Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 28
o I andvöku náttleysunnar HP kannar áhrif midnœtursólarinnar á sálarlíf þeirra sem hennar njóta . .en það kvöldar ekki meir; náttleysa 02 andvaka í öllum áttum“ HALLDÓRLAXNESS • . Og í þessum svifum var sólris yfir Ár- mannsfelli. / rauninni var það ekki líkt neinni sól; hitt var trúlegra að einhvers konar logagylt blóð gysi þar uppum slysagat á fjallinu. Það þeyttist í allar áttir. Lángur maður hefði sem hœgast getað stúngið fíngrunum á kaf í það og látið það freyða einsog sápu útum greip- ar sér. íþessu blóði hlaut að vera holt fyrir syndugan mann að þvo sér. Hann tók um báðar hendur henni sem snöggvast, einsog maður í fuglabúð grípur um tvo kjúklínga sem hann lángar að kaupa. Þau geingu niðrá grœnan völlinn gegnt Fögrubrekku til þess að horfa á eld- inn, og settust niður án þess að skeyta þó fötin þeirra blotnuðu af áfallinu. Loftið var kalt og tœrt. Morguninn fetaði sig œ hœrra; óskapnaðurinn yfir fjallinu var bráðum orð- inn sól. Döggin fór að glitra. Eftir eina stund mundi snjóhvít þoka lopast um allan skóg- inn. Enn druknaði alt í skuggum þó ofbirta væri til lofts...“ Þessa blæðandi miðnætursólarlýsingu er að finna í Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness (hvar annars staðar?) á kveðjustund þeirra Steins Elliða og Diljár úti í Þingvallahrauni. „Hvað er svona merkilegt við þessa mið- nætursól?" spurði svo heimsk kennslukona af frönskum ættum á sama stað og stundu, ferðafélögum sínum til aðhláturs en armæðu fararstjóranum sem flýtti sér að kynna fyrir henni túristaklisjurnar „The Land of Maybe“ og „The Land of the Midnight Sun“. En hvaða áhrif skyldi það hafa á okkur íslendinga að lifa til skiptis í margra mánaða myrkri og fárra mánaða náttleysu, enda- lausu birtuflæði? Svari ég fyrir sjálfa mig þá verð ég alltaf jafn agndofa á hverju sumri; berskjölduð. Misræmi skapast milli efnis og anda, brjóstbirtan vex í merkjan- legu hlutfalli við birtu dags, og þó aðallega nætur, og ég fæ yfirþyrmandi bjartsýnisköst sem líkamsleifar hafa ekki kraft til að fylgja eftir að afloknum vetri. Líkamann skortir úthald til að halda í við framkvæmda- og sköpunargleði andans. Fram að sumarsól- stöðum þarf ég iðulega að berjast við ögrandi náttúruna með grátstafinn einan að vopni í náttleysunni. Svo kemst ég yfirleitt í jafnvægi. . . Ég hafði samband við nokkra einstakl- inga, eins og til að leita staðfestingar á því að ég sé nú ekkert „óeðlileg" að þessu íeyti, að birtan geri mann bara léttgeggjaðan. Én sitt sýndist nú hverjum. . . GUNNAR GUNNARSSON BLAÐAMAÐUR: BIRTAN FYLLIR MIG KVÍÐA „Sumarið er árstíð sem maður fagnar þar sem veröldin verður öll fallegri, bjartari og hlýrri, mér finnst ég hafa aukið starfsþrek og vinnudagurinn lengist; en með hækkandi sól fyllist ég jafnframt kvíða vegna þess að bannsett birtan rænir mig svefni. Kannski er það vegna þess að þessi aukni kraftur veld- ur því að manni finnst einhvern veginn að starfsdeginum Ijúki aldrei, það vanti hvíldar- tíma hinna myrku vetrarnátta. í maí og júní sef ég ekki nema fjóra tíma á sólarhring og sef þá frekar létt. Þetta svefnleysi ruglar mig dálítið í ríminu. Ég er óvanur því, verð allur sljórri og hugarástandið stemmir ekki við þann kraft sem í líkamanum býr. Síðan þarf maður að sofa dálítið rækilega einu sinni eða tvisvar á þessu tímabili. Þá sefur maður í átta tíma eða lengur og þá ruglast aftur þessi (víta)hringur. Ég tilheyri þeim hópi sem vinnur innan dyra allan árs- ins hring og yfir hásumarið langar mig til að kasta öllu frá mér: vinna úti í náttúrunni líkamlega vinnu, eða bara skemmta mér, fara á hestbak. Stundum finnst mér eins og öll þessi orka sem sólin og birtan hlaða mig með hverfi einhvern veginn út í buskann, mér verði ekki nóg úr verki. Ég er þó ekki frá því að birtan auki manni andagift, allar þessar vökustundir nýtast manni á einhvern máta. Maður spekúlerar og les og tekur niður nótur, en vinnur samt engin stórafrek. Maður er lengi að hlaða batteríið sem vonandi nýtist manni svo yfir veturinn. Sumarið hér er svo stutt. Þá fyllist loftið gróðurangan, náttúran hellist yfir mann í stórum skammti skamma hríð, en svo líða níu mánuðir nánast í kulda og frosti. Á þeim tíma tekst manni að gleyma því hvernig þetta sumar er. Svo eru ótal hiutir sem bíða þess að verða hrundið í framkvæmd yfir sumarið. Þá þarf að dytta að svo mörgu. Á sumrin ætlar maður að taka bílinn í gegn, húsið, og sjálfan sig, allt á að gerast á þessum tíma. Svo sér maður eftir hverjum einasta degi sem maður getur ekki verið svolítið úti við. Nennir í rauninni ekki að gera neitt af því sem stendur á verkefnaskránni og er svo með samviskubit yfir því hvernig stundirnar líða í hálfgildings iðjuleysi. Eiginlega ætti að banna atvinnu á íslandi yfir sumarið. Við krabbarnir, sem eigum það til að skríða inn í okkur, erum líka sérkennilega stemmd andlega vegna þess að í birtunni finnst okkur að að okkur sé beint stórum yfirheyrslulampa, við erum fyrir allra augum dag eftir dag og nótt eftir nótt. Það er eiginlega of mikið. Þótt okkur líði vel í hlýjunni þá viljum við helst vera í myrkri. Mér líður eiginlega vel í myrkrinu á veturna þó að það sé oft kalt. Þá skrúfar maður bara upp í ofninum og dormar." GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR MYNDLISTARKONA: ÍSLENSK SUMUR ERU ÚTÚRSPEISUÐ! „Ég var einmitt að mála til klukkan sex í morgun. Þetta er helvítis vinna, stundum heldur maður að þetta komi bara að sjálfu sér þegar maður hefur séð myndina fyrir sér. En það bara gerist ekki. Ég var fyrir norðan í hálfan mánuð um daginn og það var alveg yndislegt. Ég komst í jafnvægi sem ég hélt að ég væri búin að gleyma. En svo er maður bara náttúrubarn í rauninni. Ég get helst ekki farið að sofa á sumrin, og fer ekkert að sofa fyrir en fram undir morgun. Það er svo yndislegt að vera vak- andi. Ég er frjáls að því hvenær ég vinn. Og ég vakna hvort eð er aldrei fyrr en á há- degi. Á veturna fer ég að sofa um þrjú, fjögur leytið. Ég hef margoft reynt að breyta því en það þýðir ekkert. Ef ég fer á fætur á morgnana er ég eins og svefngengill, get hvorki aðhafst neitt né hugsað. Þetta fer líka eftir því hvenær sólarhringsins fólk er fætt. Ég er fædd tíu mínútur yfir tíu um kvöld og það er minn tími. Á kvöldin verð ég m.a.s. rjóð í kinnum, það Iifnar yfir mér allri. Því vinn ég mest á kvöldin og næturnar og í sumar hefur mér unnist mjög vel á nóttunni. Þá er svo gott næði. Það voru mikil viðbrigði fyrir mig að koma aftur heim frá útlöndum í næturbirtuna eftir að hafa búið lengi erlendis, ég fæ svo mikið kikk. Ég upplifði þetta fyrst í fyrra og gekk í gegnum alls konar sálrænar breytingar. Ég var glöð yfir að vera komin heim aftur og íslensk sumur eru ekkert eðlileg! Þau eru alveg útúrspeisuð! Það eru tímabil sem fólk Gunnar 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.