Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 16
eftir Gunnar Smára Egilsson mynd: Árni Bjarnason Sveittur af hlaupum og hálfvilltur í rangölum vidbyggds Landsbankans fann bladamadurinn loks konu í glerbúri sem var tilbúin ad hringja í Jónas Haralz og segja honum aö blaöamaöurinn, sem hann haföi mœlt sér mót viö fyrir fimmtán mínútum, vœri kominn í húsiö. Konan brosir og biöur blaöamanninn aö hinkra aöeins eftirJónasi og býöur honum sœti á meöan. Á boröinu liggja auglýsingabœklingar um vildarkjör á vaxtaþrungnum sparibókum og á meöan blaöamaöurinn rennir augum yfir blaösíöurnar kemst hann aö því aö þaö er mun hagkvœmara aö lána banka en skulda honum. Sú hugljómun er sett til hliöar, þar sem hún gleymist síöar, þegar umgangur heyrist á hœöinni fyrir ofan og Jónas Haralz tekur aö ganga niö- ur einn af hinum mörgu stigum í Landsbankahúsinu. Dökkbrúnir leöurskór, brún teinótt jakkaföt, föllit skyrta og dumbrautt bindi. Hár og grannur meö traust gleraugu og örlítiö merki í vinstri jakka- boöangnum, svo lítiö aö blaöamanni tókst ekki aö greina þaö þrátt fyrir tilraunir meöan á viötalinu stóö. Slíkt útlit hœfir stjórnanda bankastofnunar sem nýveriö hefur haldiö upp á einnar aldar starfsafmæli, viröulegt og traust, allavega boriö saman viö tœtingslegan blaöamanninn, illa rakaöan og meö saumsprettu á frakkan- um. Fjær viðskiptavinum bankans Jónas leiðir biaðamanninn inn í fundarher- bergi þar sem bankastjórnin heldur fundi sína. Það er í nýrri hluta Landsbankahússins, búið húsgögnum frá sjöunda áratugnum. Þaðan er innangengt í bankaráðsherbergið sem er í eldri hluta hússins. Það er mun virðulegra, viðarklætt uppá hálfa veggi og þar fyrir ofan horfa fyrrver- andi bankastjórar af málverkum yfir fundar- borðið. í bankastjórnarherberginu spyr blaðamaður Jónas, vegna einhæfrar reynslu sinnar af banka- stjórum, hvort þeir þurfi ekki oft á tíðum að setja sig í hlutverk félagsráðgjafa eða sálusorgara þegar þeir taka á móti fólki í miklum vandræð- um. „Jú, vissulega," svarar Jónas án umhugsunar. „Reyndar er það svo að eftir því sem að bankinn stækkar og starfsemin eykst þá fjarlægjumst við bankastjórarnir hinn almenna viðskiptavin. Menn halda stundum að bankastjórar þurfi að sitja í endalausum viðtölum. En við fórum að draga úr því þegar um 1970 og hurfum alveg frá því árið 1978. Eigi að síður berast slík mál í hendur okkar öðru hvoru. Reynsla mín var sú að við værum oft á tíðum í þeim hlutverkum er þú nefndir. Við vorum að reyna að hjálpa fólki út úr erfiðleikum. En okkur eru þröngar skorður settar og erum ekki alltaf í stakk búnir til að leysa úr þessum erfiðleikum. Séð eftir því að lóna mönnum En í tengslum við erfiðleika fólks við húsnæð- iskaup, sem mikið hefur verið rætt um að und- anförnu, má benda á að bankarnir hafa í sam- ráði við Húsnæðisstofnun unnið að því að leysa þessi vandamál. Starfandi eru ráðgjafar hjá Hús- næðisstofnun og bankarnir hafa tengiliði við þessa ráðgjafa og reyna að finna iausnir á mál- unum að því leyti er þau snerta bankana. Það er því mikill misskilningur að telja banka vera eitthvert ískalt viðskiptakerfi." — En veröur bankastjóri ekki aö temja sér ákveöinn kulda þar sem til hans leita fleiri en hann getur lánaö? „Það er nokkuð ljóst hvað við getum gert og hvað við getum ekki gert, og menn gera fólki ekki greiða með því að lána því fé sem það getur ekki staðið í skilum með. Ég held að ég hafi gert fólki meira illt, en sem betur fer ekki mjög oft, með því að lána því of mikið heldur en með því að lána því of lítið eða ekki neitt. Ég hef séð oftar eftir því að hafa lánað mönnum í stað þess að segja afdráttarlaust nei, heldur en ég hef séð eft- ir því að hafa sagt nei.“ Traust og Ihaldssöm ímynd — Geta menn ekki oröiö kaldir, þurrir og of nákvœmir af þessum starfa? Ert þú nákvœmur og þurr? „Ég býst við því að ég sé nákvæmur, en ég held að ég sé ekkert sérstaklega þurr. Ég yrði fyrir vonbrigðum ef þeir sem hafa unnið með mér og þekkja mig teldu að svo væri. Annað mál er að þeir sem utan við standa geta fengið aðrar hugmyndir." — En þarf ekki einn af bankastjórum stœrsta viöskiptabankans aö hafa yfir sér ímynd staö- festu og viröingar? „Það skiptir auðvitað máli fyrir banka að bankastjórnin stuðli að ímynd um bankann sem traustan og að vissu marki íhaldssaman banka. Ég held þó að það skipti ekki minna máli að það sem hefur verið kallað á slæmri íslensku „mannleg sjónarmið" komi til greina. Ég held að svo hafi alltaf verið svo í Landsbankanum. Ég held að viðskiptavinir bankans hafi þá reynslu af honum, bæði í tíð fyrirrennara minna og eins eftir að ég kom til starfa, að bankinn sé skiln- ingsríkur á vandamál þeirra og sjónarmið. Hitt er annað mál að okkur er settur þröngur rammi, bæði samkvæmt Iögum og samkvæmt eðli starfseminnar. En innan þessa ramma ríkja hér í bankanum mannúðleg sjónarmið." Geistlegt uppeldi Jónas Haralz er sonur Haraldar Níelssonar og Aðalbjargar Sigurðardóttur. Þau tóku bæði þátt í þeim andlegu hræringum er urðu hér upp úr aldamótum. Haraldur var ötull fylgismaður ný- guðfræðinnar svokölluðu og síðar eldheitur spiritisti og Aðalbjörg var félagi í Guðspekifélag- inu og sökkti sér niður í kenningar indverska mannkynsfræðarans Krishnamurtis. Auk þess var hún mikil kvenréttindakona og tók þátt í stjórnmálum. Hún sat meðal annars í bæjar- stjórn fyrir Framsóknarflokkinn, þótt hún væri ekki flokksbundin. Starfsvettvangur Jónasar hefur hinsvegar leg- ið töluvert fyrir utan áhugasvið foreldranna. Því var hann spurður að því hvaða áhrif andlegur áhugi foreldranna hefði haft á hann. „Þó svo að guðspeki og spiritisma hafi ekki verið haldið að mér í uppvextinum þá varð ég að sjálfsögðu vel var við áhugamál foreldra minna. En ég valdi mér fljótlega áhugamál og starfssvið af öðru tagi. Hinsvegar hef ég gert mér góða grein fyrir því á síðari árum, og betur en ég gerði á unga aldri, hver áhrif lífsviðhorf foreldra minna hafa haft á sjálfan mig. Þau áhrif eru djúpstæð þótt ég hafi starfað á öðrum vett- vangi og andlegur áhugi tengist ekki beinlínis þeim sérstöku stefnum, sem þau fylgdu." Ráðgjafi I bananalýðveldum Jónas fór utan til Svíþjóðar að nema efnaverk- fræði eftir stúdentspróf hér heima en söðlaði síðan um og valdi sér hagfræði, stjórnmálafræði og heimspeki sem námsgreinar. Éftir námið og nokkurra ára reynslu hér heima hóf hann störf hjá Alþjóðabankanum í Washington og starfaði þar í sjö ár. „Ég starfaði ekki síst sem ráðgjafi ríkisstjórna er áttu viðskipti við Alþjóðabankann. Starfssvið mitt var einkum í Suður- og Mið-Ameríku. Ég vann að verkefnum í Mexíkó, Honduras, Perú, Venezúela og reyndar líka í Ghana. Þegar ég kom heim árið 1957 var ég ráðinn efnahags- ráðunautur ríkisstjórnarinnar og gegndi því starfi til 1969 að ég réðst til Landsbankans." — Nýttist reynsla þ'tn frá bananalýöveldunum ekki vel viö glímuna viö íslensk efnahagsmál? „Ég gat notað reynslu mína þar og hér heima á víxl. Þegar ég talaði við Nkruma í ferð til Ghana tók ég ætíð dæmi frá íslandi. Raunar eru menn í þróunarlöndunum að dæmi frá íslandi eigi við sig en dæmi frá Bandaríkjunum eða öðr- um löndum í Vestur-Evrópu. Ég rakst á það sama í Kína er ég var á ferðalagi þar árið 1976. Þá var Mao nýlega látinn en fjór- menningarnir voru ennþá við völd. Ég kom þar í fleiri en eina verksmiðju og á þeim tíma þekktu þeir ekki akkorðsvinnu eða bónus og helst mátti ekki nefna það í þeina eyru. Þá sagði ég þeim sögu af Slippstöðinni á Akureyri þar sem nýlega hafði verið komið á akkorðskerfi, sem verka- mennirnir voru mjög ánægðir með og leiddi til mikillar aukningar á afköstum. Kínverjarnir áttu mun auðveldara með að meðtaka þetta dæmi frá íslandi heldur en að hlusta á eitthvað sem þeir töldu vera erkikapítalisma, enda tók ég fram að Slippstöðin á Akureyri væri í ríkiseign." Viðreisn efnahagslífsins — En ekki hafa íslenskir stjórnmálamenn tek- iö því vel ef þú hefur tekiö dœmi af Honduras eöa Ghana þegar þú varst aö ráöleggja þeim? „Nei, það gerði ég aldrei," segir Jónas og hlær. „Það gerði ég aldrei nokkurn tímann, en ég gat samt hugsað mitt.“ — Þú varst ráöunautur Viöreisnar efnahags- lífsins. „Ég var ráðunautur margra ríkisstjórna. Fyrst ráðuneytis Hermanns Jónassonar, síðar Emils Jónssonar í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins árið 1959 og síðan Viðreisnarstjórnarinnar í tíu ár. Á þeim tíma vann ég með tveimur forsætis- ráðherrum, fyrst Ólafi Thors og síðar Bjarna Benediktssyni. Efnahagsmálin heyrðu þá, eins og þau gera enn þann dag í dag, undir forsætis- ráðuneytið, þannig að ég hafði náin tengsl við þessa menn og lærði að meta þá mikils og þykja vænt um þá báða. Ég vann einnig mjög náið með öðrum ráðherrum í Viðreisnarstjórninni, og þá einkum Gylfa Þ. Gíslasyni sem var við- skipta- og menntamálaráðherra. Við vorum vin- ir frá því miklu fyrr og áttum mjög ánægjulega samvinnu. — Stóö Viöreisn undir nafni? „Vissulega. Það var mjög mikill árangur af starfi þeirrar ríkisstjórnar. I upphafi starfstíma hennar var uppbóta-, gjalda- og haftakerfið, sem hafði verið hér lengi við Iýði, lagt niður. Gengið var skráð rétt og innflutningurinn gefinn frjáls. Það kom mikill fjörkippur í atvinnulífið upp úr þessu um leið og viðskiptajöfnuður landsins komst í Iag.“ Annar faðir íslenska efnahagsundursins — Var þetta íslenska efnahagsundriö? „Já, það var einskonar efnahagsundur. Og; það gerðist ekki, eins og margir halda, vegna síldarinnar. Hún kom þegar þessar umbætur í efnahagslífinu voru um garð gengnar og við- skiptajöfnuðurinn hafði rétt sig við. Næsti þátturinn var að auka fjölbreyttni í ís- lensku atvinnulífi. Þá var fyrir alvöru farið að undirbúa orkumálin og stóriðjuna sem leiddi svo til Búrfellsvirkjunar, Sigölduvirkjunar, Ál- versins í Straumsvík og seinna Grundartanga- verksmiðjunnar. Þetta krafðist langs undirbún- ings, en hann hófst fyrir alvöru upp úr 1960“ — Hverl var hlutverk efnahagsráöunautar ríkisstjórnarinnar í íslenska efnahagsundrinu? „Það þurfti að gera vandaða áætlun um þess- ar umbætur og við Jóhannes Nordal unnum að gerð hennar ásamt ýmsum öðrum mönnum. Við lögðum hana fyrir ríkisstjórnina er síðan gekk frá henni í samráði við okkur. Aðild að þessu áttu einnig fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og Efnahags- og samvinnustofnuninni í París. Þeir komu hingað og lýstu sjónarmiðum stofnananna, sem jafnframt lögðu fram fjár- magn til þess að úr framkvæmdum gæti orðið. Landið átti engan gjaldeyrisforða og við gát- um ekki gefið innflutning frjálsan nema að hafa einhvern varasjóð. Þessi varasjóður kom í raun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sjóð sem Efna- hags- og samvinnustofnunin réð yfir. Þeir lögðu fram 20 milljónir dollara sem var mikið á þeim tíma. Það kom ekki til að við þyrftum að nota þennan varasjóð, nema að litlum hluta og við endurgreiddum það fé fljótt. Þessi aðstoð var samt sem áður forsenda fyrir því að við gátum gefið innflutninginn frjálsan. Þjóðarsátt hin fyrri Annar merkur áfangi í sögu þessarar ríkis- stjórnar var júní-samkomulagið við verkalýðs- hreyfinguna árið 1964. Það höfðu verið átök við verkalýðshreyfinguna sem átti erfitt með að sætta sig við þær breytingar er Viðreisnarstjórn- in stóð fyrir. Togstreitan jókst árið 1961 og hélt áfram allt til 1964. En þessi átök og togstreita kenndu báðum aðilum að nauðsyn bar til að taka tillit hvor til annars og komast að sameigin- legri niðurstöðu. Það náði fram að ganga í júní-, samkomulaginu 1964. Þá var mótuð stefna sem hélt verðbólgunni niðri með hóflegum kaup- hækkunum en gaf samt af sér kjarabætur. Það er margt svipað í júní-samkomulaginu og í febrúar-samkomulaginu frá í vetur. Hugsunin að baki samninganna og aðferðin við fram- kvæmd þeirra, bera sama keim. Það er lær- dómsríkt að bera þetta saman. Eftir júní-samkomulagið komst á ailnáið sam- starf á milli verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og ríkisstjórnar. Þessu var ekki hampað opin- berlega, en var ekki síður raunhæft þess vegna. í stað togstreitu kom skilningur innan vissra marka. Einstakt tímabll Eftir þetta gengu í garð mikil uppgangsár, 1965 og 1966. Þá má segja að efnahagslífið færi úr böndunum vegna góðæris. En það stóð ekki lengi og snerist brátt mjög til hins verra því á tveimur árum, 1967—68, féllu útfiutningstekjur landsins um 45%, sem var mesta áfall sem við höfðum orðið fyrir síðan uppúr 1930. Þá kom það sér vel að samstaðan hafði tekist, því annars hefði orðið erfitt að brjótast úr efnahagskrepp- unni án þess að allt færi úr böndunum. Eftir tímabundið atvinnuleysi og vaxandi verðbólgu um skeið náðist jafnvægi að nýju um 1970. Síð- asta árið sem Viðreisnarstjórnin situr, árið 1971, er verðbólgan komin niður í 7%. Það má því segja að það hafi verið þrennt mikilvægt sem Viðreisnarstjórnin gerði; kerfis- breytingin 1960 sem var grundvöllur að miklum efnahagsframförum árin á eftir, samkomulagið á vinnumarkaðnum 1964 og loks árangursrík glíma við efnahagsvandann þegar síidin hvarf og fiskverðið féll.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.