Helgarpósturinn - 24.07.1986, Page 22

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Page 22
LEIÐARVISIR HELGARINNAR SÝNINGAR ÁRBÆJARSAFN Sesselja Óskarsdóttir leikur á viola de gamba á laugardag milli kl. 15 og 17. Athygli vert. ÁSGRÍMSSAFN Sýning í tilefni Listahátíðar. Aðallega myndir málaðar á árunum 1910—1920. Opið út ágústmánuð kl. 13.30—16 nema laugardaga. ÁSMUNDARSAFN Reykjavíkurverk Ásmundar til sýnis fram á haustið kl. 10—17 alla daga. ÁSMUNDARSALUR, v/Freyjugötu Sýning á verkum arkitektanna Kjell Lund og Nils Slaato. Stendur til 29. júlí. BAUGSSTAÐIR Rjómabúið opið til skoðunar f sumar, laugardaga og sunnudaga kl. 13—15. CAFÉ GESTUR Ingibjörg Rán sýnir. Yfirskrift sýningarinn- ar er „Látið myndirnar tala". GALLERÍ BORG Sumarsýning virka daga kl. 10—18. Reglulega skipt um verk. GALLERÍ GANGSKÖR Sumarsýning um þessar mundir, opið virka daga kl. 12—18. GALLERf LANGBRÓK Textíll. Opið kl. 14—18 virka daga. GALLERl iSLENSK LIST Sumarsýning listmálarafélagsins verður opin I sumar virka daga kl. 9—17. Sýnd um 30 verk eftir 15 félaga. KJARVALSSTAÐIR Picasso-sýningin á vegum Listhátíðar og sýningin Reykjavík í myndlist þar sem 60 Reykjavíkurverk eru sýnd eftir 33 lista- menn. Sýningarnar opnar kl. 14—22. LISTASAFN ASi v/Grensásveg Sýnd 40 verk í eigu safnsins til 24. ágúst. LISTASAFN HÁSKÓLA ISLANDS, í Odda Til sýniseru90 verk safnsinsaðallega eft- ir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur ókeypia MOKKA KAFFI Georg Guðni sýnir vatnslitamyndir og teikningar. SEÐLABANKINN Sýning gjaldmiðils og sögu þess frá land- námi til nútíma stendur yfir á vegum Landsbankans og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14—22. SKOPTEIKNINGAR Menningarmálastofnun Bandaríkjanna stendur þessa dagana fyrir sýningu á frummyndum skopmynda úr „The New Yorker" því fræga tlmariti. Opin alla virka daga milli 8.30 og 17.30, og stendur út júlf. ÞJÓÐVELDISBÆRINN Þjóðveldisbærinn Þjórsárdal verður op- inn til skoðunar I sumar kl. 13—17. ÓLAFSVÍK Kaldidalur Jóhanna Bogadóttir heldur sýningu á grafíkverkum f kaffihúsinu Kaldadal, sem hefst fimmtudaginn 24. júlí og stendur til 10. ágúst. Opið er fimmtud.—sunnud. kl. 15-19 og 20.30-23. VIÐBURÐIR SUMARNÆTUR Á BORGINNI Djassbandið Tarzan leikur fimmtudags- kvöld til kl. 1. FÉLAGSMIOSTÖÐIN FELLAHELLIR í sumar verður íbúum Breiðholts boðið uppá trimm-aðstöðu á laugardögum k I. 10—16. Þar verður m.a. boðið uppá þrek- æfingar, borðtennis- og baðaðstöðu auk kaffiveitinga. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Helgarferðir 25.-27. júlf 1. Hveravellir — gist í sæluhúsi félagsins. 2. Landmannalaugar — gist f sæluhúsi félagsins. 3. Þórsmörk — gist f Skagfjörðsskála. HANA NÚ Hin vikulega laugardagsganga frfstunda- hópsins Hana nú f Kópavogi hefst hjá Digranesvegi 12 kl. 10. Allir aldurshópar velkomnir, kaffiveitingar á staðnum. OPNUNARHÁTÍÐ EVRÓPU Á föstudagskvöld mun skemmtistaður- inn Evrópa taka til starfa af krafti. Evrópa er staðsett þar sem áður hét Klúbbur- inn en hefur síðan þá fengið ærlega and- litslyftingu. Á opnuninni mun hollenska söngsveitin Sensation skemmta auk ís- lensku strákanna f Rikshaw og Módel- samtakanna. Verður staðurinn svo opinn á hverju kvöldi ágústmánaðar til dýrðar Reykjavík. ÚTIVIST Helgarferðir 25.-27. júlí 1. Þórsmörk — gist f skálum að Básum. 2. Kjölur-Kerlingarfjöll —Hveravellir. Gist I góðu húsi. 3. Landmannalaugar-Eldgjá-Strútslaug. Gist í góðu húsi. LEIKHÚS SÖGULEIKARNIR Hin magnaða uppfærsla á Njáls sögu er enn sýnd og verður vonandi um skeið 12 leikarar taka þátt f sýningunni sem tekur um 90 mín. í flutningi. Sýningar eru mið- vikudags- og fimmtudagskvöld kl. 21 og tvisvar á laugardögum og sunnudögum kl. 14.30 og 17. Verkið er flutt á íslensku, en útdrættir hafa verið útbúnir og fást á íslensku, ensku, dönsku og þýsku. TJARNARLEIKHÚSIÐ Ferðaleikhúsið/Light Nights sýna fjórum sinnum f viku, fimmtudaga —sunnudaga kl. 21. Þær eru sérstaklega ætlaður enskumælandi ferðamönnum til fróð- leiks og skemmtunar. N'ART HÁTlÐIN UM HELGINA FIMMTUDAGUR 24. JÚLl 21:00 Tjaldið Mimensemblen: „Utangarðsmaðurinn". Þriðja sýning. 21:00 Hlaðvarpinn Einleikur á saxofón. Lauri Nykopp frá Finnlandi. Hann hefur komið áður hingað til lands og haldið tónleika og vakti þá verðskuldaða athygli fyrir sérstæða tón- list sfna. Aðgangur: 300 kr. 21:00 Félagsstofnun stúdenta Stúdentaleikhúsið: „De kommer med kista og henter meg". Önnur sýning. 22:30 Hljómskálagarður Friðarathöfn á vegum Yggdrasil. FÖSTUDAGUR 25. JÚLl 20:30 Borgarskáli Fbrquettas frá Finnlandi sýna „Pacific Inferno". Sjónleikur/dans saminn út frá sögu Michel Tournier um Frjádag. Leik- stíll Fbrquettas er mjög sérstakur og þykir yfirstíga alla venjulega tungumálaörðug- leika. Aðgangur: 400 kr. 21:00 Tjaldrokk — Bjarni Tryggvason Fölu frumskógardrengirnir og Aston Reymer rivaler. Aðgangur: 500 kr. LAUGARDAGUR 26. JÚLl 15:00 Iðnó Revíuleikhúsið: „Skottuleikur". Leikstjóri og höfundur Brynja Benediktsdóttir. Þetta barnaleikrit sem fjallar um þrjár nú- tímaskottur, var sýnt síðastliðinn vetur í Breiðholtsskóla og víða um land. Aðgangur: 250 kr. 17:00 Borgarskáli „Hendur sundurleitar". — Leikrænt dans- verk sérstaklega samið fyrir N'ART. Feðg- arnir Guðmundur Steingrímsson og Steingrímur Guðmundsson berja húðir. 20:30 Borgarskáli Fbrquettas: „Racific Inferno". önnur sýn- ing. 21:00 Kjarvalsstaðir Svedenborgarkvartettinn frá Svíþjóð. Þessi ungi strengjakvartettt hefur þegar vakið mikla athygli fyrir skemmtilegt efn- isval og persónulega túlkun. Aðgangur: 300 kr. 21:00 Tjaidrokk Röddin — Bubbi Morthens — Sielun Veljet. Aðgangur: 500 kr. SUNNUDAGUR 27. JÚLi 15:00 Tjaldið Lokahátíð. Ludvika Mini Circus. Sfðasta sýning. Leik- hópurinn Veit mamma hvað ég vil? mætir með furðuverur sínar og ferlfki. Flugdrekahátfð. Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og skreyta himininn með flugdrekum sfnum. Efni til flug- drekasmíða má fá við tjaldið alla daga hátíðarinnar. 20:30 Borgarskáli Fbrquettas: „Pacific Inferno". Sfðasta sýning. 21:00 Tjaldið Jasstónleikar. Tríó Niels-Henning örsted- Pedersen frá Danmörku. Með honum leika Kenneth Knudsen og Palle Mikkel- borg. Aðgangur: 800 kr. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg AUSTURBÆJARBfÓ Salur 1 Lögmál Murphy's ★★ Nokkuð glúrinn Bronson-þriller sem er vel skrifaður og ágætlega leikinn. Aðal- hlutverk: Charles Bronson og Kathleen Willhoite. Leikstjórn: J. Lee-Thompson. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 Flóttalestin (Runaway Train) ★★★ Meitluð túlkun helstu leikara — Jon Voight hreinn og beinn viðbjóður — á einn stærstan þátt í að gera þessa mynd sterka. Leikstjórn: Andrei Konchalowski. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 3 Leikur við dauðann (Deliverance) Spennumynd Johns Boorman. Voight fjölgar sér á sali — hér ásamt Burt Reyn- olds hinum loðna. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. BiÓHÚSIÐ Allt í hönk (Better Off Dead) ★ Geðveikur grínari með John Cusack I aðalhlutverki. Leikstjóri: Savage Steven Holland. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Skógarlff Sýnd kl. 3 á sunnudag. BÍÓHÖLLIN Salur 1 Lögregluskólinn III (Run for Cover) ★★ Léttgeggjuð ærslamynd sem hefur þann sjaldgæfa eiginleika framhaldsmynda að vera besta eintakið. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg og Bubba Smith. Leikstjórn: Jerry Paris. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 9Vi vika (9’/2 Weeks) ★★★ Dúndurvel og fallega kvikmyndaðar og leiknar upp- og ofanferðir. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð börnum innan 16 ára. Salur 3 Skotmarkið (The Target) ★★ Hnökralaus njósnamynd — en lognmolla þrátt fyrir fagmennskuna. Sýnd kl. 5 og 9. Út og suður f Beverly Hills (Down and Out in Beverly Hills) ★★★ Prófessfónell og skemmtileg gaman- mynd með Dreyfus, Nolte og hundinum Mika. Leikstjóri: Paul Mazursky. Sýnd kl. 7 og 11. Youngblood ★★ Myndarleg Rocky-mynd á skautum. Fteter Markle leikstýrir og Robert Lowe leikur. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 5 Nílargimsteinninn (The Jewel of the Nile) ★★ Douglas jr. og Kathleen Turner í skemmti- legri og hreint ekki viðburðasnauðri ævintýramynd. Sýnd kl. 5 og 9. HÁSKÓLABIÓ Ottó Þýskur grínari sem gengur vel þar í landi. Aðalhlutverk: Ottó Waalkes og Elisabeth Wiedemann. Leikstjórn: Xaver Schwarz- enberger. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LAUGARÁSBÍÓ Salur A Ferðin til Bountiful ★★★ Alveg bráðskemmtileg og Ijómandi vel leikin mynd með óskarsverðlaunahafan- um Geraldine Page í aðalhlutverki. Hreint engin tímaeyðsla þetta! Leikstjórn: Fteter Masterson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur B Heimskautahiti (Arctic Heat) ★ Kanar álpast inn f Rússland frá Finnlandi og fá heimþrá. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. Salur c Jörð í Afrfku (Out of Africa) ★★ Streep og Redford fara á kostum í glæsi- lega vel og fallega leikinni kvikmynd. Of mikill glans og ósanngirni gagnvart Karen Blixen tekur þó sinn toll. Framleiðandi/leikstjóri: Sidney Fbllack. Sýnd kl. 5 og 8.45. REGNBOGINN I návigi (At Close Range) ★★★ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Morðbrellur (Murder by lllusion) ★ Brellukarl hundeltur af eigin viðskiptavin- um — sniðugt plott en gloppótt handrit dregur myndina niður fyrir meðal- mennskuna. Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.10. Geimkönnuðirnir (Explorers) ★★ Amrfsk garanteruð spekúlasjón-súkks- ess-filma. Leikstjóri: Joe Dante. Aðalleik- arar: Ethan Hawke og River Phoenix. Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Sæt f bleiku Pretty in Pink) ★ Molly Ringwald vekur upp spumingar — er ekki komið nóg af þessari gegndar- lausu lágkúru? sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Korsíku-bræöurnir Hinir útfríkuðu Cheech og Chong eru sloppnir lausir rétt einu sinni. Gaman fyrir þá sem skemmta sér yfir dópklámrugl- myndum. Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. STJÖRNUBÍÓ Járnörninn Bara sona rétt enn ein myndin um dreng sem tekur lögin f sínar hendur — sem er vitanlega kolólöglegt, og svo bíða menn milli heims og helju eftir þvf hvort lögbrjót- urinn verður handsamaður eða hvað? Aðalhlutverk: Louis Gossett jr. og Jason Gedrick. Leikstjórn: Sidney Furie. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Kvikasilfur (Quicksilver) ★★ Ágætlega heppnuð Rocky-mynd á reið- hjólum — Bacon á þeysireið. Aðalhlut- verk; Kevin Bacon. Leikstjórn: Tom Don- elly Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Bjartar nætur (White Nights) ★★★ Andsovéskur áróður en hrein snilld þegar best lætur. Dansararnir Baryshnikov og Hines fara vel með aðalhlutverkin. Leik- stjórn: Taylor Hackford. Sýnd kl. 9. Eins og skepnan deyr ★★★ Sjarmi myndarinnar felst einkum f töku og leik. Edda Heiðrún, Þröstur Leó og Jóhann Sigurðsson fara með hlutverkin og Hilmar Oddsson leikstýrir þeim í sinni fyrstu mynd. Verður að kallast mjög góð mynd. Sýnd kl. 7. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.