Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 26
— dvalið við upphafsdaga N‘ART ’86 dreng frá Síberíu. Hann varð fyrir þeirri lífsreynslu að vera beðinn um eiginhandaráritun af bandarískum hermanni. Dátinn góndi á höfuð Jukka og mitti og spurði í einlægni hvort hann væri Rússi (!). Nú á laug- ardagskvöld gefst fólki kostur á að sjá Sielun Veljet á ný í Tjaldinu, auk Bubba nokkurs Morthens og Radd- arinnar. Klúbbur N’ART ‘86 er til húsa í Fé- lagsstofnun stúdenta, en hann opn- aði þetta kvöld. Það vakti furðu margra hljómleikagesta þegar farið var að dreifa svörtum miðum, en þeir reyndust vera boðsmiðar á Roxzý. Islendingar sem fengu miða glöddust sumir hverjir í hjarta sínu yfir að tilheyra nú guðs útvalda liði sem boðið væri í einkasamkvæmi aðstandenda Narts á meðan pöbuil- inn færi í Félagsstofnun. Útlending- ar töldu hins vegar í þekkingarleysi sínu að klúbbur N'ART ‘86 væri Roxzý. Gerði þetta að verkum að hópurinn tvístraðist, einmana sálir reikuðu jafnt um ganga Roxzý sem Félagsstofnunar og skildu lítt í hvað gerst hafði. Svipaður leikur af hálfu Roxzý endurtók sig næsta dag. Þeg- ar blaðamaður HP gekk frá Tjaldinu eftir hljómleika Aston Reymers Rivaler brunaði leigubíll í hlaðið, út stökk ungur snáði og bauð upp á svarta miða. Nærstaddir sendu vesalingnum tóninn og buðu hon- um góða ferð í heitasta helvíti með sína svörtu miða. Upp úr hádegi á laugardag var lagt upp í skrúðgöngu frá Lækjar- torgi út í Tjald þar sem barnasirkus- inn Ludvika Mini Cirkus lék listir sínar. Veður var gott og gömlu and- litin frá skemmtistöðum síðasta ára- tugar gengu upp Tjarnargötuna með nýja kynslóð í kerru, vagni eða í maganum. Frjósamt fólk íslending- ar. Tjaldið reyndist þétt setið barna- fjölskyldum. Færri komust að en vildu; fyrir utan sáust sorgmædd barnsaugu sem bíða þurftu dýrðar- innar til morguns. Eins og nafnið bendir til er ekki um að ræða al- vörusirkus með fílum, ljónum og öðrum ævintýraverum, heldur eru þetta börn sem æft hafa ýmsar listir Sól skein á Hlvaðvarpann þegar N'ART ‘86 var sett s.l. föstudag. Inn- andyra stóð prúðbúinn hópur Reyk- víkinga, en á tröppum hússins sátu veðurbarðir skandinavískir lista- menn, nýkomnir í bœinri eftir hálfs mánaðar ferðalag um landið. Dökkar augnaumgjarðir starfs- manna hátíðarinnar báru vott um margra sólarhringa vökur, vinnu og puð. Nú var veislan hafin og Birgir Edvardsson kominn í kjól og hvítt. Um kvöldið var fyrsta sýning Farfa-leikhópsins um samlíf Nijinsk- is ballettdansara og konu hans. Sýn- ingin var á spænsku, byggð á texta- brotum eftir mörg helstu skáld Spánverja. César Brie og Iben Nagel Rasmussen ruddu úr sér reiðinnar ósköpum af texta, hvísluðu, sungu og dönsuðu. Eins og komið hefur fram er Farfa hluti Odin-leikhússins, en það hefur verið stefnumarkandi fyrir tilraunaleiklist á okkar dögum. Því var sorglegt að sjá hversu fáir áhorfendur sátu í Iðnó þetta kvöld. Vonandi hefur fólk þó tekið við sér og gripið gæsina á meðan hún gafst. Að lokinni sýningu Farfa hófst rokk í Tjaldinu. Hluti hljómsveitar- innar Kukls, nú undir nafninu Þukl, hóf hljómleikana. Enn vekur furðu að landar þeirra skuli ekki hafa opn- að eyru sín og hjörtu fyrir þessum músíköntum af guðs náð. Eftir leik Vundervoolz birtust sálarbræðurnir finnsku. Gufustróka lagði frá svið- inu þar sem drengirnir þeystust fram og aftur, fleygðu sér á gólfið eða hver á annan. Óaðskiljanlegur hluti sviðsframkomu Sielun Veljet er vesalings rótarinn, sem er í sí- felldum eltingarleik við rafmagns- snúrur sem óneitanlega vilja flækj- ast, svo og míkrófóna, sem áttu það til að fleygja sér í gólfið á eftir hús- bændum sínum. Áhorfendur klöpp- uðu og trömpuðu og sumir gátu ekki á sér setið, heldur dönsuðu á tröppum áhrofendapallanna. Jukka gítarleikari bar rússneskt liðsfor- ingjakaskeiti á höfði en um mittið hafði hann belti skreytt barmnælum frá rússneska hernum. Að öðru leyti minnti klæðaburður hans á smala- Lndvika Mini Cirkus í skrúðgöngu með reykvískum æskulýð. Ismo Alanko söngvari og textasmiður Sielun Veljet. Mynd: Lauri Dammert. og kúnstir, aðallega út frá fimleik- um. Áhorfendur voru ánægðir og vonandi fær íslenskur æskulýður frjóar hugmyndir um hvernig gera má leikfimitímana lifandi. Á meðan á þessu stóð fræddi sænski goðinn Thure Claus um hug- arþel til forna í Hlaðvarpanum. Stuttu seinna opnaði norræn mynd- listarsýning í Borgarskála. Um kvöldið voru svo hljómleikar Keppi- nauta Aston Reymers í Tjaldinu. Það er víst ekki orðum aukið að kalla þá stuðhljómsveit. Áhorfenda- bekkir voru að mestu tómir en allt gólfpláss var nýtt af tvistandi og tjúttandi fólki. Hljómlistin spannaði allt frá rokkabillí til suður-amerískra tóna og takta. Danskur útvarpsmað- ur dillaði sér með míkrófón í ann- arri hendi og léttan Carlsberg í hinni. Þetta kvöld var klúbbur N’ART ‘86 fullur af glöðu fólki. Og Nartveislan stendur fram á sunnudag. Birgi og félögum hans hefur tekist að láta draum Skandi- navíu-íslendingsins rætast; að leyfa löndum sínum sem heima sitja að njóta þess sem hann er að upplifa þarna hinum megin við Færeyjar. Kannski tekst að mýkja fordóma fólks gagnvart skandinavískri menningu, en margir virðiast líta á hin Norðurlöndin sem eitt allsherjar barnaheimili þar sem skipt er um bleyjur á fólki og því sagðar komm- únískar rökkursögur. Oft hafa falleg- ar hugmyndir visnað á píslargöngu milli yfirvalda sem gera ráð fyrir að aðeins stofnanir og löggiltir menn- ingarfrömuðir geti haft umsjón með atburðum eins og listahátíð. En að- standendum N‘ART ‘86 hefur tekist að brjótast gegnum skrifstofumúr- inn og láta drauminn rætast. Kannski hefur okkur fslendingum lærst að íbúar hinna Norðurland- anna eru ekki fastlímdir við tilveru- kreppu miðstéttarkvenna og karla, heldur bjóða þeir upp á menningu sem á ekki síður vel við okkur en margt það sem kemur vestan að. Sniglarnir voru fengnir til „löggæslu" á föstudagskvöld þegar Þukl, Vundervoolz og Sielun Veljet léku í Tjaldinu. Norrænt nart KVIKMYNDIR Taugin sem tekur í gikkinn Regnboginn: ínávígi (At Close Range) ★★★ Bandarísk. Árgerð 1985. Framleiðandi: Don Guest og Elliot Lewitt. Leikstjórn: James Foley. Handrit: Nicholas Kazan (byggt á sönnum atburðum). Kvik- myndataka: Juan Ruiz Anchia. Tónlist: Madonna Penn. Aðalleikarar: Sean Penn, Christopher Walken, Mary Stewart Master- son, Christopher Penn, Millie Perkins, Eileen Ryan og Tracy Walter. Þeir eru einlægt með kjaft, illa rakaðir með strokið hár, halla kæruleysislega undir flatt og ekki laust við að hláturinn — þá sjald- an hann brýst út — sé eilítið óheflaður, á köfl- um skrýtinn. Ögrandi sjarmörar, einlægir, blátt áfram, ástfangnir. Og umfram allt sætir James Deanar allra tíma. Hann gengur aftur í Ameríku með jöfnu millibili. Bandarískir fjölmiðlar keppast um að uppgötva hann, eigna sér hann og eiga við hann exklúsívu intervjúin, og spyrja þá gjarnan fyrst út í ímyndina — og hvort við- brögðin við fyrstu myndinni hafi ekki verið á annan veg en hann bjóst við, stelpurnar of atgangsharðar, mamma miður sín og svo svona honestly hvort hann sjálfur hafi ekki alist upp í James Dean-aðdáun. Sem sagt; eitthvað sem medían elskar — og verður að eiga, sérstaklega þegar í nauð- irnar rekur, í tíð gúrkna eins og þeirri sem geisar núna á íslenskum hundadögum. Sean Penn er hann núna. Geðslegt leikara- efni af austurströndinni, skilgetið afkvæmi nýju bylgjunnar í amerísku leikarauppeldi, þar sem áherslan er lögð í innri túlkanir og jafnvel umbreytingar í þágu viðfangsefnisins a la de Niro, Pacino og síðar William Hurt sem fer hvað úr hverju að verða vinsæl fyrir- mynd upprennandi ungstirna. Sean er sumsé ekki yfirborðskenndur í tilþrifum sínum, sem sást vel í Fálkanum og snjómanninum á móti Timothy Hutton og sannast núna í af- bragðs góðri kvikmynd James Foley sem sá ágæti handritshöfundur Nicholas Kazan kýs að kalla At Close Range. Hún er byggð á sönnum atburðum sem gerðust á ofanverðum síðasta áratug að mig minnir í Arizona-ríki; sönnum fjölskyldu- harmleik, sem tekur á dýpstu tilfinningum og beittustu taugum, en hefur svo yfir sér þá seiðmögnun sem mýkir viðfangsefnið og bætir áhorfandanum upp það skilningsleysi sem hann hefur á því að svona hlutir skuli „Sjálfseyöingarhvöt og spursmál um tilvist fá hérna skylmerkilega útlistun," segir Sigmundur Ernir mz. um kvikmyndina I návfgi sem Regnboginn hefur til sýningar þessa dagana. yfirleitt geta gerst. Þeir eru að faðir skjóti son sinn í örvæntingu yfir að missa sitt; þegar eiginhagsmunirnir, sérhyggjan, ber allt ann- að í mannlegu eðli ofurliði. Sjálfeyðingarhvöt og spursmál um tilvist fá hérna skirmerkilega útlistun. Þessum trylli er öllum haldið á lágu nótunum, svo lævís- lega að jafnvel einstaka byssuskot — sem jafnan týnist inn á milli sviptinga — kallar á áhrif, umhugsun og fyrst og fremst athygli. Uppbyggingin er öll á einn veg, atriðaröðin úthugsuð, sjónarhornin skírskotandi, pönin í ryþma við það sem skotið er á. Christopher Walken fer vel að leika lán- leysingja (samanber Deer Hunter) og óþverra eins og í síðustu Bond-mynd (þar sem hann lék að vísu afleitlega). í myndinni At Close Range er hann hvorttveggja; magn- aður hrotti sem felur dauðann í sjálfum sér. Mótleikur Penn er öruggur, viðfelldinn og skemmtilegur. í návígi, eins og Regnboginn leggur heiti þessarar myndar út á íslensku, er hörku tryll- ir, sem gleymir sér ekki í byssuhlaupinu, heldur tekur líka á tauginni sem tekur f. gikkinn. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.