Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 24
Bubbi og fleiri rokktónlistarmenn:
Tónleikar í Roxzý til
styrktar Kvennaathvarfinu
Bubbi bregður skjótt við og sýnir sem oftar að hjarta hans slær (takt við þá sem eiga
undir högg að sækja í þjóðfélaginu. Stjórnvöld mættu að ósekju taka hann sér til fyrir-
myndar í þessu máli. IVIynd Jim Smart.
Norræn menningarhátíð heyrnarlausra í Reykjavík:
Islenski leikhópurinn sló í
„Bubbi fékk þessa hugmynd þeg-
ar hann horfði á sjónvarpsfréttir síð-
astliðið sunnudagskvöld því honum
blöskraði svo afskiptaleysi stjórn-
valda í garð þeirrar bráðnauðsyn-
legu starfsemi sem fram fer í
Kvennaathvarfinu," sagði Vidar
Arnarsson umboðsmaður Bubba
Morthens í samtali við HP, en föstu-
dagskvöldið 25. júlí munu þeir
Bubbi gangast fyrir viðamiklum
rokktónleikum í Roxzý við Skúla-
götu til styrktar Kvennaathvarfinu.
Einn var sá merkisatburdur í
makalausri menningargrósku þessa
sumars sem fjölmidlar létu að
mestu fram hjá sér fara, en það var
Norræn menningarhátíð heyrn-
arlausra sem stóð yfir í Reykjavík
dagana 1.-5. júlí. Slík hátíð er hald-
in til skiptis á Norðurlöndunum á
fjögurra ára fresti. Þetta er í fyrsta
sinn sem hún fer fram hér á landi.
A opnunarhátíðinni í Þjóðleik-
húsinu kom fram tslenskur leikhóp-
ur sem vakti mikla athygli. HP tók
meðlimi hans tali með aðstoð Önnu
Maríu Einarsdóttur túlks til að for-
vitnast um hátíðina og framlag leik-
hópsins til hennar.
Það er sérdeilis hress og að því er
virðist samheldinn hópur sem hell-
ist yfir blaðamann að afloknum
vinnudegi með Júlíu Hreinsdóttur í
broddi fylkingar, en hún er ókrýnd-
ur leiðtogi hópsins. Hún tjáir sig
ótrúlega skýrt á máli okkar sem guð
gaf eyra. Það sama er að segja um
ýms önnur í hópnum, eins og tví-
burabróður Júlíu, Arnþór, Guðrúnu
Ólafsdóttur og Ingibjörgu Andrés-
dóttur.
Þegar þeim hefur með ýmsum til-
færingum tekist að troða sér inn í
blaðamannabásinn berst talið að
táknmálinu. Þau segja að það sé út-
breiddur misskilningur meðal heyr-
enda að heyrnarlausir tali allir sama
táknmálið. Þau séu aftur á móti afar
ólík, rétt eins og tungumálin. Upp-
haflega var íslenska táknmálið búið
til út frá því danska, en því fer þó
fjarri að þau séu eins. Þau segja að
norska, íslenska og danska táknmál-
ið eigi sér ákveðinn skyldleika, en
það sænska og finnska sé þeim
mjög frábrugðið. Þess vegna verði
túlkar frá hverju landi fyrir sig að
túlka jafnóðum öll dagskráratriðin á
svona hátíðum.
Meðlimir leikhópsins kvarta yfir
því að heyrandi íslendingar séu yfir-
leitt mjög stífir þegar þeir tjá sig,
það sé mjög erfitt að ráða merkingu
af svip þeirra og látbragði. Þau segj-
ast eiga auðveldara með að tjá sig
við heyrnleysingja af öðrum þjóð-
um, jafnvel þótt sameiginlegt tákn-
mál vanti, heldur en íslendinga með
fulla heyrn.
Sum í hópnum tóku þátt í undir-
búningi hátíðarinnar, þó einkum og
sér í lagi Júlía. Bæði var hún túlkur
Eddu Guðmundsdóttur leikstjóra á
æfingum og svo kenndi hún Önnu
Júlíönu Sveinsdóttur að „syngja" á
táknmáli og síðast en ekki síst Vig-
dísi forseta að flytja setningarræðu
sína á táknmáli, en Vigdís var
verndari hátíðarinnar.
Undirbúningsvinnan var ýmsum
erfiðleikum háð. Heyrnleysingjar
hér á landi eiga sér ekki þróaða leik-
listarstarfsemi eins og flestar hinar
Norðurlandaþjóðirnar, sem sumar
24 HELGARPÖSTURINN
Fjöldi valinkunnra rokkara kemur
fram auk Bubba, þ.ám. Megas,
Bjarni Tryggva, hljómsveitin
Vundervoolz og þeir Blúsbrœður
Mike Pollock og Þorleifur Guðjóns-
son ásamt heilum helling af hljóð-
færaleikurum. Tónleikarnir hefjast
kl. 22 og aðgangseyrir er 400 krón-
ur. Allir listamennirnir gefa vinnu
sína og ágóði — eins og hann leggur
sig — mun renna til athvarfsins.
„Við munum rokka og blúsa og
láta öllum illum látum,“ sagði Viðar,
hverjar eiga m.a.s. á að skipa at-
vinnuleikhópum heyrnarlausra.
Hvað áttu þau að setja upp? Eftir
miklar vangaveltur varð úr að Edda
Guömundsdóttir leikstjóri ákvað að
semja verk sem segir sögu heyrn-
leysingjakennslu á íslandi og byggði
það einkum á gögnum sem Guð-
mundur Egilsson hafði aflað. Síðan
stóðu yfir þrotlausar æfingar í allan
vetur með Júlíu sem túlk og í upp-
setningu verksins er það hún sem
segir söguna sem hin tjá með lát-
bragðsleik. Því gefur auga leið að
snjallt væri að taka þetta verk upp
fyrir sjónvarp og láta þul segja sög-
una, á tal- og táknmáli í senn.
Enda hvað vitum við um sögu
heyrnleysingjakennslu á íslandi? Eg
svara fyrir mig og segi: nákvæm-
lega ekki neitt! Til dæmis hafði ég
aldrei heyrt minnst á þann merka
mann, séra Pál Pálsson, sem var
brautryðjandi í kennslu málleys-
ingja hér á landi, en saga hans er um
margt merkileg en jafnframt skond-
in.
Séra Páll fæddist í Hörgsdal á Siðu
árið 1836 og var faðir hans prestur.
Þegar Páll var í fyrsta bekk í Reykja-
víkurskóla, þá 16 ára gamall, varð
hann veikur, hætti í skólanum og
var sagður mállaus. En sú saga gekk
fjöllunum hærra að hann hafi ekki
orðið mállaus vegna veikindanna
heldur hafi hann brotið lög og til að
sleppa við refsingu hafi hann gert
sér upp málleysið. Alla vega sagði
Páll aldrei orð og slapp þannig við
refsingu. Hvað sem er hið sanna í
þessu máli, þá er það víst að Páll fór
Uil Danmerkur í málleysingjaskóla
og lærði þar m.a. fingramál. Þá
gerðist það allt í einu að hann fór að
tala aftur!
Páll fer nú heim til íslands aftur,
byrjar í prestaskólanum og lýkur
þaðan námi með góðum vitnis-
burði. Þó var sagt að stærsti galli
hans á skólaárunum hafi verið
býsna sterk vínhneigð sem fylgdi
honum alla ævi. Að námi loknu er
„og okkur þykir verst að hafa ekki
vitað af fjárhagserfiðleikum at-
hvarfsins fyrr því þá hefðum við get-
að skipulagt tónleikana með meiri
fyrirvara. En þessir tónleikar í
Reykjavík verða væntanlega ekki
þeir einu. Við erum líka að hugsa
um að halda tónleika úti á landi því
konur alls staðar af landinu leita
sundurtættar og barðar á sál og lík-
ama skjóls hjá Kvennaathvarfinu."
Viðar sagðist hafa heimsótt
Kvennaathvarfið til að kynna sér
Páll vígður sem prestur. Samhliða
prestsstörfunum hóf hann jafnfamt
að kenna málleysingjum, enda þótt-
ist hann sjálfur vita hvernig líf hins
mállausa væri. Séra Páli var ljóst að
fleira þyrfti að gera, það vantaði t.d.
einfaldari bækur handa mállausum.
Því samdi hann þrjár kennslubæk-
ur, einskonar orðabækur, og einnig
bækur um kristilegt efni. Þá var séra
Páll þingmaður fyrir Skaftfellinga í
tíu ár og meðal þeirra mála sem
hann kom í gegn á þingi voru lög
um kennsluskyldu málleysingja.
Þetta var árið 1872. Séra Páll
drukknaði á dularfullan hátt í
Grímsey árið 1890, þá 54 ára gam-
all.
Síðan þá hefur á ýmsu gengið í
kennslumálum heyrnarlausra hér á
landi en hér verðum við að láta okk-
ur nægja að tæpa á atburðum síð-
ustu áratuga. Arið 1944 tók Brandur
Jónsson við Heyrnleysingjaskólan-
um í Reykjavík, en hann var barna-
kennari sem hafði sérmenntað sig í
kennslu málleysingja í Þýskalandi,
Danmörku og Ameríku. Hann
kenndi talmál og lagði áherslu á
varalestur og hætti að nota fingra-
mál. Einnig lagði hann drög að því
að kennarar heyrnarlausra fengju
sérmenntun, og kom því í gegn að
börn hæfu nám í skólanum fjögurra
ára gömul.
Árið 1963 gekk hér á landi rauðu
hunda faraldur sem varð þess vald-
andi að árið eftir fæddust milli 30 og
40 heyrnarskert eða heyrnlaus
börn, sem voru orðin skólaskyld
fjórum árum seinna. Og þá var skól-
inn skyndilega orðinn alltof lítill.
Brandur beitti sér fyrir því, ásamt
Foreldra- og styrktarfélagi heyrnar-
daufra og fleiri aðilum að hafist var
handa um að byggja framtíðarhús-
næði. Fyrir þessu barðist Brandur af
krafti. Arið 1971 fluttist skólinn að
Leynimýri, þar sem hann starfar nú.
Af öðrum málum sem horfa til
bóta fyrir heyrnarskerta má nefna
táknmálsfréttatíma í sjónvarpinu,
sem var tekinn upp haustið 1980 og
heyrnarskertir líta á sem mikinn sig-
ur, sönnun þess að táknmálið er við-
urkennt mál.
Svo við víkjum aftur að menning-
arhátíðinni nýafstöðnu þá má nærri
geta að hún var mikill viðburður í
lífi meðlima leikhópsins. Fæst höfðu
tekið þátt í siíkri hátíð áður — og svo
áttu þau allt í einu að leika á sviði
Þjóðleikhússins fyrir fullum sal!
„Við vorum alveg hræðilega
spennt fyrir frumsýningu," segir
Guðrún Olafsdóttir sem hefur ný-
lokið námi í tækniteiknun við Iðn-
skólann. „En það hefur áreiðanlega
hjálpað okkur því að Edda sagðist
hafa orðið steinhissa á frammistöðu
okkar. Á sýningunni mundum við
eftir ýmsu sem hún hafði árangurs-
laust reynt að láta okkur gera á æf-
ingum, en okkur hafði einhvern
veginn ekki tekist að muna. Svo
kom það eins og ósjálfrátt á sjálfri
sýningunni. Ég held að við höfum
sjálf ekki gert okkur grein fyrir því
meðan á henni stóð.“
„Já, ég var líka ofsalega hrædd
um að ég myndi gleyma einhverju í
þessari löngu sögu,“ segir Júlía sem
með haustinu hyggst hefja nám við
Þroskaþjálfaskóla Islands. „En þetta
bjargaðist. Það var svo auðvitað
alveg stórkostlegt að leikritið skyldi
vekja svona mikla hrifningu. Margir
kysstu okkur í bak og fyrir á eftir og
hrósuðu okkur. Við vorum í vímu
þegar við gengum út í sólina af af-
lokinni sýningu."
En þetta var ekki eina framlag ís-
lendinganna til norrænu menning-
arhátíðarinnar. Á opnunarhátíðinni
sýndu yngstu börnin Kisuleik, og
hin hláturmilda Ingibjörg Andrés-
dóttir, sem starfar sem uppeldisfull-
trúi við Heyrnleysingjaskólann, lék
kisumömmu með miklum tilþrifum.
Og það sama gerðist með börnin og
fullorðnu leikendurnar: þau mundu
öll fyrirmæli leikstjórans!
Þá flutti fullorðni leikhópurinn
leikritið Veginn sem meðlimirnir
Islenskl leikhópurinn,
talið frá vinstri: Jó-
hann Ágústsson, Júlía
Hreinsdóttir, Trausti
Jóhannesson, Guðrún
Ólafsdóttir, Sunna
Davíðsdóttir, Arnþór
Hreinsson og Ingi-
björg Andrésdóttir.
Á myndina vantar þá
Stefán Berg Jónsson
og Vilhjálm G. Vil-
hjálmsson.
sömdu í samvinnu við Eddu Guð-
mundsdóttur leikstjóra. Það fjallar
um ungt fólk sem ræðir framtíðar-
möguleika sína. Þau hitta fullorðinn
mann í lystigarði sem segir þeim að
það besta sem þau geti gert sé að
læra eitthvað ákveðið svo að þau
geti fengið góða vinnu í framtíðinni.
Tveir piltar ákveða að hugsa bara
um einn dag í einu, af því að þeir
halda að hlutirnir gerist sjálfkrafa
án þess að þeir þurfi nokkuð fyrir
þeim að hafa. En einn piltur ákveð-
ur að fara eftir ráðleggingum
mannsins. Tíu árum síðar hittast
þeir aftur og bera saman bækur sín-
ar, og hefur þeim sem valdi mennta-
veginn vegnað langbest í lífinu.
Þau í leikhópnum drógu enga dul
á að Vegurinn væri eins konar áróð-
ursverk fyrir því að heyrnarlausir
afli sér menntunar á einhverju sviði.
Það sé afskaplega mikilvægt því
annars lendi þeir ævinlega í lægst
launuðu störfunum.
Aðspurð um hvað þeim hefði þótt
eftirminnilegast á hátíðinni, fyrir ut-
an þessar góðu viðtökur sem leikrit
þeirra fékk, sagði Júlía: „Það var
t.d. frábært að „heyrá' Önnu Júlíönu
syngja á táknmáli, sérstaklega Ríð-
um, ríðum, rekum yfir sandinn. Ut-
lendingarnir urðu alveg steinhissa.
Margir þeirra voru líka undrandi á
að þetta fámenna félag heyrnar-
lausra á íslandi gæti skipulagt svo
viðamikla hátíð upp á eigin spýtur.
Við getum því svo sannarlega verið
stolt. Og hvað sjálfan leikinn varðar
þá sáum við að okkar uppfærsla var
fyllilega sambærileg við framlag
hinna þjóðanna sem yfirleitt hafa
miklu lengri leikþjálfun að baki.
Já, og ekki má gleyma hvað út-
lendingarnir voru hrifnir af Vigdísi
forseta, að hún skyldi hafa lagt það
á sig að læra að flytja ræðu sína á
okkar táknmáli."
„Og grillveislan!" segir Arnþór,
tvíburabróðir Júlíu, en hann stund-
ar nám í málaradeild Myndlista- og
handíðaskólans. „Foreldrafélagið
stóð fyrir grillveislu í Árbænum í
yndislegu veðri. Þar var Jón Páll
heiðursgestur. Hann gerði rosalega
lukku! Útlendingarnir, og þá sér-
staklega stelpurnar, kepptust um að
láta mynda sig með þessum mynd-
arlega íslendingi.
Reyndar héldu margir að Jón Páll
væri heyrnarlaus vegna þess að
hann tjáði sig svo vel með hreyfing-
um. Þegar ég var spurður hvort
hann væri heyrnarlaus kvað ég já
við því!“ segir Arnþór prakkaraleg-
ur á svip.
Krakkarnirsegjast hafa fullan hug
á að halda leiklistarstarfseminni
áfram en enn sé allt óráðið um hvort
af því verður. En mikið væri nú gam-
an ef íslenska sjónvarpið tæki sig til
og filmaði uppfærslu þeirra á Sögu
heyrnarlausra. . .1 . JS
’ - M ■ *■'