Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 14
STYRKUR TIL GRÍMSEYINGA ÚR GRÍMSEYINGASJÓÐI FISKE í FYRRA: 84 KRÓNUR FJÖLMARGIR STYRKTAR- OG MINNINGARSJÓÐIR HAFA FUÐRAÐ UPP OG ERU NÚ ENGUM TIL GAGNS „Ég man t.d. eftir sjóöi fyrir ekkjur viö Faxaflóa sem stofnaöur var 1958 med 100 krónum. I dag dygöi innistœöan varla fyrir kransi á leidi.“ - LÁRA HAFLIÐADÓTTUR HJÁ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTINU I Búnaðarbanka Islands er inni- slœða á nafni „Grímseyjarsjóðs Willard Fiske“ og á sjóðurinn enn fremur Söfnuna rsjóðsinnistœðu númer 711. Sjóður þessi var stofnað- ur um aldamótin af hinum kunna skákmanni til hjálpar fátœklingum í Grímsey. Samkuœmt reikningi sjóðsins fyrir 1985 uar innistœðan í Bánaðarbankanum ásamt uöxtum 5.810 krónur, en Söfnunarsjóðsinni- stœðan með uöxtum hljóðaði upp á 643 krónur. Alls hljóðaðiþuísjóður- inn til nœsta árs upp á 6.537 krónur, þegar búið var að draga frá ,,styrk til Grímseyinga", alls 84 krónur! Hvað hafa Grímseyingar að gera við slíka upphœð? kann einhver að spyrja, og því svarar oddviti hrepps- ins hér á stðunni. Hótt á annað þús- und sjóðir Samkvæmt því sem Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi tjáði Helgarpóstinum eru til 1200—1300 staðfestir opinberir sjóðir með skipulagsskrám og nokkur hundruð til viðbótar óstaðfestir. Margir þess- ara sjóða eru enn öflugir, en á hinn bóginn eru fjölmargir þeirra orðnir að nánast engu. „Flestir þessara sjóða hafa rýrnað í verðbólgunni, en voru kannski vel öflugir á sínum tíma. Mikið hefur verið rætt um að breyta þessu, en það er erfitt vegna ákvæða í skipu- lagsskránum og þarf til ákveðnar breytingar á lögum, sem ekki hafa komist í gegn enn þá. Við höfum rætt um að sameina þessa sjóði og ávaxta innistæðurnar betur, enda hafa sumir þeirra vart tilgang leng- ur, en það vantar upp á heildarlög- gjöfina um opinbera sjóði. Margir þessara sjóða voru í Söfnunarsjóði Islands, sem nú hefur verið lagður niður, en í honum var ákvæði um að ekki mætti taka út nema ákveðinn hluta innistæðunnar, og þá gjarnan ákveðið hlutfall af vaxtatekjunum," sagði Halldór. Sameining sjóð- anna sorglega erfið Það er félagsmálaráðuneytið sem annast um þessa opinberu sjóði og þar er það Lára Hafliðadóttir sem sér um að halda þeim saman. Hún sagði að fæstir þessara sjóða væru öflugir, en þó væru fyrir hendi kvað- ir um úthlutun styrkja í skipulags- skránum og væri Grímseyjarsjóður- inn dæmi um þetta. Hún sagði mik- ið hafa verið rætt og ritað um sjóði þessa, hvort ekki ætti að leggja þá niður eða sameina, en ekkert hefði fengist fram enn þá. Þaö væri sorg- lega erfitt. „Ég er búin að hafa umsjón með þessum sjóðum í 12—15 ár og fæstir þeirra eru öflugir. Margir hafa verið svona frá byrjun. Ég man t.d. eftir - Sjóði fyrir ekkjur við Faxaflóa sem stofnaður var 1958 með 100 krón- um. í dag dygði innistæðan varla fyrir kransi á leiði. Svona hefur peningameðferðin farið með þessa litlu sjóði, sem eru ótal margir, enda held ég að það hafi verið e.k. tíska að stofna til þeirra," sagði Lára. Stendur konungs- sjóóurinn undir nafni? En nefnum fleiri rislitla sjóði. Les- endur fá það væntanlega strax á til- finninguna að sjóður sem heitir - „Styrktarsjóður Christians konungs X og Alexandrine drottningar" hljóti að vera sæmilega öflugur og til einhvers gagns. Sjóður þessi, með Söfnunarsjóðsinnistæðu númer 706, hljóðar hins vegar eftir vexti ársins í fyrra upp á heilar 17.919 krónur. Vart getur það talist sóma- samleg upphæð fyrir svo eðalbor- inn sjóð! Hann er þó að minnsta kosti mun öflugri en t.d. ,,Minning- arsjóður Vestur-ísafjarðarsýslu" sem er með Söfnunarsjóðsinni- stæðu upp á 1.724 krónur, „Sjóður- inn Stígur“ með 3.991 króna inni- stæðu og ,,Minningarsjóður hjón- anna Steinunnar Sighvatsdóttur og Magnásar Olafssonar" með 5.059 króna innistæðu. Sami konunglegi sjóðurinn er þó stærri en „Gullbrúð- kaupssjóður Bjarna amtmanns Þor- steinssonar og frú Þórunnar Hannesdóttur", sem í heild telur 16.493 krónur og 57 aura að auki, enda við hæfi að konungssjóðir séu veigameiri en amtmannssjóðir, þótt ekki séu þeir risháir. 10 þúsund króna tjón af jarðeldum! Alla jafna verða einhverjir fyrir tjóni í náttúruhamförum á borð við jarðelda og því ekki úr vegi að fyrir hendi sé sjóður til að aðstoða hina óheppnu. Því er ósköp eðlilegt að til sé „Styrktarsjóður þeirra, sem bíða tjón af jarðeldum". En óneitanlega verða jarðeldarnir að halda aftur af sér og sneiða hjá dýrum eignum ef tjónþolar ætla sér að fá úthlutað úr þessum fróma sjóði, því innistæða hans í Búnaðarbankanum hljóðaði í fyrrauppá 33.350 krónur, en með „Ég man satt að segja ekki eftir því í hvað þessar krónur fóru, en ætli það hafi ekki mátt kaupa nokkrar karamellur handa hrepps- nefndinni fyrir þetta? Það þarf gott minni til að muna eftir svona hé- góma,“ sagði Þorlákur Sigurðsson, oddviti Grímseyjarhrepps, aðspurð- ur um hvaða stórf ramkvæmdir eyja- búar hefðu ráðist í fyrir 84 króna styrkinn 1985. Þorlákur sagði sjóð þennan hafa orðið til um aldamótin, þegar bandaríski prófessorinn Willard Fiske gaf gjafir til Grímseyinga, en Fiske var mikill íslandsvinur og sigldi kringum landið. „Hann hafði spurnir af okkur hér, að við værum áhugamenn um skák vöxtum alls upp á 47.540 krónur. Miðað við hefðbundna skilmála skipulagsskráa slíkra sjóða mætti vart búast við styrkúthlutun hærri en 10 þúsund krónum og er leit að jarðeldum sem valda minna tjóni! Ef tjón yrði hins vegar af þessum sök- um á samgönguleiðum mætti einn- ig leita á náðir „Samgöngubóta- sjóðs Páls Jónssonar", hvers inni- stæða eftir vexti hljóðar upp á 30.606 krónur og 14 aura. Happdrættislónin nema alls 10 krón- um! Af fjölmörgum slíkum sjóðum lát- um við nægja að nefna til viðbótar „Styrktarsjóð Gísla Jóns Nikulás- sonar", sem eftir vexti telst eiga 20.541 krónur, og „Styrktarsjóður Þórarins Tulinius“ sem hefur til ráð- stöfunar 307 króna Söfnunarsjóðs- innistæðu og 18.253 króna Búnað- arbankainnistæðu. Einnig má minn- ast á „Sjóðinn Gerðuminningu", sem 1983 átti í bankabók 11.358 krónur og 51 eyri, í spariskírteinum ríkissjóðs 1.100 krónur og liðurinn „Happdrættislán ríkissjóðs" hljóð- aði upp á heilar 10 krónur! eins og hann, og hann gaf skákborð og menn á hvert heimili hér og vísi að bókasafni ásamt verulegri pen- ingagjöf. Sjóðurinn var hugsaður sem hjálparsjóður fyrir fátæklinga og aðra þegar illa áraði, en hann hefur urgast einhvern veginn upp og nú sitja í sjóðnum nokkrar krón- ur á vöxtum,“ sagði Þorlákur. Oddvitinn sagði enn fremur að Willard Fiske hefði verið mikill öðl- ingur og til minningar um hann væri á hverju ári samkoma á afmæl- isdegi hans, 11. nóvember, og kæmu þá flestallir eyjarbúar saman. „Það er til marks um þá virðingu sem fyr- ir honum var og er borin að hér voru nokkrir drengir skírðir í höfuð- ið á honum,“ sagði Þorlákur. Hvað gerðu Grímseyingar viö styrkinn? Gœtum keypt nokkrar karamellur — segir Þorlókur Sigurðsson, oddviti Grímseyjarhrepps eftir Friðrik Þór Guðmundssoni T ímaritið Frelsið tekur all- nokkrum breytingum frá og með næsta tölublaði sínu, en það hefur hingað til þjónað hugleiðingum ís- lenskra frjálshyggjumanna og fræð- inga á þeim væng viðhorfa í íslensk- um stjórnmálum. HP heyrir að í framtíðinni verði ritið mun opnara öðrum pennum en verið hefur og taki jafnframt á fleiri efnisþáttum, svo sem menningarmálum, fjöl- miðlun og jafnvel frístundaefni að einhverju marki. Þannig á að freista þess að gera Frelsið að nokkurskon- ar Þjóðlífi hægri manna, auka út- breiðslu þess að mun með því að höfða í ríkari mæli til almennra tímaritskaupenda. Meðal greinahöf- unda í næsta tölublaði Frelsisins verða m.a. Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri og dagskrárstjóri sjón- varps, og Stefán Snævarr, heim- spekimagister og ljóðskáld, fyrir utan Hannes sjálfan Hólmstein að sjálfsögðu, föður Frelsisins. Spurt er hvort nafni blaðsins verði ekki breytt í kjölfar áherslubreytingar á efnisþáttum þess — og hefur nafn- giftin „Frjálst líf“ flogið fyrir, sem er alls ekki dónalegt heiti, á þessum dögum þegar helst ekkert má gefa út á glanspappír, öðruvísi en líf sé í því. .. Þ að hljóp hland fyrir hjartað á mörgum Alþýðubandalagsmannin- um eftir miðstjórnarfundinn á dög- unum, þegar Guðmundur J. Guð- mundsson birtist í sjónvarpinu og DV eins og maður sem hefur unnið stórt og mikið afrek, og gerði sigri hrósandi lítið úr flokknum, forráða- mönnum hans, valdastofnunum og ályktun miðstjórnar í máli hans. Þá mun margan sáttfúsan Alþýðu- bandalagsmanninn hafa iðrað þess að hafa ekki tekið harkalegar á Guð- mundi. Guðrún Helgadóttir er kona sem er þekkt fyrir annað en að skafa utan af hlutunum þegar henni hitnar í hamsi og á lagardaginn ritar hún grein í Þjóðviljann sem lýsir vel þeim dúpstæða ágreiningi sem ríkir í Alþýðubandalaginu. Guðrún vand- ar verkalýðsforingjunum, sem héldu hlífiskildi yfir Guðmundi, ekki kveðjurnar: „Þar (í verkalýðshreyf- ingunni) ríkir sú fámennisstjórn, sem allar ákvarðanir tekur á toppn- um eftir þeirri formúlu samtrygg- ingarinnar, sem hingað til hefur haldið Alþýðusambandi íslands saman. . . Það er engin tilviljun að oddvitar verkalýðshreyfingarinnar innan Alþýðubandalagsins hafa ein- ir verið andvígir því að flokkurinn tæki afstöðu í máli Guðmundar J. Guðmundssonar. Einnig þar eiga menn sæti sín að verja. Frá verka- lýðshreyfingunni, þúsundunum sem skipa þessa hreyfingu og aldrei létu sig dreyma um Floridaferð, allra síst eftir þá meðferð sem þeir hafa fengið í síðustu kjarasamning- um, frá þessu fólki hefur ekkert heyrst. Enginn hefur beðið um álit þess. .. Honum (Guðmundi J.) næg- ir afstaða Ásmundar Stefánsson- ar og Þrastar Ólafssonar og nokkurra stjórnarmanna í samtök- um verkafólks. Fyrir honum eru þessir örfáu valdamenn innan þeirra verkalýðshreyfingin sjálf...“ 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.