Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 7
eftir Gunnar Smára Egilsson mynd Jim Smart HAFSKIPSMÁLIÐ LÆRDÓMURINN GRUNNRISTUR Stjórnmálamenn munu svara þeim spurningum er Hafskipsmálið skilur eftir sig svo það særi engan. Ekkert hróflað við fyrrverandi stjórn eða bankaráði og bankastjórum Útvegsbankans. Stórir þættir Hafskipsmálsins utan við rannsóknina. Samskipti Hafskips við dótturfyrirtækin fást ekki rannsökuð. Rannsókn Hafskipsmálsins hjá skiptaráðanda og rannsóknarlög- reglunni snertir dótturfyrirtœki fé- lagsins erlendis ekki nema að litlu leyti, en Hafskip rak umboðssskrif- stofur og flutningamiðlunarfyrir- tœki til að afla viðskipta í tengslum við Atlantshafssiglingarnar. Astœða þessa er sú að íslenskir rannsóknar- aðilar hafa ekki lögsögu yfir þess- um fyrirtœkjum, sem öll eru til gjaldþrotaskipta í aðseturslöndum sínum, né starfsmönnum þeirra. Skiptaréttur hefur ekki fengið að- gang að öllum gögnum þessara fyr- irtœkja en hann hefur kannað eftir því sem kostur er samskipti aðal- skrifstofu Hafskips hér heima við dótturfyrirt-ækin erlendis. Meðal annars hefur verið kannað hvernig ferðapeningar, sem dótturfyrirtœk- in greiddu forráöamönnum Haf- skips, hafa verið bókfœrðir hér heima. ÁSTÆÐA GJALDÞROTSINS LJÓS Rannsókn rannsóknarlögreglunn- ar snertir hins vegar dótturfyrirtæk- in lítið sem ekki neitt. Þar vinna menn eftir bréfi ríkissaksóknara og í því var ekki tilgreint sérstaklega að rannsaka bæri hvort eitthvað refsi- vert kynni að finnast í rekstri dóttur- fyrirtækjanna eða viðskiptum móð- urfélagsins við þau. Menn sem tengjast rannsókn þessa máls hafa lýst yfir furðu sinni á því að rannsókn Hafskipsmálsins beinist mest gegn leynireikningum, ferðakostnaðargreiðslum og smá- legum fjárdrætti en ekki ástæðunni fyrir þessu risastóra gjaldþroti. Þessi skoðun hefur komið fram í fjölmiðl- um, en reyndar oftast höfð eftir nafnlausum aðilum. Skiptaréttur telur sig hins vegar hafa nokkuð Ijósar hugmyndir um hver ástæðan fyrir þessu gjaldþroti var. Ástæðan fyrir því var Atlants- hafssiglingaævintýrið. Hafskip hellti sér út í harða samkeppni á siglingaleiðinni á milli Ameríku og Evrópu á haustmánuðum 1984 og á tæpu ári tapaði félagið hundruðum milljóna kr. á þessum flutningum sem á endanum kafsigldi rekstur- inn. BJARTSÝNI BANABITINN Fyrirtækið hafði kannað þessa flutningaleið í rúm tvö ár áður en það hóf þennan rekstur og stjórn- endum Hafskips var fullkunnugt um gríðarlega samkeppni á þessari leið. Flutningsgetan yfir hafið var mun meiri en þörfin og vegna hækkunar dollarans sigldu skip hálftóm til Evr- ópu. Rekstrargrundvöilur á þessari leið var því mjög slæmur og þegar Hafskip skellti sér í samkeppnina höfðu nokkur félög orðið gjaldþrota vegna hennar, önnur voru á leiðinni í gjaldþrot og ekkert skipafélag hagnaðist á Atlantshafsflutning- unum. En stjórnendur Hafskips virðast hafa trúað því að þeir hefðu eitt- hvað í pokahorninu sem aðrir í þess- ari hörðu samkeppni höfðu ekki. Sú trú dugði skammt og varð að aðal- ástæðunni fyrir gjaldþroti félagsins. Og þegar stjórnendur sáu að í óefni var komið hófu þeir vafasamar björgunaraðgerðir sem síðan gerðu illt verra og gjaldþrotið ljótara, m.a. með því að falsa ársskýrslu og blekkja Útvegsbankann til áfram- haldandi viðskipta. Kaup á flutningamiðlunarfélaginu Cosmos, rekstur Hafskips USA og ýms skuggaleg viðskipti í tengslum við dótturfyrirtækin voru ekki höf- uðástæðan fyrir gjaldþrotinu en bættu að sjálfsögðu ekki úr skák líkt og annað sem tengdist Atlantshafs- flutningunum. Það væri því að gefa skakka mynd að segja að þessir þættir hafi leitt til gjaldþrots, þar sem ástæðan fyrir því var fyrst og fremst óhófleg bjartsýni stjórnenda Hafskips er þeir leiddu fyrirtækið út í dauðadæmdan rekstur. MÁLIÐ VERÐUR EKKI RANNSAKAÐ TIL FULLS Rannsókn rannsóknarlögreglunn- ar beínist hins vegar ekki að því að upplýsa ástæðuna fyrir gjaldþrot- inu. Hún beinist að refsiverðum brotum er forráðamenn Hafskips kunna að hafa framið. Þeir eru grun- aðir um fölsun á ársskýrslu, vísvit- andi blekkingar gagnvart hluthöf- um og Útvegsbankanum, fjárdrátt rangan framburð fyrir skiptarétti og fieira. Það sýnir alvarleika þessara brota að sex af forsvarsmönnum Hafskips voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald en til þess að það sé gert þarf að liggja fyrir rökstuddur grun- ur um refsiverð brot er varða ekki minna en tveggja ára fangelsisvist. En samskipti stjórnenda Hafskips við dótturfyrirtækin koma lítið við sögu í rannsókn rannsóknarlögregl- unnar og það á reyndar við um fleiri þætti þessa máls, sem til umræðu hafa verið í fjölmiðlum. Ef rann- sóknarlögreglan ætti að rannsaka öll atriði Hafskipsmálsins tæki það nokkur ár. Því hefur verið tekin sú stefna að rannsaka nokkur atriði ekki til fulls, heldur leggja meiri áherslu á að skila til rikissaksóknara rannsókn á veigameiri refsiverðum „Það er að heyra á sumum mönn- um að séu bankarnir reknir sem hlutafélög þá eigi allt að bjargast," sagði Halldór Guðbjarnarson, bankastjóri Útvegsbankans, er HP leitaði álits hans á þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um uppstokk- un bankakerfisins. „Við getum ímyndað okkur að ríkisbankarnir yrðu reknir eftir sömu reglu og Iðn- aðarbankinn segist nota þar sem sami aðilinn, eða skildir aðilar, fá ekki lánað meira en sem nemur 2—4% af eigin fé bankans. Auðvitað er það óskastaða hjá bankastjórum ríkisbankanna að vera með svona þumalputtareglur. En þessir menn, sem hafa verið að halda hlutafélags- bönkum á lofti sem lausn á öllum vandamálum, ættu að kanna hversu lengi þjóðfélag okkar gengi með þessu móti. brotum að fullu rannsökuðum. Það verður síðan ríkissakspknara að ákveða hvort hann telur ástæðu til að kafa dýpra í þetta mál áður en hann tekur ákvörðun um hugsan- lega málshöfðun. ÁBYRGÐARLAUS STJÓRN Annar þáttur, sem mönnum þykir hafa orðið útundan í allri þeirri um- ræðu sem orðið hefur um þetta mál, er ábyrgð stjórnarmanna. Ef allt það sukk og kjarnorkuklúður sem fjöl- miðlar hafa skýrt frá reynist sann- leikanum samkvæmt er auðséð að allt innra eftirlit í Hafskip hefur ger- samlega brotnað niður. Stjórn hluta- félags er kosin af hluthöfum og ber að gæta hagsmuna þeirra. Hún á að hafa eftirlit með forstjórum og fram- kvæmdastjórum sem hún ræður og ber að fylgjast með því að starfsemi fyrirtækisins fari fram eftir eðlileg- um viðskiptaháttum. Hin fjölmenna stjórn Hafskips virðist annað hvort hafa sofnað á verðinum og látið yfir- menn fyrirtækisins leika lausum hala eða tekið þátt í og samþykkt þær vafasömu björgunaraðgerðir er reyndar voru til þess að komast hjá eða fresta gjaldþroti. Flestir stjórnarmanna voru eig- endur eða stjórnendur fyrirtækja er áttu viðskipti við Hafskip og fengu flestallir ríflegar afsláttargreiðslur frá fyrirtækinu. Hlutafé Hafskips var ekki nema 16 milljónir kr. fyrir hlutafjáraukninguna í febrúar 1985 og þær 80 milljónir, sem þá var bætt við, hafa ekki að fullu verið greidd- ar. Vegna þessa litla hlutafjár, og af- sláttarins sem hluthafarnir fengu, hefur tap þeirra á gjaldþroti Haf- skips verið lítið og fyrir flesta þeirra hefur þetta ævintýri skilað umtals- verðum arði, þótt það hafi endað illa. GJALDÞROT VEGNA PÓLITÍSKS ÞRÝSTINGS Þótt eigendur fyrirtækisins kom- ist lítt skaddaðir frá gjaldþrotinu munu kröfuhafar í búið tapa rösk- lega tveim milljörðum króna á því. Það er ósköp gott að reka banka til þess að fá sem mestan ágóða fyrir hluthafana og lána til húsakaupa og verslunar en neita öðrum viðskipt- um. Við í Útvegsbankanum vildum gjarnan reka bankann eftir þessum aðferðum fyrir þægilegheitin. En við erum með marga það stóra við- skiptaaðila í útlánsviðskiptum, sem rúmast ekki innan þessara 4%, að okkur er það ómögulegt. Bankastjórar allra ríkisbankanna komust að þeirri niðurstöðu árið 1973 að heppilegasta lausnin á vandamálum íslenska bankakerfis- ins væri sameining Útvegsbankans og Búnaðarbankans. Þessi samein- ing hefur síðan verið tekin upp í starfssamningum margra ríkis- stjórna en ekki orðið af henni ennþá vegna ýmissa hagsmunaárekstra. Mín skoðun á þessum málum er sú Stærsti kröfuhafinn, Útvegsbank- inn, mun ekki tapa minna en hálfum milljarði kr„ auk þess sem hörmu- legur rekstrargrundvöllur hans í kjölfar þeirrar blóðtöku, sem gjald- þrot Hafskips var, mun auka við þetta tap. í Útvegsbankanum eru menn óhressir með þann farveg sem um- ræðan um gjaldþrot Hafskips fékk. Þegar hrun félagsins varð öllum ljóst, var málið gripið á lofti í póli- tískum erjum og telja margir að Sambandsmenn hafi verið beittir pólitískum þrýstingi til þess að hætta við stofnun nýs hlutafélags er yfirtæki rekstur Hafskips. Þetta nýja hlutafélag hefði greitt mun hærra verð fyrir eignir Hafskips en Eim- skip greiddi bústjórum þrotabúsins auk þess sem það hefði eitthvað greitt fyrir viðskiptavelvild í garð fé- lagsins. Þó svo að hið nýja hlutafé- lag hefði látið Atlantshafssigling- arnar lönd og leið, en keypt einung- is Islandsflutningana, hefði tap kröfuhafa, og þar með Útvegsbank- ans, orðið miklum mun minna en það varð þegar Hafskip var tekið til gjaldþrotaskipta. ENGINN LÆRDÓMUR Þeir menn úr viðskiptalífinu sem HP hefur rætt við töldu einnig að sú umræða um Hafskipsmálið, sem stjórnmálamenn leiddu, væri um margt gölluð. Þeir töldu að því mið- ur væri vafasamt að menn drægju nokkurn lærdóm af þessu gjald- þroti; hvorki um fyrirtækjarekstur, afskipti stjórnmálamanna af við- skiptum og allskyns byggðastefnu- og atvinnubótasjónarmiðum, sem hefðu brenglað alla eðlilega við- skiptahætti hér á landi. Þeir töldu Hafskipsmálið sýna, að kominn væri tími til að innleiða hér harðari viðskiptavenjur og draga úr þeirri hefð að leiðin að fjármagni liggi í gegnum stjórnmálamenn og flokka. Hirðuleysi Útvegsbankans um að fylgjast með rekstri Hafskips væri afleiðing af óvitrænni útlánastefnu þess ríkisbanka sem stjórnmála- Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Útvegsbankans. menn hafa ráðskast hvað mest með í gegnum árin. Hinsvegar væri ljóst að þar yrðu ekki neinar hreinsanir svipaðar og verið hefði i Alþýðu- bankanum eftir gjaldþrot ferðaskrif- stofunnar Sunnu. Þessir menn bentu einnig á að svipaðan lærdóm mætti draga af öðrum gjaldþrotum sem hafa orðið á undanförnum tveimur árum en fallið í skuggann vegna Hafskips. Lítil vitglóra virðist til dæmis hafa verið í markaðssetningu Trésmiðj- unnar Víðis á Bandaríkjamarkaði, sem leiddi til gjaldþrots fyrirtækis- ins. Fyrirtækið Flugfiskur á Flateyri, sem varð gjaldþrota fyrir skömmu, virðist einnig hafa verið dauða- dæmt byggðastefnuævintýri frá upphafi. Með minnkandi verðbólgu og raunvöxtum hafa rekstrarskil- yrði íslenskra fyrirtækja breyst á undanförnum tveimur árum og styrktarkerfi stjórnmálamannanna standa einfaldlega ekki lengur und- ir misvitrum viðskiptaævintýrum skjólstæðinga sinna. REYNT AÐ SÆRA ENGAN En þrátt fyrir þörfina á að svara þeim spurningum sem Hafskipsmál- ið setti við ýmislegt í þjóðfélaginu töldu margir af viðmælendum HP að stefnt væri að því að leysa þetta mál svo það særði engan. Og síst af öllu yrði það látið skerða völd stjórnmálamanna í viðskiptalífinu. Hins vegar hefðu stjórnmála- menn notað Hafskip sem dæmi til að undirstrika gamlar kenningar. íhaldið hefur til dæmis notað gjald- þrot þessa fyrrum óskabarns frjálsr- ar samkeppni til að sýna fram á nauðsyn þess að koma bönkunum í hendur einstaklinga, Framsókn sem sönnun um ágæti samvinnurekst- urs, Alþýðubandalagið sem afhjúp- un á innsta eðli kapítalismans, BJ sem sönnun á flestu því sem þeir hafa haldið fram, einstaka þing- menn jafnvel viljað nota það til þess að sjá gamlan draum sinn um rann- sóknarnefndir þingmanna verða að veruleika o.s.frv. að leggja beri niður báða bankana og stofna síðan nýjan og öf lugan rík- isbanka sem væri fær um að sinna atvinnulífinu." — En kemst eigandi Útvegsbank- ans, ríkissjóður, hjá því að reiða fram nokkur hundruð milljónir kr. hvort sem hann verður endurreistur eða sameinaður öðrum banka? „Nei, en í dag er ekki sýnt hversu há sú upphæð verður. Bókfært eigið fé Útvegsbankans var um síðustu áramót um 100 milljónir kr. og ef hann verður gerður upp bætist við eitthvað af duldu eigin fé. En bank- inn hefur verið arðbær eiganda sín- um. Hann hefur greitt mikið fé í skatt, bæði gjaldeyrisskatt og síðan aðra skatta er voru lagðir á bankana síðar. Það er því hæpið að líta á HELGARPOSTURINN 7 Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Útvegsbankans: „REKUM EKKIÞJÓÐFÉLAGIÐ í MARGA DAGA MEÐ MARKMIÐUM EINKABANKA"

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.