi N’art á
sunnudagskvöld þegar tríó NH0P lætur til
sín heyra í fyrsta skipti með þessum mann-
skap.
íslenskur djass er ekki alveg hornreka á
N’art hátíðinni. Steingrímur Guðmundsson
er hér á landi og hafði með sér í farangrinum
nýtt verk er hann hefur skrifað fyrir sig og
Guðmund föður sinn. Margir muna eftir
verki því er þeir léku á Hótel Borg í vor og
flutt var í sjónvarpi. Þetta er á líkum nótum,
utan hvað þeir feðgar syngja einnig.
Verkið verður flutt í Borgarskála á
laugardag kl. 17.00. í kvöld er svo upplagt að
bregða sér á Borgina þar sem djasssveitin
Tarsan leikur í síðasta skipti að þessu sinni.
Þá sveit skipa Sigurður Flosason, Reynir
Sigurðsson, Tómas R. Einarsson og Pétur
Grétarsson og mátti heyra hann djassa í
beinni útsendingu úr Djúpinu í útvarpinu á
mánudagskvöldið var.
HELGARPÓSTURINN 25